Fréttir

Höfn

31.5.2014 Fréttir : Kjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014

 

Kjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014  verða sem hér segir:

Lesa meira

30.5.2014 Fréttir : Bókasafnið lokað á laugardögum frá og með morgundeginum 31. maí.

Lokað er á bókasafninu á laugardögum í sumar og tekur í gildi frá og með morgundeginum 31. maí.
Opið verður alla virka daga í sumar frá kl 10.00-16.00

Sumarkveðjur,

Starfsfólk bókasafns

30.5.2014 Fréttir : Verðlaunaverkefni grunnskólanemenda

Fjórmenningarnir, þeir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Ísak Einarsson og Styrmir Einarsson unnu til fyrstu verðlauna í hugmyndavinnu fyrri hluta verkefnisins, og í seinni hlutanum deildu þeir fyrstu verðlaunum með Grunnskólanum á Hólmavík .

Lesa meira

30.5.2014 Fréttir : Sjómannadagsblað Austurlands 2014

Sjómannadagsblað Austurlands er komið út í 20. sinn en líkt og undanfarin ár er blaðið um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið og eru efnistökin vítt og breitt af Austurlandi.

Lesa meira

27.5.2014 Fréttir : ATH - Götulokanir fimmtudag og föstudag

Á fimmtudag er ætlunin ef veður verður þurrt að malbika Kirkjubraut frá Víkurbraut,  Sandbakkaveg að blokkinni Sandbakka 1.

Á föstudaginn er svo ætlunin að malbika Silfurbrautina frá Heiðarbraut og niðurúr ásamt efri hluta Hrísbrautar.

Ef fólk vill ekki lenda í vandræðum og lokast inni með bílana sína er fólk beðið að leggja utan hverfis þ.e. þessar stofngötur lokast.

Lesa meira

27.5.2014 Fréttir : Humarsúpa í garðinum heima á humarhátíð

Humarhátíðarnefnd kallar eftir aðstoð frá heimilum á Höfn til að bjóða upp á humarsúpu fyrir gesti föstudaginn 27. júní nk..  

Einnig er kallað eftir aðstoð um ýmislegt sem ákveðið hefur verið að gera eða hugmyndum frá þeim sem hafa áhuga á að koma að hátíðinni.

Lesa meira
Dugnaðurinn ræður ríkjum í skólagörðunum (úr myndasafni)

27.5.2014 Fréttir : Skráning í Vinnuskóla er hafin

Skráning í Vinnuskóa Hornafjarðar er hafin, börn sem eru í 8., 9. og 10. bekk geta sótt um vinnu, jafnframt geta börn sem ekki eru í Grunnskóla Hornafjarðar og eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi eða erlendis sótt um vinnu í Vinnuskólanum. Vinnuskólinn hefst 5. júní og líkur 31. júlí. Umsækjendur fá upplýsingar um vinnutilhögun í byrjun júní.

Umsóknum skal skilað í afgreiðslu Heppuskóla eða í Ráðhús í síðasta lagi föstudaginn 16. maí.

Upplýsingar gefur Selma Lind Jónsdóttir verkstjóri í Vinnuskóla í síma 869 8653 netfangið birgir@hornafjordur.is

Lesa meira

26.5.2014 Fréttir : "Lukas" hjartahnoðtæki

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands tók á móti veglegri gjöf á dögunum til minningar um Baldur Bjarnason en um er að ræða „Lukas“ hjartahnoðtæki. 

Lesa meira

26.5.2014 Fréttir : Malbikunarframkvæmdir hafnar

Vegfarendur eru beðnir að vara sig á hvössum brúnum við Kirkjubraut, Sandbakkaveg og Silfurbraut þær götur er verið að malbika. Þetta ástand getur varað út vikuna.
Þeir sem hafa tekið viðvörunarkeilur af götunum eru beðnir að koma þeim til skila í Áhaldahús
Lesa meira

25.5.2014 Umhverfisfréttir : Nýtt myndband um vistvæn innkaup - hættum að nota plastpoka

Nýtt myndband er frumsýnt í dag í tilefni þess að nú stendur yfir dreifing á margnota innkaupapokum frá sveitarfélaginu sem hvetur íbúa til að þess hætta að nota plastpoka og huga að hvað fer í innkaupapokann.  

Hér er skemmtilegt myndband tengdu efninu, sem þeir Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Jóhannsson gerðu fyrir umhverfisfréttir sveitarfélagsins. https://www.youtube.com/watch?v=UrLYxoBSTTo

 

Lesa meira

25.5.2014 Fréttir : Útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu

Laugardaginn 24. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar og einn af B stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru:

Lesa meira

25.5.2014 Umhverfisfréttir : Hættum að nota plastpoka

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur undanfarið ár unnið samkvæmt stefnu  í umhverfismálum, liður í því eru endurvinnslutunnurnar sem eiga að vera komnar á hvert heimili í sýslunni. Íbúar hafa staðið sig vel í flokkun og þökkum við góðar viðtökur.

stígum við næsta skref með því að hvetja íbúa sveitarfélagsins til að nota margnota innkaupapoka við innkaup ásamt því að hugsa vel um hvaða vörur fara í hann.

Lesa meira

25.5.2014 Umhverfisfréttir : Vistvæn innkaup

Vistvæn innkaup snúast um að neytendur velji að kaupa vörur sem eru síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna. Þær vörur verða svo að hafa jafn langan eða lengri líftíma.  Slíkar vörur eru merktar með umhverfismerkjum. Ekki eru þó öll umhverfismerki áreiðanleg vegna þess að sumir framleiðendur hafa merkt vörur sínar umhverfisvænar þó þær séu það ekki. 

Lesa meira

23.5.2014 Fréttir : Aðalfundur Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar 2014

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar var stofnaður þann 23. maí 2013. Nú er komið að aðalfundi klúbbsins en hann verður haldinn í Pakkhúsinu, neðri hæð, þann 28. maí nk., kl. 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður talið í þegar nokkrir valinkunnir hornfirskir blús- og rokkhundar stíga á svið.

Lesa meira

23.5.2014 Fréttir : Vöruhúsið er komið í eigu sveitarfélagsins

Sveitarfélagið hefur gengið frá kaupum á Vöruhúsinu Hafnarbraut 30 það hús var í eigu Urtusteins og hefur sveitarfélagið leigt það undanfarin 10 ár undir ýmsa starfsemi.
Í dag er Vöruhúsið miðstöð skapandi greina á Höfn. Vöruhúsið er ætlað að vera þverfaglegur samstarfsvettvangur á sviði list- og verkgreina, fyrir íbúa, handverksfólk, kennara og gestakennara, listamenn, frumkvöðla og nemendur.
Lesa meira

23.5.2014 Fréttir : Leikskólabörn í starfskynningu tvö börn sögðust stefna á að verða bæjarstjórar

Leiksskólabörn frá leiksskólanum Krakkakoti heimsóttu Ráðhúsið í dag og hittu bæjarstjórann Ásgerði Kristínu Gylfadóttur. Ásgerður sýndi þeim húsið og bauð þeim til sætis í fundarherbergi bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins, þar ræddi hún við börnin og sagði þeim frá starfsemi hússins. Þá spurði hún börnin hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór, hún fékk skemmtileg svör tvö sögðust ætla að verða bæjarstjórar, ein sagðist vilja ráða yfir sundlauginni aðra langar að vinna í Nettó og ein ætlar að verða tannlæknir.

Skemmtileg heimsókn með ákveðnum börnum.

Lesa meira

23.5.2014 Fréttir : Átak í brotajárnshreinsun í sveitum

Sveitafélagið í samvinnu við Hringrás, hefur í hyggju að fara í átak í brotajárnshreinsun í sveitum í júní. Landeigendur og bændur eru hvattir til að koma öllu brotajárni sem þeir vilja losna við á einn staði innan jarða sinna þar sem er gott aðgengi fyrir stóra bíla og önnur tæki, undirlag verður að bera þunga bíla og þess vegna verður járnið að vera á möl eða sambærilegu.  Þeir landeigendur sem ætla að taka þátt í átakinu verða að senda svar á póstfangið birgir@hornafjordur.is
Lesa meira

23.5.2014 Fréttir : Meistaraflokkur kvenna spilar sinn fyrsta heimaleik 24. maí

Fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar er 24. maí.

Boðað er til stuðningsmannafundar í Golfskálanum 23. maí kl. 20:00.

Boðið verður upp á vöfflur með rjóma, kakó og kaffi.

Allt Sindrafólk er hvatt til að koma og standa með meistaraflokki kvenna.

Meistaraflokksráð kvenna.

Lesa meira

22.5.2014 Fréttir : Dagskrá barnastarfs Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2014

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst þann 10. júní næstkomandi með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins....

Lesa meira

21.5.2014 Fréttir : Ferðaþjónustubæklingur Ríkis Vatnajökuls

Þessa dagana stendur yfir vinna við endurútgáfu á ferðaþjónustubæklingi Ríkis Vatnajökuls en sá bæklingur hefur reynst vel um árabil. Árdís Erna, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, heldur utan um vinnuna en henni til aðstoðar er Sandra Björg Stefánsdóttir sem áður starfaði á Háskólasetrinu á Höfn og í FAS. Lesa meira

21.5.2014 Fréttir : Auglýsing um leyfi til nýtingar við Fjallsárlón

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur ákveðið að auglýsa leyfi til nýtingar á landsvæði í Fjallsárlóni laust til umsóknar. Umrætt svæði er að hluta til í þjóðlendu. Leyfið er veitt á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Lesa meira

20.5.2014 Fréttir : Sigríður Þórunn forseti FAS

Rétt í þann mund sem kennslu var að ljúka stóðu nemendur fyrir kosningu til embættis forseta NemFAS. Tvær stúlkur voru í kjöri, þær Guðrún Kristín Stefánsdóttir og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir. Úrslit í kosningum voru kunngerð 9. maí síðast liðinn og þá kom í ljós að mjög mjótt var að munum en það var Sigríður sem varð hlutskarpari. Lesa meira

20.5.2014 Fréttir : Rauði krossinn safnar vegna flóða á Balkansskaga

Verstu flóð í manna minnum geisa nú á Balkansskaga eftir mesta úrfelli síðan mælingar hófust 1894.  Stór landssvæði eru undir vatni – um 40% lands í Bosníu og Hersegóvínu en um 15% í Serbíu.  Tugþúsundum manna hefur verið bjargað frá húsum sínum sem eru umlukt vatni Lesa meira

20.5.2014 Fréttir : Sumarstarf hjá Hornafjarðarhöfn

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

Ráðningatímabilið er tveir mánuðir og þarf námsmaður að eiga lögheimili í sveitarfélaginu og að vera skráður í nám.

Lesa meira
Nyheimar_logo2

20.5.2014 Fréttir : Ársfundur Þekkingaseturs Nýheima

Fyrsti ársfundur Þekkingarsetursins Nýheima verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 28. maí kl. 15:00.

Dagskrá

1.      Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum Þekkingarsetursins Nýheima

a)      skýrsla stjórnar

b)      reikningar Nýheima

c)      breytingar á aðild að stofnuninni

d)      tilnefningar í stjórn

2. Önnur mál  

Lesa meira
Höfn

19.5.2014 Fréttir : Kjörskrá liggur frammi í afgreiðslu Ráðhúss

Kjörskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði vegna sveitarstjórnakosninga 31. maí 2014 liggur frammi í afgreiðslu Ráðhúss á auglýstum afgreiðslutíma frá og með 19. Maí.

Í sveitarfélaginu Hornafirði eru 6. Kjörstaðir í Hofgarði, Hrollaugstöðum, Holti, Mánagarði, Sindrabæ og Fundarhúsi Lóni.

Í kjörstjórn eru Vignir Júlíusson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir og Anna Halldórsdóttir.

Lesa meira

19.5.2014 Fréttir : FORELDRAFUNDUR vegna áfengis-og fíkniefnaforvarna

Mánudaginn 19. maí kl. 20:00 – 22:00 er efnt til opins foreldrafundar í Nýheimum um áfengis- og fíkniefnamál. Fjallað verður m.a. um áhættuþætti varðandi neyslu, hópþrýsting og óæskilegar hefðir. Í lok fundarins verða opnar umræður ummálefni fundarins. Lesa meira

19.5.2014 Fréttir : Fjárhúsavík opnuð aftur til tilrauna

Búið er að gera átak í Fjárhúsvik og laga þar til, heimilt er að fara með garðaúrgang þangað jafnframt verður gámurinn við Gámaport tekinn og ekki verður lengur hægt að fara þangað með úrgang. Lesa meira

16.5.2014 Fréttir : Grunnskólinn tæknivænn

Grunnskóli Hornafjarðar hefur metnaðarfulla stefnu varðandi það að nýta tæknina sem best til að auka fjölbreytni í kennslu. Síðastliðið haust var hafin innleiðing á spjaldtölvum í kennslu og í sumar fara flestir kennarar skólans á 20 klst. námskeið í tölvuleikjaforritun. Lesa meira

16.5.2014 Fréttir : Fyrirlestur og umræður um hreindýr

Sunnudaginn 18. maí kl. 20.00.

Lesa meira

14.5.2014 Fréttir : Viltu taka þátt í Humarhátíð 27.-29. júní

Humarhátíðarnefnd kallar eftir aðstoð um ýmislegt sem ákveðið hefur verið að gera eða hugmyndum frá þeim sem hafa áhuga á að koma að hátíðinni.
Hverjir luma á skemmtiatriðum í tali og eða tónum sem þeir vilja koma á framfæri

Hverjir hafa áhuga á að bjóða  í humarsúpu ( í garðinum sínum )

Hverjir hafa áhuga á söluskúrum eða borðum  á HUMARHÍTIÐ Á HÖFN 2014

Hver lumar á skemmtilegum myndum frá fyrri  HUMARHÁTÍÐUM

Hafa samband við   humar@humar.is eða í síma 696 4532 Kristín

Lesa meira

14.5.2014 Fréttir : Hættulegur leikur

Orðsending frá Sigurði Guðmundssyni forstöðumanni Hornafjarðarhafnar.

Við hjá höfninni höfum orðið varir við að ungmenni hér eru að taka þátt í einskonar áskorunarleik á facebook.

Lesa meira

13.5.2014 Fréttir : Stefnumótun

Þriðjudaginn 13. maí kl. 16:15 – 18:15 er efnt til íbúafundar um stefnumótun fyrir starfsemi Vöruhússins og tengingu við menntun í sveitar- félaginu. Fundað verður í Vöruhúsinu og Þórður Freyr Sigurðsson stefnumótunarráðgjafi hjá SASS stýrir fundinum. Mikilvægt er að sem flest sjónarmið komi fram um uppbyggingu list- og verkgreinahússins.

Sjáumst kát og hress

Lesa meira

13.5.2014 Fréttir : Framboðslistar við Sveitarstjórarkosningar 31. maí 2014

Framboðslistar við Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.
Tilkynning frá yfirkjörstjórn.
Lesa meira

13.5.2014 Fréttir : Staða tómstundafulltrúa laus til umsóknar

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir tómstunda-fulltrúa. Umsækjandi þarf hafa frumkvæði, skipulags- hæfileika, búa yfir ákveðinni festu, vera lipurí mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði tómstundafræða eða aðra þá menntun sem nýtistí starfi. Lesa meira

13.5.2014 Fréttir : Hádegisfundur um Sjávarþorpið Höfn í dag kl. 12:00

Hádegisfundur um Sjávarþorpið Höfn í dag kl. 12:00 í Nýheimum. Lesa meira

12.5.2014 Fréttir : Íbúafundur um menningarmál í Nýheimum

KÆRU HORNFIRÐINGAR
Hornafjarðarsöfn ásamt atvinnu- og menningarmálanefnd langar að boða ykkur á íbúafund 13. maí n.k. klukkan 20.00 í Nýheimum.
Á þessum fundi munum við kynna stefnu og markmið Hornafjarðarsafna í menningarmálum og uppbyggingu safna og rannsókna í héraði næstu ár og misseri.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Með kærri kveðju,
Vala Garðarsdóttir
Forstöðumaður Hornafjarðarsafna

Heitt á könnunni!
Lesa meira

12.5.2014 Fréttir : Gleðigjafar með tónleika í Hafnarkirkju

Gleðigjafar verða með tónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 18. maí klukkan 17.
Miðaverð er kr. 1.500.
Stjórnandi Guðlaug Hestnes, píanóleikari Jónína Einarsdóttir og Haukur Helgi á harmonikku.
Vonandi til að sjá sem flesta!
Lesa meira

9.5.2014 Fréttir : Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar

Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar.

Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax.

Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir karlmann.

Lesa meira

9.5.2014 Fréttir : Sýning á verkum nemenda FAS í Vöruhúsi

Föstudaginn 9. maí verður opnuð sýning á verkum nemenda FAS í hönnun, ljósmyndun og fatasaumi. Sýningin verður á efstu hæð Vöruhússins þar sem þessir áfangar hafa verið kenndir í vetur. Í nýrri námskrá FAS er lögð meiri áhersla á verk- og listgreinar en verið hefur og er sú áhersla í takt við uppbyggingu Vöruhússins. Lesa meira

9.5.2014 Fréttir : Opnun sýningarinnar "Margbreytileikinn í myndum"

Í dag, föstudaginn 9. maí opnar ljósmyndasýning í Ráðhúsinu kl. 16. Ljósmyndasýningin ber yfirskriftina "Margbreytileikinn í myndum" en sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og ljósmyndarans Jolönta Świercz. Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum  í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lesa meira

9.5.2014 Útboð : Endurbætur á Sindrabæ útboð - opnaði 30. apríl síðasti dagur til að skila inn tilboðsgögnum er 22. maí

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið

SINDRABÆR - ENDURBÆTUR 2014 eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Útilistaverk og myndband frá umhverfisdegi

Á umhverfisdegi voru nokkrum útilistaverkum stillt upp í kringum sundlaugina, íþróttahúsið og Heppuskóla. Þetta eru listaverk sem nemendur gerðu í árshátíðarvikunni og vonandi eiga gestir og gangandi eftir að njóta þeirra.  Á umhverfisdegi unnu líka nokkrir nemendur myndband sem klippt hefur verið saman og birtist hér með, http://www.youtube.com/watch?v=N2hWKyYwFvk

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Heimaþjónustudeild Hornafjarðar auglýsir nýtt starf til umsóknar

Laust er til umsóknar 100% starf frá 15. ágúst 2014.

Starfið  skiptist  í stjórnunarstarf og vaktavinnu.

Hæfnikröfur
- Krafist er að umsækjendur hafi háskólamenntun í heilbrigðis- eða félagsvísindum.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.

-Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. 

Sjá nánar á http://www.hornafjordur.is/atvinna/nr/11027?CacheRefresh=1

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Grænfánanum flaggað í fyrsta skipti við Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar hefur um nokkurt skeið verið þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem stuðlar að aukinni umhverfismennt í skólum. Í dag náðist sá skemmtilegi áfangi að skólinn fékk afhentan grænfánann en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og  umhverfisstefnu í skólum. Umhverfisteymi skólans sem er skipað nemendum og starfsfólki skólans hefur á síðustu dögum lagt lokahönd á margþætta vinnu sína, m.a. með gerð og samþykkt umhverfisstefnu skólans, verkefnum sem snúa að fræðslu um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og þátttöku í verkefni Náttúrustofu Suðausturlands um gerð náttúrustígs.

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Grænfánanum flaggað í fyrsta skipti við Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar hefur um nokkurt skeið verið þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem stuðlar að aukinni umhverfismennt í skólum. Í dag náðist sá skemmtilegi áfangi að skólinn fékk afhentan grænfánann en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og  umhverfisstefnu í skólum. Umhverfisteymi skólans sem er skipað nemendum og starfsfólki skólans hefur á síðustu dögum lagt lokahönd á margþætta vinnu sína, m.a. með gerð og samþykkt umhverfisstefnu skólans, verkefnum sem snúa að fræðslu um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og þátttöku í verkefni Náttúrustofu Suðausturlands um gerð náttúrustígs.

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Ímynd Hafnar sem áfangastaðar – athugasemdir óskast

Þann 11.apríl síðastliðinn stóð SASS fyrir stefnumótunarvinnu í tengslum við ímynd Hafnar sem áfangastaðar, undir vinnuheitinu „Sjávarþorpið Höfn“. Góð þátttaka var í vinnustofunni en yfir 30 manns mættu og var góð breidd í hópnum. Niðurstaða hópsins um framtíðarsýn var skilgreind í þessari setningu: Eftirsóttur heilsárs áfangastaður og búsetukostur - sjávarþorp með fjölbreyttu atvinnulífi

 

Lesa meira

8.5.2014 Fréttir : Ríki Vatnajökuls - Félagsfundur vor 2014

Deiglan í ferðamálum – markaður, menning, gæði, öryggi

Mánudaginn 12. maí kl. 13:00-15.00 í Nýheimum

Dagskrá:

Lesa meira

8.5.2014 Umhverfisfréttir : Hjólum í vinnuna - nýtt myndband

Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna, megin markmið verkefnisins er að vekja athigli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.Sveitarfélagið hvetur alla til að hjóla í vinnuna, því hvar er betra en að hjóla en í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hér er skemmtilegt myndband tengdu efninu, sem Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Jóhannsson gerðu fyrir umhverfisfréttir sveitarfélagsins.

https://www.youtube.com/watch?v=6-L303nBIAg 

Lesa meira
Veðrið á Höfn

7.5.2014 Fréttir : Starfsmaður í Áhaldahús

Sveitarfélagið óskar eftir starfsmanni í Áhaldahús.

Verið er að leita eftir liðtækum viðgerðar og vélamanni.

Um er að ræða afleysingu í sumar með möguleika á fastráðningu.

Lesa meira

6.5.2014 Fréttir : Bæjarhátíðarfrímerki tileinkað Humarhátíð

Pósturinn gefur út þann 8. maí n.k aðra seríu af frímerkjum tileinkuðum íslenskum Bæjarhátíðum. Að þessu sinni er eitt þessara frímerkja tileinkað Humarhátíðinni á Höfn. Merkið er einstaklega fallegt, eins og hin, en þau eru öll handteiknuð af myndlistakonunni Lindu Ólafsdóttur Lesa meira

6.5.2014 Fréttir : Hugmyndasamkeppni um heiti á gönguleið

Hugmyndasamkeppni um heiti á gönguleiðinni á milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns!

Ríki Vatnajökuls efnir til hugmyndasamkeppni um heiti á nýrri gönguleið á Breiðamerkursandi, á milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns. Leitað er eftir íslensku heiti en sem enskumælandi geta líka tileinkað sér eða þá heiti á sitt hvoru tungumálinu. Síðasti skiladagur er mánudagurinn 5. maí.  Skemmtileg verðlaun í boði !

Lesa meira
Hummi Humar

6.5.2014 Fréttir : Heimsreisa á Hornafirði verður á Humarhátíð

Ákveðið hefur verið að fyrihuguð Heimsreisa á Hornafirði  sem átti að halda þann 10. maí mun falla niður en í staðinn verður fjölþjóðleikinn  ríkjandi á Humarhátíð.  Því eru bæjarbúar hvattir til að finna uppskriftir héðan og þaðan úr heiminum svo ekki sé minnst á klæðnað frá ýmsum heimshlutum. 
Lesa meira

6.5.2014 Fréttir : Tímabundin lokun í Fjárhúsavík! Vegna slæmrar umgengni.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur skorað á Sveitarfélagið Hornafjörð að loka svæðinu í Fjárhúsavík fyrir umferð almennings vegna slæmrar umgengni.

Svæðið hefur verið nýtt til losunar óvirks úrgangs svo sem garðaúrgangs. Þar sem mikið af plasti, málmi og öðrum úrgangi sem ekki er heimilt að losa þar er á staðnum.

Lesa meira

6.5.2014 Fréttir : Margbreytileikinn í myndum

Föstudaginn 9. maí opnar ljósmyndasýning í Ráðhúsinu kl. 16:00. Ljósmyndasýningin ber yfirskriftina Margbreytileikinn í myndum, en sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og ljósmyndarans Jolönta Świercz. Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum  í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði Lesa meira

5.5.2014 Fréttir : Málþing heimspekinemenda

Oft hefur verið talað um nauðsyn þess að hafa námsmat sem fjölbreytilegast þannig að nemendur fái sem mesta reynslu í að skila af sér verkefnum. Ein leið í námsmati er að halda málþing þar sem nemendur eru með framsögu og eru síðan reiðubúnir að svara fyrirspurnum.
Lesa meira

5.5.2014 Umhverfisfréttir : Ræktun

Ræktun í stórum stíl er óumhverfisvæn. Þó skal þess getið að það á sérstaklega við um ræktun erlendis en ræktendur hér á landi eru nokkuð umhverfisvænir. Margvísleg mengun á sér stað í rætkun, t.a.m er  útblástur koltvíoxíðs við vélavinnu og flutninga mjög mikil á heimsvísu. Eitt er það sem við getum gert en það er að rækta okkar eigið grænmeti sjálf.

Lesa meira
Höfn

4.5.2014 Fréttir : Viðmiðunardagur kjörskrár 9. maí

Laugardagurinn 9. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna

sem hafa verið auglýstar þann 31. maí n.k. er því mikilvægt að þeir sem ekki hafa fært lögheimili sitt í sveitarfélagið geri það fyrir 9. maí.

Lesa meira

2.5.2014 Fréttir : Kynningar á lokaverkefnum nemenda FAS

Einn mikilvægast áfanginn í námi nemenda í FAS er svokallaður verkkefnaáfangi. Hann er fyrst og fremst fyrir þá sem eru komnir vel áleiðis í námi. Nemendur velja sér viðfangsefni sem getur bæði verið rannsóknarverkefni og/eða heimildavinna. Lesa meira

2.5.2014 Fréttir HSSA : Hjúkrunarstjóri, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir óskast til starfa við Heilbrigðisstofnun suðausturlands.

Auglýst er eftir hjúkrunarstjóra á hjúkrunar- og dvalardeild HSSA, á sömu deild  afleysingarstaða hjúkrunarfræðings til 1 ár. Einnig auglýst eftir ljósmóður á heilsugæslustöð HSSA
Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)