Fréttir

30.9.2013 Fréttir : Námskeið í grjóthleðslu

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Hvort sem um ræðir veggi eða önnur smærri mannvirki.

Lesa meira
Hssa afgreidsla 2011-01

30.9.2013 Fréttir HSSA : Þjónustukönnun á HSSA

Góð þjónusta við skjólstæðinga er meginmarkmið hverrar heilbrigðisstofnunar og heilbrigðisyfirvalda. Mikilvægt er að kanna viðhorf notenda til þjónustunnar með reglulegum hætti. Næstu 3 vikur verða gerðar þjónustukannanir meðal notenda hjá HSSA.

Lesa meira

27.9.2013 Fréttir : Tónlist fyrir alla

Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða  upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Við bjóðum upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Lesa meira

27.9.2013 Fréttir : Uppskerumarkaður Hornfirðinga

Ríki Vatnajökuls, SASS, Matís og NMÍ standa fyrir uppskerumarkaði laugardaginn 28. september n.k á Höfn frá klukkan 13:00 – 16:00.

Það verður ýmislegt skemmtilegt um að vera á svæðinu: Sultukeppni - Hornfirðingum og gestum þeirra stendur til boða að koma með heimatilbúnu sulturnar sínar til þátttöku í sultukeppni í Gömlubúð. matvælaframleiðendur í hjöllunum kaffiveitingar í Pakkhúsi Millibör verður með opið og Hornafjarðarsöfn.

Lesa meira

26.9.2013 Fréttir : Um skipulagsmál í Stafafellsfjöllum

Landeigendur í Stafafellsfjöllum hafa um tíma sótt að lóðum verði fjölgað í frístundabyggðinni þar.   Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur ítrekað fjallað um skipulagsmál í Stafafellsfjöllum og ávallt afgreitt þau samhljóða á sínum fundum.   Fram að þessu hafa bæjarstjórn Hornafjarðar og landeigendur hafa verið efnislega sammála um skipulag í Stafafellsfjöllum. 

Lesa meira

25.9.2013 Fréttir : Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar verða með opinn fund í Pakkhúsinu í kvöld kl. 20:00. Fundurinn er hluti af fundaherferð flokksins sem staðið hefur yfir síðustu vikur um allt land. Lesa meira

25.9.2013 Fréttir : Ísland Got talent á Höfn

Hæfileikakeppnin ÍslandGot talent í Sindrabæ 1. október kl. 16:00.

Stærsta hæfileikakeppni í heimi er nú loksins að koma til Íslands.

Stöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent.  Verðlaunin eru svo sannarlega glæsileg, 10 milljónir króna fyrir siguratriðið!

Dómarar þáttarins eru engir aukvisar, Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Lesa meira

25.9.2013 Fréttir : Margt er líkt með Höfn og "Suðurhöfn" (Söderhamn)

Verið er að koma á fót ungmennaskiptum á milli Vöruhússins á Höfn og sambærilegrar stofnunar í sænska bænum Söderhamn. Þetta er meðal þess sem er afrakstur heimsóknar Vilhjálms Magnússonar Vöruhússtjóra og Sigurðar Mar Halldórssonar kennara í FAS til Söderhamn í síðustu viku.  Margt er líkt með þessum tveimur samfélögum Lesa meira
Köttur

24.9.2013 Fréttir : Hunda og kattaeigendur athugið

 

Héraðsdýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti þann 30. september  og  1. október nk., frá kl. 11:45 til kl 13:30 að Hólabraut 13 ( bílskúr ).

 

Lesa meira

23.9.2013 Fréttir : Haustfagnaður – Nammiball

Haustfagnaður Heppuskóla var haldinn fimmtudaginn 19. september í Sindrabæ. Nemendur í 9. bekk sjá um haustfagnaðinn og stóðu þau sig með miklum sóma. Farið var í leiki og einnig gert góðlátlegt grín að nemendum sem og kennurum. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum sá síðan plötusnúðurinn JD - Jónas Jay-O um að halda uppi stuðinu.

Lesa meira

20.9.2013 Fréttir : Athuganir tengdar námi í FAS

Eitt af markmiðum í nýrri námskrá er að leggja áherslu á að nemendur tengi umhverfi og nám saman. Það á við bæði um ýmis konar rannsóknir á vettvangi og ekki síður að skoða hug fólks. 
Nemendur í aðferðafræði eru til að mynda að skoða hug Hornfirðinga til ferðamanna á svæðinu. Aðferðafræði er skipt upp í megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Í megindlegum aðferðum er lögð áhersla á tölfræðilega úrvinnslu ganga. Lesa meira

19.9.2013 Fréttir HSSA : Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir

Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður á heilsugæslunni 26. og 27. sept n.k. Tímapantanir í síma 470 8600.

Lesa meira

18.9.2013 Fréttir : Berjaferð í Haukafell

Í síðustu viku fóru börnin í 1. - 4. bekk í hina árlegu berjaferð í Haukafell. Veðrið var ljómandi gott en ekki var mikið um ber. Börnin létu það samt ekki skemma fyrir sér ferðina heldu nutu góða veðursins og skemmtilegs félagsskapar.

18.9.2013 Fréttir : Endurbætur á Sindrabæ - kynning

Sveitarfélagið hefur unnið að undirbúningi endurbóta á Sindrabæ. Sveitarfélagið hefur látið útbúa teikningar af utanhúsklæðingu, bæjarráð fjallaði um málið 16. sept. sl. og lagði til að kynna hugmynd af teikningum fyrir íbúum Hornafjarðar.

Salurinn mun verða lagfærður og útbygging byggð fyrir salernisálmu. Einnig verður anddyrið endurbætt ásamt fleiru innan dyra.  

Lesa meira

17.9.2013 Fréttir : Úrskurður forsætisráðuneytis vegna kæru Must Visit Iceland    „sveitarfélagið byggði ákvörðun sína á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum“

Fyrirtækið Must Visit Iceland kærði til forsætisráðuneytisins ákvörðun bæjarráðs að veita fyrirtækinu ekki leyfi til að hafa aðstöðu á vesturbakka Jökulsárlóni. Must visit hefur ekki fengið stöðuleyfi frá sveitarfélaginu en hefur þrátt fyrir það verið með starfsemi á vesturbakka Jökulsárlóns sl. þrjú ár. Í úrskurði forsætisráðuneytis kemur fram að starfsemi Must Visit við Jökulsárlón hafi verið ólögleg og sveitarfélagið hafi byggt ákvörðun sína á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum, ekki sé verið að brjóta gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eða samkeppni á markaði. 

Lesa meira

17.9.2013 Fréttir : Menntamálaráðherra heimsækir Nýheima

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fundaði á föstudag með forsvarsmönnum Nýheima um áherslur í áframhaldandi uppbyggingu hússins. Ráðherra kynnti sér einnig starfsemina í Nýheimum og í Vöruhúsinu þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Lesa meira

16.9.2013 Fréttir : Stjörnuverið á Höfn 16. september 2013

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru býður Náttúrustofa Suðausturlands, sem
nýlega tók til starfa til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu.
Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja eða liggja inni í
kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar.
Tvær sýningar verða í boði: kl. 16 og kl. 17 þann 16.september
í Nýheimum.

Lesa meira

13.9.2013 Fréttir : Heimavinnuaðstoð á Bókasafninu í vetur

Boðið verður upp á heimavinnuaðstoð á Bókasafninu í vetur á mánudögum og miðvikudögum milli kl: 14:30 - 16:00.
Lesa meira
Áslaug Íris Valsdóttir

12.9.2013 Fréttir HSSA : Trygg ljósmóður- og læknaþjónusta á Hornafirði

Staða ljósmóður hefur verið laus til umsóknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands síðan í júní sl. en Áslaug Valsdóttir sem gegnt hefur starfi ljósmóður hefur tekið við starfi formanns Ljósmæðrafélags Íslands með aðsetur í Reykjavík.

Lesa meira

10.9.2013 Fréttir : Ertu Íformi?

Mikið er þetta nú skemmtilegt, sól og blíða dag eftir dag og allflestir að hamast við að koma sér íform eða að halda sér íformi. Æfingar eru byrjaðar í öllum greinum og má sjá æfingatíma á heimasíðunni iformi.is. Fólk kemur almennt vel undan sumri þó svo sumir hefðu viljað nota sumarfríið til meiri hreyfingar. Íformi gerir ekki mannamun núna frekar en öll árin á undan og hvetur alla til að fara að hreyfa sig hvort sem þeir slepptu sér í grillkjötinu í sumar eða borðuðu bara hundasúrur. Lesa meira

10.9.2013 Fréttir : Breytt vinnubrögð með nýrri námskrá í FAS

Eins og áður hefur komið fram var tekin upp ný námskrá í FAS nú í haust. Þar er mikil áhersla lögð á að nemendur stundi nám sitt af kostgæfni. Þess vegna var ákveðið að fyrir hvert fag séu nemendur að lágmarki eina klukkustund á lesstofu til að sinna námi í viðkomandi áfanga.
Strax á fyrsta degi þurftu nemendur að gera vikuáætlun fyrir vinnu sína. Lesa meira

10.9.2013 Fréttir : Fundur  bæjarstjórnar 12. september kl. 16:00

FUNDARBOÐ

195. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi,

Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri

Lesa meira

6.9.2013 Fréttir : Bókasafnsdagurinn 9.september

Bókasafnsdagurinn verður haldinn í þriðja sinn 9. september nk. á bókasöfnum um allt land. Starfsfólk Bókasafns Hornafjarðar langar að bjóða íbúum til sjávar og sveita að koma og njóta dagsins með okkur undir kaffibolla og vínarbrauði.

Bókasafnið – vöruhús ímyndunaraflsins

Lesa meira

5.9.2013 Fréttir : Tónlistarkonan Adda með tónleika á Bakka.

Tónlistarkonan og söngvaskáldið Adda er að ferðast um landið á puttanum og spila í stofum hjá vinum og vandamönnum. 

Tónleikar á Bakka, föstudaginn 6.september kl:18:00.
Lesa meira

3.9.2013 Fréttir : Nemendur FAS skoða gróður á Skeiðarársandi

Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir eru miklar breytingar á gróðri á Skeiðarársandi en um miðbik sandsins sést nú orðið töluvert af trjám.  Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd í FAS að gaman væri að fylgjast með gróðrinum og breytingum á honum. Í kjölfarið voru merktir fimm gróðurreitir og er farið á hverju hausti til að fylgjast með framvindu mála. Lesa meira
Hornafjordur.is

2.9.2013 Fréttir : RíkiVatnajokuls.is verður hornafjordur.is

Samvélagsvefurinn Ríki Vatnajokuls sem hefur notað lénið rikivatnajokuls.is mun frá með deginum í dag formlega nota lénið hornafjordur.is líkt og gert var í upphafi þegar vefurinn fór í loftið árið 2003.

Þeir sem nota Samfélagsvefinn sem upphafssíðu þurfa að gera viðeigandi breytingar í sínum vafra (t.d. Internet Explorer, Firefox eða Google Chrome) annars mun ferðaþjónustuvefurinn koma inn sem upphafssíða.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)