Fréttir

Hættum plastpokanotkun

27.1.2014 Fréttir

Í Landsáætlun um úrgang 2013 – 2024, sem umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út í fyrra, er gert ráð fyrir að gripið verði til aðgerða til þess að draga úr notkun á plastpokum hér á landi.

Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við breytingar á Evrópulöggjöf til að taka á þeim vanda sem skapast hefur vegna mikillar plastpokanotkunar í álfunni. Léttir plastpokar eru iðulega notaðir einu sinni en geta dagað uppi í náttúrunni og umhverfinu í hundruð ára, oft í formi örsmárra plastagna sem geta verið skaðleg, ekki síst fyrir lífríki hafsins. Talið er að árlega endi átta milljarðar plastpoka í ruslinu í Evrópu sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríkið.

Hægt er að kaupa endurnýtanlega burðarpoka í verslunum og einnig eru til maíspokar sem eru umhverfisvænir og brotnar niður í umhverfinu.

Maíspokinn er íslensk framleiðsla og er samstarfsverkefni Íslenska Gámafélagsins og Plastprent. Öll hönnun, blástur, úrvinnsla og pökkun er unnin innanlands.

Maípokinn er unninn eru úr maíssterkju og er 100% niðurbrjótanlegir, svo og umbúðirnar og brotna niður á 10-45 dögum miðað við góð jarðgerðarskilyrði.  

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)