Fréttir

Farmhouse icecream

31.1.2014 Fréttir : Vinnufundur um þróun og markaðssetningu vetrarferðaþjónustu

Boðað er til fundar þriðjudaginn 4. febrúar 2014 á Hótel Skaftafelli (Freysnesi), frá kl. 12-16, til að ræða efni nýrrar skýrslu um þróun vetrarferðaþjónustu sem Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði tók saman fyrir Frið og frumkrafta og Ríki Vatnajökuls sameiginlega. Í skýrslunni eru m.a. kynntar niðurstöður viðtalsrannsóknar og spurningakönnunar sem framkvæmdar voru sérstaklega fyrir þetta verkefni.

Lesa meira

30.1.2014 Fréttir : Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar Frístundabyggð Stafafellsfjöllum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. desember 2013 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í Stafafellsfjöllum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Markmið með gerð deiliskipulags frístundasvæðis er m.a. að þróa byggð sumarhúsa fremur á undirlendi þar sem hús falla vel að landi og skapa sem bestar aðstæður til útivistar.

Lesa meira

30.1.2014 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum 31.01 kl. 12.15

Nú þegar Þorrinn er genginn í garð er upplagt að rifja upp gamla siði og hverfa aftur til fortíðar.

Á morgun föstudag mun Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Sigurður Mar Halldórsson kennari flytja erindi í Nýheimum um Þorrann, blót og trúariðkanir ásatrúarmanna í fortíð og nútíð.

Lesa meira

29.1.2014 Fréttir : Unglingurinn kemur til Hafnar

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk  sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.

UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag.

Lesa meira

29.1.2014 Fréttir : Lífshlaupið 2014

Vinnustaðir í Hornafirði eru hvattir til að taka þátt og skora á annan vinnustað í átaksverkefninu Lífshlaupinu 2014.

Starfsfólk ráðhúss hafa skorað á starfsfólk Nýheima á hólm og hvetja aðra vinnustaði til að gera hið sama

Lesa meira

29.1.2014 Fréttir : Viðhorfskönnun meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum.

Það er tímabært að rödd okkar sunnlendinga heyrist.  Þess vegna hefur verið ákveðið að kanna viðhorf sunnlendinga til gjaldtöku á ferðamannastöðum.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar

27.1.2014 Fréttir : Hugmyndabanki foreldrafélagsins

Fyrir jól ákvað foreldrafélagið að hitta alla tengla skólans til þess að fara yfir vetrarstarfið og fleira. Þetta var virkilega skemmtilegur fundur þar sem allar hugmyndir voru skráðar niður og út frá þeim bjó foreldrafélagið til hugmyndabanka sem nýtist öllum tenglum og foreldrum þegar verið er að ákveða hvað hægt er að gera með hverjum bekk.

Lesa meira

27.1.2014 Fréttir : Til hamingju með stórafmælið Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson trésmíðameistari frá Akurnesi varð níræður í gær 26. janúar og langar okkur á Menningarmiðstöð Hornafjarðar að óska honum til hamingju með stórafmælið og um leið að fá að segja um hann nokkur orð.


Lesa meira

27.1.2014 Fréttir : Hættum plastpokanotkun

Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við breytingar á Evrópulöggjöf til að taka á þeim vanda sem skapast hefur vegna mikillar plastpokanotkunar í álfunni. Léttir plastpokar eru iðulega notaðir einu sinni en geta dagað uppi í náttúrunni og umhverfinu í hundruð ára, oft í formi örsmárra plastagna sem geta verið skaðleg, ekki síst fyrir lífríki hafsins. Hægt er að kaupa endurnýtanlega burðarpoka í verslunum og einnig eru til maíspokar sem eru umhverfisvænir og brotna niður í umhverfinu.

Lesa meira
Höfn

27.1.2014 Fréttir : Reglur um sérstakar húsaleigubætur

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar nýjar reglur um sérstakar húsaleigubætur.

Sérstakar húsaleigubætur eru fjárstuðningur sem ætlaður er til viðbótar við almennar húsaleigubætur í þeim tilgangi að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga sem vegna lágra tekna eða félagslegra erfiðleika eiga erfitt með að verða sér úti um húsnæði.

Lesa meira

24.1.2014 Fréttir : Fréttir frá Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls fékk góða heimsókn hingað til Hornafjarðar dagana 11.-12. desember s.l. þegar stór hópur sjónvarps- og blaðamanna komu frá Bandaríkjunum til þess að kynna sér tökustaði stórmyndarinnar „The Secret Life of Walter Mitty“. Ferðin tókst í alla staði mjög vel sem var samstarfsverkefni 20th Century Fox framleiðanda myndarinnar, True North, Íslandsstofu og Ríkis Vatnajökuls ehf.

Lesa meira

23.1.2014 Fréttir : Hvatningafundur "Konur til forystu"

Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri mun vera með erindi á fundinum "Konur til forystu"  Hallveigarstöðum 27. janúar kl. 12.00 ásamt Arnbjörgu Sveinsdóttur forseta bæjarstjórnar á Seyðisfirði og Önnu Láru Jónsdóttur bæjarfulltrúa á Ísafirði. Á fundinum verður rætt um stöðu kvenna í stjórnmálum á landsbyggðinni

Lesa meira

23.1.2014 Fréttir : Þéttsetin röðin á þorrablót Hafnar

Röðin á þorrablót Hafnar hefur verið með lengra móti fyrstu menn í röðinni mættu um miðjan dag í gær og er röðin komin hátt í 20 hópa. Klukkan hálf þrjú í dag var mikið fjör í röðinni Sæmundur spilaði á gítar og margir tóku í spil.

Lesa meira

23.1.2014 Fréttir : Ný aðveitustöð RARIK og afhendingarstaður Landsnets tekin í notkun á Höfn

Bæjarstjóri Hornafjarðar, Ásgerður Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýja aðveitustöð RARIK á Höfn þegar spennu var hleypt inn á rafskautsketil í fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess. Þar með skapast möguleiki á notkun raforku í stað olíu í verksmiðjunni.

Lesa meira

23.1.2014 Fréttir : Flokkun á sorpi og það sem ekki má fara í endurvinnslutunnuna

Eftir góða byrjun á innleiðingu tveggja tunnu kerfis og jákvæðar undirtektir íbúa sveitarfélagsins hefur komið í ljós að misskilningur virðist vera á hvaða efni er hægt að endurnýta.

Það sem hefur slæðst með í tunnuna og má ekki fara í tunnuna er  sérstaklega gler, áleggsbréf, kjúklingabakka og allt frauðplast.

Lesa meira

23.1.2014 Fréttir : Kynningafundir á tveggja tunnu kerfi í dreifbýli

Dagana 29. og 30. janúar n.k .  verða haldnir fjórir kynningarfundir um innleiðingu tveggja tunnu kerfis í dreifbýli.  Hugmyndir og upplýsingar um fyrirhugaða innleiðingu verða kynntar og ræddar á fundunum.  Einkum og sér í lagi hvernig hægt verður að leysa málefni með fyrirtækjum.

Lesa meira
Höfn

22.1.2014 Fréttir : Álagningu fasteignagjalda lokið

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá sveitarfélaginu. Álagningaseðlar hafa verið birtir á island.is og þurfa þeir sem nota þá síðu að sækja um íslykil ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Álagningaseðlar eru sendir til fyrirtækja en óski einstaklingar eftir að fá álagningaseðla senda heim þarf að hafa samband við gjaldkera sveitarfélagsins.

Ef fasteignagjöld eru greidd í heild sinni fyrir 20. febrúar 2014 er 3% afsláttur.

Lesa meira

22.1.2014 Fréttir : Nemendur FAS keppa í PetroChallange í London

Eins og marga rekur eflaust minni til unnu stelpurnar í liðinu Sorellas landskeppnina í olíuleit undir lok síðustu annar í tölvuleiknum PetroChallange. En sigurliðið í hverju landi fær keppnisrétt í lokakeppninni sem haldin er í janúar ár hvert í London. Það eru styrktaraðilar keppninnar sem gera það mögulegt að halda aðalkeppnina. Lesa meira

22.1.2014 Fréttir : Sveinbjörg sigursæl á Reykjavíkurleikunum

Reykjavíkurleikarnir voru haldnir sl. helgi þar keppti hornfirðingurinn Sveinbjörg Zophoníasdóttir fyrir FH og sló 29 ára gamalt íslandsmet í langstökki 22 ára og yngri. Sveinbjörg stökk  6,12 metra sem er 10 cm. lengra en gamla metið sem Bryndís Hólm frjálsíþróttakona úr ÍR átti.

Sveinbjörg sigraði í þríþraut kvenna þar sem keppt var í kúluvarpi, langstökki og 60 m. grindarhlaupi hlaut 2733 stig fyrir árangur sinn.

Lesa meira
XB_augysing 150pix

22.1.2014 Fréttir : Framsóknarmenn gera skoðunarkönnun meðal félagsmanna

Um nokkurra mánaða skeið hefur nefnd verið að störfum fyrir undirbúning næstu bæjarstjórnarkosninga. Á félagsfundi Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu í janúar  var ákveðið að hafa sama fyrirkomulag á vali á lista og fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Send hefur verið út skoðanakönnun til félagsmanna þar sem þeir eru beðnir um að tilgreina sex manns, sem þeir treysta öðrum fremur til að leiða lista Framsóknarma Lesa meira

21.1.2014 Fréttir HSSA : Endurbætur í Ekrunni

Nú eru að hefjast framkvæmdir á fyrstu hæð í Ekrunni þar sem félagsstarf eldri íbúa og dagdvöl aldraðra er með starfsemi. Framkvæmdir felast í því að setja á loftræstingu í rýmið en fram að þessu hefur ekki verið loftræsting í húsnæðinu. Einnig verður aðstaða fyrir dagdvöl aldraðra bætt, það verður útbúið sérstakt hvíldarherbergi, lýsingin verður bætt og fleira.

Lesa meira

20.1.2014 Fréttir : Grunnskólinn í Hofgarði með 1.verðlaun

Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni  í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur  skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna.  Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir.

Lesa meira
Rafmagnsleysi_myrkur

16.1.2014 Fréttir : Rafmagnslaust frá miðnætti

Vegna vinnu við aðveitustöð verður rafmagnslaust á Höfn, Nesjum, Lóni og Mýrum  frá miðnætti, í kvöld, aðfaranótt föstudags til kl. 06:00 í fyrramálið.

Lesa meira

16.1.2014 Fréttir : Fyrirlestur um fuglaskoðunarferð til Tyrklands og Georgíu

Björn Gísli Arnarson mun segja  frá fuglaskoðunarferð sinni til Tyrklands og Georgíu síðasta vor, í Nýheimum 16. janúar.  Björn mun sýna fjölda fugla og mannlífsmynda sem hann tók á ferð sinni um þessi lönd. Ferðin tók þrjár vikur og gistu ferðalangarnir mest þrjár nætur á sama stað, sem sýnir að það var farið víða.
Fyrirlesturinn hefst kl 20:00, allir velkomnir.
Lesa meira
Lestur

16.1.2014 Fréttir : Lestrar ömmur og afar

Lestur er ein megin undirstað þess að afla sér menntunar. Í grunnskólanum er nú lögð enn meiri áhersla en áður á lestur og læsi.

Lesa meira
Dilksneshúsið

16.1.2014 Fréttir : Íbúar hvattir til að kynnar sér nýtt aðalskipulag í kynningu

Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins 2012 -2030 hefur verið í vinnslu sl. ár og lýkur kynningarferli 10. febrúar nk.. Íbúar og allir sem hafa áhuga eru hvattir til að kynna sér málið. Gögn eru aðgengileg hér á heimasíðunni og í anddyri ráðhúss. Slóð á  heimasíðuna er hér http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/skipulag/nr/10615

Lesa meira

16.1.2014 Skipulag : Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018 Frístundasvæði Starfafellsfjöllum og íbúðarsvæði Brekku.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018.

Lesa meira

15.1.2014 Fréttir : FAS í Gettu betur

Sunnudaginn 19. janúar keppir FAS í Gettu betur við Menntskólann í Borgarfirði. Keppnin er með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þó hefur orðið sú breyting að í stað þess að keppa á virkum dögum er keppt á laugardögum og sunnudögum milli tvö og þrjú. Lesa meira
Fúsi í Matís

13.1.2014 Fréttir : Tilkynning um stöðu MATÍS á Höfn

Framtíð MATÍS á Höfn hefur enn ekki verið ákveðin af stjórn MATÍS í Reykjavík. Munu þessi mál skýrast innan tíðar en þangað til mun starfsemin halda áfram á þeim forsendum sem efni leyfa. Enn er hægt að sækjast eftir aðstöðu í matarsmiðjunni við Álaleiru en þó með öðru sniði en áður hefur verið. Eru áhugasamir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Völu Garðarsdóttur á Menningarmiðstöð Hornafjarðar á netfanginu vala@hornafjordur.is en einnig í síma 4708052. 

13.1.2014 Fréttir : Súa opnar aftur

Hárgreiðslustofan Súa opnar á ný 16. janúar eftir nokkra mánaða lokun vegna fæðingarorlofs. Stofuna rekur Sigrún Gylfadóttir og er hún staðsett í Sporthöllinni.
 Morrocan Oil vörurnar sem hafa vakið mikla athygli hér á landi fást einnig hjá Súu.
Sigrún hlakkar til að sjá gamla sem nýja viðskiptavini.

Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

13.1.2014 Fréttir : Ekki rafmagnslaust á Höfn, í Lóni og á Mýrum í kvöld

Ákveðið hefur veirð að fresta fyrirhuguðu rafmagnsleysi sem vera átti í kvöld vegna vinnu við Aðveitustöð á Höfn. Verður nánar auglýst síðar.

Lesa meira

10.1.2014 Fréttir :  Fyrirlestur í Nýheimum Þriðjudaginn 14.janúar kl. 20

Fyrirlestur í Nýheimum Þriðjudaginn 14.janúar kl. 20 „Njóttu lífsins! Heilbrigð sál í hraustum líkama“

Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar fjallar um samspil þeirra þátta sem skipta máli fyrir heilsu og líðan einstaklinga, markmið og góð ráð í dagsins önn.

Lesa meira

9.1.2014 Fréttir : Fjárhagsáætlun 2014 rekstrarniðurstaða jákvæð um 179 m.kr.

Þann  12. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Hornafjarðar fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Einnig var samþykkt þriggja ára fjárhagsáætlun  2015 til 2017.   Helstu lykilstærðir áætlunarinnar fyrir A og B hluta rekstrarársins 2014 er að rekstrarniðurstaða jákvæð sem nemur 179 m.kr..  Framkvæmdir og fjárfesting fyrir árið 2014 er áætluð 358 m.kr.  Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 346 m.kr.

Lesa meira

9.1.2014 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudagshádegi kl 12:30 á föstudag í Nýheimum
Björn Gísli Arnarsson verður með  kynningu  á ferð sinni   til Tyrklands, Georgíu og Sýrlands síðasta vor í hádeginu, föstudaginn 10. Janúar kl. 12:30.  Fimmtudaginn 16. janúar verður Björn með myndasýningu og ferðasöguna, kl 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima.

Lesa meira

7.1.2014 Fréttir : FAS fréttir

Skólastarf vorannar hófst í morgun, 6. janúar þegar skólinn var settur klukkan 10:00. Í kjölfarið var nemendafundur og þar á eftir umsjónarfundur þar sem nemendur fengu afhentar stundaskrár.
Kennsla hefst í fyrramálið samkvæmt stundaskrá.

Lesa meira
Jólatré

6.1.2014 Fréttir : Jólatré söfnun

Starfmenn áhaldahúss munu safna saman jólatrjám á Höfn og í Nesjahverfi á morgun þriðjudag og næsta dag miðvikudag 7. og 8. janúar n.k. Lesa meira

2.1.2014 Fréttir : Heilbrigðisþjónusta á Hornafirði

Nú er að hefjast nýtt ár, árið 2014 og við þau tímamót finnst mér við hæfi að minnast þess síðasta í nokkrum orðum. Það er margt sem hefur gerst á árinu sem er það fyrsta í starfi mínu sem framkvæmdastjóri HSSA.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)