Fréttir

Deiliskipulag við Jökulsárlón samþykkt

30.8.2013 Fréttir

Jökulsárlón

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2013 deiliskipulag við Jökulsárlón samkvæmt 25.gr. skipulags-og byggingarlaga. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar.

 Deiliskipulagið felst í eftirfarandi.  Afmörkun bílastæða og bílaumferðar. Afmörkun byggingarreita og skilgreining byggingarheimilda fyrir þær þjónustubyggingar sem nauðsynlegt verður talið að byggja. Helstu gönguleiðir og útsýnisstaðir þar sem æskilegt og / eða nauðsynlegt  má telja að gripið verði til markvissrar mannvirkjagerðar og yfirborðsfrágangs til að forða sliti og skemmdum.

 

Deiliskipulagstillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög gera ráð fyrir. Skipulagstofnun hefur afgreitt deiliskipulagið.

Deiliskipulagið öðlast nú þegar gildi.

 

Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)