Fréttir

30.9.2014 Fréttir : Námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu á vegum SASS

SASS stendur fyrir námskeiði fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónustu lokaskráning 2. október. Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni tripadvisor.com og facebook.com ofl.

Lesa meira

29.9.2014 Fréttir : Þingmenn í heimsókn á kjördæmaviku

Þingmenn kjördæmisins eru þessa viku á ferð um kjördæmið að hitta sveitarstjórnarfulltrúa. Sökum óveðurs komu aðeins fjórir þingmenn til Hornafjarðar og áttu fund með bæjarfulltrúum og fengu kynningu á þeim málaflokkum sem helst brennur á í sveitarfélaginu.

Lesa meira
Ragnhildur Magnúsdóttir

26.9.2014 Fréttir HSSA : Kvensjúkdómalæknir

Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni fimmtudaginn 2.okt. og föstudaginn 3. okt. n.k Tímapantanir í síma 470 8600 virka daga. Tekið er við kortum.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir HSSA : Inflúensubólusetning

Bólusetning gegn inflúensu hefst fimmtudaginn 25 september n.k á heilsugæslustöð Hornafjarðar.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir HSSA : Hreyfivika á Hornafirði

Dagana 29/9 – 5/10 stendur yfir Hreyfivika (Move Week) alla Evrópu. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Lesa meira

26.9.2014 Fréttir : Fréttir úr félagslífi FAS

Líkt og undanfarin ár er klúbbastarf þungamiðja í félagsstarfi nemenda. Nú á haustönn eru fimm klúbbar starfandi en þeir eru: fjölmiðlaklúbbur, íþróttaklúbbur, ljósmyndaklúbbur, tónlistarklúbbur og viðburðaklúbbur Lesa meira

25.9.2014 Fréttir : Kynning á styrkjum RANNÍS föstudaginn 26. sept. kl. 15:00

Föstudaginn 26. september kl. 15:00 í Nýheimum standa Nýheimar Þekkingarsetur og Rannís fyrir kynningu á styrkjum sem ætlaðir eru til nýsköpunar og tækniþróunar. Lesa meira

22.9.2014 Fréttir : Íbúum gefst kostur á að koma með ábendingar um stefnu Vöruhúss miðju skapandi greina

Starfið í Vöruhúsinu byggist á því að efla list- og verkgreinar í sveitarfélaginu m.a. með því að byggja upp aðstöðu fyrir kennslu í grunn- og framhaldsskóla og skapa vettvang fyrir íbúa til þess að vinna að sköpun af ýmsu tagi

Lesa meira

19.9.2014 Fréttir : Vel heppnaður fundur með menntamálaráðherra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hélt opinn fund um Hvítbók um umbætur í menntamálum í Nýheimum í gærkvöldi, þar mættu hátt í 60 manns og tókst  fundurinn mjög vel Lesa meira

18.9.2014 Fréttir HSSA : Hugsanleg gosmengun á Hornafirði

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands vekur athygli á spá veðurstofunnar fyrir föstudaginn 19.9.2014 en þá er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, föstudag.

Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Láttu drauminn rætast

Í dag fengu nýnemar í FAS góða heimsókn. Það var Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrum fótboltakappi sem kom og spjallaði við krakkana. Yfirskriftin í spjalli Þorgríms var Láttu drauminn rætast Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

FAS hefur um langt skeið lagt á það áherslu að nemendur skoði náttúruna og tileinki sér öguð og skipuleg vinnubrögð. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir séu færir um að meta þær breytingar sem verða og bera saman við fyrri gögn. Einn liður í svona vinnu er að skoða breytingar á gróðri á Skeiðarársandi. Lesa meira

17.9.2014 Fréttir : Hönnunar og frumkvöðlasmiðja Fab Lab

Námskeiðið verður kennt á haustönn frá september til desember 2014. Markmiðið er að styrkja ein-staklinga í að móta hugmynd og þróa hana að fullunninni vöru. Námsmaðurinn þarf ekki að vera lista-maður eða í framleiðslu, allir geta tekið þátt.

Lesa meira

16.9.2014 Fréttir : Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Í tilefni af „degi íslenskrar náttúru“ var haldið upp á hann með því að veita veita umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar í 19 sinn í þrem flokkum.

Lesa meira

16.9.2014 Fréttir : Heimsókn í Reykjanesbæ

Þriðjudaginn 16. september fór fyrsti hópur af fjórum úr grunn- og leikskólum Sveitarfélagssins í heimsókn í skóla í Reykjanesbæ. Fyrst og fremst var hópurinn að skoða framkvæmd Reyknesinga á stefnunni sem þau nefna Framtíðarsýn og er fyrirmynd þróunarverkefnis sveitarfélagsins og við köllum Leið til árangurs.
Í hópnum voru 9 starfsmenn skólanna bæði úr leik og grunnskólum á Höfn og í Öræfum. Hópurinn skipti sér niður á skóla í Reykjanesbæ og var allsstaðar tekið vel á móti okkur. Næstu hópar munu síðan ljúka sínum heimsóknum fyrir októberlok. Mörgu spurningum um framkvæmdina og fyrirkomulag var svarað og enn fleiri spurningar vöknuðu. Við þökkum Reyknesingum kærlega fyrir góðar viðtökur.

Lesa meira

16.9.2014 Fréttir : Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opinn fund um Hvítbók um umbætur í menntamálum á Höfn Nýheimum nk. fimmtudag kl. 20:00. 

Lesa meira

15.9.2014 Fréttir : Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur þann 16. september í Listasal Svavars Guðnasonar kl. 16:00

Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir eru hafa skarað framúr  og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir

Lesa meira

11.9.2014 Fréttir : SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 45 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september

Lesa meira

11.9.2014 Fréttir : Áskorun um að bæta búsetuskilyrði fyrir aldraða í Sveitarfélaginu Hornafirði 27 einstaklingar í bið eftir einbýli.

Bæjarstjórn Hornarfjarðar telur mjög brýnt að bæta úr búsetuskilyrðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu. Í dag er staðan sú að 5 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrými en í ljósi samþykktarinnar um viðmiðunarreglur um aðbúnað þá telur bæjarstjórn að í raun séu 27 einstaklingar í bið eftir einbýli Lesa meira

11.9.2014 Fréttir : Fréttir úr FAS og kaffiteríu Nýheima

Það er alltaf nóg um að vera í FAS. Síðasta fimmtudag fóru nokkrir nemendur áleiðis til Egilsstaða og hittu þar félaga sína í samstarfsverkefninu "Sjálfbærni í þjóðgörðum". Í því verkefni eru nemendur sem eru komnir áleiðis í þýskunámi í FAS og ME. Lesa meira
Vala Gardarsdóttir

10.9.2014 Fréttir : Fjallskil í Hornafirði og fleira skemmtilegt

Það hefur löngum verið siður að rækta og smala fé og má færa fyrir því rök að slík iðja hefjist fyrir allt að tíuþúsund árum síðan eða um 8500 f.kr. í hinni fjarlægu Suðvestur-Asíu.

Lesa meira
Fallegt sólsetur yfir jökli

8.9.2014 Fréttir : Tilkynning frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni vegna brennisdíoxíð (SO2) á Austurlandi

Síðustu daga hefur blá móða legið yfir Austurlandi vegna eldgossins í Holuhrauni og var hún óvenju mikil í gær laugardag. Há gildi mældust á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði og loftmyndir bentu til að mengun væri jafnvel enn meiri á Jökuldal og Fljótsdal.

Lesa meira

8.9.2014 Fréttir : Vel heppnað íþróttamót Íformi 30+

Um helgina fór fram íþróttamótið Íformi fyrir 30 ára og eldri. Mótið var haldið í blíðskapaveðri og var keppt í fótbolta, strandblaki, frjálsum íþróttum, brennó, golfi, brids og badmintoni.

Keppendur voru ánægðir með mótið og var góður andi í hópnum keppnin endaði með kvöldskemmtun í golfskálanum.  

Lesa meira
sundst4

3.9.2014 Fréttir : Skólinn er byrjaður og útivistatíminn breyttur

Útivistatími barna og unglinga breyttist þann 1. september mikilvægt er að gera sér ljóst að börn og unglingar mega ekki vera lengur úti en lög segja til um.

Börn 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00.

Lesa meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir

2.9.2014 Fréttir : Bjartar vonir vakna

Það má segja að þungu fargi hafi verið lyft af þjóðinni þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013. Á aðeins einu ári hefur núverandi ríkisstjórn lyft grettistaki og komið efnahagslífinu á réttan kjöl. Það eru bjartir tímar framundan á Íslandi.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)