Fréttir

28.2.2014 Skipulag : Auglýsing um deiliskipulag HSSA - athugasemdafrestur lengdur  

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins  Hornafjarðar  samþykkt þann 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði rétt við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skv.1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga  nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillaga felur í sér eftirfarandi:

Lesa meira

28.2.2014 Fréttir : Tónskóli A-Skaft. býður upp á opið hús og tónleika

Tónskóli A-Skaft. býður upp á opið hús og tónleika laugardaginn 1. mars milli kl: 11.00 – 15.00

Lesa meira

28.2.2014 Fréttir : Karl Ómar Jónsson verkfræðingur er látinn 86 ára að aldri.

Karl Ómar Jónsson verkfræðingur er látinn 86 ára að aldri.


Karl Ómar var í forsvari fyrir fjölskyldu Svavars Guðnasonar og Ástu konu hans varðandi gjafir á verkum Svavars og uppbyggingu Svavarssafns.

Hans örlæti og hugsjón átti veigamikinn þátt í því að safnið varð að veruleika árið 2011 og á hann okkar bestu þakkir fyrir.

Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar og bæjarstjórnar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina og ættingja.


Virðingarfyllst,

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna

 

27.2.2014 Fréttir : Orgel og slagverk í Hafnarkirkju

Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Kr. Sigurðsson halda tónleika í Hafnarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20 og leika á orgel og slagverk sálmalög úr nýja sálmabókarviðbætinum. Þarna er um að ræða ný lög af ýmsum toga og gömul lög færð í nýjan búning. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti framlögum til Hafnarkirkju. Lesa meira

26.2.2014 Fréttir : Innritun í framhaldsskóla hefst á mánudag

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 10. bekk fengið kynningu á framhaldsskólanámi jafnt í FAS sem öðrum skólum. Þau hafa farið í heimsókn í FAS en einnig var foreldrum þeirra boðið á kynningarfund í FAS. Nú eru nemendur 10. bekkjar byrjaðir í starfskynningum þar sem þeir geta kynnt sér störf sem þeir gætu hugsað sér að vinna við. Það styttist því óðum í að þessir nemendur hverfi frá okkur og á mánudaginn næsta hefst forinnritun þeirra í framhaldsskóla. Allir nemendur í 10. bekk eru hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

Lesa meira

26.2.2014 Fréttir : Stóra upplestrarkeppnin

Þann 19.febrúar hófst Stóra upplestrarkeppnin formlega í Grunnskóla Hornafjarðar. Þá var haldin bekkjarkeppni innan 7.GR þar sem nemendur lásu upp fyrirfram valinn texta úr bókinni Benjamín Dúfa og fluttu í framhaldi af því valið ljóð. Alls tóku 25 nemendur þátt og völdu dómarar 15 þeirra áfram í skólakeppnina.

Lesa meira

26.2.2014 Fréttir : Frá íbúaþingi til dagsins í dag

Þann 26. febrúar 2011 var haldið íbúaþing um málefni sveitarfélagsins í Mánagarði. Margar góðar hugmyndir komu þar fram. Það er því við hæfi nú þremur árum seinna að fara yfir þá þætti sem komu út úr fundinum og hvað hefur komist í framkvæmd á þessum tíma.

Í upphafi þings voru valin þrjú gildi fyrir sveitarfélagið sem eru eftirfarandi:

                samvinna – heiðarleiki – metnaður 

Lesa meira

26.2.2014 Fréttir : Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.
Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Miðaverð er 2500,- og er hægt að kaupa miða við innganginn og á midi.is
Lesa meira

26.2.2014 Fréttir : Fræðsluerindi um praktísk mál í ferðaþjónustu

Í kvöld kl. 20:00 mun Ríki Vatnajökuls bjóða uppá fræðsluerindi um ýmis praktísk mál í ferðaþjónustu með aðaláherslu á  söluferlið allt til kúnnans erlendis.

Guðrún Sigurðardóttir mun fara yfir atriði eins og  leyfismál, verðlagning, umboðslaun og fleira.

Erindið er gagnlegt þeim sem eru nýjir í greininni en ekki síður þeim sem vilja ná betri árangri á erlendum markaði.

Lesa meira

25.2.2014 Fréttir : Foreldrafræðsla í bíósal Sindrabæ

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl 20.00 munu Heilsugæslan og leikskólarnir á Höfn að frumkvæði foreldraráðs Lönguhóla bjóða foreldrum leikskólabarna og annarra sem hafa áhuga á að koma í bíósal Sindrabæ og hlusta á erindi.

Ester Þorvaldsdóttir mun vera með erindi um heilsu og vellíðan barna á leikskóla aldri.

Lesa meira

24.2.2014 Fréttir : Lokaverkefni nemenda FAS í Heilsufræði

Nemendur FAS halda fyrirlestur á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar í fyrirlestrasal Nýheima. Þetta er lokaverkefni þeirra í Heilsufræði og eru fyrirlestrarnir frá 8:00 til 12:20.
Endilega kíkið við.
Lesa meira
Verk Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur

21.2.2014 Fréttir : Opnun sýningarinnar "Heimahöfn" í Svavarssafni

Sýning á verkum Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur opnar í Listasafni Hornafjarðar, Svavarssafni í dag, 21. febrúar klukkan 16:00.

Lesa meira

21.2.2014 Fréttir : OPNIR DAGAR í FAS

Nú eru í fyrsta sinn haldnir OPNIR DAGAR í FAS. Hingað til hefur verið talað um OPNA VIKU og eins og nafnið segir voru skólabækurnar þá lagðar til hliðar í heila viku. Ástæðan fyrir breytingunum nú er sú að OPNIR DAGAR eru tengdir við nýja námskrá og fá nemendur einingu fyrir að taka þátt. Lesa meira

21.2.2014 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Nemendur FAS kynna það sem þau hafa verið að gera í opinni viku.
Allir velkomnir

Lesa meira

21.2.2014 Fréttir : Hornafjarðarsöfnum veitt viðurkenning sem ábyrgðarsafn

Mennta og menningamálaráðherra hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hornafjarðarsöfnum viðurkenningu sem ábyrgðarsafn, samkvæmt ákvæði safnalaga, nr. 141/2011 og reglugerðar safna, nr. 900/2013.

Lesa meira

20.2.2014 Fréttir : Velkomin-Witamy -Welcome-Bievenido

Velkomin til Hornafjarðar -Witamy  w Hornafjörður  - Welcome to Hornafjörður  - Bievenido a Hornafjörður. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru komnar upplýsingar um þjónustu á innan sveitarfélagsins á ensku, þýsku og spænsku. Markmiðið er að gefa nýjum íbúum sveitarfélagsins kost á að nálgast upplýsingar um samfélagið á sem aðgengilegastan hát

Lesa meira

19.2.2014 Fréttir HSSA : Skráargatið - Einfalt að velja hollara

Skráargatið er opinbert merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.

Lesa meira

19.2.2014 Fréttir : Alþjóðleg vika móðurmálsins 21. – 28. febrúar 2014

  • Lesum á móðurmálinu, það er mikilvægt að missa ekki tengslin við uppruna sinn.
  • Leemos en la lengua materna, es importante no perder la relación con nuestro origen.
  • Read in your mother language, it's important not to lose the connection to your origin.
  • Pročitajte  na svom maternjem jeziku, važno je da  vas da ostanete u vezi  svojim  izvorom.
  • Czytaj w swoim ojczystym języku, ważne jest by znać swoje pochodzenie.
  •  Mag basa kita sa atong pinulongan, importanti nga mahibaw.an ninyo diin mo gikan.
Lesa meira

18.2.2014 Fréttir : Opið hús í stjörnustöð Náttúrustofu Suðausturlands

Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 18-20 verður opið hús í stjörnuathugunarturni sem staðsettur er nærri Fjárhúsavík (leiðin út á Ægisíðu). Þar hefur verið settur upp stjörnusjónauki sem nota á til ljósmælinga en einnig í stjörnuskoðun. Áhugasömum er boðið í heimsókn til að skoða aðstöðuna þó óvisst sé hvort himinn verði stjörnubjartur. Einnig er stefnt á að mynda pósthóp og geta þeir sem vilja skráð sig þar. Þessir aðilar fá síðan tölvupóst frá Náttúrustofu þegar boðið verður til stjörnuskoðunar, vonandi við fyrsta tækifæri.

Náttúrustofa Suðausturlands
Lesa meira

17.2.2014 Fréttir : Lokaverkefni nemenda FAS í Heilsufræði

Nemendur FAS halda fyrirlestur á morgun, þriðjudaginn 18 febrúar í fyrirlestrasal Nýheima. Þetta er lokaverkefni þeirra í Heilsufræði og eru fyrirlestrarnir frá 8:00 til 14:00.
Endilega kíkið við.
Lesa meira
Foreldrafélag gh 2014

14.2.2014 Fréttir : Frábært framtak hjá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Grunnskólans stóð fyrir heimsókn Árna Guðmundssonar uppeldis- og menntunarfræðings en hann hélt fyrirlestur fyrir foreldra í gærkvöldi í Nýheimum og fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í morgun. Árni fjallaði fyrst og fremst um mikilvægi sjálfsmyndarinnar en hjá foreldrum fór hann einnig í sögu æskunnar á meðan hann fjallaði meira um það hvað hefur áhrif á sjálfsmyndina hjá unglingunum.

Lesa meira

14.2.2014 Fréttir : Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini.

Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Gaflaraleikhúsið og Menntalest Suðurlands (SASS) bjóða miðann á  aðeins 1.750 kr ef að keypt er fyrir 22. febrúar á midi.is eða fyrr. (almennt miðaverð er 2.500 kr).
Lesa meira

14.2.2014 Umhverfisfréttir : Orkusparnaður

Líftímakostnaður er verð vöru,  kostnaður af rekstri, viðhaldi og förgun.  Þannig að þó vara sé ódýr þá getur verið að hún sé mun dýrari í rekstri en önnur sambærileg vara.

Orkusparnaður snýst því ekki eingöngu að þætti eins og að láta ljós ekki loga að óþörfu og slökkva á rafmangstækjum í stað „stand-by“ stillingar, heldur er einnig hægt að ná fram orkusparnaði með betri orkunýtingu.

Lesa meira

13.2.2014 Fréttir : Valentínusardagurinn 14. febrúar 2014

Föstudagshádegi í Nýheimum
Í tilefni Valentínusardagsins verður myndasýning af hjónum úr héraði allt frá Ottó Túliníusi og Valgerði konu hans frá 1916 til okkar daga. Sýningin byrjar kl:12:15 og mun séra Gunnar Stígur segja okkur nokkur orð um forsögu þessa dags áður en sýningin hefst.

Verið öll hjartanlega velkomin.
Ást og friður
Menningarmiðstöðin

13.2.2014 Fréttir : Nemendur FAS horfa til skóla framtíðar

Í gær var tekið hlé á kennslunni um stund. Ástæðan var sú að nú er Sveitarfélagið Hornafjörður að huga að vinnslu nýrrar menntastefnu og í því sambandi er mikilvægt að hlusta á allra raddir.
Haldinn var almennur nemendafundur sem að rúmlega 50 nemendur tóku þátt í þar sem þeir svöruðu spurningu um hvað þurfi að vera til staðar til að skapa framúrskarandi skóla framtíðarinnar. Lesa meira

12.2.2014 Fréttir : Viðhorf Íslendinga til geðrænna vandamála.

Sigrún Ólafsdóttir dósent í félagsfærði við Háskólann í Boston heldur fyrirlestur í Nýheimum kl.16:30, miðvikudaginn 12. febrúar. Fyrirlesturinn er í boði Rannsóknaseturs HÍ, HSSA og Skólskrifstofu Hornafjarðar.

Lesa meira

12.2.2014 Fréttir HSSA : Njóttu lífsins, fyrirlestur sem haldinn var í Nýheimum

Á dögunum stóð HSSA fyrir fyrirlestrinum: „Njóttu lífsins! Heilbrigð sál í hraustum líkama“ í Nýheimum.

Lesa meira
Höfn

12.2.2014 Fréttir : Óháð framboð til sveitarstjórnar

Í vor verður gengið til sveitarstjórnarkosninga. Þar munu kjósendur velja sína fulltrúa til næstu fjögurra ára. Allar ákvarðanir sveitarstjórnar hafa áhrif á líf og framtíð okkar, íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði. Við erum nokkur sem höfum áhuga á stofnun framboðs sem ekki er háð neinum flokkspólitískum línum. Hugmyndin er að ná saman fólki með svipuð gildi og áherslur.

Við skorum á þá sem eru sama sinnis um þessi mál að mæta á stofnfund með okkur í sal Verkalýðsins, Víkurbraut 4 miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20:00,

Lesa meira
Ljósapera

11.2.2014 Fréttir : Umsóknarfrestur um styrki Menningarráðs Suðurlands er 20. febrúar næstkomandi.

Styrkir til Menningarráðs Suðurlands

Minnum á að umsóknarfrestur um styrki til Menningarráðs Suðurlands er 20. febrúar 2014.
Eyðublöð er að finna á sunnanmenning.is
Frestur rennur út 20. febrúar. Frekari upplýsingar um styrkina er að finna á þeirra heimasíðu.
Lesa meira
Slökkvilið Hornafjarðar

11.2.2014 Fréttir : Ráðhúsið lokar kl. 11:30 vegna brunaæfingar.

Ráðhúsið lokar kl. 11:30 vegna brunaæfingar.

10.2.2014 Fréttir : Kynningar á raungreinanámi í FAS

Í dag komu góðir gestir frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það voru þau Úlfar Karl Arnórsson sem er á þriðja ári í véla- og orkutæknifræði í HR og Þórdís Stella Þorsteins sem er á öðru ári í stærðfræði í HÍ.
Tilgangur heimsóknarinnar var að vekja athygli á mikilvægi og möguleikum í námi sem tengist raunvísindum Lesa meira

10.2.2014 Fréttir : Er æskan að fara í hundana?

Það er fátt mikilvægara en góð sjálfsmynd og trú á eigin getu. Okkur í foreldrafélagi Grunnskóla Hornafjarðar langar að bjóða foreldrum og öðrum sem vinna með ungu fólki að koma í Nýheima fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00. Þar mun Árni Guðmundsson Uppeldis-og menntunarfræðingur halda skemmtilegt erindi um allt er viðkemur unglingum, þeim breytingum sem þeir ganga í gegnum og ekki síst þær breytingar sem foreldrar upplifa á þessu skeiði unglingsins

Lesa meira

10.2.2014 Fréttir HSSA : Hjúkrunarfræðinemi í klínísku námi á heilsugæslustöð HSSA.

Næstu þrjár vikurnar mun Katrín Stefanía Pálsdóttir 4.árs nemi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum Akureyri stunda klínískt nám á heilsugæslu HSSA

Lesa meira

7.2.2014 Umhverfisfréttir : Vistvæn innkaup

Vistvæn innkaup snúast um að neytendur velji að kaupa vörur sem eru síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna. Þær vörur verða svo að hafa jafn langan eða lengri líftíma.  Slíkar vörur eru merktar með umhverfismerkjum. Ekki eru þó öll umhverfismerki áreiðanleg vegna þess að sumir framleiðendur hafa merkt vörur sínar umhverfisvænar þó þær séu það ekki.

Lesa meira

7.2.2014 Fréttir : 10. bekkur heimsækir FAS

Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn í FAS og var heimsóknin liður í því að kynna skólann og námið sem er í boði.
Í upphafi fundarins kynntu Dóra og Ragnar forsetar nemendafélgasins fyrirkomulagið á félagslífinu.

Lesa meira
Heinabergsjökull

6.2.2014 Fréttir : Nýliðinn janúar – veðuryfirlit á Höfn

Nýliðinn janúar var óvenju hlýr og úrkomusamur.  Sökum þess hafa ræktuð tún í Hornafirði grænkað líkt og komið sé vor, ólíkt fréttum af kalskemmdum víða annars staðar á landinu. Sú spurning vaknar hvort hita- og úrkomumet voru slegin í janúarmánuði 2014 á Höfn?

Lesa meira

6.2.2014 Fréttir : Handbolti

Undanfarið hefur farið fram handboltamót í Heppuskóla. Það er nemendaráð sem heldur utan um og stýrir mótinu. Keppnin er á milli bekkja og einnig tekur lið kennara þátt og er mikið fjör og gaman þegar keppnin fer fram, sem er í löngufrímínútunum.

Lesa meira
april´13-Skyjadeild-i-gongutur-129

6.2.2014 Fréttir : Dagur leikskólans – opið hús á Krakkakoti

Síðasta vor fengum við í Heilsuleikskólanum Krakkakoti afhenta nýja deild sem byggð var við leikskólann. Með nýju deildinni breyttist öll aðstaða barna og kennara til mikilla muna. Í vikunni verður haldið upp á Dag leikskólans um allt land og því langar okkur að nota þessi tvö tækifæri og bjóða bæjarbúum að koma í opið hús til að skoða húsnæðið okkar. Lesa meira

5.2.2014 Fréttir : Degi leikskólans fagnað

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar. Við á Lönguhólum munum fagna honum með miklu húllum hæi í leikskólanum. Dagurinn byrjar á morgunmat eins og allir aðrir dagar hjá okkur, eftir morgunmat og fram eftir degi er opið á milli deilda og ýmislegt skemmtilegt í boði , andlitsmálun, listasmiðja, byggingavinna og fleira. Um miðjan morgun er brúðuleiksýning og dansleikur í sal leikskólans Lesa meira

5.2.2014 Fréttir HSSA : Frjósemi í sveitarfélaginu Hornafirði 2013

Ekki er hægt að segja annað en að árið 2013 hafið verið frjósamt í sveitarfélaginu þar sem 31 barn fæddist á árinu. Kynjaskipti eru nokkuð jöfn en drengirnir höfðu þó yfirhöndina og eru 17 á móti 14 stúlkum.

Lesa meira

5.2.2014 Fréttir : Þingmenn Framsóknar boða til fundar kl.12:00 í dag

Þingmenn Framsóknarflokksins boða til súpufundar á Hótel Höfn kl. 12:00 í dag.

Lesa meira

4.2.2014 Fréttir : „Leyndardómar Suðurlands“

Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“

Lesa meira
FAS

4.2.2014 Fréttir : Yfirlýsing frá Kennarafélagi FAS

Félagsfundur Kennarafélags FAS 3. febrúar 2014

Kennarafélag FAS lýsir miklum vonbrigðum með gang samningaviðræðna FF og ríkisins og jafnframt skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf kjarabóta fyrir kennara. Rýrar launahækkanir og mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hafa gert launaþróun kennara með öllu óviðunandi.

Lesa meira

3.2.2014 Fréttir HSSA : Læknar vikunnar

Þessa viku verða Ásthildur Erlingsdóttir og Teitur Guðmundsson læknar á heilsugæslustöðinni.

Lesa meira

3.2.2014 Fréttir : Leiksýningin "Skrímslið litla systir mín" sýnd í Sindrabæ

Leiksýningin „Skrímslið litla systir mín“ verður sýnd í Sindrabæ, sunnudaginn 9. febrúar    kl 13:00.
Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, dimmar drekaslóðir og alla leið á heimsenda, en lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Sýningin var valin barnasýning ársins 2012.
Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)