Fréttir

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur þann 16. september í Listasal Svavars Guðnasonar kl. 16:00

15.9.2014 Fréttir

Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir eru hafa skarað framúr  og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir.

Tilgangur þessa dags er að hvetja almenning til að huga að sínu nánasta umhverfi og verndun þess. Náttúra landsins er okkar mikilvægasta auðlind og því ber okkur að virða hana og vernda svo komandi kynslóðir geti notið hennar líkt og við í sátt og samlyndi.

Hornafjarðarsveit

Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru margar náttúruperlur og fögur náttúran svo langt sem augað eygir. Á undanförnum árum hafa áningastaðir, gönguleiðir, útivistarsvæði og upplýsingaskilti verið skipulögð bæði í þéttbýli og í sveitum þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og fræðast um leið um landið og það sem fyrir augum ber. Innan Vatnajökulsþjóðgarðar eru einstakir staðir á borð við Esjufjöll í Breiðamerkurjökli, Skaftafell, Jökulsárlón og Fjallsárlón sem og Heinasvæðið, Hjallanes, Fláajökull, Haukafell, Lónsfjörður og svo mætt lengi telja. Inn á Höfn er Óslandið sem er fólkvangur en þar er varplendi fjölda fuglategunda og mikil útivistarparadís. Þar er m.a. hægt að kynna sér umhverfið og fræðast um sólkerfið á náttúrustígnum sem liggur að hluta til í gegnum fólkvanginn.

Náttúruminjaskrá

Í héraðinu eru allmörg svæði á náttúruminjaskrá ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim fjölda en þar á meðal eru Lónsfjörður, Hvalnes, Þórisdalur, Skarðsdalur, Laxárdalur, Nesjar og Skarðsfjörður. Þar með talið fjörur, grunnsævi, eyjar og sker í Skarðsfirði öllum ásamt Álaugarey. Baulutjörn á Mýrum er þarna á meðal sem og allt umhverfi Hoffellsjökuls og Skálafellsjökuls. Einnig eru Heinabergsfjöllin og fjalllendi mest í Suðursveit, Steinadalur, Staðarfjall, Hrollaugseyjar, Breiðamerkursandur og Jökulsárlón. Í Öræfum eru það jökulöldur við Kvíárjökul, Eystrihvammur, Kvíamýrarkambur, Hamrarnir milli Gljúfursá og Salthöfða og Sandfell. Ljóst er að náttúran skiptir okkur sköpum og því okkar sameiginlega verkefni að leifa henni ætíð að njóta vafans.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)