Fréttir

30.4.2014 Umhverfisfréttir : Nýtt myndband um umhverfismál

Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Jóhannsson hafa unnið fræðslumyndbönd um umhverfismál.  Fyrsta myndbandið var frumsýnt í dag á fundi sem starfsmenn sveitarfélagsins áttu með fulltrúum Landverndar og Náttúrustofu Austur Skaftafellssýslu.

 

Lesa meira

30.4.2014 Fréttir : Sauðfjárbændur heimsóttu starfsbræður sína í Þingeyjasýslu

Í lok mars s.l. gerðu sauðfjárbændur í Austur –Skaftafellssýslu reisu norður í Þingeyjarsýslu í tveggja daga ferð að heimsækja starfsbræður sína þar.

Lagt var af  stað frá Höfn kl 15,00 föstudaginn 28 marz  og ekið eins og leið lá að Stóru-Laugum  þar sem gist var fyrri nóttina. Mikil tilhlökkun var í fólkinu og góð stemming.

Lesa meira

30.4.2014 Fréttir : Þýski sendiherrann veitir viðurkenningar

Líkt og undanfarin ár stóð Félag þýskukennara fyrir svonefndri Þýskuþraut sem er keppni fyrir þýskunemendur sem eru komnir áleiðis í þýskunáminu. Síðustu ár hefur félagið einnig staðið fyrir stuttmyndasamkeppni. Lesa meira

30.4.2014 Fréttir : Glaðleg skrímsli á ferð í bænum

Þegar nemendur og starfsfólk mættu í Nýheima í morgun var aðkoman heldur öðru vísi en venjulega. Búið var að færa til húsmuni og kennaragangur var þakinn plastmálum með vatni. Þeir sem áttu erindi á efri hæðina urðu að fara krókaleiðir því búið var að teppa stigann. Lesa meira

30.4.2014 Fréttir : FÖNKÍ FÖSTUDAGUR!

Birkir og Þorkell grúva fyrir okkur á föstudaginn í hádeginu í Nýheimum!

Lesa meira

29.4.2014 Fréttir : Aðalfundur nemendafélags FAS í dag

Síðusta daga annarinnar er við hæfi að segja smá fréttir af nemendafélagi FAS. Aðalfundur nemendafélagsins verður haldin í dag og hefur einn boðið sig fram til forseta. Félagslífið hefur verið nokkuð hefðbundið en virkni nemenda hefði þó mátt vera meiri. Hápunktur annarinnar var árshátíð skólans sem var haldin í lok febrúar. Lesa meira

28.4.2014 Fréttir : Innskráning nýnema hafin

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri. Innritun barna sem fædd eru árið 2008 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2014 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar frá 28. apríl – 16. maí. Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá bréf í sumar með upplýsingum um skólastarfið en skóli verður settur 25. og 26. ágúst 2014.
Lesa meira

25.4.2014 Fréttir : Undirbúningur malbiksframkvæmda að hefjast!

Nú er að fara í hönd undirbúningur malbiksframkvæmda, þeim undirbúningi fylgir einhver röskun og óþægindi. Áætlað er að malbiksflokkur hefji vinnu uppúr miðjum maí. Þessar vikur sem eru fram að malbikun kann að verða allskonar röskun og viljum við biðja fólk um að sýna biðlund og lipurð vegna aðstæðna. Undirbúningur framkvæmdanna er talsverður og tekur tíma.
Lesa meira

25.4.2014 Fréttir : Krían kom á sumardaginn fyrsta 

Krían er komin til landsins hún sást við Ósland að morgni sumardagsins fyrsta og boðar vonandi gott sumar. Brynjúlfur sagði í viðtali við mbl.is að krían komi alltaf fyrst til Hafnar í Óslandið þar sem mikið er um kríu yfir sumarið. Brynjúlfur stýrir vefnum fuglar.is þar sem hægt er að nálgast fróðleik um fugla. 
Líf er að færast í Óslandið því ýmsar aðrar fuglategundir hafa sést þar.
Lesa meira

24.4.2014 Fréttir : Gleðilegt sumar!

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn!

Nú með hækkandi sól og sumar komu taka við verkefni árstíðarinnar. Garðurinn, umhverfið og vaxandi umferð ferðamanna. Af því tilefni langar mig að hvetja bæjarbúa til að horfa yfir girðinguna sína þegar farið er í beðin í garðinum og huga líka að okkar sameiginlega umhverfi.

Lesa meira
Höfn

23.4.2014 Fréttir : Sveitarfélagið leitar að íbúðarhúsnæði til leigu fyrir starfsmenn sína

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að húsnæði til leigu næsta vetur fyrir kennara og aðra starfsmenn sem á að ráða í auglýst störf.
Leitað er að fjögurra herbergja íbúð eða stærra húsnæði. Þeir sem vilja leigja húsnæði eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þórgunni Torfadóttur eða Jón Kristján Rögnvaldsson jonkr@hornafjordur.is
Lesa meira

23.4.2014 Fréttir : Sigurblót Ásatrúarfélagsins helgað Frey og Freyju

Heiðingjar á Hornafirði og áhugafólk um heiðinn sið.
Sigurblót verður haldið kl. 17:00 á sumardaginn fyrsta við Sílavík, skammt frá þar sem Gamlabúð stóð. Blótið er sérstaklega helgað Frey og Freyju, vönum og goðum lífs og frjósemi jarðar.
Verið öll hjartanlega velkomin, félagsfólk sem utanfélagsfólk.
Ásatrúarfélagið.

Lesa meira

23.4.2014 Fréttir : Eygló Illugadóttir ráðin skólastjóri Heppuskóla

Eygló Illugadóttir deildarstjóri hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar til tveggja ára vegna námsleyfis Þórgunnar Torfadóttur. Í starfinu fellst fagleg forysta í samstarfi við Huldu Laxdal skólastóra yngra stigi.
Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri unglingastigs.

Eygló mun hefja störf á næsta skólaári hún hefur verið búsett á Hornafirði s.l. 25 ár og starfað við Grunnskóla Hornafjarðar og forvera hans á þeim tíma.

Lesa meira
Öræfajökull og Jökulsárlón með merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar

23.4.2014 Skipulag : Auglýsing um nýtt aðalskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á 201. fundi sínum þann 3. apríl 2014 tillögu að nýju aðalskipulag sveitarfélagsins 2012-2030 ásamt umhverfisskýrslu.  Áður hafði bæjarstjórn samþykkt á 200 fundi sínum svör vegna innsendra athugasemda. Sbr. 32. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. um umhverfismat áætlana.  Aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Lesa meira
Höfn

23.4.2014 Fréttir : Framkvæmda-og umhverfisstjóri

Bæjarráð samþykkti að auglýsa í samvinnu við ráðningaskrifstofu nýtt starf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, staða framkvæmda-og umhverfisstjóra. Framkvæmda-og umhverfisstjóri  hefur yfirumsjón með framkvæmdum, umhverfis-, tækni- og skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Viðkomandi hefur umsjón og yfirsýn yfir Gagnaveitu Hornafjarðar, rekstur tölvukerfa, vatns- og fráveitu, sorpmál, almannavarnir, umhverfismál s.s. götur og opin svæði.

Lesa meira

22.4.2014 Fréttir : Val fyrir haustönnina í FAS

Þessa dagana er verið að yfirfara val nemenda fyrir næstu önn og annir. Til að val nemenda verði sem markvissast er mikilvægt að þeir velti fyrir sér hvert hugurinn stefnir. Íslenskir háskólar hafa sett viðmið um æskilega samsetningu á stúdentsprófi og eru upplýsingar um það á heimasíðum skólanna. Lesa meira

17.4.2014 Fréttir : Davíð Arnar Stefánsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima

Davíð Arnar Stefánsson hefur verið ráðin verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima. Davíð er landfræðingur með  MS í landfræði  frá Háskóla Íslands.

Davíð mun vera talsmaður Nýheima,  vinna að stefnumótun, þróun og útfærslu á starfseminni.  Þá verður lögð áhersla á að þróa samstarfsverkefni í samvinnu við íbúa svæðisins auk annarra innlendra og erlendra aðila.   
Davíð mun  hefja störf í júní.
Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

14.4.2014 Fréttir : Umhverfisvinna í Grunnskóla Hornafjarðar

Síðasta miðvikudag fengum við Gerði Magnúsdóttur frá Landvernd í heimsókn til okkar. Nokkrir nemendur í umhverfishópi skólans ásamt kennurum sem starfa með þeim fóru um og sögðu frá okkar vinnu og fyrirkomulagi við flokkun og endurvinnslu. Það sem helst kom fram í kynningu nemenda var umhverfissáttmálinn sem gerður hefur verið á báðum stigum, þ.e. 1. – 6. bekk og 7. – 10. bekk., nemendur sýndu myndband þar sem kom fram endurvinnsla innan skólans, endurnýting á pappír.

Lesa meira

11.4.2014 Fréttir : Reikistjörnurnar hringsnúast

Fimmtudaginn 10. apríl buðu nemendur í 3. S foreldrum og öðrum aðdáendum til stórsýningar á afrakstri margra vikna vinnu um himingeiminn. Til að gera langa sögu stutta sló sýningin, og að sjálfsögðu börnin, í gegn!

Lesa meira
Heppuskóli

11.4.2014 Fréttir : Páskafrí

Í dag var síðasti kennsludagur fyrir páska í Grunnskóla Hornafjarðar og viljum við óska ykkur öllum gleðilegra páska. 1. – 6. bekkur mætir aftur í skólann 23. apríl í einn dag en eiginlegt skólastarf hefst síðan 28. apríl. Nemendur í 7. bekk eru á leiðinni heim frá Reykjum, en bíða af sér leiðindaveður í Borganesi eins og er.

Lesa meira

10.4.2014 Fréttir : Framboðslisti 3. Framboðsins til sveitarstjórnar 2014

Á fundi 3. Framboðsins sunnudaginn 6. apríl kynnti uppstillinganefnd lista frambjóðenda og var hann samþykktur einróma. Á næstunni mun 3. Framboðið kynna málefni með fundaröð og virku samtali við íbúa Sveitafélagsins Hornafjarðar. Áhugasömum er bent á síðu 3. Framboðsins á fésbókinni. 3. Framboðið verður með listabókstafinn E. Lesa meira

10.4.2014 Umhverfisfréttir : Gerum nýja umhverfisstefnu að lífsstíl  

Kröfur um ábyrga umhverfisstjórnun sveitarfélaga hafa aukist á síðustu árum. Ýmsar leiðir eru færar að því markmiði að standa undir þeim kröfum. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur nú sett stefnuna á metnaðarfulla vinnu í umhverfismálum og vonandi munu íbúar og fyrirtæki taka virkan þátt í því verkefni. Fyrir sveitarfélag sem okkar verður að teljast afar mikilvægt að vinna vel og af metnaði að umhverfismálum. Eins og kemur fram í stefnu sveitarfélagsins er mikilvægt að standa vörð um einstaka náttúru svæðisins án þess að koma í veg fyrir möguleika til skynsamlegrar nýtingar og upplifunar.

Lesa meira

10.4.2014 Fréttir : Ný umhverfissíða opnuð á vef sveitarfélagsins

Hugrún Harpa varaformaður umhverfisnefndar opnaði nýja umhverfissíðu á umhverfis-og skipulagsnefndarfundi í gær.  Nýja síðan er á heimasíðu sveitarfélagsins. Umhverfissíðan mun gegna þeim tilgangi að veita íbúum upplýsingar um hentug ráð til að vernda umhverfið. Þar eru upplýsingar um sorpflokkun, orkusparnað og hagstæð kaup á orkufrekum tækjum.

Lesa meira

8.4.2014 Fréttir : Breytt skipulag til loka annar hjá FAS

Haldin var fundur hjá FAS þar sem farið var yfir breytingar á skipulagi annarinnar í kjölfar verkfallsins. Reynt var að raska sem minnstu t.d. hvað varðar páskafrí og útskrift.
Dagatali skólans hefur verið breytt í samræmi við þær ákvarðanir sem voru teknar á kennarafundinum. Helstu breytingar eru:

Lesa meira

7.4.2014 Fréttir : Blúndur og blásýra bráðskemmtilegt leikrit

Leikfélag Hornafjarðar og Leikhópur FAS frumsýndi bandaríska gamanleikinn Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson en hann er sonur Karls Ágústs. Það er óhætt að segja að vel hefur tekist til og er sýningin bráðskemmtileg Lesa meira

4.4.2014 Fréttir : Ólga tröllastelpa og leyndardómar Heinabergs á morgun

Viðburður fyrir alla fjölskylduna sem samanstendur af sögustund og vettvangsferð inn í Heinaberg. Mæting í Gömlubúð þar sem sögð verður sagan af Ólgu tröllastelpu í Bólstaðargili. Sögunni er ætlað að sýna börnunum mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna og fræða þau um tilgang þjóðgarða Lesa meira
Höfn

4.4.2014 Fréttir : Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins styrkist

Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ársreikning fyrir árið 2013 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 3. apríl. Rekstrarhagnaður samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013 skv. rekstararreikningi nam 228,7 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 181,8 milljóna króna afgangi. Veltu fé frá rekstri nam 370,8 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 137,8 milljónir króna sem eru betri niðurstöður en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Lesa meira

4.4.2014 Fréttir : Verkefni fyrir málefni nýrra íbúa lokið

Undanfarin tvö ár hefur Sveitarfélagið Hornafjörður staðið fyrir verkefni sem snýr að því að vinna að málefnum nýrra íbúa. Magnhildur Gísladóttir, kennari hefur verið verkefnistjóri um málefnið. Nú um mánaðarmótin lauk verkefninu formelga en frá upphafi var um tímabundið verkefni að ræða.

Lesa meira
Nyheimar-logo

3.4.2014 Fréttir : Ykkur er boðið á Nýheimadaginn

Við bjóðum ykkur að koma á Nýheimadaginn sem verður haldinn í Nýheimum föstudaginn 4. apríl kl.11.30-13:00. Starfsemi Nýheima kynnt. Léttur hádegisverður í boði.

 

Sjáumst

Starfsfólk Nýheima

Lesa meira

2.4.2014 Fréttir : Vel heppnuð menntaráðstefna

Síðasta laugardag var haldin menntaráðstefna í Nýheimum á vegum skólaskrifstofunnar. Flutt voru fimm erindi fyrir hádegi þar sem  framsögumenn af menntavísindasviði HÍ fóru yfir ýmsa þætti menntunar og fræðslustjóri Reykjanesbæjar  kynnti  aðferðir sem snéru  við slökum námsárangri grunnskólanemenda í bænum.

Lesa meira

2.4.2014 Fréttir : Ingibjörg Lúcía með U-17 ára liðinu til Belfast

Hornfirðingurinn Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir var á dögunum valin í U-17 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl. Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar. Lesa meira

2.4.2014 Fréttir : Opið hús í Vöruhúsinu

Opið hús í vöruhúsinu fimmtudaginn 3. apríl frá 17:00-19:00.

Í Vöruhúsinu eru margir möguleikar til að stunda list og verkgreinar. Það er boðið upp á ýmsa möguleika smelltu hér til að sjá auglýsingu.

Lesa meira

1.4.2014 Fréttir : ABC

4. S tekur þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC hjálparstarfsins.
Lesa meira

1.4.2014 Fréttir HSSA : Almenn ánægja með þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

Í október 2013 var framkvæmd þjónustukönnun á hjúkrunar- og dvalarheimili HSSA. Sambærilegar kannanir voru lagðar fyrir íbúa árin 2007 og 2011 af Landlæknisembættinu. Könnuninni var svarað af íbúum sjálfum, aðstandendum þeirra eða þeim saman. Alls bárust 20 svör af þeim  27 íbúum sem könnunin var lögð fyrir. Veita verður því athygli að þegar um er að ræða svo lítið úrtak og svörun hefur hver könnun töluvert mikið vægi og telst ekki tölfræðilega marktæk. Niðurstöður könnunarinnar fyrir árið 2013 eru í heild sinni mjög áþekkar þeim niðurstöðum sem fengust á árunum 2007 og 2011.

Lesa meira

1.4.2014 Fréttir : Ásgerður sat í afgreiðslu Ráðhúss

Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri sat í afgreiðslu Ráðhússins í dag svaraði símanum og leysti úr erindum viðskiptavina sem áttu þangað leið. Ásgerður var fyrst starfsmanna í stjórnsýslunni til að taka þátt í starfsemi afgreiðslunnar.

Lesa meira

1.4.2014 Fréttir HSSA : Læknar vikunar

Læknar vikunar þessa vikur eru Elín Freyja Hauksdóttir og Benedikt Kristjánsson

Lesa meira

1.4.2014 Fréttir : Sjálfstæðismenn samþykkja framboðslista

Björn Ingi leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Undanfarið hafa sjálfstæðismenn í Austur Skaftafellssýslu verið að undirbúa framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar  sem haldnar verða í lok maí.  Á almennum félagsfundi sem haldinn var mánudagskvöldið 31. mars var framboðslisti flokksins lagður fram og samþykktur einróma.

Lesa meira

1.4.2014 Fréttir : Fyrirlestur um offitu og þyngdarvandamál

Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.  matarfíknarráðgjafi frá MFM matarfíknarmiðstöðinni (www.matarfikn.is), verður á ferðinni hér á Höfn þriðjudaginn 01.04.14. og mun halda opinn fyrirlestur um offitu og þyngdarvanda.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)