Fréttir

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

16.9.2014 Fréttir

Í tilefni af „degi íslenskrar náttúru“ var haldið upp á hann með því að veita veita umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar í 19 sinn, Páll Róbert Matthíasson formaður umhverfis-og skipulagsnefndar veitti verðlaunin og Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands greindi frá störfum stofunnar sem eru æði mörg þrátt fyrir að hafa einungis starfað í rúmt ár.

Viðurkenningar voru veittar í þrem flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir voru hafa skarað framúr og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir.

Umhverfisviðurenningar fyrir árið 2014 hlutu, fyrir fallega lóð Auður Gústafsdóttir og Helgi Helgason að Sandbakka 5 fyrir snyrtilega og vel hirta lóð. Fyrir lögbýli Gunnhildur Ingimarsdóttir og Jón Malmqvist Einarsson að Jaðar í Suðursveit fyrir snyrtilegt umhverfi og útlit.

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir að hafa á undanförnum árum unnið markvisst að umhverfismálum með flokkun sorps, heimaræktun matjurta og endurskipulagningu og úrbótum á lóð með tilliti til aukinnar nýtingar heimilisfólks, starfsfólks, gesta og gangandi.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)