Fréttir

30.10.2013 Fréttir : Danskennsla í grunnskólanum

Núna stendur yfir árlega danskennsla í grunnskólanum. Eins og undanfarin ár er það Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem er mættur til að efla fótafimi nemenda. Í fyrsta til sjöunda bekk er skyldumæting en í áttunda- til tíundabekk hafa nemendur val um hvort þau mæta í dans eða sitja hefðbundna tíma.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Vísindadagar í FAS

 dag hófust vísindadagar í FAS en þeir hafa verið árlegur viðburður um nokkurra ára skeið. Hugsunin á bak við vísindadaga er að nemendur leggi bækurnar til hliðar í nokkra daga og skoði önnur verkefni og beiti vísindalegum vinnubrögðum í vinnuferlinu.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudagshádegi hefst aftur 1. nóvember með kynningu Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu á Vísindavikunni sem stendur nú yfir í skólanum. Kynningin hefst kl: 12:15.
Verið velkomin.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld

Þann 11. september hófst námskeið í íslensku fyrir útlendinga á vegum Austurbrúar og kennari var Magnhildur Gísladóttir líkt og  undanfarin ár. Að þessu sinni voru 14 einstaklingar af átta þjóðernum sem tóku þátt í námskeiðinu sem lauk með útskrift í Nýheimum þann 28. október. Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Ríkidæmi Hornfirðinga

Nú í upphafi júnímánaðar tók ég við starfi forstöðumanns Hornafjarðarsafna. Ég hef þó ekki enn komið mér fyrir hér á Höfn að neinu viti þar sem megin uppstaðan í húsgagnaflóru minni er ísskápur og rúm. Það bergmálar í íbúðinni. En góðir hlutir gerast hægt, eins og maðurinn sagði.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir HSSA : Höfðingleg peningagjöf!

Ingibergur Sigurðsson frá Syðra Firði í Lóni lést í janúar síðastliðnum en síðustu ár ævi sinnar bjó Ingibergur á hjúkrunardeild HSSA. Til minningar um Ingiberg ákváðu erfingjar hans að færa Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Björgunarfélagi Hornafjarðar og Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu veglegar peningagjafir.

Lesa meira

29.10.2013 Fréttir : Rithöfundur í heimsókn

Snæbjörn Brynjarsson annar höfundur bókarinna Hrafnsaugað sem kom út fyrir jólin í fyrra og fékk m.a. barnabókarverðlaunin, heimsótti nemendur í grunnskólanum og las úr framhaldsbókinni sem kemur út núna í haust. Þetta var skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu sem nemendur kunnu vel að meta.

Lesa meira

29.10.2013 Fréttir : Árdís Erna Halldórsdóttir ráðin til Ríki Vatnajökuls

Árdís Erna Halldórsdóttur tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Ríki Vatnajökuls af Davíð Kjartanssyni sem sagði upp starfi sínu nú fyrir skömmu. Árdís hefur störf þann 1. desember nk.

Lesa meira
WOW brochure

28.10.2013 Fréttir : Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Höfn 1.nóv..

Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri

Opin ráðstefna og uppskeruhátið  á Höfn, 1. nóvember 2013.   

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 20.október hjá gudrun@visitvatnajokull.is á bæði ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á 1500kr), kvölddagskrá með mat 5950kr.

 

Lesa meira

28.10.2013 Fréttir : Safnahelgin á Suðurlandi - 31.október til 3.nóvember 2013

Menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi.
Hornafjarðarsöfn og önnur söfn og gallerí verða með allskonar uppákomur og lengdan opnunartíma á safnahelgi dagana 31. okt. til 3. nóv.. Horfirðingar og gestir eru hvött til að koma og upplifa viðburði og lengda opnunartíma safna.

Lesa meira

25.10.2013 Fréttir : Dans dans dans

Í næstu viku verður dansað!!
Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru mun bjóða Hornfirðingum upp á danskennslu í Sindrabæ og Nýheimum næstu viku
Lesa meira

25.10.2013 Fréttir : Kjördæmavika hjá þingmönnum

Þingmenn kjördæmisins eru á yfirreið í kjördæminu í tilefni kjördæmaviku, bæjarstjórn tók á móti þeim og farið var yfir helstu áherslumál sveitarfélagsins. Þar kom fram að bæjarstjórn leggur áherslu á að jöfnun húshitunarkostnaðar og mikilvægt að tryggja stuðning við þróun á nýjum orkugjöfum.

 

Lesa meira

24.10.2013 Fréttir : Kvennafrídagurinn 24. október á Höfn

Hornfirskar konur hittust í Nýheimum í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum hér á landi. Um 40 konur mættu og borðuðu saman hádegisverð, rifjuð var upp baráttusaga íslenskra kvenna og var fjallað áhrif uppeldis foreldra og kennara á getu barna.

Lesa meira

23.10.2013 Fréttir : Samfélagssjóður auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks

 

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Upplýsingar um reglur styrkveitingar og umsóknareyðublað er á vef sjóðsins

www.hornafjordur.is/samfelagssjodur

Lesa meira

23.10.2013 Fréttir : Fab Lab - stafræn smiðja

Fab Lab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjur gefa ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrir-tækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Lesa meira
Teitur Guðmundsson

22.10.2013 Fréttir HSSA : Læknir vikunnar!

Teitur Guðmundsson læknir er einn þeirra lækna sem starfa á heilsugæslunni í vetur. Teitur er með áralanga reynslu úr heilsugæslunni og mikill talsmaður forvarna og heilsueflingar.

Lesa meira

22.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld í Nýheimum

Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi á mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum.

Lesa meira

22.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld í Nýheimum

Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi á mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum.

Lesa meira
Morsárdalur

21.10.2013 Fréttir : Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum til úthlutunar í desember 2013. Sérstök athygli er vakin á námskeiðum sem umsækjendum standa til boða. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember.

Lesa meira

18.10.2013 Fréttir : Vilborg Anna pólfari með fyrirlestur í Nýheimum

 Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona heldur fyrirlestur í Nýheimum mánudaginn 21. október kl. 16:15 – 17:15.  Á fyrirlestrinum mun hún fjalla um gildi þess að setja sér markmið og um leiðir til að vinna að settum markmiðum.

Aðgangur ókeypis og fólk er hvatt til að mæta.

Lesa meira

18.10.2013 Fréttir : Fréttir af ferðalöngum FAS í Ungverjalandi

Allt gott er að frétta af íslensku ferðalöngunum en þeir komu til Keszthely vel eftir miðnætti á þriðjudag eftir tæplega fjórtán tíma ferðalag. Í gær kynntu ungversku félagarnir land og þjóð. Einnig voru getraunir og ratleikir þar sem markmiðið var að gestirnir kynntust skólanum og nánasta umhverfi. Lesa meira

17.10.2013 Fréttir : Tónaflóð í Hafnarkirkju.

Eins og allir vita hafa börn unun af tónlist og þetta veit Jóhann Morávek skólastjóri Tónskólans og stjórnandi Lúðrasveitarinnar við skólann líklega best af öllum. Hann hefur síðustu ár staðið fyrir tónleikum fyrir leikskólabörn á Höfn Lesa meira

17.10.2013 Fréttir : "Kózy" fyrirlestraröð fyrir 10 og 11 ára

Í dag, fimmtudag kl: 18:00 verður fyrsti fyrirlestur af "Kózy fyrirlestraröð" Hornafjarðarsafna fyrir 10 og 11 ára börn í Nýheimum. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur ætlar að ræða um þróun mannsins, frá upphafi til vorra daga. Kakó og góðgæti í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

16.10.2013 Fréttir : Hljómsveitin Dikta í Pakkhúsinu

Hljómsveitin Dikta mun leika á tónleikum í Pakkhúsinu laugardaginn 9.nóvember nk.
Tónleikarnir hefjast kl:21:00 og eru á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar.
Lesa meira
spurningakeppni 2013

16.10.2013 Fréttir : 7. bekkur sigrar spurningakeppni skólans

Í löngu frímínútunum í dag fóru fram úrslit í spurningakeppni skólans þar sem 7. - 10. bekkur hefur keppt síðustu daga. 7. bekkur fór með sigur af hólmi gegn 10. B bekk í loka viðureigninni.

Lesa meira

15.10.2013 Fréttir : Nýjar bækur á Bókasafninu!

Nýjar bækur á Bókasafninu fyrir börn og fullorðna.
Lítið við og nælið ykkur í eitt eintak!
Lesa meira
hópur með hátíðardagskrá

15.10.2013 Fréttir : Undirbúningur opins húss

Í Heppuskóla var ákveðið að hafa opið hús laugardaginn 19. okt.  2013  frá 11:00 til 14:00. Ákveðið var að nemendurnir mundu stjórna og ráða öllu sjálfir. Nemendum var lofað að velja á milli 18 hópa sem þeir höfðu sjálfir komið með tillögu að en það var bara valið í 9 hópa. Hóparnir sjá um að stjórna öllu sem verður gert og dagskráinni.

Lesa meira

14.10.2013 Fréttir : Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga býður til málþings

á Hótel Heklu, Brjánsstöðum, 23. október frá kl.12-17.

 

Dagskrá:

Lesa meira
Heppuskóli opið hús

14.10.2013 Fréttir : Opið hús í Heppuskóla 19. október

Á laugardaginn næsta 19. október verður nemendur í 7. - 10. bekk með opið hús í Heppuskóla frá 11:00-14:00. Allir eru hvattir til að koma og skoða breytingarnar á húsinu en í tilefni þess að um þessar mundir eru 40 ár síðan kennsla hófst í þar þá ætla nemendur að vera með dagskrá á laugardaginn.

Lesa meira

14.10.2013 Fréttir HSSA : Bleikur dagur á HSSA

Heimilisfólk og starfsmenn HSSA á öllum starfsstöðum létu sitt ekki eftir liggja sl. föstudag 11. okt og tóku þátt í Bleika deginum. Á hjúkrunar- og sjúkradeild var dekkað upp matarborð með bleikum skreytingum og flestir voru í einhverju bleiku eða skreyttu sig með bleiku.

Lesa meira

14.10.2013 Fréttir : Gáfu Rauða krossinum afrakstur tombólu

 

Þessar stúlkur héldu tombólu, þær gáfu afraksturinn til Rauða krossins á Hornafirði. Þær söfnuðu 4.083 kr. Þær heita, Kristbjörg Natalía Jakobsdóttir og Petra Rós Jóhannsdóttir. Þakkar Rauða krossdeildin þeim hjartanlega fyrir.

Lesa meira

11.10.2013 Fréttir : Fjölmennur íbúafundur

Íbúafundur um flokkun úrgangs var haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 10. október sl. á fundinum var kynning á svokölluðu tveggja tunnu kerfi. Ásgrímur Ingólfsson formaður umhverfis-og skipulagsnefndar kynnti fyrir íbúum ástæðu þess að farið var í breytingu á flokkun og hvernig hún færi fram.

Lesa meira

11.10.2013 Fréttir : Á leið til Ungverjalands

 Á síðasta vetri var í FAS unnið að umsókn fyrir næsta nemendaskiptaverkefni. Samstarfsskólinn heitir Vajda János Gimnázium og er í bænum Keszthely sem liggur við vesturenda Balatonvatns í Ungverjalandi. Áherslan í verkefninu að þessu sinni eru breytingar í heiminum af völdum loftlagsbreytinga hvað varðar öfgar í veðurfari og breytingar á lífríki og jörð. Lesa meira

9.10.2013 Fréttir : Hirðinginn færir leikskólum gjafir.

 

Í dag miðvikudag 9.október bárust leikskólunum Lönguhólum og Krakkakoti gjafir frá þeim aðilum sem reka verslunina Hirðingjann  hér í bæ. Leikskólinn Lönguhólar fékk 3 myndavélar eina á hverja deild og Krakkakot fékk pening að upphæð 110000.

Lesa meira
Ævar Örn Úlfarsson

9.10.2013 Fréttir HSSA : Læknar vikunnar!

Við höldum áfram að kynna þá lækna sem að verða hjá okkur á HSSA í vetur.
Ævar Örn Úlfarsson, er 28 ára gamall og er almennur læknir. Hann hefur starfað t.d. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalanum ásamt því að sinna afleysingum á heilsugæslum víða um land.

Lesa meira
Veðrið á Höfn 26.maí 2005 kl. 06:44

8.10.2013 Fréttir : Verum vistvæn, flokkum fyrir okkur !

Stóra tunnan breytist í flokkunartunnu í dag þriðjudaginn 8. okt.

Starfsmenn Áhaldahússins vinna nú að því að keyra út auka tunnu á hvert heimili á Höfn.  Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á morgun.  Þá ættu öll heimili að vera með eina stóra tunnu fyrir flokkað sorp og eina litla fyrir almennt sorp.

Lesa meira

7.10.2013 Fréttir : Námsferð FAS til Danmerkur

Við í áfanga DANS2SS05 fórum í námsferð til Kaupmannahafnar um síðustu helgi. Það voru átta nemendur og kennari sem fóru.
Markmiðið með ferðinni var að kynnast danskri menningu og byggingum og störfum Kristjáns fjórða Danakonungs.

Lesa meira

4.10.2013 Fréttir : Fréttir frá FAS

Síðustu daga hafa farið fram miðannarviðtöl í FAS og í þessari viku eiga allir að hafa fengið miðannarmat. Matið er skráð í Innu og er nemendum og forráðamönnum bent á að skoða það og ræða niðurstöður þess. Það er mjög mikilvægt að foreldrar sýni námi síns fólks áhuga og styðji við það eftir bestu getu. Lesa meira
Höfn

2.10.2013 Fréttir : Íbúafundur 10.október í Nýheimum

Haldinn verður íbúafundur um flokkun á úrgangi Í Nýheimum fimmtudaginn 10. október kl.20:00 til 21:00. Umræðuefni er flokkun á úrgangi frá heimilum í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lesa meira

2.10.2013 Fréttir : Ný stjórn hjá Skaftfellingi - ungum sjálfstæðismönnum

Kosið var í nýja stjórn hjá Skaftfellingi, félagi ungra sjálfstæðismanna á Hornafirði á dögunum. Kjörin voru í stjórn: Lukka Óðinsdóttir formaður, Þorkell Óskar Vignisson varaformaður, Jón Guðni Sigurðsson gjaldkeri, Halldóra Hjaltadóttir og Jóhannes Óðinsson. Varamaður er Hulda Rós Sigurðardóttir.

Lesa meira
Ásthildur Erlingsdóttir

1.10.2013 Fréttir HSSA : Læknar vikunnar!

Breytingar urðu nú í haust á læknamálum þar sem Elín Freyja Hauksdóttir fór í fæðingarorlof og læknar sem síðasta vetur sinntu einni stöðu saman hafa nú horfið til annarra starfa.

Lesa meira

1.10.2013 Fréttir : Foreldrar og forvarnir

Í næstu viku leggja samtökin Heimili og skóli, SAFT og Foreldrahús af stað í hringferð um landið til að funda með foreldrum og ræða hlutverk og áhrif þeirra til að efla forvarnir og styðja barnið sitt í uppvextinum.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)