Fréttir

30.12.2013 Fréttir : Áramótapistill Ásgerðar K. Gylfadóttur bæjarstjóra

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, segir í sálminum eftir Valdimar Briem. Sálminn orti hann 1886 en í honum má finna tilvitnun sem vel á við í dag

Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

30.12.2013 Fréttir : Þakkir til íbúa Hafnar í Hornafirði

Landsent þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg. Lesa meira

29.12.2013 Fréttir : Mótortkross sumarið 2013

Mikið hefur verið um að vera hjá Akstursíþrótta félagi Austur Skaftafellsýslu (ASK) á árinu 2013.  Ráðist var í miklar endurbætur við brautina og umhverfið í kring, enn er mikið eftir sem verður unnið á næstu árum.   Það voru margir sem komu og hjálpuðu til á brautinni í sumar og þökkum við hér með þeim fyrir alla aðstoð.   Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktu okkur á árinu fyrir sitt framlag.

Lesa meira
Endurvinnslu jólasveinn

27.12.2013 Fréttir : Jólapappírinn í endurvinnslutunnuna.

Í aðdraganda jólanna hafa vaknað spurningar um jólapappírinn og hvort hann megi fara í endurvinnslutunnuna. Stutta svarið við þeirri spurningu er að  jólapappírinn sem og annar gjafapappír á að fara í endurvinnslutunnuna.  Lesa meira
Nýja laugin að næturlagi

23.12.2013 Fréttir : Opnunartími stofnanna sveitarfélagsins um hátíðarnar

Opnunartími Sundlaugar Hafnar, Ráðhúss, og Menningamiðstöðvar um hátíðarnar er eftirfarandi.

27. des…….………….…..…...…06:45 – 21:00
28. des…….………………......…10:00 – 17:00
29. des….….………………....….10:00 – 17:00

Nánari upplýsingar:

Lesa meira

20.12.2013 Fréttir : Opnunartími HSSA yfir hátíðarnar

Opnunartími heilsugæslustöðvar HSSA yfir hátíðarnar er eftirfarandi:
Aðfangadag og gamlársdag verður opið frá kl. 10-12. Aðra daga verður hefðbundinn opnunartími. Við minnum á að í neyðartilfellum er fólki bent á að hringja í 112.

Lesa meira

20.12.2013 Fréttir : Jólamarkaður í Nýheimum

Síðasti jólamarkaður Nýheima verður á morgun, 21. desember milli kl: 13 - 17.
Stakir Jakar og Íris Björk sjá um söng að þessu sinni milli kl: 14:30-15:30.

Jólabíó verður í Sindrabæ kl: 15:00. Home Alone eða Aleinn heima verður sýnd og er frítt inn.

Allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira
Jólakveðja

19.12.2013 Fréttir : Jólakveðja úr ráðhúsi Hornafjarðar

Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. 

Í stað þess að senda út jólakort frá Sveitarfélaginu Hornafirði verður Samfélagssjóður Hornafjarðar styrktur.

Fyrir hönd starfsmanna

Ásgerður K. Gylfadóttir

bæjarstjóri.


Lesa meira

18.12.2013 Fréttir : Áskorun til aðila í ferðaþjónustu vegna leyfamála

Ferðaþjónustan í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur eflst og stækkað hratt undanfarin misseri og ár og er nú orðin ein af aðalatvinnugreinum svæðisins. Það er jákvæð þróun sem hefur fært miklar tekjur og umsvif inn í sveitarfélagið auk þess sem ferðaþjónustan hefur orðið faglega sterkari með hverju árinu. Óhætt er að segja að ferðaþjónustan á Hornafirði sé orðin fyrirmynd í öðrum landshlutum.

Lesa meira

17.12.2013 Skipulag : Auglýsing um tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þ. 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi 2012-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana. Lesa meira

17.12.2013 Fréttir : Humarhöfnin hlýtur fyrst veitingastaða viðurkenningu VAKANS:

Humarhöfnin á Höfn í Hornafirði er fyrsti veitingastaðurinn á landinu og jafnframt fyrsta sjálfstæða fyrirtækið á Suðausturlandi til að hljóta viðurkenningu VAKANS, en viðmið fyrir veitingastaði voru nýlega samþykkt og gerð opinber í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Humarhöfnin hlýtur ennfremur brons merki í umhverfiskerfi VAKANS. Lesa meira

13.12.2013 Fréttir : Jólatrésala Kiwanis

Hin árlega jólatréssala er í  Sindrahúsinu, Hafnabraut 25.

Jólatrésalan opnar laugardaginn 14. des..

Opið kl. 17-19 virka daga og kl. 13-17 um helgar

Einnig er til sölu lakkrískonfekt frá Freyju og friðarkerti.

Ágóði af sölunni rennur styrktarmála heima í héraði.

Kiwanisklúbburinn Ós

Lesa meira

13.12.2013 Fréttir : Fatasöfnun er eitt stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins.

Rauði krossinn á Hornafirði hefur tekið í notkun fatasöfnunargám og er hann staðsettur á N1 planinu. Fatasöfnun er stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins og er ekki einungis frábær endurvinnsla heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Lesa meira

11.12.2013 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudaginn 13. desember kl:12:15 , verður Snævarr Guðmundsson með kynningu á stjörnuathugunarstöðinni sem er að rísa við Fjárhúsavík.

Allir velkomnir!
Lesa meira
Hornafjarðarhöfn í tunglskini

10.12.2013 Fréttir : Höfnin lokuð til miðnættis

Hornafjarðarhöfn er lokuð í dag 10. desember vegna lagningu rafmagnskapals má búast við að lokunin standi til miðnættis.   Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika í Nýheimum miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20:00. Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni. Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna. Lesa meira
Ljósapera

9.12.2013 Fréttir : Rafmagnslaust verður í nótt frá kl. 00:00-04:00

Rafmagnslaust verður í nótt aðfaranótt þriðjudagsins 10. desember frá kl.00:00 til 04:00 á Höfn og sveitum Austur Skaftafellssýslu. Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Snertið ekki jörðina - barnasýning á Bókasafninu

Búið er að setja upp sýninguna „ Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“  á bókasafninu. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands  og hefur verið sett upp á fjölda staða um landið.
Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins.


Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Nýstofnaður Kótilettuklúbbur

Stofnaður hefur verið Kótilettuklúbbur burtfluttra Hornfirðinga búsetta á Reykjavíkursvæðinu.  Markmið klúbbsins er að hittast 4 - 5  sinnum á ári, snæða kótilettur í raspi með Ora grænum baunum,  rauðkáli  og hafa gaman saman. Lesa meira

6.12.2013 Fréttir : Vinir Vatnajökuls úthlutuðu 40 milljónum til styrktar 22 verkefnum

Stjórn samtaka Vina Vatnajökuls úthlutuðu tæplega 40 milljónum króna til styrktar 22 verkefnum sem falla undir rannsóknir, fræðslu og kynningu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Sigurður Helgason, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn á Hótel Natura. Vinir Vatnajökuls hafa nú á fjórum árum veitt tæplega 200 milljónum króna í fræðsluverkefni og styrki.

Lesa meira

6.12.2013 Skipulag : Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar1998-2018

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. nóvember 2013 tillögu breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 1998-2018. Svínafell, Stafafellsfjöll, Brekka. Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

4.12.2013 Fréttir : RARIK frestar fyrirhuguðu rafmagnsleysi

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu rafmagnsleysi, sem vera átti á Höfn og sveitum Austur Skaftafellssýslu aðfaranótt 5 des. vegna spár um frosthörku á svæðinu.

Rafmagnslaust verður aðfaranótt þriðjudagsins 10. des. frá kl.00:00 til 04:00.

Rarik Austurlandi.

 

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Kynning á nýju deiliskipulagi Stafafellsfjöllum

Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að kynnar sér nýtt deiliskipulag frístundasvæðis í Stafafellsfjöllum.
Kynningin fer fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 28 fimmtudaginn 5. desember

kl. 13:00-15:00.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson

Umhverfis-og skipulagsstjóri

Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Skuldaleiðréttingin:

Glíman hafin-en henni er ekki lokið

Dagurinn 30. nóvember var stór dagur og mun eiga sinn sess í sögubókum framtíðarinnar. Þann dag kynnti ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tillögur um skuldaleiðréttingu á verðtryggðum stökkbreyttum húsnæðislánum.

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Myndir frá Jólahátíð á Höfn

Myndir frá Jólahátíð á Höfn
Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2014

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir

umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti

byggð og atvinnu í sveitarfélaginu.

Lesa meira

2.12.2013 Fréttir : Slökkvilið Hornafjarðar - eldvarnarátak í eldvarnaviku

Verkefnið  „Logi og glóð“ er leitt af slökkviliðunum í landinu og hefst þegar nær dregur eldvarnaviku. Logi og glóð er forvarnarverkefni þar sem fjallað er um hversu mikilvægt er að huga að eldvarnarmálum og hlú að fjölskyldunni á þessum tíma.

Í samstarfi við grunn-og leikskóla hefur slökkvilið Hornafjarðar útbúið A-skilti sem viðskipavinir Nettó nota þegar þeir raða vörum á afgreiðsluboð þegar þeir bíða eftir afgreiðslu við afgreiðslukassann.

Lesa meira

2.12.2013 Fréttir : Sigríður Birgisdóttir ráðin útibússtjóri á Höfn í Hornafirði

Sigríður Birgisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði og tók við stöðunni 1. desember. Sigríður lauk námi í Vottun fjármálaráðgjafa vorið 2012 og á einnig að baki nám í viðskipta- og fjármálafræðum.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)