Fréttir

Íbúar hvattir til að kynnar sér nýtt aðalskipulag í kynningu

16.1.2014 Fréttir

Dilksneshúsið

Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins 2012 -2030 hefur verið í vinnslu sl. ár og lýkur kynningarferli 10. febrúar nk.. Íbúar og allir sem hafa áhuga á að kynna sér skipulagsuppdrátt og greinargerð eru hvattir til að kynna sér málið. Gögn eru aðgengileg hér á heimasíðunni og í anddyri ráðhúss. Slóð á  heimasíðunar hér http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/skipulag/nr/10615

Nýtt aðalskipulag sem tekur til tímabilsins 2012-2030 er endurskoðun á aðalskipulagi 1998-2018. Endurskoðun hefur staðið yfir undanfarin ár og felur í sér margvíslega greiningarvinnu, samráð hefur verið haft við íbúa og hagsmunaðila með kynningafundum og auglýsingum. 

Aðalskipulagstillagan ásamt fylgigögnum liggur frammi í anddyri ráðhúss Hafnarbraut 27, Höfn virka daga á opnunartíma frá 19. des. til og með 10. feb. 2014. Sömu gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugarvegi 166, 3. hæð

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)