Fréttir

Flugeldar áramótin Höfn 2005-2006

31.12.2014 Fréttir : Áramótakveðja frá Sveitarfélaginu Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs  með þökk fyrir árið sem er að líða. Lesa meira
Höfn í desember

30.12.2014 Fréttir : Opnunartími Ráðhúss um áramót

Bæjarskrifstofur loka kl. 12:00 á gamlársdag og opna aftur kl 10:00 2. janúar 2015. Lesa meira

24.12.2014 Fréttir HSSA : Gleðileg jól 

23.12.2014 Fréttir : Listasýning í Mjólkurstöðinni

Eins vetra fjallar um uppruna okkar og tímann, dag og nótt, myrkrið og ljósið, árstíðirnar, veðráttuna, flóð og fjöru, hafið og landið.

Verkin á sýningunni eru búin til með hjálp af náttúrunni, ólíkum árstíðum, veðri og vindum. Verkin hafa fengið að veðrast í friði á afviknum stað og eru eins vetra núna í lok ársins.

Lesa meira

18.12.2014 Fréttir : Staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumanninum á Suðurlandi - Höfn

Auglýst er eftir löglærðum fulltrúa sýslumanns í fullt starf frá og með 15. janúar 2015 (eða sem fyrst eftir samkomulagi), hjá nýju embætti sýslumannsins á Suðurlandi, með aðsetur á sýsluskrifstofunni á Höfn. Lesa meira

18.12.2014 Fréttir HSSA : Laus störf við HSSA

Auglýst er eftir starfsfólki í afleysingar á hjúkrunardeild og starfsmanni í ræstingar á heilsugæslustöð.


Lesa meira

18.12.2014 Fréttir : Ljós&Skuggar

Myndlistasýning á verkum Þóreyjar Guðnýjar Sigfúsdóttur opnar í Pakkhúsinu, föstudaginn 19.desember kl. 20.

Tónleikar og léttar veitingar í boði.
Lesa meira

17.12.2014 Fréttir : Samningur við Björgunarfélagið

Sveitarfélagið hefur gert nýjan samning við Björgunarfélag Hornafjarðar til fjögurra ára, 2015-2018. Með samningnum er ætlað að efla samstarf Sveitafélagsins og Björgunarfélags, þannig að tryggja öflugt almannavarna, félags- og öryggisstarf í sveitarfélaginu. Lesa meira

17.12.2014 Fréttir : Önninni senn að ljúka

Í gær voru síðustu skriflegu próf haustannarinnar í FAS. Kennarar keppast nú við að fara yfir prófin og reikna út lokamat. Seinna í dag ættu allar einkunnir að vera komnar í INNU. Lesa meira

15.12.2014 Fréttir : Tónleikar hjá Tónskólanum

Þriðjudaginn 16. des. kl. 17.30 í Sindrabæ.

Allir velkomnir.

Lesa meira

11.12.2014 Fréttir : Skaftfellingur kominn í hús!

Skaftfellingur er kominn í hús!

Hann mun berast inn á heimili á allra næstu dögum.

Þeir sem eru ekki áskrifendur geta komið og nælt sér í eintak á Bókasafninu á 3.900,- Lesa meira

11.12.2014 Fréttir : Fréttir af Lionsklúbbi Hornafjarðar.

Starfið hjá Lionsklúbbi Hornafjarðar byrjaði í september og tók þá við ný stjórn sem er þannig skipuð, Sigurður Kr. Sigurðsson er  formaður, Unnsteinn Guðmundsson er ritari og Sævar Guðmundsson gjaldkeri. Félagar í klúbbnum eru 34. Lesa meira

10.12.2014 Fréttir : Námskeið í hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðið byggist á fræðslu og heimaverkefnum þar sem kenndar eru aðferðir hugrænu atferlismeðferðarinnar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, kvíða og þunglyndi Lesa meira

10.12.2014 Fréttir : Vinir Vatnajökuls styrkja FAS

Í síðustu viku fór fram afhending styrkja hjá Vinum Vatnajökuls sem eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. FAS fær 800.000 króna styrk til að hanna nýjan vef sem birtir skólastarf í lifandi tengslum við umhverfi sitt. Lesa meira

9.12.2014 Fréttir : Rithöfundaheimsókn

Miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn komu fjórir  rithöfundar í hina árlegu jólaupplestrar-heimsókn til Hafnar. Gestir okkar að þessu sinni  voru þau, Guðni Líndal Benediktsson, er skrifar bókina ,,Leitin að Blóðey“. Sögusvið hennar er að hluta til héðan úr Hornafirði og lofar mjög góðu fyrir bæði unga sem aldna.

Lesa meira

4.12.2014 Fréttir : Glæsilegur árangur í Stíl 2014

Hár,- förðunar- og fatahönnunarkeppnin Stíll er árlegur viðburður hjá lista- og sköpunarglöðum grunnskólanemum um land allt.

Lesa meira

4.12.2014 Fréttir : FAS fréttir

Núverandi vika er sú síðasta á önninni þar sem kennsla er hefðbundin. En þá er líka tími til að líta yfir síðustu vikur og mánuði og sjá hvað hefur áunnist. Á fimmtudag verða kynningar í verkefnaáfanga. Þar hafa nemendur unnið að heimilda- og/eða rannsóknarverkefnum frá því í haust. Lesa meira

2.12.2014 Fréttir : Rithöfundakynning í Pakkhúsinu

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Pakkhúsinu Miðvikudaginn 3.desember klukkan 20:30
Alls eru fimm rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru Elísabet Jökulsdóttir sem les upp úr bók móður sinnar Jóhönnu Kristjónsdóttur ,,Svarthvítir dagar“.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Piparkökur í boði og kaffi á boðstólum.

Lesa meira

28.11.2014 Fréttir : Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu HSSA

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu við HSSA verður í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar fimmtudaginn 4. desember kl. 12:00 - 13:00.

Umhverfis- og skipulagssvið.

Lesa meira

28.11.2014 Fréttir : Jólapeysudagur í Nýheimum

Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að það er farið að styttast í jólin. Núna þegar dimmasti tími ársins er að ganga í garð spretta upp jólaljós út um allan bæ. Í gær byrjuðu þeir Mitca og Vífill að stilla upp jólaljósum í glugga í Nýheimum Lesa meira

28.11.2014 Fréttir : Jólahátíðardagskrá flýtt

Vegna væntanlegs storms á sunnudagskvöld þá hefur verið ákveðið að flýta jólahátíðardagskrá sem átti að hefjast kl. 17:00 fram til kl. 15:30 og jólaljósin verða tendruð kl. 16:30.

Jólanefndin
Lesa meira

27.11.2014 Fréttir HSSA : Opinn fundur um sálræn áföll og sálræna skyndihjálp

Minnum á borgarafund í Nýheimum í kvöld þar sem Rúdolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá áfallateymi Landspítala, mun vera með fræðslu varðandi sálræn áföll og sálræna skyndihjálp. Fundurinn er öllum opinn og eru allir íbúar hvattir til að mæta.

Lesa meira

27.11.2014 Fréttir : Gamlabúð 150 ára

Í tilefni af 150 ára afmæli Gömlubúðar
langar okkur á bjóða öllum Hornfirðingum til sjávar og sveita
í heimsókn sunnudaginn 30. nóvember n.k.
Á boðstólnum verða kræsingar frá liðinni tíð
og jólaandinn mun svífa yfir vötnum. Boðið verður upp á leikþátt um sögu
Gömlubúðar en krakkar úr Heppuskóla munu flytja verkið eins og þeim
einum er lagið. Allir eru auðvitað velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.

Leikþátturinn verður fluttur kl 13 og 15.
Zophonías Torfason kíkir í heimsókn með Harmonikkuna
Gestir úr fortíðinni láta sjá sig
Jólalög ofl.
     
Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Lesa meira

25.11.2014 Fréttir : Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta

Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta. Bæjarráð ítrekar skoðun sína að nægilegir fjármunir til nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra á Suðurlandi verði tryggðir.

Lesa meira

25.11.2014 Fréttir : Orkubóndinn 2 fer af stað 28. nóvember á Höfn í Hornafirði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar, að stendur fyrir námskeiðinu Orkubóndinn 2 og verður fyrsta námskeiðið haldið í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 11:00 - 16:00. Lesa meira

24.11.2014 Fréttir : Fjölbreytt tómstundastarf í Ekrunni

Félag eldri Hornfirðinga  stendur fyrir fjölbreyttu tómstundastarfi í félagsmiðstöð sinni EKRUNNI við Víkurbraut. Þar geta vonandi flestir fundið tómstund eitthvað við sitt hæfi. Má nefna að þar er handavinna, spílað, boccía, gönguferðir, skák, pílukast, snóker, leikfimi, sundleikfiimi,  kórstarf, samverustundir, dansiböll svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

22.11.2014 Fréttir : Frímínútur

Frímínútur eru mikilvægur tími skóladagsins því þá er tekinn aðeins annar vinkill á vinnudag nemenda. Nemendur hafa þá frjálsa stund við leik og nám  þar sem þau eru oftar en ekki kennarar hvers annars. Þau æfa sig í samskiptum við hvert annað, miðla af þekkingu sinni og margvíslegri reynslu.

Undanfarið höfum við verið í vor veðri hér á Hornafirði þó langt sé liðið á nóvember og hafa börnin notið þess. Hér  fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í frímínútum síðustu dagana.

Lesa meira

21.11.2014 Fréttir HSSA : Gjafir til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands

Það ríkir mikil og góð velvild í garð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Nú undanfarið hefur okkur borist töluvert að gjöfum sem okkur langar að segja frá um leið og við viljum færa þeim aðilum kærar þakkir fyrir þessar frábæru gjafir

Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Vel sóttur kynningarfundur um fjárhagsáætlun

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2015 var haldinn á Hótel Höfn í dag 20. nóvember. Yfir fjörtíu manns sóttu fundinn þar sem Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun og helstu verkefni sem framundan eru á næstu árum 
Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Söngkeppni FAS

Það er mikið framundan hjá nemendum í FAS en á morgun fer fram undankeppni í söngkeppni framhaldsskólanna. Viðburðaklúbburinn hefur veg og vanda að undirbúningi keppninnar og síðustu dagar hafa verið notaðir til að útbúa skreytingar og skipuleggja keppnina og að sjálfsögðu hafa keppendur æft stíft Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Bókasafnið lokað vegna fundarhalda

Bókasafnið lokar á föstudaginn 21. nóvember kl. 14 og verður lokað á laugardaginn 22. nóvember vegna fundarhalda í Nýheimum.
Opnum aftur á mánudaginn kl. 9

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Kynningafundur um fjárhagsáætlun í dag

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2015 verður haldinn 20. nóvember kl:12:00  á Hótel Höfn

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundurinn er öllum opinn.

Súpa, brauð og kaffi.

Lesa meira

18.11.2014 Fréttir : Ályktun starfsmannafélags Grunnskóla Hornafjarðar

Starfsmannafélag Grunnskóla Hornafjarðar harmar að ekki skuli enn hafa verið samið í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið á þriðju viku og er það ótækt fyrir alla aðila. Lesa meira

17.11.2014 Fréttir : Tónlistarkennarar heimsóttu bæjarráð

Tónlistakennarar úr Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu voru gestir á fundi bæjarráðs í dag þar sem farið var yfir stöðu samningamála á milli FT og SNS. Bæjarráð bókaði að það hafi þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er vegna verkfalls tónlistaskólakennara. Lesa meira

14.11.2014 Fréttir : Vel sóttur íbúafundur á Höfn

Um eitthundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn á Hótel Höfn 13. nóvember.

þar kom ma. fram að mestu skammtímatopparnir vegna mengunar frá Holuhrauni hafi komið á Höfn þar sem gildi mældust allt að 20.000 µg/m.

Lesa meira

14.11.2014 Fréttir : Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum.

 

Lesa meira

14.11.2014 Fréttir HSSA : Alþjóðadagur sykursjúkra

14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra. Í tilefni af því   beinast augu alþjóðasamfélagsins að þessum vágesti en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að um 345 milljónir manna um heim allan séu með sykursýki í dag, og að þessi tala muni líklega tvöfaldast fyrir árið 2030 ef ekkert verður að gert. 

Lesa meira

13.11.2014 Fréttir : Fjölbreytni í FAS

Þó að FAS sé einn af minni framhaldsskólum landsins er starfsemin þar ótrúlega fjölbreytt og oft má sjá að fengist er við ólík viðfangsefni. Um nýliðna helgi var t.d. í gangi nám í vélstjórnargreinum og fjallamennsku. Lesa meira

13.11.2014 Fréttir : Leið til árangurs

Leið til árangurs er verkefni sem bæjarstjórn, skólayfirvöld, starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldrar á Hornafirði hafa sameinast um. Markmið verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í skólum sveitarfélagsins með reglubundnu mati í lestri og stærðfræði og markmiðsbundnum aðgerðaáætlunum byggðum á niðurstöðum hverju sinni. Lesa meira

11.11.2014 Fréttir : Íbúafundur um eldsumbrot í Holuhraunni

Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember á Hótel Höfn kl. 20:00.

Efni fundarins tengist eldsumbrotun í Holuhrauni og áhrifum þeirra. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Sóttvarnarlæknis, Umhverfisstofnunar og Almannavarnadeildi ríkisins.

Lesa meira

11.11.2014 Fréttir : Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

 

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2015.

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum

12. nóvember kl: 12:00  á Hótel Smyrlabjörgum

20. nóvember kl:12:00  á Hótel Höfn

Lesa meira

10.11.2014 Fréttir : Lausar stöður við leikskólann Krakkakot

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 80-100 % stöðu frá og með 15.desember 2014.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Lesa meira

6.11.2014 Fréttir : Maritafræðsla í FAS

Í morgun kom góður gestur í heimsókn í FAS. Það var Magnús Stefánsson frá Maritafræðslunni með fyrirlestur sem hann kallar "Satt og logið um kannabis". Landlæknisembættið er styrktaraðili þessarar fræðslu og er það von að fræðslan um skaðsemi kannabis verði fastur liður í skólastarfi. Lesa meira

5.11.2014 Fréttir : Menntastefna sveitarfélagsins

Vinna við menntastefnu sveitarfélagsins hefur staðið yfir með hléum frá því snemma á þessu ári og var henni hrundið formlega úr vör með ráðstefnu um menntun til framtíðar  29. mars sl. Ráðgjafi við gerð stefnunnar er Tryggvi B. Thayer menntunar- og framtíðarfræðingur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Lesa meira
kvennakorinn-thjodakvold-2012

5.11.2014 Fréttir : Styrkumsóknir til félagasamtaka rennur út 7. nóvember

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 7. nóvember n.k.. Lesa meira
Hrefna,-Solveig,-Eymundur

3.11.2014 Fréttir : Bæjarstjórn harmar þá stöðu sem er komin upp í samningaviðræðum við tónlistakennara

Á fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar 30. október var tekið til umræðu verkfall tónlistarskólakennara og bókaði bæjarstjórn eftirfarandi yfirlýsingu.

Lesa meira

31.10.2014 Fréttir : Ísklifur og sprungubjörgun nemenda FAS

Föstudaginn 24. október fór nemendur í fjallamennsku í Skaftafell á nokkura daga námskeið. Tilgangur ferðarinnar var að kenna nemendum undirstöðuatriði leiðsagnar á jökli og sprungubjörgun. Lesa meira

31.10.2014 Fréttir : Björt framtíð kvenna í Hornafirði!

Undirbúningsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna á Íslandi fór fram í gær í Nýheimum. Afmælisárið er 2015 og mun hátíð verða haldin afmælinu til heiðurs 19. júní á næsta ári.


Lesa meira

30.10.2014 Fréttir : Vísindadagar í FAS

Núna standa yfir vísindadagar í FAS. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að þegar nokkuð væri liðið á haustönnina væri ágætt að leggja bækurnar til hliðar í fáeina daga og fást við eitthvað annað. Við gerð nýrrar námskrár var ákveðið að þátttaka í vísindadögum væri hluti af námi nemenda.
Vísindadagar standa yfir í þrjá daga.

Lesa meira

30.10.2014 Fréttir : Safnahelgi á Suðurlandi

Bókasafnið í Nýheimum

laugardaginn 1. nóvember kl. 11.00-14.00
Lestarstund fyrir börnin og prjónakaffi fyrir alla.
Listasafnið - Maðurinn með Myndavélina
Fimmtud. 30. okt.- föstud. 31. okt. 9-15:30, laugard. 1. nóv. - sunnud. 2. nóv. kl. 12-16
Skreiðarskemman
Laugard. 1. nóv. og sunnud. 2. nóv. frá kl. 12 -17.

Lesa meira

29.10.2014 Fréttir : FAS fær bronsverðlaun

Haustið 2011 hófst formlega í FAS verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli sem Landlæknisembættið stendur fyrir. Þetta er verkefni sem nær yfir fjögur ár og á hverju ári er lögð áhersla á sérstakt viðfangsefni og það síðan árangursmetið. Lesa meira

29.10.2014 Fréttir : Allar konur í Hornafirði til sjávar og sveita!

Nú þegar komið er undir lok árs 2014 er ekki seinna vænna en að hinir skeleggu kvenmenn þessa héraðs hittist til skrafs og ráðagerða.
Á næsta ári þann 19. júní 2015 munum við fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Lesa meira

28.10.2014 Fréttir : Gosmengunarupplýsingar

Nýr gosmengunarmælir sem er tölvutengdur við Umhverfisstofnun er komin upp á Höfn, einnig er mælir í Skaftafelli ásamt mæli sem farið er með um sveitirnar þegar þurfa þykir. Upplýsingar um mengunarmælingar í Hornafirði verða settar reglulega hér á heimasíðuna.

Lesa meira

28.10.2014 Fréttir : Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð Miklagarðs

Hornafjarðarsöfn fengu styrk frá Minjastofnun í upphafi árs 2014 til þess að gera upp glugga og ytra byrði Miklagarðs í upprunalegri mynd. Er okkur mikil ánægja að tilkynna að þessar framkvæmdir eru hafnar og mun hafnarsvæðið fá veglega andlitslyftingu fyrir vikið.

Lesa meira

27.10.2014 Fréttir HSSA : Fréttatilkynning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði vegna mikillar gosmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni

Fréttatilkynning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði vegna mikillar gosmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni Á sunnudag 26.október mældust gildi brennisteinstvíildis verulega há á Hornafirði.

Lesa meira

27.10.2014 Fréttir : Ný og breytt starfsemi Áhaldahúss

Í dag mánudaginn 27. október verður breyting á starfsemi Gámaplans við Áhaldahús, tekið verður í notkun nýtt sorphús og núverandi aðstaða í porti  verður lögð niður. Aðkoman verður frá Sæbraut.

Lesa meira

24.10.2014 Fréttir : Ný upplýsingasíða um eldgosið í Holuhrauni á hornafjordur.is

Ný upplýsingasíða um eldgosið í Holuhrauni hefur verið sett upp á www.hornafjordur.is/gosupplysingar, þar geta íbúar einnig sent inn upplýsingar um stöðu mála í sínu nánasta umhverfi.   Lesa meira

24.10.2014 Fréttir : Living in a Changing Climate fær verðlaun í Ungverjalandi

Fimmtudaginn 16. október voru víða haldnar samkomur í tengslum við eTwinning sem er rafrænt samstarf í milli skóla. Hér á Íslandi var samkoman haldin í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þar vour nýjungar í eTwinning kynntar og einnig voru viðurkenningar fyrir gæðaverkefni síðasta árs afhentar. Lesa meira
Kvennakór- Þýskt kvöld

23.10.2014 Fréttir : Styrkumsóknir til félaga og félagasamtaka

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á hér á heimasíðunni fyrir 7. nóvember n.k.. Lesa meira

23.10.2014 Fréttir HSSA : Fréttatilkynning til íbúa heilbrigðisumdæmis Suðurlands vegna yfirvofandi verkfalls lækna.

Félagar í Læknafélagi Íslands (LÍ) og Skurðlæknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun eftirfarandi daga:

Lesa meira

22.10.2014 Fréttir : Verkfall tónlistarkennara hafið

Verkfall tónlistarkennara hófst á miðnætti. Félag tónlistarkennara hélt samstöðufund í gærkvöldi í Hörpu, á fundinum kom fram að samningafundi hafi lokið á sjöundatímanum í gærkvöld.

Lesa meira

22.10.2014 Fréttir : Kennarar í FAS lýsa stuðningi við tónlistarkennara

Kennarafélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu lýsir stuðningi sínum við kjarabaráttu tónlistarkennara og leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms fyrir samfélagið.  Kennarar í FAS skora á viðsemjendur tónlistarkennara að koma til móts við réttlátar kröfur þeirra í launamálum. Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Sviðamessa

Hin árlega sviðaveisla Lionsklúbbs Hornafjarðar verður haldin á Víkinni á morgun, miðvikudaginn 22. október. Veislan stendur yfir frá kl. 18:00 – 20:00. Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir: 2.500,- kr. 

Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Dansinn í Ekrunni

Dansinn dunaði í Ekrunni s.l. sunnudag en þá var fyrsta dansleikur vetrarins á vegum Félags eldri Hornfirðinga. Dansað var frá 16:30 til 18:00 og í danshléi gæddu dansgestir sér á rjómavöfflum og kaffi með. Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Mengunargildi varasöm við Höfn í dag

Komið hefur í ljós að mengunargildin eru mjög í dag og hafa farið yfir „ óholl“viðmið og munu gera það í dag skv. spám.

Mengunargildin eru mjög rokkandi, núna  hér á Höfn eru þau um 0,6 á mælinum sem þýðir um 1700 míkrogr á rúmmeter í nótt var það mest 1,9 eða 5400 míkrogr/m3.

Lesa meira

20.10.2014 Fréttir : Opinn íbúafundur um gerð menntastefnu

Síðan snemma á þessu ári hefur verið unnið að því að fá hugmyndir frá íbúum inn í gerð nýrrar og endurbættrar menntastefnu. Nú þegar hefur verið unnið með nokkrum hópum svo sem nemendum FAS,hópi úr atvinnulífinu og þátttakendum á menntaráðstefnu í mars sl.

Lesa meira
Heppuskóli

18.10.2014 Fréttir : Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal segja þér hvað ég borða

Erasmus + styrkur var samþykktur til 7 Evrópulanda í s.l. viku Frakklands, Þýskalands, Spánar, Póllands, Englands, Finnlands og Grunnskóli Hornafjarðar. Þessi sjö staðir eru að fara í samstarf sem heitir ,,Segðu mér hvar þú býrð og ég segi þér hvað ég borða“.

Lesa meira

17.10.2014 Fréttir : Fleiri fréttir frá FAS

Það hefur verið nóg um að vera í FAS þessa  vikuna. Á miðvikudag komu til okkar tveir læknanemar undir merkjum Ástráðs sem er forvarnarstarf læknanema. Markmiðið hjá Ástráði er að miðla fræðslu um kynsjúkdóma og kynheilbrigði til ungmenna á aldrinum 16 - 25 ára. Lesa meira

16.10.2014 Fréttir : Allir lesa leikur

Lestur gerir lífið skemmtilegra. Allir lesa er leikur sem gengur út á að opna bók, skrá lestur á einfaldan hátt og taka þátt í skemmtilegri keppni með fjölskyldu og félögum. Vertu með í landsleik í lestri.


Lesa meira

15.10.2014 Fréttir : Foreldraráð FAS

Mánudaginn 13. október var haldinn fundur fyrir foreldra nemenda í FAS. Á þriðja tug foreldra mætti á fundinn sem verður að teljast nokkuð gott í ljósi þess að á sama tíma stóð yfir landsleikur Hollands og Íslands í fótbolta.  Lesa meira

15.10.2014 Fréttir : Félagsstarf eldri Hornfirðinga komið á fullan skrið

Vetrarstarf  Félags eldri Hornfirðinga er nú komið á fullt. Margt er í boði  eins og sjá má í vetrardagskránni sem birtist í Eystrahorni 9.október og eru þeir sem ætla að taka þátt í starfinu beðnir að geyma blaðið vel. Lesa meira

10.10.2014 Fréttir : Maðurinn með Myndavélina

Fréttamyndir, viðtöl, viðhafnir, aturðir, mannlíf og náttúran var það sem Heimir Þór náði að fanga hér í samfélaginu í Hornafirði og festa á filmu. Hans verk eru ómetanleg fyrir samfélagið allt bæði í nútíð og framtíð. Lesa meira

9.10.2014 Fréttir : Lausir miðar á næstu sýningu Blítt og létt

Um síðustu helgi frumsýndi Hornfirska skemmtifélagið sýninguna “Blítt og létt” á Hótel Höfn.  Í sýningunni flytja hornfirskir tónlistarmenn nokkur af bestu sjómannalögum allra tíma og eru þau fléttuð saman með mis-sönnum sjómannasögum.

Lesa meira

9.10.2014 Fréttir : Heillandi hádegistónar

Einn klúbbanna í félagslífi skólans er tónlistarhópur. Í skipulagi fyrir önnina gerir hópurinn ráð fyrir að standa að nokkrum uppákomum í kaffiteríu Nýheima. Í liðinni viku var komið að fyrsta viðburðinum Lesa meira

9.10.2014 Fréttir HSSA : Mælingar brennisteinsdíoxíðs á Höfn

Almannavarnir hafa komið upp mæli sem mælir brennisteinsdíoxíð á Hornafirði.

Lesa meira

7.10.2014 Fréttir : Listasafnið lokað

Listasafn Svavars Guðnasonar verður lokað 7., 8. og 9. október vegna uppsetningar nýrrar sýningar. Opnum aftur föstudaginn 10. október kl. 17:00.

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

7.10.2014 Fréttir : ORGELIÐ „ROKKAR“

TÓNLEIKAR Í HAFNARKIRKJU FIMMTUDAGINN  9. OKTÓBER KL. 20:30

STAR WARS, PIRATES OF THE CARIBBEAN, TITANIC, JURASSIC PARK, QUEEN, ABBA

Lesa meira
Hundur

7.10.2014 Fréttir : Hunda og kattaeigendur á Hornafirði

Dýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti  15. október  frá kl. 10:00 til kl 13:30 að Hólabraut 13 (bílskúr) Lesa meira
Þórbergssetur

5.10.2014 Fréttir : Málþing í Þórbergssetri

Dagskráin ber heitið ,,Stolt okkar er viskan“ og verður að þessu sinni tengd þeim stofnunum sem nú eru starfandi í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lesa meira

3.10.2014 Fréttir : Mikil mengun á austurlandi - íbúar fá sms ef mengun verður yfir hættumörkum

Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Almannavarnaryfirvöld senda íbúum sms ef mengun verður yfir hættumörkum eins og íbúar á Djúpavogi urðu varir við í dag.

Mengunarmælar hafa verið settir upp á Höfn og í Öræfum.

Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2, helstu einkennin er erting í augum, hálsi og öndunarfærum.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Aðalskipulag 2012-2030 samþykkt af Skipulagsstofnun

Aðalskipulag sveitarfélagsins sem var samþykkt af bæjarstjórn 3. apríl, hefur nú verið staðfest af Skipulagstofnun þann 18. september og birt í b- deild Stjórnartíðinda 2. október.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Konukvöld í bleikum mánuði

Konukvöld fræðsla í bleikum mánuði í kvöld kl. 20:00 í Pakkhúsinu.

Teitur Guðmundsson læknir flytur erindi um kvenheilsu og Margrét Gauja verkefnisstjóri verður með örræðu.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Ráðhúsið verður lokað föstudaginn 3. október

Ráðhúsið verður lokað föstudaginn 3. október vegna starfsdags og námskeiða.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Tónlist í hádeginu í Nýheimum

Tónlistarklúbbur FAS spilar nokkra ljúfa tóna í hádeginu í Nýheimum í dag, fimmtudag kl. 12:25.
Allir velkomnir!
Lesa meira

1.10.2014 Fréttir : Vinnuskólinn 2014

Vinnuskóli Hornafjarðar var starfræktur í sumar frá 5. júní til 31. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Starfsemi vinnuskólans skiptir miklu máli fyrir sveitarfélagið og þau ungmenni sem þar starfa. Í flestum tilfellum eru þau sem þar starfa að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og fá verkefni yfir sumarið með sínum aldurshópi. Lesa meira

30.9.2014 Fréttir : Námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu á vegum SASS

SASS stendur fyrir námskeiði fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónustu lokaskráning 2. október. Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni tripadvisor.com og facebook.com ofl.

Lesa meira

29.9.2014 Fréttir : Þingmenn í heimsókn á kjördæmaviku

Þingmenn kjördæmisins eru þessa viku á ferð um kjördæmið að hitta sveitarstjórnarfulltrúa. Sökum óveðurs komu aðeins fjórir þingmenn til Hornafjarðar og áttu fund með bæjarfulltrúum og fengu kynningu á þeim málaflokkum sem helst brennur á í sveitarfélaginu.

Lesa meira
Ragnhildur Magnúsdóttir

26.9.2014 Fréttir HSSA : Kvensjúkdómalæknir

Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni fimmtudaginn 2.okt. og föstudaginn 3. okt. n.k Tímapantanir í síma 470 8600 virka daga. Tekið er við kortum.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir HSSA : Inflúensubólusetning

Bólusetning gegn inflúensu hefst fimmtudaginn 25 september n.k á heilsugæslustöð Hornafjarðar.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir HSSA : Hreyfivika á Hornafirði

Dagana 29/9 – 5/10 stendur yfir Hreyfivika (Move Week) alla Evrópu. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir : Fréttir úr félagslífi FAS

Líkt og undanfarin ár er klúbbastarf þungamiðja í félagsstarfi nemenda. Nú á haustönn eru fimm klúbbar starfandi en þeir eru: fjölmiðlaklúbbur, íþróttaklúbbur, ljósmyndaklúbbur, tónlistarklúbbur og viðburðaklúbbur Lesa meira

25.9.2014 Fréttir : Kynning á styrkjum RANNÍS föstudaginn 26. sept. kl. 15:00

Föstudaginn 26. september kl. 15:00 í Nýheimum standa Nýheimar Þekkingarsetur og Rannís fyrir kynningu á styrkjum sem ætlaðir eru til nýsköpunar og tækniþróunar. Lesa meira

22.9.2014 Fréttir : Íbúum gefst kostur á að koma með ábendingar um stefnu Vöruhúss miðju skapandi greina

Starfið í Vöruhúsinu byggist á því að efla list- og verkgreinar í sveitarfélaginu m.a. með því að byggja upp aðstöðu fyrir kennslu í grunn- og framhaldsskóla og skapa vettvang fyrir íbúa til þess að vinna að sköpun af ýmsu tagi

Lesa meira

19.9.2014 Fréttir : Vel heppnaður fundur með menntamálaráðherra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hélt opinn fund um Hvítbók um umbætur í menntamálum í Nýheimum í gærkvöldi, þar mættu hátt í 60 manns og tókst  fundurinn mjög vel Lesa meira

18.9.2014 Fréttir HSSA : Hugsanleg gosmengun á Hornafirði

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands vekur athygli á spá veðurstofunnar fyrir föstudaginn 19.9.2014 en þá er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, föstudag.

Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Láttu drauminn rætast

Í dag fengu nýnemar í FAS góða heimsókn. Það var Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrum fótboltakappi sem kom og spjallaði við krakkana. Yfirskriftin í spjalli Þorgríms var Láttu drauminn rætast Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

FAS hefur um langt skeið lagt á það áherslu að nemendur skoði náttúruna og tileinki sér öguð og skipuleg vinnubrögð. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir séu færir um að meta þær breytingar sem verða og bera saman við fyrri gögn. Einn liður í svona vinnu er að skoða breytingar á gróðri á Skeiðarársandi. Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Hönnunar og frumkvöðlasmiðja Fab Lab

Námskeiðið verður kennt á haustönn frá september til desember 2014. Markmiðið er að styrkja ein-staklinga í að móta hugmynd og þróa hana að fullunninni vöru. Námsmaðurinn þarf ekki að vera lista-maður eða í framleiðslu, allir geta tekið þátt.

Lesa meira

16.9.2014 Fréttir : Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Í tilefni af „degi íslenskrar náttúru“ var haldið upp á hann með því að veita veita umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar í 19 sinn í þrem flokkum.

Lesa meira

16.9.2014 Fréttir : Heimsókn í Reykjanesbæ

Þriðjudaginn 16. september fór fyrsti hópur af fjórum úr grunn- og leikskólum Sveitarfélagssins í heimsókn í skóla í Reykjanesbæ. Fyrst og fremst var hópurinn að skoða framkvæmd Reyknesinga á stefnunni sem þau nefna Framtíðarsýn og er fyrirmynd þróunarverkefnis sveitarfélagsins og við köllum Leið til árangurs.
Í hópnum voru 9 starfsmenn skólanna bæði úr leik og grunnskólum á Höfn og í Öræfum. Hópurinn skipti sér niður á skóla í Reykjanesbæ og var allsstaðar tekið vel á móti okkur. Næstu hópar munu síðan ljúka sínum heimsóknum fyrir októberlok. Mörgu spurningum um framkvæmdina og fyrirkomulag var svarað og enn fleiri spurningar vöknuðu. Við þökkum Reyknesingum kærlega fyrir góðar viðtökur.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)