Fréttir

31.3.2014 Fermingarskeyti : Fermingarskeyti Kvennakórs Hornafjarðar

Meðfylgjandi er listi yfir þau börn sem fermast í Sveitarfélaginu á þessu vori.

Vinsamlegast merkið við þau börn sem þið viljið senda skeyti og við munum sjá um prentun og útburð á skeytunum.

Textinn á skeytunum er “Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn” (og svo frjáls viðbót að eigin ósk). Pantanasími fermingarskeytanna er sími 895-8609

Netfang ferming@hornafjordur.is

og á  www.hornafjordur.is/ferming

 

Lesa meira

28.3.2014 Fréttir : Laus störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

Óvenju mörg störf eru laus til umsóknar en umsóknarfrestur rennur út næstkomandi helgi.

Eftirtalin störf voru auglýst til umsóknar.

  • Staða sálfræðings Sveitarfélagsins Hornafjarðar
  • Staða skólastjóra til afleysingar Grunnskóla Hornafjarðar í 2 ár
  • Staða sérkennara/þroskaþjálfa við Grunnskóla Hornafjarðar
  • Stöður starfsmanna við heimaþjónustudeild sveitarfélagsins
  • Staða ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
  • Staða hjúkrunarfræðings á hjúkrunardeild HSSA til afleysinga
  • Staða almenns grunnskólakennara við Grunnskóla Hornafj.
  • Stöður leikskólakennara við leikskóla sveitarfélagsins
Lesa meira

28.3.2014 Fréttir : Menntastefna fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð er mál okkar allra

Leggjumst öll á eitt, mætum á menntaráðstefnuna á morgun, lærum af fimm leiðandi fræðimönnum og sameinumst svo í vinnslu nýrrar menntastefnu fyrir sveitarfélagið okkar Lesa meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir

28.3.2014 Fréttir : Langþráð réttlæti fyrir heimilin

Framsókn fyrir heimilin, var slagorð Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa barist fyrir því um fimm ára skeið, að komið yrði til móts við skuldsett heimili með verðtryggð húsnæðislán.
Lesa meira
Mynd frá árshátíð 2014

26.3.2014 Fréttir : Vel heppnaður umræðufundur um net- og tölvunotkun barna og unglinga

Síðastliðið mánudagskvöld stóð Aðgerðahópur um lýðheilsu og forvarnir (ALF) í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar fyrir umræðufundi í Nýheimum um net- og tölvunotkun. Vilhjálmur Magnússon kynnti ALF-hópinn og þau verkefni sem verið er að vinna að núna og þau sem framundan eru. Lena Hrönn Marteinsdóttir, skólafélagsráðgjafi og Guðjón Örn Magnússon umsjónarkennari fræddu viðstadda um netnotkun, snjallsíma, tölvuleiki, öpp og mikilvægi þess að foreldrar ræði við börn sín um skynsamlega tölvu- og netnotkun, skýr mörk og hvað ber að varast í þessum heimi.

Lesa meira

25.3.2014 Fréttir : Leyndardómar Suðurlands

Föstudaginn 28. mars k. 14:00 hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands þegar ráðherrar Suðurkjördæmis ásamt formanni SASS mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með 10 daga hátíð á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem standa að átakinu bjóða frítt í Strætó alla þessa daga frá Reykjavík um allt Suðurland.  Lesa meira

24.3.2014 Fréttir : Eldklerkurinn í Sindrabæ og Hofgarði 26. og 27. mars

Einleikur um Jón Steingrímsson og Skaftárelda verður sýndur í Sindrabæ 26. mars og í Hofgarði 27. mars kl. 20:00. 

Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar.
Miðaverð 3500 kr.
Lesa meira

24.3.2014 Fréttir : Umræðufundur um net- og tölvunotkun barna og unglinga

Umræðufundur um net- og tölvunotkun barna og unglinga á Hornafirði í Nýheimum 24.mars kl. 20:00-22:00
Aðgerðahópur um lýðheilsu og forvarnir (ALF) hefur undanfarnar vikur og mánuði verið í góðu samstarfi og samvinnu við foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar. Foreldrafélagið stóð að fræðslufundi fyrir foreldra 12. febrúar s.l. en eftir fundinn bar á því að foreldrum fannst skorta ráðleggingar og umræðu um net- og tölvunotkun barna og ungmenna

Lesa meira

24.3.2014 Fréttir : Hvernig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér?

Hvernig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér?"  flutt til miðvikudagsins 9.APRÍL kl.15 í Nýheimum

Stefnumótunarvinna um „Sjávarþorpið Höfn“ í Nýheimum miðvikudaginn 9.apríl kl.15. Hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í ímyndarsköpun og framtíðarsýn um „Sjávarþorpið Höfn“.

Allir velkomnir!

Lesa meira

21.3.2014 Fréttir : Krakkarnir okkar í öðru sæti

Það var vaskur hópur sem lagði land undir fót s.l. fimmtudag til að etja kappi við aðra skóla á austurlandi í Skólahreysti sem haldin var á Egilsstöðum. Skemmst er frá að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með miklum sóma og höfnuðu að lokum í öðru sæti eftir harða keppni við Fellaskóla. Rafmögnuð stemning var í húsinu þegar síðasta þrautin fór fram enda skar hún úr um sigurvegara.

Lesa meira

21.3.2014 Fréttir : Hjálp, skólastefnan okkar er orðin úrelt!

Samfara örum tæknibreytingum hafa líka orðið miklar þjóðfélagsbreytingar og viðhorf manna til menntunar hafa breyst. Menntastefna sveitarfélagsins á að vera eins og regnhlíf yfir menntun alla ævi og hún á að byggjast á gildum íbúanna og væntingum þeirra til náms. Hornfirðingar eru hvattir til að taka laugardaginn 29. mars frá,  taka þátt í samræðum og leggja fram hugmyndir um nýja menntastefnu.   Ráðstefnan verður ókeypis Lesa meira

21.3.2014 Fréttir : UMF Sindri og Fallastakkur gera samning

Góðir hlutir gerast hægt

Þessi ágæta setning hefur orðið mér tungutöm eftir því sem árin líða. Þegar ég var um tvítugt var engin þolinmæði var til staðar og allt átti að gerast í gær. En nú er öldin önnur og ef það gerist á morgun sem maður hugsaði í gær þá er maður ánægður.

Lesa meira

21.3.2014 Fréttir : Sumar-Humar tónleikar 2014

Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 22. mars  kl: 12.00 . Sameiginleg lúðrasveit Hornafjarðar og Tónskólans munu leika lög úr söngleikjum með öðru í bland.

Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum

Lesa meira

21.3.2014 Fréttir : Brennó – brennó - brennó

Sunnudaginn 23. mars verður brenniboltaæfing í Bárunni kl.. 16:00. Söfnum saman í lið og mætum hressar og kátar.
Lesa meira

20.3.2014 Fréttir : Flott árshátíð grunnskólans

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldin í íþróttahúsinu á Höfn s.l. miðvikudag og má reikna með að á milli fimm- og sexhundruð manns hafi verið í húsinu meðan á sýningu stóð. Að þessu sinni voru settir á svið valdir þættir úr leikverkinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur undir styrkri stjórn Kristínar Gestsdóttur. Íþróttahúsið skartaði sínu fegursta og fólk naut sýningarinnar og er skemmst frá að segja að sýningin tókst einkar vel og var öllum sem að henni komu til mikils sóma.

Lesa meira

19.3.2014 Fréttir HSSA : Læknar vikunar

Þessa vikuna verða tveir læknar á heilsugæslunni en það eru þeir Teitur Guðmundsson og Kári Gauti Guðlaugsson.

Kári Gauti er deildarlæknir á Bæklunarskurðdeild Lsh og í sérnámi í bæklunarskurðlækningum.

Lesa meira

19.3.2014 Fréttir HSSA : Lyfja gefur 150.000 kr til Dagvistar aldraðra.

Í tilefni af opnun Lyfju í Miðbæ Hornafjarðar var Dagvist aldraðra afhent gjafabréf að upphæð 150.000 kr. 

Lesa meira

19.3.2014 Fréttir HSSA : Karlmenn og karlaheilsa í tilefni Mottumars

Karlmenn og karlaheilsa í tilefni Mottumars Teitur Guðmundsson læknir flytur fræðandi og hressilegt erindi um karlmenn og karlaheilsu í Pakkhúsinu þann 19.mars n.k.kl. 20:00.

Allir karlmenn, karlaklúbbar og karlasamtök hjartanlega velkomin. Léttar veitingar á borðum. 

Krabbameinsfélag Suðausturlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Lesa meira
Undirbúningur undir árshátíð

18.3.2014 Fréttir : Óvitar í Íþróttahúsinu

Á morgun 19. mars kl. 17:00 verður árshátíð  Grunnskóla Hornafjarðar í Íþróttahúsinu á Höfn.  Þá bjóða nemendur og starfsmenn foreldra, systkini, afa og ömmur og alla aðra velkomna á sýningu þar sem valdir þættir úr leikverkinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verða teknir fyrir.

Lesa meira

18.3.2014 Fréttir : "Hvernig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér?"

"Hvernig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér?"  - Stefnumótun í Nýheimum miðvikudaginn 26. mars kl.15:00.

Stefnumótunarvinna um „Sjávarþorpið Höfn“ í Nýheimum miðvikudaginn 26.mars kl.15.00. Hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í ímyndarsköpun og framtíðarsýn um „Sjávarþorpið Höfn“.

Allir velkomnir! Lesa meira

17.3.2014 Fréttir : Ragnar Imsland hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014

Á föstudaginn síðasta 14. mars voru Menningarverðlaun Hornafjarðar afhent ásamt styrkjum úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði og Menningarstyrkir Hornafjarðar. Að þessu sinni voru veittir styrkir upp á samtals 10 milljónir króna.
Ragnari Imsland voru veitt Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014 fyrir þau lista- og handverk sem hann hefur skapað í gegnum áratugina. Óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Lesa meira

13.3.2014 Fréttir : Fundur með nemendum FAS vegna hugsanlegs verkfalls

Í dag boðaði Eyjólfur skólameistari til fundar með nemendum vegna verkfalls kennara sem gæti skollið á eftir helgi. Fram kom í máli hans að á þessari stundu er margt óljóst. Eyjólfur lagði á það áherslu að nemendur haldi áfram að sinna námi sínu. Húsið verður opið ef að til verkfalls kemur og nemendur geta komið til að vinna. Lesa meira

13.3.2014 Fréttir : Árshátíð í Hofgarði

Árshátíð Grunnskólans í Hofgarði verður haldin föstudagskvöldið 14. mars kl. 20:00. Aðgangseyrir er fjáröflun í ferðasjóð, kr. 2000,- fyrir fullorðna og hálft gjald fyrir börn. Kaffihlaðborð innifalið. Dagskrá verður hefðbundin, leikin, lesin og sungin. Allir velkomnir.
Lesa meira

13.3.2014 Fréttir : Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra samþykkja lista!

Á fjölmennum aðalfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga var samþykktur framboðslisti framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí næstkomandi. Undirbúningur fyrir uppröðun á lista hófst síðastliðið haust og haldin var skoðanakönnun meðal félagsmanna í febrúar s.l.. Framboðslistinn:

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

13.3.2014 Fréttir : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði. Keppnin sem fram fór í Hafnarkirkju var hin glæsilegasta en þar öttu kappi 12 nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs.  Það voru nemendur frá Djúpavogi sem hnepptu 1. og 2. sæti en hornfirsk stúlka hlaut 3. sætið. Foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á veitingar í hléi og nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar spiluðu fyrir gesti.

Lesa meira

12.3.2014 Hornafjarðarsöfn : Papatættur við Papós

Starfsmenn Hornafjarðarsafna skelltu sér í Lónið á dögunum til þess að skoða m.a. gamlar tóftir og götur, náttúruleg naust, uppsátur og hróf. En Papatættur við Papós eru flokkaðar sem friðlýstar minjar af Minjastofnun Íslands. Talið er að þarna hafi Papar hafst við á öndverðri 9.öld áður en hið eiginlega landnám átti sér stað um 870 e.kr. Tóftirnar eru þó lítt sýnilegar því reist hafa verið útihús frá síðari tíma í fótspor þessara eldri minja og liggja þær því þar undir. Er því lítið vitað um eðli þeirra í raun og veru, en örnefnið hefur fylgt þeim svo lengi sem menn muna.
Svo er ýmislegt sem þar rekur á fjöru!
Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Lesa meira

12.3.2014 Fréttir HSSA : Háls-,nef- og eyrnalæknir

Háls-,nef- og eyrnalæknir Arnar Þór Guðjónsson verður á Heilsugæslustöðinni Höfn dagana 25.-26. mars n.k Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. 

ATH. að tekið er við kortum.

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

.
Lesa meira
Lönguhólar

12.3.2014 Fréttir : Reglur um leikskóla

Reglum um leikskóla var breytt á bæjarstjórnarfundi 3. mars 2014 eftir að hafa fengið umfjöllun í skóla,-íþrótta-og tómstundanefnd.

Helstu breytingar á reglum um leikskóla Hornafjarðar eru:
Ef ekki er laust pláss á þeim leikskóla sem sótt er um sem fyrsta val býðst umsækjanda pláss á hinum leikskólanum sé laust þar, jafnframt mun barnið halda sæti sínu á biðlista sé þess óskað. Einnig er möguleiki fyrir foreldra að fá niðurfellingu á fæðisgjöldum ef barn er frá meira en tvær vikur.

Lesa meira

12.3.2014 Fréttir : Gjöf til Lönguhóla frá Sjóvá

Á dögunum barst leikskólanum Lönguhólum góð gjöf, það voru endurskinsvesti fyrir börn leikskólans.  Barði eigandi Bókhaldsstofunnar kom færandi hendi með vestin sem eru merkt Sjóvá. Þannig er að Bókhaldsstofan hefur tekið við umboði Sjóvá á Höfn og af því tilefni var ákveðið að gefa okkur á Lönguhólum þessa góðu gjöf.

Við viljum þakka Barða og félögum fyrir okkur.

Með bestu kveðju fyrir hönd Lönguhóla

Margrét Ingólfsdóttir

leikskólastjóri

Lesa meira

11.3.2014 Fréttir : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður í Hafnarkirkju miðvikudaginn 12. mars og hefst kl. 15:00.

Að þessu sinni koma keppendur, 12 talsins, úr 7. bekk Djúpavogsskóla og Grunnskóla Hornafjarðar.  Keppnin fer fram í þremur umferðum þar sem lesinn er texti í bundnu og óbundnu máli. Tónskólinn flytur tónlistaratriði.

Allir velkomnir

Skólaskrifstofa Hornafjarðar

Lesa meira
Flugslysaæfing 2006

11.3.2014 Fréttir : Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp verða haldin í Nýheimum 27.mars kl. 17-22 og 29.mars  kl. 9-18. Fyrra námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Seinna námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Lesa meira

11.3.2014 Fréttir : Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014

Menningarverðlaun Hornafjarðar verða veitt við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. mars næstkomandi kl. 15.00. í Nýheimum.
Einnig verða afhentir styrkir úr Atvinnu- og Rannsóknarsjóði Hornafjarðar og Menningarstyrkir Hornafjarðar veittir fyrir árið 2014.


Lesa meira
Forvarnir

10.3.2014 Fréttir : Auglýsing um flokkstjórn og vinnu við slátt

Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum í flokkstjórn í vinnuskóla sveitarfélagsins og fólki í slátturvinnu. Lesa meira

10.3.2014 Fréttir : Góðir gestir hjá FAS

Nemendur og kennarar frá  bænum Kesztehly í Ungverjalandi eru í heimsókn hjá FAS. Þetta eru þátttakendur i samstarfsverkefninu „Living in a Changing Globe“. Hópurinn kom til landsins síðasta fimmtudag og gisti fyrstu nóttina í Reykjavík. Lesa meira

10.3.2014 Fréttir : Stofnfundur félags áhugamanna um fornbíla í Hornafirði

Á föstudagskvöldið síðasta kom saman föngulegur hópur í Nýheimum til þess

að taka þátt í stofnfundi félags áhugamanna um fornbíla í Hornafirði (FÁFH).

Lesa meira

7.3.2014 Fréttir : Reykjavík Shorts&Docs hátíðin fer á flakk

Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival fer á
flakk og verður með sýningar í Nýheimum, Höfn í Hornafirði dagana
föstudaginn 14. og laugardaginn 15. mars nk. Sýndar verða íslenskar og
erlendar stutt- og heimildamyndir báða daganna. Það er sérlega
ánægjulegt að geta farið með hluta hátíðarinnar á landsbyggðina en
sýningarnar eru fríar og öllum opnar.  Fjórir sýningarflokkar verða
sýndir í Nýheimum. Þeir eru;

- Ungt fólk:  Íslenskar stuttmyndir
- Konur um konur: Stutt- & heimildamyndir
- Jaðaríþróttir: Heimildamyndir
- Úr alfaraleið: Heimildamyndir og stuttmynd

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar og lesa um myndirnar hér;
http://www.shortsdocsfest.com
Lesa meira

7.3.2014 Fréttir : Stofnfundur félags áhugamanna um fornbíla

Stofnfundur fornbílaklúbbs þar sem viðhald og uppgerð á eldri bílum og ökutækjum er í öndvegi, sem og eldri landbúnaðarvélar og önnur tæki.
Klúbburinn mun einnig standa vörð um menningarsögulegt gildi heimasmíðaðra tækja úr héraðinu.
Stofnfundur verður haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima í kvöld, 7.mars kl. 20:00.
Allt áhugafólk er hvatt til að mæta!

Með kveðju
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna
Lesa meira

6.3.2014 Fréttir : Háskólakynning í FAS

Mánudaginn 10. mars kl. 13 - 14:30 verður Háskóli Íslands með kynningu á fjölbreyttu námsframboði Háskólans í FAS .
Gestir geta kynnt sér yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi sem eru í boði við Háskólann. Ýmiskonar kynningarefni verða í boði og náms- og starfsráðgjafi frá HÍ verður einnig á staðnum til að gefa góð ráð.

Allir velkomnir
Lesa meira

5.3.2014 Fréttir : Nýheimar Þekkingarsetur óskar eftir verkefnastjóra á Höfn í Hornafirði

Óskað er eftir öflugum aðila í stöðu verkefnastjóra Þekkingarsetursins Nýheima. Nýheimar er samfélag fjölmargra stofnana sem starfa undir sama þaki. Starfið er fjölþætt og heyrir undir stjórn setursins.

Meginmarkmið Þekkingarsetursins Nýheima er að stuðla að auknu samstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna.


Lesa meira
Skólakeppnin 2014

4.3.2014 Fréttir : Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar

Þá er skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lokið. Þeir sem komust áfram og taka þátt í lokakeppninni í Hafnarkirkju kl. 15:00 miðvikudaginn 12. mars eru í stafrófsröð;

Edda Björg Eiríksdóttir, Hafsteinn Elvar Aðalsteinsson, Ingibjörg María Jónsdóttir, Kári Svan Gautason, Konný Ósk Antonsdóttir, Malín Ingadóttir, Margrét Líf Margeirsdóttir, Nanna Guðný Karlsdóttir, Oddleifur Eiríksson, Ragnheiður Inga Björnsdóttir.

Lesa meira

3.3.2014 Fréttir : Tungumál eru lyklar að heiminum - viðurkenning til Grunnskólans

Þann 28. febrúar var haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af Alþjóðlega móðurmálsdagsins. Málþingið var á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og UNESCO nefndarinnar. Grunnskóli Hornafjarðar var einnig einn af þremur skólum á landinu sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hluti af tungumálaforðanum.

Lesa meira

2.3.2014 Fréttir : Aðalfundur Rauða krossins á Hornafiði

Aðalfundur Rauðakrossins á Hornafirði verður haldinn laugardaginn 8.mars n.k kl 13 í húsnæði félagsins.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)