Fréttir

29.8.2014 Fréttir : Vígsla nýnema í FAS

Það mætti halda að margir nýnemar í FAS hafi verið ansi þreyttir þegar þeir tíndu til fötin sem þeir klæðast í dag. Stelpurnar eru í buxunum á röngunni og þar að auki snúa þær öfugt. Þá nota þær ruslapoka eins og vesti. Strákarnir eru í sundfötum og pilsi. Lesa meira
Höfn

29.8.2014 Fréttir : Kvikmyndin BAKK leitar að aukaleikurum á Höfn

Kvikmyndin BAKK leitar að aukaleikurum til að taka þátt í nokkrum senum sem fara fram á og í kring um Höfn í byrjun næstu viku. Okkur vantar einhverja til að vera með hálfan daginn á mánudaginn 1. september (eftir hádegi) og einhverja til að vera með í nokkra klukkutíma á þriðjudeginum 2. sept Lesa meira

26.8.2014 Fréttir : Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar hefur verið settur með skólasetningarviðtölum líkt og undanfarin ár. Í einstaklingsviðtölum ræða nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar saman um komandi skólaár og vinna saman að því að setja markmið fyrir nemandann til að vinna að...

Lesa meira

22.8.2014 Fréttir : Haustönn hafin í FAS

Starf haustannar hófst formlega í morgun kl. 10:00 þegar skólinn var settur. Nýr skólameistari Zophonías Torfason fór yfir helstu áherslur á önninni og kynnti nýtt starfsfólk. Að lokinni skólasetningu var boðað til nemendafundar þar sem nemendur völdu klúbba til að starfa með í vetur. Lesa meira

22.8.2014 Umhverfisfréttir : Flokkum betur í endurvinnslutunnuna

Frá því að sveitarfélagið tók í notkun tveggja tunnu sorpkerfi þar sem í aðra tunnuna  er sett almennt sorp og í hina endurvinnanleg efni hafa íbúar verið duglegir að flokka en betur má gera í þeim efnum

Lesa meira

22.8.2014 Tónskóli fréttir : Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun nýnema skólaárið 2014-2015  stendur yfir.

Síðasti umsóknardagur er mánudagurinn 25. ágúst.
Umsækendur sækja um í gegn um 
hornafjordur.is/tonskoli

Lesa meira
Garðyrkja

22.8.2014 Fréttir : Umhverfisviðurkenning 2014

Óskað er eftir tillögum um umhverfisviðurkenningu 2014 frá íbúum sveitarfélagsins.

Viðurkenning er veitt i þrem flokkum og þurfa þeir aðilar sem tilnefndir eru að skara framúr eða verið til fyrirmyndar í umhverfismálum

Lesa meira

20.8.2014 Fréttir : FLUGELDASÝNINGIN Á JÖKULSÁRLÓNI

Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin núna laugardagskvöldið 23. ágúst. Sýningin hefst kl 23:00 og stendur í ca. hálftíma.

Aðgangseyrir er kr. 1.000/$10/€7 og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar

Lesa meira

19.8.2014 Fréttir : Tríóið Minua á ferð um landið

Tríóið Minua er á ferð um landið og mun koma fram á öllum landshlutum. Gítarleikarinn Kristinn Smári Kristinsson, sem er nýútskrifaður úr tónlistarháskólanum í Basel er hér á ferð.
Minua spilar í Pakkhúsinu þann 20. ágúst kl 21:00 og er frítt inn.


Lesa meira

19.8.2014 Fréttir : Á hraða íss frá jökli til sjávar

Gelid Phase, visual sound performance, er samstafsverkefni milli sænskra hljóðlistarmanna og íslenskrar listakonu, Ragnheiðar Bjarnason. Verkið er sjónræn hljóðlist sem inniheldur hreyfingar, hljóðverk og myndbands-listi.
Allir velkomnir,
Starfsfólk Listasafns Svavars Guðnasonar


Lesa meira

18.8.2014 Fréttir : Youth Port ungmennaverkefni á Höfn

Þann 7. ágúst komu til landsins ungmenni frá Svíþjóð og hófst þá Youth Port verkefnið sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá félagsmiðstöðinni Þrykkjunni og ungmennahúsi Söderhamn. Eins og sagt hefur verið frá áður þá fjallar verkefnið um  jökla, hlýnun þeirra og áhrifa á landslagið. Lesa meira

15.8.2014 Fréttir : Vígsluathöfn á náttúrústíg og sólkerfislíkani við strandlengjuna á Höfn

Vígsluathöfn á náttúrustíg og sólkerfislíkani var í gær í blíðskaparveðri. Margir mættu við athöfnina, þar sem Kristín Hermannsdóttir greindi frá hugmyndafræði og vinnu við gerð sólkerfislíkansins. Björn Ingi bæjarstjóri klippti formlega á borða líkansins og Kristbjörg Hjaltadóttir framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls, sem styrktu verkefnið hélt erindi og þakkaði Náttúrustofu Suðausturlands fyrir verkið Lesa meira

15.8.2014 Fréttir : Óvissuferð á vegum barnastarfs Menningarmiðstöðvar

Lokaferð barnastarfs Menningarmiðstöðvar verður óvissuferð að venju. Lagt verður af stað frá Nýheimum þriðjudagiinn 19. ágúst kl 13:00, eitthvað útí buskann. Þátttakendur verða hafa með sér handklæði og vera klædd eftir veðri. Skráning er á bókasafninu í síma: 4708050. MIKILVÆGT ER AÐ SKRÁ SIG TÍMANLEGA.
Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Lesa meira

15.8.2014 Fréttir : Upphaf haustannar hjá FAS

Nú er að komast skriður á undirbúning haustannar FAS en skólinn verður settur 22. ágúst klukkan tíu. Þar á eftir verða umsjónarfundir þar sem nemendur fá afhentar stundatöflur. Einnig verður félagslíf vetrarins kynnt og nemendur skrá sig í klúbba. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.  Lesa meira

12.8.2014 Fréttir : Martölvan er flutt á Hafnarbraut 24

Martölvan er flutt í margfalt betra húsnæði að Hafnarbraut 24 "gamla flugfélagið" opið frá 10 - 17 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa meira

10.8.2014 Fréttir : Innkaupalistar

Þá líður óðum að því að skólinn hefjist að nýju og nú eru innkaupalistar komnir í Nettó og Martölvuna og hægt að nálgast þá hér á heimasíðunni. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þau gögn sem til eru frá í fyrra en einnig minnt á að endurnýja þarf ýmsa hluti yfir veturinn s.s. blýanta, strokleður og fleira.

Lesa meira

8.8.2014 Fréttir : Ársskýrsla HSSA fyrir árið 2013

Nú er Ársskýrsla HSSA 2013 aðgengileg á pdf formi á vefnum 

8.8.2014 Fréttir : Barnastarf Menningarmiðstöðvar

Næsta þriðjudag 12.ágúst verða starfsstöðvar Hornafjarðasafna skoðaðar,  aðstaðan þar sem að munir, skjöl og myndir eru skráð, skjalasafn skoðuð, geymslur listasafns rannsakaðar og að lokum verður farið í geymslur byggðasafns í Álaleiru. Allir velkomnir, skráning á bókasafni í síma 4708050

Lesa meira

8.8.2014 Fréttir : Ferð barnastarfs Menningarmiðstöðvar út í Mikley

Þann 5. Ágúst var farið í Mikley.

Björn lóðs með Sigfús Harðarson sem skipsstjóra, sigldi með hópinn yfir í Mikley,  Vala Garðasdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðasafna, afhenti hópnum sýnapoka, í sýnapokann átti fara jarðvegsýni og sitthvað sem börnunum þótti verðugt að eiga. 

Lesa meira

7.8.2014 Fréttir : Evrópa Unga fólksins og Youth Port

Youth Port verkefnið hefst formlega 8.ágúst og verður dagskráin þétt næstu daga. Verkefnið er á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar og Ungmennahússins í Söderhamn. Þema Youth Port er jöklar, hlýnun þeirra og áhrifa á landslagið. Markmið verkefnisins er einnig að efla æskulýðsstarfið í ungmennahúsunum og gefa þeim sem taka þátt tækifæri til að læra á óformlegan hátt um náttúru og menningu annars lands.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)