Fréttir

Hundur

30.6.2014 Fréttir : Skráning hunda og katta

Þeir hunda og kattaeigendur sem ekki hafa skráð dýr sín hjá Sveitarfélaginu Hornafirði er bent á að gera það hið allra fyrsta.

Samkvæmt samþykktum um hunda-og kattahald eiga dýrin að vera skráð í þéttbýli sveitarfélagsins.  

Eigendur dýra eru vinsamlega beðnir um að hirða upp eftir dýrin og setja í viðeigandi losunarkassa sem eru víða í þéttbýlinu.

Lesa meira

30.6.2014 Fréttir : Barnastarf Menningarmiðstöðvar þriðjudaginn 1. Júlí.

Á morgun heimsækjum við Vöruhúsið þar sem að Vilhjálmur tekur á móti okkur, hann ætlar að sýna okkur húsið og tækin. Vöruhúsið er miðstöð skapandi greina, þar er hægt að búa til margvíslega hluti. Skráning á Bókasafninu og í síma 4708050.
Mæting kl. 13:00 á Bókasafnið með nesti og 500 kr.
Ýmis verkefni bíða okkar í vöruhúsin!
Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk menningarmiðstöðvar
Lesa meira

28.6.2014 Fréttir : Humarhátíð gengur framar björtustu vonum

Heimsmet var slegið í humarlokugerð lokan var 28,8 metrar og bragðaðist mjög vel. Hátíðin var sett við formlega athöfn á hátíðarsvæði í gær, Björn Ingi Jónsson bæjarstóri setti hátíðina kom fram í máli hans að hátíðarhöldin eru í stöðugri þróun og hátíðin í ár sé sérstaklega vel skipulögð. Veðrið hefur leikið við Hafnarbúa og gesti, hátíðarhöldin hafa farið vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Lesa meira

26.6.2014 Fréttir : MJÓLKURSTÖÐIN / SÝNING

Mjólkurstöðin verður opin í sumar alla daga milli 09-21. Húsinu er skipt í fimm sali og verður hægt að ganga á milli þeirra.

Salur 1#
LJÓSMYNDA- & HLJÓÐSÝNING „HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR“
TÓNVERK: ÁSGEIR AÐALSTEINSSON
Sýningin fjallar um fjarlægðir og upplýsingar í mynd og hljóði og hvernig þau tengjast saman. Bilið milli þess að vera eitthvað og vera ekki neitt. Bilið milli þess að vera tónlist og vera hljóð. Bilið milli þess að vera svart og hvítt.

Lesa meira

26.6.2014 Fréttir : Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir á Höfn

Dagana 30. júní og 1. júlí verður Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir með móttöku á heilsugæslustöðinni á Höfn.

Lesa meira

26.6.2014 Fréttir : Humarsúpa um allan bæ föstudagskvöld 27. júní

Gestum og gangandi er boðið í humarsúpu  kl. 19:00-20:30 föstudaginn 27. júní á eftirtöldum stöðum á Höfn

Rauðatorg
Hólabraut 18
Silfurbraut 31
Hlíðartúni 21
Hagatún 9
Sandbakka 26
Lesa meira
Hummi Humar

25.6.2014 Fréttir : DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN 26.-29. júní 2014

Dagskrá Humarhátíðar:

Í dagskránni kennir margra grasa bæði ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

    DAGSKRÁHUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN  26. – 29. júní 2014
Lesa meira

25.6.2014 Fréttir : Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar í Svavarssafni, föstudaginn 27.júní kl. 16:00.
Léttar veitingar í boði!

Starfsfólk Hornafjarðarsafna

"Svavar Guðnason var í hópi fremstu listamanna Evrópu eftirstríðsáranna. Hann var tvímælalaust sá myndlistarmaður þjóðarinnar sem mesta athygli hefur vakið erlendis auk þess að vera brautryðjandi í íslenskri myndlist".
Lesa meira

24.6.2014 Fréttir : Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar

Komið er að hinu árlega þjóðakvöldi Kvennakórs Hornafjarðar og nú hefur Svíþjóð orðið fyrir valinu. Við gerum nokkrum að þjóðarréttum svía skil og drögum upp góðlátlega grínmynd af því sem okkur finnst einkenna þessa nágranna okkar.

Lesa meira
Hláturhumar

20.6.2014 Dagskrá : DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN  26.-29. júní 2014

Dagskrá Humarhátíðar er tilbúin, þar kennir margra grasa bæði ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána má finna hér fyrir ofan og á heimasíðu hátíðarinnar humar.is

 

Lesa meira
Afhending búnaðar í Báruna

20.6.2014 Fréttir : Gjöf í Báruna frá Skinney – Þinganes hf.

Skinney  Þinganes hf. kom færandi hendi og gaf búnað í Báruna.  Um er að ræða varnarkalla, endurkastara,(rebounder), mörk, fótavinnusett, mótstöðubelti, vesti og loftpumpu.  Tækin eru ætluð jafnt fyrir þjálfara og einstaklinga til æfinga og aukaæfinga þau verða aðgengileg fyrir alla.

Lesa meira

20.6.2014 Fréttir : Lúruveiði

Nú er komið að hinni árlegu Lúruveiði með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar!
Mæting kl. 13:00 á smábátabryggjuna með nesti, klædd eftir veðri og að sjálfsögðu góða skapið.
Skráning fer fram á Bókasafninu milli kl.10 og 16, eða í síma 4708050. Verð er 500 kr. og börn yngri en 7 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur krakkar!

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Lesa meira

20.6.2014 Fréttir : Listasafnið lokað um helgina

Listasafn Svavars Guðnasonar verður lokað um helgina vegna uppsetningar nýrrar sýningar.

Kveðja
Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

20.6.2014 Fréttir : Humarhátíðanefnd sendir kveðju og minnir á eftirfarandi :

 

  • Byrja að   dusta rykið  af skreytingum húsa og garða.
  • Búninga fyrir skrúðgöngu.
  • Gaman væri að sjá þjóðbúninga og fána frá sem flestum löndum.
  • Þeir  sem ætla að fá pláss á markaði muna eftir að skrá sig
  • Stelpur og strákar munið að skrá ykkur í kassabílavinnubúðirnar
  • Enn er laust fyrir 1 – 2 heimili  í súpuheimboð. Endilega hafa samband
  • Fánar til sölu í (Kristín)og sundlaug
Lesa meira
Hummi Humar

19.6.2014 Humarhátíð Fréttir : Humarhátíð að nálgast

Humarhátíð á Höfn verður haldin dagana 27-29. júní humarsúpa verður um allan bæ og glæsileg dagskrá sem er á völdum stöðum í sveitarfélaginu.

Lesa meira

19.6.2014 Fréttir HSSA : Nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA                

Í  Júní 2014 tók Björg Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur við af Valgerði Hönnu Úlfarsdóttur sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA . 

Lesa meira

19.6.2014 Fréttir : Heimahöfn - sýningarlok

Sýning Guðrúnar Benediktu lýkur í dag, fimmtudaginn 19. júní kl. 16 í Svavarssafni. Guðrún verður á staðnum til að afhenda kaupendum verk sín og einnig taka á móti öðrum gestum.
R.Benedikta eða Guðrún Benedikta Elíasdóttir málar með litablöndu/temperu sem hún býr til sjálf. Upprunalega uppskriftin kemur frá Frakklandi og heitir “patine au vin”.

Lesa meira

19.6.2014 Fréttir HSSA : Kvenfélagið Ósk, Suðursveit gefur sjúkrarúm á hjúkrunardeild HSSA 

Starfsfólk á hjúkrunardeild HSSA tók á móti höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Ósk í Suðursveit á dögunum en kvenfélagið gaf hjúkrunardeildinni sjúkrarúm.

Lesa meira

18.6.2014 Fréttir : Sögulegur bæjarstjórnarfundur í dag

Á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Hornafirði í dag 18. júní var Björn Ingi Jónsson kosin nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins. Á fundinum var kosið í nefndir og ráð í bæjarráði sem er skipað þrem fulltrúm allra flokka sitja þrjár konur sem er í fyrsta sinn í sögu Hornafjarðar.

Lesa meira

16.6.2014 Fréttir : Kiwanis og Lions buðu kennurum á forritunarnámskeið

Á dögunum sátu 25 kennarar úr Grunn- og Tónskóla Hornafjarðar námskeið í töluvleikjaforritun. Námskeiðið sem Kiwanisklúbbur Ós og Lionsklúbbur Hornafjarðar styrktu alfarið var bæði áhugavekjandi og skemmtilegt. Kennarar sátu fram á kvöld og forrituðu og margir eru enn að forrita heima hjá sér. 

Lesa meira

15.6.2014 Fréttir : Skólaslitaræða 2014

Ágætu nemendur, foreldrar, starfsmenn og aðrir gestir, hjartanlega velkomin á skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar.  Nú er sjöunda starfsári skólans að ljúka og þau börn sem fæddust árið 2007, árið sem skólinn var stofnaður að ljúka sínu fyrsta skólaári. Svona er tíminn nú fljótur að  líða. Þau rétt nýfædd og skólinn eins og stofnaður í fyrra.  Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera við stjórnvölin í skólanum frá stofnun hans og það hefur bæði verið skemmtilegur og krefjandi tími en nú ætla ég að taka mér pásu og fara í skóla eins og þið krakkar. Setjast á skólabekk og leyfa mér næstu tvö árin að vera hinumegin við borðið.

Lesa meira

14.6.2014 Fréttir : Nýr meirihluti í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarfulltrúar 3.Framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði á kjörtímabilinu 2014 – 2018.

Lesa meira

12.6.2014 Fréttir : Kirkjur í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum

Í tilefni þess að út er komið nýtt bindi – hið tuttugasta og þriðja – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00.

Lesa meira

12.6.2014 Fréttir : Áheitahlaup RKÍ

Þann 9. júní stóð Hornafjarðardeild Rauða Kross Íslands og aðal hvatamaður söfnunarinnr Miralem Haseta fyrir áheitahlaupi til styrktar flóðanna í Bosníu, Serbíu og Króatíu. Hlaupið var frá Djúpavogi til Hafnar alls 90 kílómetrar í frábæru hlaupaveðri stillu og úða. Margir tóku þátt og voru þátttakendur á öllum aldri og hlaupararnir á ýmsu getustigi. Lesa meira

12.6.2014 Fréttir : Innritun nýnema í Tónskóla A-Skaft.

Hægt er að sækja um í Tónskóla A.Skaft. á heimasíðu skólans http://www.hornafjordur.is/tonskoli eða smella á  "tónskólinn" hér að ofan.

Lesa meira

11.6.2014 Fréttir : Sveinbjörg Zophoníasdóttir var öruggur sigurvegari í sjöþraut

Sveinbjörg Zophoníasdóttir var öruggur sigurvegari í sjöþraut í flokki 20-22 ára á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum sem fram fór um helgina í Kópavogi. Hún vann þrjár greinar af sjö og varð önnur í öðrum þremur og bætti sinn árangur í sex af sjö greinum keppninnar. Staða hennar var sú að þó hún hefði sleppt 800 m sem er síðasta greinin, hefði hún aldrei orðið neðar en í 2. sæti. Lesa meira

10.6.2014 Fréttir : Fyrsta ferð Barnastarfsins í dag kl. 13

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst í dag, 10. júní með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins.

Ferðir sumarið 2014
10. júní.    Fuglaskoðun í Óslandi,
24. júní.    Lúruveiði í Hornafirði
1. júlí.       Heimsókn í Vöruhúsið..
8. júlí.       Ferð í Heinaberg  

Lesa meira
Höfn

10.6.2014 Fréttir : Fréttatilkynning frá 3. Framboðinu og Sjálfstæðisflokki Austur-Skaftafellssýslu

Viðræður um meirihlutasamstarf á milli 3. Framboðsins og Sjálfstæðisflokks ganga vel og eru á lokastigi. Stefnt er að því að málefnasamningur framboðanna verði birtur hér á samfélagsvefnum og öðrum miðlum á næstu dögum. Lesa meira

6.6.2014 Fréttir : Glæsileg dagskrá á Humarhátíð

Að vanda verður Humarhátíð glæsileg og er dagskrá í fullum undirbúningi og fer að verða tilbúin. Laddi mun vera með okkur alla hátíðina með alla sína skemmtilegu karaktera og hljómsveitin Kaleo mun halda tónleika í Íþróttahúsinu.

Lesa meira

6.6.2014 Fréttir : Sumarlesturinn er hafinn á Bókasafninu

Sumarlesturinn er hafinn á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Sumarlesturinn er hugsaður fyrir 12 ára og yngri og stendur til 23. ágúst. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og vinningar verða dregnir út á uppskeruhátíð í sumarlok.
Bókasafnið er opið í sumar alla virka daga frá kl. 10 - 16.

Allir velkomnir og verið dugleg að lesa krakkar :)
Lesa meira
Hummi Humar

6.6.2014 Fréttir : Humarhátíðarmót Golfklúbbs Hornafjarðar

Humarhátiðarmót Glæsileg verðlaun frá Skinney Þinganes (humar á grillið).

Punktakeppni með forgjöf Karla og kvennaflokkur 3 efstu sæti

Besta skor mótsins . "Sami kylfingur hlýtur ekki verðlaun í báðum flokkum"

Lesa meira
Hummi Humar

5.6.2014 Fréttir : HALLÓ STELPUR – STRÁKAR

Kassabílaverkstæði-Work Shop verður fyrir unga kassabílakeppendur sem ætla að taka þátt í kassabílarallý á Humarhátíð 28. júní.

Kassabílaverkstæðið verður í Vöruhúsinu 24 – 25 – 26 Júní ( dagan fyrir Humarhátíð ) kl :20-22

Æskilegt að mamma eða pabbi , amma eða afi mæti með ungu smiðunum.

Smiður verður á staðnum.

Lesa meira

5.6.2014 Fréttir : Námskeið í Fab Lab

Haldið verður námskeið í Fab Lab hönnunarsmiðju dagana 9.-10.júní. Námskeiðið hefst kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00 báða dagana. Tveir erlendir gestakennarar sjá um námskeiðið. Það sem kennt verður:
- Notkun tölvufræsara.
- Notkun laserskera.
- Vinnsla þrívíddarteikninga fyrir viðarfræsara.
- Kynning á Arduio iðntölvum. Lesa meira

5.6.2014 Fréttir : Mikligarður afhentur Hornafjarðarsöfnum

Föstudaginn 16. maí var haldinn lokafundur Hafnarstjórnar á þessu kjörtímabili, á fundinum afhenti Hafnarstjóri forstöðumanni Hornafjarðarsafna Miklagarð formlega, og er þá Mikligarður runnin frá Höfninni til Hornafjarðarsafna, í framhaldi fór Hafnarstjórn í vettvangsferð og fékk kynningu á Sölufyrirtækinu Iceland Pelagic þar tók Hermann Stefánsson á móti hópnum og kynnti fyrirtækið.

Lesa meira

5.6.2014 Fréttir : Samþykkjum ekki unglingadrykkju!

Mánudaginn 19. maí s.l. var haldinn fundur með foreldrum í Nýheimum þar sem fjallað var um áfengis- og vímuefnanotkun barna og ungmenna á Hornafirði. Skemmst er frá því að segja að á fundinum hafi verið fámennt en fundargestir sýndu málefninu áhuga og sköpuðust skemmtilegar umræður. Lesa meira

5.6.2014 Fréttir : Þjónusta SASS á Höfn í Hornafirði

Finnbogi Alfreðsson ráðgjafi SASS verður með viðveru í Nýheimum á Höfn miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. júní 2014

Tímapantanir á finnbogi@sudurland.is  eða í síma 898 6039

Lesa meira

4.6.2014 Fréttir : Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2014

Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2014 í Sveitarfélaginu Hornafirði.

B listi Framsóknarflokks 442 atkvæði 37,81 %

D listi Sjálfstæðisflokks 435 atkvæði 37,21 %

E listi 3 Framboðsins 292 atkvæði 27,98 %

Lesa meira

4.6.2014 Fréttir : Innritun í FAS lýkur 10. júní

Nú stendur yfir innritun í framhaldsskóla sem lýkur 10. júní næst komandi. Nokkrir hafa þegar komið í viðtal í skólann til að leggja línurnar í námi næsta vetur.
Þeim sem völdu framhaldsskólabraut og kjörnámsbraut og hafa ekki komið í viðtal er bent á að gott væri ef þeir kæmu í viðtal næstu daga og ekki seinna en 13. júní.

Lesa meira

3.6.2014 Fréttir : Tómas Ellert Tómasson ráðin framkvæmda-og umhverfisstjóri

Fyrr í vor var auglýst eftir framkvæmda-og umhverfistjóra eftir ráðningarferli, var niðurstaða bæjarráðs að Tómas Ellert Tómasson yrði fyrir valinu.

Tómas Ellert er fæddur 1970 og er byggingaverkfræðingur að mennt með MSCE gráðu í burðarþolsverkfræði.  Hann hefur stýrt fjölda verkefna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Tómas Ellert hefur undanfarin þrjú ár starfað sjálfstætt

Lesa meira
Við Fláajökul

2.6.2014 Fréttir : Áhrif loftslagsbreytinga og aðgerðir heima við

Málþing í Nýheimum, Hornafirði
3. júní 2014, kl. 17:00-20:30

17:00     Setning málþings
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar

17:05     The global climate crisis in a local context  
Wendel Trio, framkvæmdastjóri Climate Action Network Europe

 

Lesa meira

2.6.2014 Fréttir : Orðsending frá Nýheimum

Vinsamlega pantið fundaraðstöðu í Nýheimum í tíma og áður en auglýsingar birtast í blöðum eða á netinu. Þessi ábending er birt vegna þess að undanfarið hafa orðið árekstrar vegna misskilnings eða gleymst hefur að panta aðstöðu í Nýheimum.

Þeir sem sjá um húsnæðið hafa verið kallaðir út eftir að vinnudegi er lokið.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)