Fréttir

31.8.2013 Fréttir : Vígsla nýnema í FAS

Nýnemar í FAS mættu margir hverjir í dag í fremur óhefðbundnum fatnaði. Ástæðan er sú að í dag fer fram vígsla nýnema.  Sú hefð hefur skapast að það eru væntanlegir útskriftarnemendur sem sjá um vígsluna. Skólinn leggur þó á það mikla áherslu að einungis þeir nemendur sem vilja taki þátt í busavígslu. Lesa meira
Jökulsárlón

30.8.2013 Fréttir : Deiliskipulag við Jökulsárlón samþykkt

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2013 deiliskipulag við Jökulsárlón samkvæmt 25.gr. skipulags-og byggingarlaga. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar.  Skipulagstofnun hefur afgreitt deiliskipulagið.

Deiliskipulagið öðlast nú þegar gildi.

Lesa meira

30.8.2013 Fréttir : Uppskeruhátíð Barnastarfs Menningarmiðstöðvarinnar

Nú er komið að uppskeruhátíð Barnastarfsins. Mikil þátttaka hefur verið í allt sumar í ferðir og aragrúi af bókum lesnar.

Dregið verður í Sumarlestrinum í dag, 30.ágúst klukkan 15:00 í Nýheimum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa meira
Mynd3

30.8.2013 Fréttir : Vinir Vatnajökuls bjóða til fundar um styrkveitingar

 

Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs bjóða til kynningarfundar um styrkveitingar samtakanna þriðjudaginn

3. september kl. 12 á hádegi á loftinu í Gömlubúð, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn. Vinirnir bjóða upp á veitingar.

Opið er fyrir styrkumsóknir frá 1. ágúst til 30. september í ár. Sjá nánar á vefsíðu samtakanna: http://www.vinirvatnajokuls.is/

Lesa meira

29.8.2013 Fréttir : Haustönnin hafin í FAS

Í lok síðustu viku fór fram skólasetning í FAS. Skólameistari tæpti á því helsta á komandi önn. Strax að lokinni setningu voru svokallaðir nemendafundir en þar voru kynningar á því hópastarfi sem í boði er í félagslífi skólans.

Lesa meira

28.8.2013 Fréttir : Yfirlýsing frá Framsóknarmönnum í bæjarstjórn Hornafjarðar.

Við undirritaðir fulltrúar í meirihluta Framsóknarmanna í bæjarstjórn Hornafjarðar virðum ósk Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra um lausn frá störfum frá og með 1. nóvember 2013 og óskar honum  góðs gengis á nýjum vettvangi með kæru þakklæti fyrir samstarfið. Meirihluti Framsóknarmanna er sammála um að Ásgerður K. Gylfadóttir, núverandi formaður bæjarráðs, taki við starfi bæjarstjóra út kjörtímabilið Lesa meira

28.8.2013 Fréttir : Yfirlýsing frá Hjalta Þór Vignissyni

Síðastliðin níu ár hef ég gegnt ábyrgðarstarfi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, þar af síðustu sjö ár sem bæjarstjóri.  Sá tími hefur verið skemmtilegur og viðburðaríkur.  Öll þessi ár hef ég starfað með góðu fólki, bæði kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Ætlunin var að starfa út kjörtímabilið en nýverið sá ég auglýsingu frá  Iceland Pelagic ehf. um áhugavert starf.  Í stuttu máli hefur félagið ráðið mig til starfa frá og með 1. nóvember nk.  Þá læt ég af störfum sem bæjarstjóri Hornafjarðar. Lesa meira
Krakkarnir í Nejaskóla í Norræna skólahlaupinu @Nesjaskóli

27.8.2013 Fréttir : Uppskeruhátíð yngri flokka Sindra

Uppskeruhátíð yngriflokka Sindra (5. fl, 6. fl og 7 flokka karla og kvenna)  verður haldið í Bárunni föstudaginn 30 ágúst kl. 17:00.

Alltaf hafa myndast skemning á þessum hátíðum og verður því haldið áfram. Farið verður í leiki, grillaðar pylsur  og allir fá verðlaunapening.

Lesa meira

26.8.2013 Fréttir : Vöruhúsið, vettvangur skapandi greina

Í sumar hafa staðið yfir miklar lagfæringar og ákveðnar breytingar í Vöruhúsinu við Hafnarbraut. Þeim er nú að mestu lokið og starfsemi vetrarins er smám saman að fara í gang. Meðal breytinga má nefna að ljósmyndastúdíó og framköllunarrými verður í kjallara ásamt æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og hljóðver til upptöku tónlistar, málmsmíði og leirvinnslu. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir í Millibörum mun kenna tveggja anna námsbraut í fataiðn á vegum FAS, veita ráðgjöf varðandi Stíl. Lesa meira

25.8.2013 Fréttir : Metabolic á Höfn

Hópþrektímar sem hafa slegið í gegn

Kolbrún Björnsdóttir, ÍAK einkaþjálfari‚býður hornfirðingum  uppá Metabolic námskeið sem hefur slegið í gegn í um allt land. Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfaranámið hjá Keili, körfubolta- og styrktarþjálfari hannaði námskeiðið og hafði það að leiðarljósi að námskeiðið ætti að vera árangursríkt, skemmtilegt, markvisst og öruggt.

Lesa meira

23.8.2013 Fréttir : Lognværa, kvöldstund við orgelið

Lognværa, kvöldstund við orgelið í Kálfafellstaðarkirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 21:00 Kristín og Sigurður flytja kvöldljóð. Aðgangur er ókeypis frjáls framlög renna til Kálfaflelsstaðarkirkju.

Lesa meira

23.8.2013 Fréttir : Heimsókn innanríkisráðherra til Hafnar í Hornafirði, 22. ágúst 2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og föruneyti hennar komu í heimsókn til Hornafjarðar 22. ágúst. Var heimsóknin liður í yfirreið ráðherra um Suðurland.  Bæjarfulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins tóku á móti hópnum í ráðhúsinu og áttu um einnar klukkustundar fund þar sem rætt var um samgöngumál, lögreglumál og stöðu atvinnulífs.

Lesa meira

21.8.2013 Fréttir : Allir íform 20. og 21. september

Allir íform verður haldið dagana 20.og 21. september en hafnarhlaupið verður haldið viku fyrr en sama skráningagjald er fyrir báða viðburðina. Keppt verður í strandblaki, bridge, blak, brennibolta, hnit, fótbolta, frjálsum og golfi (texas scramble).

Hvað laugardagskvöldið varðar þá er það í vinnslu og eins er verið að vinna í tímaseðli fyrir greinarnar. Eins og undanfarinn ár verður leitast við að raða þeim þannig að sem flestir geti keppt í sem flestu. Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega keppnisgjaldið. Við hér á Hornafirði búum svo vel að vera með okkar eigin gjaldmiðil sem hvorki vextir, verðbólga né stjórnvöld geta haggað, það verður því sama keppnisgjald og í fyrra eða 3.500kr.

Lesa meira

21.8.2013 Fréttir : Gefins bækur á Bókasafninu

Miklar breytingar hafa verið á Bókasafninu og Menningarmiðstöðinni undanfarnar vikur og standa enn. Megin markmið safnsins í þessum breytingum er t.d. að gögn séu aðgengilegri, fleiri titlar, frekari nýjungar og afþreying sem ætti að vera við allra hæfi. Lesa meira

21.8.2013 Fréttir : Göngur og réttir - útivera og hreyfing

Í undirbúningi er stofnun gangnamannafélags með það að markmiði að fá okkur þéttbýlis fólkið til að nota þá óbeisluðu orku sem fætur okkar innihalda, Einnig teljum við sem að þessum komum að þetta sé góð leið í eflingu samskipti og samvinnu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Stofnfundur er í undirbúningi fyrir félagsskapinn hér á Höfn og hafa forsvarsmenn Sindra, Ferðafélagsins og Björgunarfélags Hornafjarðar með starfsmanni búnaðarsambandsins hist til að ræða málin. Auk þess eru bændur farnir að stilla saman strengi.

Lesa meira

21.8.2013 Fréttir : Óvissuferð Barnastarfs Menningarmiðstöðvarinnar lokið

Í gær fór Menningarmiðstöðin í sína síðustu barnastarfsferð þetta sumarið. Um var að ræða svokalla óvissuferð og fengu börnin ekkert að vita fyrr en komið var á áfangastað. Það má segja að margir hafi verið orðnir ansi óþreyjufullir. Lesa meira

20.8.2013 Fréttir : Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin nk. laugardagskvöld 24. ágúst. Sýningin hefst kl. 23:00 og verðu í tæplega hálfa klukkustund.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls.

Sætaferðir verða frá Höfn og er brottför frá Humarhöfninni kl. 21:15 og frá tjaldstæðinu kl. 21:30. Fargjald er 1.500 hvora leið 3.000 fram og til baka.

Lesa meira

20.8.2013 Fréttir : Þjónustufulltrúi og gjaldkeri í Ráðhúsi

Starfsmannabreytingar eru þessa dagana í Ráðhúsi Hornafjarðar. Linda Hermannsdóttir er komin til starfa í stöðu þjónustufulltrúa og Hrafnhildur Magnúsdóttir er tekin við starfi gjaldkera sveitarfélagsins.

Lesa meira
Miðskerð - Barnastarf 2103

15.8.2013 Hornafjarðarsöfn : Barnastarfsferð í svínabúið á Miðskeri

Svínabúið á Miðskeri var skoðað í barnastarfinu þriðjudaginn síðasta. Pálína tók vel á móti 14 hressum krökkum sem fengu að skoða búið hátt og lágt.

Lesa meira

14.8.2013 Fréttir : Kraftakeppnin Austfjarðartröllið

Kraftakeppnin Austfjarðartröllið hefst á Höfn næstkomandi fimmtudag. Keppnin verður við Skreiðarskemmuna og hefst kl. 15:00 fólk er hvatt til að koma og sjá kraftajötna leysa ýmsar þrautir.

Dagskrá:

Fimmtudagur 15. ágùst.

Höfn  við Skreiðarskemmu kl 15:00

Breiðdalsvík við Hótel Bláfell  kl 19:00

Föstudagur 16. ágùst.

Vopnafjörður við Kaupvang    kl. 13:00

Bakkafjörður við Toppfisk       kl. 17:00

Laugardagur 17 ágùst

Reydarfjörður við Sómastaði  kl. 11:30

Seydisfjörður við Herðubreið  kl. 15:30

 

 

 

Lesa meira
Vestrahorn

8.8.2013 Hornafjarðarsöfn : Hornafjarðarsöfn

Menningarmiðstöð gaf nýverið út bækling um söfn og sýningar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um þær sýningar og söfn sem eru staðsett í sveitarfélaginu.

Lesa meira
Unglingalandsmót 2013

6.8.2013 Fréttir : Glæsilegt Unglingalandsmót á Höfn

Góð aðstaða til íþróttaiðkunar og öflugur hópur sjálfboðaliða voru lykillinn að vel heppnuðu Unglingalandsmóti sem haldið var á Höfn um síðustu helgi.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)