Fréttir

31.7.2014 Fréttir : Næsta ferð Barnastarfs Menningarmiðstöðvar

Næsta ferð verður farin þriðjudaginn 5. ágúst, þá er ætlunin að kanna Mikley ( ef veður leyfir), Björn lóðs siglir með hópinn yfir, munið að skrá ykkur á bókasafninu í síma 4708050

Mæting er  á bryggjunni við Björn lóðs kl:13:00

Bestu þakkir, hlökkum til að sjá ykkur í næstu ferð

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar og Hornafjarðasafna.

Lesa meira

31.7.2014 Fréttir : Fjöruferðin að Horni síðastliðin þriðjudag

Búið var að sulla í fjörunni á Horni og áttuðu sumir sig ekki á hraðanum á öldunum og urðu rennandi blautir en það kom ekki að sök  því veðrið var gott. Einn drengurinn átti afmæli þennan dag og hrópaði á móti öldunni „ þetta er besti afmælisdagur lífs míns“. Eftir sullið og sjóböðin var farið að víkingabænum til að borða nestið og leika sér smá.  Sumir voru nú bara á brókunum því að buxurnar voru blautar. Fangelsið í víkingaþorpinu var mikið notað og allt umhverfið rannsakað í hólf og gólf. Hægt er að sjá fleiri myndir á facebókarsíðu Hornafjarðarsafna.

 

Lesa meira
Þórbergssetur

31.7.2014 Fréttir : Tónleikar og heimspekispjall

í Þórbergssetri fimmtudagskvöld 31. júlí kl 21:00

Lesa meira

28.7.2014 Fréttir : Fjöruferð að Horni

Fjöruferð að Horni á morgun 29. ágúst, sullað í fjörunni og víkingabærinn skoðaður. Skráning í síma 4708050

Lesa meira

24.7.2014 Fréttir : Safnaferð Barnastarfs Menningarmiðstöðvar.

Farið var í gönguferð um bæinn og kíkt á þau söfn sem í boði eru hér á Höfn. Krakkarnir höfðu gaman af og hafa eflaust lært heilmikið um sögu Hafnar og Hornafjarðar.

Lesa meira

23.7.2014 Tónskóli fréttir : Innritun nýnema fyrir skólaárið 2014-2015  Síðasti skiladagur umsókna er mánudaginn 25.ágúst.  Smellið hér

Allir þeir sem áhuga hafa á að læra á hljóðfæri geta sótt um í Tónskóla A-Skaft. með því að smella á "umsóknir" vinstra megin á þessari síðu.

Lesa meira

21.7.2014 Fréttir : Barnastarf Menningarmiðstöðvar

Farið verður í Skreiðarskemmuna, Miklagarð og Gömlubúð þar sem við fáum að kynnast sögu og náttúru Hornafjarðar í máli og myndum. Lesa meira
Kálfafellsstaðarkirkja

20.7.2014 Fréttir : Fögur er jörðin

Hinir árlegu tónleikar  á Ólafsmessu verða haldnir í Kálfafellstaðarkirkju að lokinni guðþjónustu sunnudaginn 27. júlí kl. 15:00. Lesa meira

18.7.2014 Fréttir : Leikhópurinn Lotta með sýningu á laugardag

Leikhópurinn Lotta verður  á Hóteltúninu laugardaginn 19. Júlí kl 13:00 með sýninguna Hrói Höttur. Ef rignir mun sýningin vera í íþróttahúsinu.

Allir velkomnir

Lesa meira

15.7.2014 Fréttir : Bæjarráð bókar um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Hvalnesskriðum

Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar 7. júlí 2014 var fjallað um áætlun Vegagerðarinnar um framkvæmdir í Hvalnesskriðum. Áformað er að reisa 263 m. langt stálþil vegna mikils grjóthruns sem er búið að skemma mikið af þeim varnargörðum sem eru núþegar til staðar og voru settir upp fyrir nokkrum árum

Lesa meira
loftmynd-af-Hofn

14.7.2014 Fréttir : Bilun í heitavatnslögn á Höfn

RARIK mun loka fyrir heitavatnið í miðbæ og innbæ á Höfn frá kl. 20:00 á morgun þriðjudag 15. júlí til 08:00 miðivkudag 16. júlí. Sundlaugin á Höfn verður lokuð frá kl. 19:00 15. júlí til kl. 12:00 16. júlí. Mörkin þar sem lokað verður eru við Ráðhús.

 

   

Lesa meira

9.7.2014 Fréttir : Ferð barnastarfs Menningarmiðstöðvar að Bólstaðagili.

Það var rúta frá Fallastakk ehf sem lagði af stað, full af börnum og nokkrum fullorðnum, frá Nýheimum. Ferðinni var heitið að Bólstaðagili á Mýrum.

Lesa meira
Sveinbjörg Zophoníasdóttir

7.7.2014 Fréttir : Sveinbjörg Zophoníasdóttir með gull í Evrópubikarnum.

Um helgina var Sveinbjörg að keppa með íslenska þrautarlandsliðinu á Madeira. Þau unnu það afrek að koma Íslandi upp um deild. Lesa meira

5.7.2014 Fréttir : Þorrablótsnefnd gefur styrk til Samfélagssjóðs

Þann 4 júlí kom þorrablótsnefnd Suðursveitar og Mýra færandi hendi, en nefndin afhenti styrk til Samfélagssjóðs Hornafjarðar upp á 100.000 krónur, en rekstrarafgangur var af þorrablóti þeirra Suðursveitunga og Mýrarmanna Lesa meira

4.7.2014 Fréttir : Ferð að Heinabergi með Menningarmiðstöðinni

Nú er komið að fjórðu ferðinni hjá okkur í sumar. Farið verður að Heinabergi þriðjudaginn 8. júlí. Þórhildur landvörður fer með okkur í leynda heima Bólstaðargilsins.

Lesa meira
Nefnd-sveitarfelagsins

3.7.2014 Fréttir : Allar nefndir sveitarfélagsins hafa fundað eftir kosningar

Miklar breytingar hafa átt sér stað í fastanefndum sveitarfélagsins eftir kosningar, mikið af nýju nefndarfólki hefur komið til starfa. Í bæjarstjórn eru fjórir nýir fulltrúar af sjö, í bæjarráði tveir nýir fulltrúar af þrem.

Lesa meira

3.7.2014 Fréttir : Rafræn minningarkort Gjafa- og minningasjóðs Skjólgarðs

Gjafa- og minningasjóður Skjólgarðs er öflugur sjóður sem stendur að baki Heilbrigðisstofnun Suðausturlands með styrkjum.

Lesa meira

2.7.2014 Fréttir : Tónleikar Sönghópsins Olgu í Hafnarkirkju

A cappella Sönghópurinn Olga (Olga Vocal Ensemble) heldur tónleika í Hafnarkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 20:00. Í Olgu eru fimm ungir menn sem stunda tónlistarnám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Þeir eru allir í söngnámi hjá Jóni Þorsteinssyni. Bjarni Guðmundsson syngur fyrsta tenór, Jonathan Ploeg annan tenór, Gulian van Nierop og Pétur

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)