Fréttir

Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins styrkist

4.4.2014 Fréttir

Höfn
Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ársreikning fyrir árið 2013 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 3. apríl.

 

Sterk fjárhagsleg staða sveitarfélagsins

Rekstrarhagnaður samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013 skv. rekstararreikningi nam 228,7 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 181,8 milljóna króna afgangi. Veltu fé frá rekstri nam 370,8 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 137,8 milljónir króna sem eru betri niðurstöður en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Fjárfest var fyrir 386 milljónir í framkvæmdum í sveitarfélaginu 2013 þar sem viðhald við götur og opin svæði var fyrirferðarmest, 132 milljónir kr. Endurbætur við Heppuskóla 104 milljónir, Gamlabúð 61 milljón og nýbygging við Krakkakot 41. milljón. Stærsti málaflokkur sveitarfélagsins, fræðslumálin sem velta tæpum 680 milljónum á ári var á áætlun og eiga stjórnendur og starfsfólk í málaflokknum hrós skilið fyrir þann árangur.

Eigið fé A og B hluta nam í árslok 2.682 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 68% en var í árslok 2012 nam það 66,9%. Langtímaskuldir við lánastofnanir námu 625,6 milljónum króna í árslok 2013.

Skuldahlutfall stenst samanburð

Skuldahlutfall sveitarfélagsins er mjög gott, skuldahlutfall A og B hluta samkvæmt ársreikningi er 62% í árslok 2013. Samkvæmt reglugerð má skuldahlutfall sveitarfélag vera að hámarki vera 150% og eru mörg sveitarfélög að vinna að því að ná niður í það viðmið.

Heildar niðurstaða ársins er góð og staða sveitarfélagsins góð sem gefur góðan tón fyrir áframhaldandi rekstur sveitarfélagsins, fjárfestingar og framkvæmdir.

Síðari umræða um ársreikning 2013 fer fram í bæjarstjórn 8. maí nk.

Hér (pdf) er hægt að nálgast ársreikning sveitarfélagsins.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)