Fréttir

31.10.2014 Fréttir : Ísklifur og sprungubjörgun nemenda FAS

Föstudaginn 24. október fór nemendur í fjallamennsku í Skaftafell á nokkura daga námskeið. Tilgangur ferðarinnar var að kenna nemendum undirstöðuatriði leiðsagnar á jökli og sprungubjörgun. Lesa meira

31.10.2014 Fréttir : Björt framtíð kvenna í Hornafirði!

Undirbúningsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna á Íslandi fór fram í gær í Nýheimum. Afmælisárið er 2015 og mun hátíð verða haldin afmælinu til heiðurs 19. júní á næsta ári.


Lesa meira

30.10.2014 Fréttir : Vísindadagar í FAS

Núna standa yfir vísindadagar í FAS. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að þegar nokkuð væri liðið á haustönnina væri ágætt að leggja bækurnar til hliðar í fáeina daga og fást við eitthvað annað. Við gerð nýrrar námskrár var ákveðið að þátttaka í vísindadögum væri hluti af námi nemenda.
Vísindadagar standa yfir í þrjá daga.

Lesa meira

30.10.2014 Fréttir : Safnahelgi á Suðurlandi

Bókasafnið í Nýheimum

laugardaginn 1. nóvember kl. 11.00-14.00
Lestarstund fyrir börnin og prjónakaffi fyrir alla.
Listasafnið - Maðurinn með Myndavélina
Fimmtud. 30. okt.- föstud. 31. okt. 9-15:30, laugard. 1. nóv. - sunnud. 2. nóv. kl. 12-16
Skreiðarskemman
Laugard. 1. nóv. og sunnud. 2. nóv. frá kl. 12 -17.

Lesa meira

29.10.2014 Fréttir : FAS fær bronsverðlaun

Haustið 2011 hófst formlega í FAS verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli sem Landlæknisembættið stendur fyrir. Þetta er verkefni sem nær yfir fjögur ár og á hverju ári er lögð áhersla á sérstakt viðfangsefni og það síðan árangursmetið. Lesa meira

29.10.2014 Fréttir : Allar konur í Hornafirði til sjávar og sveita!

Nú þegar komið er undir lok árs 2014 er ekki seinna vænna en að hinir skeleggu kvenmenn þessa héraðs hittist til skrafs og ráðagerða.
Á næsta ári þann 19. júní 2015 munum við fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Lesa meira

28.10.2014 Fréttir : Gosmengunarupplýsingar

Nýr gosmengunarmælir sem er tölvutengdur við Umhverfisstofnun er komin upp á Höfn, einnig er mælir í Skaftafelli ásamt mæli sem farið er með um sveitirnar þegar þurfa þykir. Upplýsingar um mengunarmælingar í Hornafirði verða settar reglulega hér á heimasíðuna.

Lesa meira

28.10.2014 Fréttir : Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð Miklagarðs

Hornafjarðarsöfn fengu styrk frá Minjastofnun í upphafi árs 2014 til þess að gera upp glugga og ytra byrði Miklagarðs í upprunalegri mynd. Er okkur mikil ánægja að tilkynna að þessar framkvæmdir eru hafnar og mun hafnarsvæðið fá veglega andlitslyftingu fyrir vikið.

Lesa meira

27.10.2014 Fréttir HSSA : Fréttatilkynning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði vegna mikillar gosmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni

Fréttatilkynning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði vegna mikillar gosmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni Á sunnudag 26.október mældust gildi brennisteinstvíildis verulega há á Hornafirði.

Lesa meira

27.10.2014 Fréttir : Ný og breytt starfsemi Áhaldahúss

Í dag mánudaginn 27. október verður breyting á starfsemi Gámaplans við Áhaldahús, tekið verður í notkun nýtt sorphús og núverandi aðstaða í porti  verður lögð niður. Aðkoman verður frá Sæbraut.

Lesa meira

24.10.2014 Fréttir : Ný upplýsingasíða um eldgosið í Holuhrauni á hornafjordur.is

Ný upplýsingasíða um eldgosið í Holuhrauni hefur verið sett upp á www.hornafjordur.is/gosupplysingar, þar geta íbúar einnig sent inn upplýsingar um stöðu mála í sínu nánasta umhverfi.   Lesa meira

24.10.2014 Fréttir : Living in a Changing Climate fær verðlaun í Ungverjalandi

Fimmtudaginn 16. október voru víða haldnar samkomur í tengslum við eTwinning sem er rafrænt samstarf í milli skóla. Hér á Íslandi var samkoman haldin í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þar vour nýjungar í eTwinning kynntar og einnig voru viðurkenningar fyrir gæðaverkefni síðasta árs afhentar. Lesa meira
Kvennakór- Þýskt kvöld

23.10.2014 Fréttir : Styrkumsóknir til félaga og félagasamtaka

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á hér á heimasíðunni fyrir 7. nóvember n.k.. Lesa meira

23.10.2014 Fréttir HSSA : Fréttatilkynning til íbúa heilbrigðisumdæmis Suðurlands vegna yfirvofandi verkfalls lækna.

Félagar í Læknafélagi Íslands (LÍ) og Skurðlæknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun eftirfarandi daga:

Lesa meira

22.10.2014 Fréttir : Verkfall tónlistarkennara hafið

Verkfall tónlistarkennara hófst á miðnætti. Félag tónlistarkennara hélt samstöðufund í gærkvöldi í Hörpu, á fundinum kom fram að samningafundi hafi lokið á sjöundatímanum í gærkvöld.

Lesa meira

22.10.2014 Fréttir : Kennarar í FAS lýsa stuðningi við tónlistarkennara

Kennarafélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu lýsir stuðningi sínum við kjarabaráttu tónlistarkennara og leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms fyrir samfélagið.  Kennarar í FAS skora á viðsemjendur tónlistarkennara að koma til móts við réttlátar kröfur þeirra í launamálum. Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Sviðamessa

Hin árlega sviðaveisla Lionsklúbbs Hornafjarðar verður haldin á Víkinni á morgun, miðvikudaginn 22. október. Veislan stendur yfir frá kl. 18:00 – 20:00. Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir: 2.500,- kr. 

Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Dansinn í Ekrunni

Dansinn dunaði í Ekrunni s.l. sunnudag en þá var fyrsta dansleikur vetrarins á vegum Félags eldri Hornfirðinga. Dansað var frá 16:30 til 18:00 og í danshléi gæddu dansgestir sér á rjómavöfflum og kaffi með. Lesa meira

21.10.2014 Fréttir : Mengunargildi varasöm við Höfn í dag

Komið hefur í ljós að mengunargildin eru mjög í dag og hafa farið yfir „ óholl“viðmið og munu gera það í dag skv. spám.

Mengunargildin eru mjög rokkandi, núna  hér á Höfn eru þau um 0,6 á mælinum sem þýðir um 1700 míkrogr á rúmmeter í nótt var það mest 1,9 eða 5400 míkrogr/m3.

Lesa meira

20.10.2014 Fréttir : Opinn íbúafundur um gerð menntastefnu

Síðan snemma á þessu ári hefur verið unnið að því að fá hugmyndir frá íbúum inn í gerð nýrrar og endurbættrar menntastefnu. Nú þegar hefur verið unnið með nokkrum hópum svo sem nemendum FAS,hópi úr atvinnulífinu og þátttakendum á menntaráðstefnu í mars sl.

Lesa meira
Heppuskóli

18.10.2014 Fréttir : Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal segja þér hvað ég borða

Erasmus + styrkur var samþykktur til 7 Evrópulanda í s.l. viku Frakklands, Þýskalands, Spánar, Póllands, Englands, Finnlands og Grunnskóli Hornafjarðar. Þessi sjö staðir eru að fara í samstarf sem heitir ,,Segðu mér hvar þú býrð og ég segi þér hvað ég borða“.

Lesa meira

17.10.2014 Fréttir : Fleiri fréttir frá FAS

Það hefur verið nóg um að vera í FAS þessa  vikuna. Á miðvikudag komu til okkar tveir læknanemar undir merkjum Ástráðs sem er forvarnarstarf læknanema. Markmiðið hjá Ástráði er að miðla fræðslu um kynsjúkdóma og kynheilbrigði til ungmenna á aldrinum 16 - 25 ára. Lesa meira

16.10.2014 Fréttir : Allir lesa leikur

Lestur gerir lífið skemmtilegra. Allir lesa er leikur sem gengur út á að opna bók, skrá lestur á einfaldan hátt og taka þátt í skemmtilegri keppni með fjölskyldu og félögum. Vertu með í landsleik í lestri.


Lesa meira

15.10.2014 Fréttir : Foreldraráð FAS

Mánudaginn 13. október var haldinn fundur fyrir foreldra nemenda í FAS. Á þriðja tug foreldra mætti á fundinn sem verður að teljast nokkuð gott í ljósi þess að á sama tíma stóð yfir landsleikur Hollands og Íslands í fótbolta.  Lesa meira

15.10.2014 Fréttir : Félagsstarf eldri Hornfirðinga komið á fullan skrið

Vetrarstarf  Félags eldri Hornfirðinga er nú komið á fullt. Margt er í boði  eins og sjá má í vetrardagskránni sem birtist í Eystrahorni 9.október og eru þeir sem ætla að taka þátt í starfinu beðnir að geyma blaðið vel. Lesa meira

10.10.2014 Fréttir : Maðurinn með Myndavélina

Fréttamyndir, viðtöl, viðhafnir, aturðir, mannlíf og náttúran var það sem Heimir Þór náði að fanga hér í samfélaginu í Hornafirði og festa á filmu. Hans verk eru ómetanleg fyrir samfélagið allt bæði í nútíð og framtíð. Lesa meira

9.10.2014 Fréttir : Lausir miðar á næstu sýningu Blítt og létt

Um síðustu helgi frumsýndi Hornfirska skemmtifélagið sýninguna “Blítt og létt” á Hótel Höfn.  Í sýningunni flytja hornfirskir tónlistarmenn nokkur af bestu sjómannalögum allra tíma og eru þau fléttuð saman með mis-sönnum sjómannasögum.

Lesa meira

9.10.2014 Fréttir : Heillandi hádegistónar

Einn klúbbanna í félagslífi skólans er tónlistarhópur. Í skipulagi fyrir önnina gerir hópurinn ráð fyrir að standa að nokkrum uppákomum í kaffiteríu Nýheima. Í liðinni viku var komið að fyrsta viðburðinum Lesa meira

9.10.2014 Fréttir HSSA : Mælingar brennisteinsdíoxíðs á Höfn

Almannavarnir hafa komið upp mæli sem mælir brennisteinsdíoxíð á Hornafirði.

Lesa meira

7.10.2014 Fréttir : Listasafnið lokað

Listasafn Svavars Guðnasonar verður lokað 7., 8. og 9. október vegna uppsetningar nýrrar sýningar. Opnum aftur föstudaginn 10. október kl. 17:00.

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

7.10.2014 Fréttir : ORGELIÐ „ROKKAR“

TÓNLEIKAR Í HAFNARKIRKJU FIMMTUDAGINN  9. OKTÓBER KL. 20:30

STAR WARS, PIRATES OF THE CARIBBEAN, TITANIC, JURASSIC PARK, QUEEN, ABBA

Lesa meira
Hundur

7.10.2014 Fréttir : Hunda og kattaeigendur á Hornafirði

Dýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti  15. október  frá kl. 10:00 til kl 13:30 að Hólabraut 13 (bílskúr) Lesa meira
Þórbergssetur

5.10.2014 Fréttir : Málþing í Þórbergssetri

Dagskráin ber heitið ,,Stolt okkar er viskan“ og verður að þessu sinni tengd þeim stofnunum sem nú eru starfandi í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lesa meira

3.10.2014 Fréttir : Mikil mengun á austurlandi - íbúar fá sms ef mengun verður yfir hættumörkum

Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Almannavarnaryfirvöld senda íbúum sms ef mengun verður yfir hættumörkum eins og íbúar á Djúpavogi urðu varir við í dag.

Mengunarmælar hafa verið settir upp á Höfn og í Öræfum.

Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2, helstu einkennin er erting í augum, hálsi og öndunarfærum.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Aðalskipulag 2012-2030 samþykkt af Skipulagsstofnun

Aðalskipulag sveitarfélagsins sem var samþykkt af bæjarstjórn 3. apríl, hefur nú verið staðfest af Skipulagstofnun þann 18. september og birt í b- deild Stjórnartíðinda 2. október.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Konukvöld í bleikum mánuði

Konukvöld fræðsla í bleikum mánuði í kvöld kl. 20:00 í Pakkhúsinu.

Teitur Guðmundsson læknir flytur erindi um kvenheilsu og Margrét Gauja verkefnisstjóri verður með örræðu.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Ráðhúsið verður lokað föstudaginn 3. október

Ráðhúsið verður lokað föstudaginn 3. október vegna starfsdags og námskeiða.

Lesa meira

2.10.2014 Fréttir : Tónlist í hádeginu í Nýheimum

Tónlistarklúbbur FAS spilar nokkra ljúfa tóna í hádeginu í Nýheimum í dag, fimmtudag kl. 12:25.
Allir velkomnir!
Lesa meira

1.10.2014 Fréttir : Vinnuskólinn 2014

Vinnuskóli Hornafjarðar var starfræktur í sumar frá 5. júní til 31. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Starfsemi vinnuskólans skiptir miklu máli fyrir sveitarfélagið og þau ungmenni sem þar starfa. Í flestum tilfellum eru þau sem þar starfa að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og fá verkefni yfir sumarið með sínum aldurshópi. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)