Fréttir

28.11.2014 Fréttir : Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu HSSA

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu við HSSA verður í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar fimmtudaginn 4. desember kl. 12:00 - 13:00.

Umhverfis- og skipulagssvið.

Lesa meira

28.11.2014 Fréttir : Jólapeysudagur í Nýheimum

Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að það er farið að styttast í jólin. Núna þegar dimmasti tími ársins er að ganga í garð spretta upp jólaljós út um allan bæ. Í gær byrjuðu þeir Mitca og Vífill að stilla upp jólaljósum í glugga í Nýheimum Lesa meira

28.11.2014 Fréttir : Jólahátíðardagskrá flýtt

Vegna væntanlegs storms á sunnudagskvöld þá hefur verið ákveðið að flýta jólahátíðardagskrá sem átti að hefjast kl. 17:00 fram til kl. 15:30 og jólaljósin verða tendruð kl. 16:30.

Jólanefndin
Lesa meira

27.11.2014 Fréttir HSSA : Opinn fundur um sálræn áföll og sálræna skyndihjálp

Minnum á borgarafund í Nýheimum í kvöld þar sem Rúdolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá áfallateymi Landspítala, mun vera með fræðslu varðandi sálræn áföll og sálræna skyndihjálp. Fundurinn er öllum opinn og eru allir íbúar hvattir til að mæta.

Lesa meira

27.11.2014 Fréttir : Gamlabúð 150 ára

Í tilefni af 150 ára afmæli Gömlubúðar
langar okkur á bjóða öllum Hornfirðingum til sjávar og sveita
í heimsókn sunnudaginn 30. nóvember n.k.
Á boðstólnum verða kræsingar frá liðinni tíð
og jólaandinn mun svífa yfir vötnum. Boðið verður upp á leikþátt um sögu
Gömlubúðar en krakkar úr Heppuskóla munu flytja verkið eins og þeim
einum er lagið. Allir eru auðvitað velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.

Leikþátturinn verður fluttur kl 13 og 15.
Zophonías Torfason kíkir í heimsókn með Harmonikkuna
Gestir úr fortíðinni láta sjá sig
Jólalög ofl.
     
Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Lesa meira

25.11.2014 Fréttir : Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta

Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta. Bæjarráð ítrekar skoðun sína að nægilegir fjármunir til nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra á Suðurlandi verði tryggðir.

Lesa meira

25.11.2014 Fréttir : Orkubóndinn 2 fer af stað 28. nóvember á Höfn í Hornafirði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar, að stendur fyrir námskeiðinu Orkubóndinn 2 og verður fyrsta námskeiðið haldið í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 11:00 - 16:00. Lesa meira

24.11.2014 Fréttir : Fjölbreytt tómstundastarf í Ekrunni

Félag eldri Hornfirðinga  stendur fyrir fjölbreyttu tómstundastarfi í félagsmiðstöð sinni EKRUNNI við Víkurbraut. Þar geta vonandi flestir fundið tómstund eitthvað við sitt hæfi. Má nefna að þar er handavinna, spílað, boccía, gönguferðir, skák, pílukast, snóker, leikfimi, sundleikfiimi,  kórstarf, samverustundir, dansiböll svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

22.11.2014 Fréttir : Frímínútur

Frímínútur eru mikilvægur tími skóladagsins því þá er tekinn aðeins annar vinkill á vinnudag nemenda. Nemendur hafa þá frjálsa stund við leik og nám  þar sem þau eru oftar en ekki kennarar hvers annars. Þau æfa sig í samskiptum við hvert annað, miðla af þekkingu sinni og margvíslegri reynslu.

Undanfarið höfum við verið í vor veðri hér á Hornafirði þó langt sé liðið á nóvember og hafa börnin notið þess. Hér  fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í frímínútum síðustu dagana.

Lesa meira

21.11.2014 Fréttir HSSA : Gjafir til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands

Það ríkir mikil og góð velvild í garð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Nú undanfarið hefur okkur borist töluvert að gjöfum sem okkur langar að segja frá um leið og við viljum færa þeim aðilum kærar þakkir fyrir þessar frábæru gjafir

Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Vel sóttur kynningarfundur um fjárhagsáætlun

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2015 var haldinn á Hótel Höfn í dag 20. nóvember. Yfir fjörtíu manns sóttu fundinn þar sem Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun og helstu verkefni sem framundan eru á næstu árum 
Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Söngkeppni FAS

Það er mikið framundan hjá nemendum í FAS en á morgun fer fram undankeppni í söngkeppni framhaldsskólanna. Viðburðaklúbburinn hefur veg og vanda að undirbúningi keppninnar og síðustu dagar hafa verið notaðir til að útbúa skreytingar og skipuleggja keppnina og að sjálfsögðu hafa keppendur æft stíft Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Bókasafnið lokað vegna fundarhalda

Bókasafnið lokar á föstudaginn 21. nóvember kl. 14 og verður lokað á laugardaginn 22. nóvember vegna fundarhalda í Nýheimum.
Opnum aftur á mánudaginn kl. 9

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

20.11.2014 Fréttir : Kynningafundur um fjárhagsáætlun í dag

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2015 verður haldinn 20. nóvember kl:12:00  á Hótel Höfn

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundurinn er öllum opinn.

Súpa, brauð og kaffi.

Lesa meira

18.11.2014 Fréttir : Ályktun starfsmannafélags Grunnskóla Hornafjarðar

Starfsmannafélag Grunnskóla Hornafjarðar harmar að ekki skuli enn hafa verið samið í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið á þriðju viku og er það ótækt fyrir alla aðila. Lesa meira

17.11.2014 Fréttir : Tónlistarkennarar heimsóttu bæjarráð

Tónlistakennarar úr Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu voru gestir á fundi bæjarráðs í dag þar sem farið var yfir stöðu samningamála á milli FT og SNS. Bæjarráð bókaði að það hafi þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er vegna verkfalls tónlistaskólakennara. Lesa meira

14.11.2014 Fréttir : Vel sóttur íbúafundur á Höfn

Um eitthundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn á Hótel Höfn 13. nóvember.

þar kom ma. fram að mestu skammtímatopparnir vegna mengunar frá Holuhrauni hafi komið á Höfn þar sem gildi mældust allt að 20.000 µg/m.

Lesa meira

14.11.2014 Fréttir : Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum.

 

Lesa meira

14.11.2014 Fréttir HSSA : Alþjóðadagur sykursjúkra

14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra. Í tilefni af því   beinast augu alþjóðasamfélagsins að þessum vágesti en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að um 345 milljónir manna um heim allan séu með sykursýki í dag, og að þessi tala muni líklega tvöfaldast fyrir árið 2030 ef ekkert verður að gert. 

Lesa meira

13.11.2014 Fréttir : Fjölbreytni í FAS

Þó að FAS sé einn af minni framhaldsskólum landsins er starfsemin þar ótrúlega fjölbreytt og oft má sjá að fengist er við ólík viðfangsefni. Um nýliðna helgi var t.d. í gangi nám í vélstjórnargreinum og fjallamennsku. Lesa meira

13.11.2014 Fréttir : Leið til árangurs

Leið til árangurs er verkefni sem bæjarstjórn, skólayfirvöld, starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldrar á Hornafirði hafa sameinast um. Markmið verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í skólum sveitarfélagsins með reglubundnu mati í lestri og stærðfræði og markmiðsbundnum aðgerðaáætlunum byggðum á niðurstöðum hverju sinni. Lesa meira

11.11.2014 Fréttir : Íbúafundur um eldsumbrot í Holuhraunni

Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember á Hótel Höfn kl. 20:00.

Efni fundarins tengist eldsumbrotun í Holuhrauni og áhrifum þeirra. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Sóttvarnarlæknis, Umhverfisstofnunar og Almannavarnadeildi ríkisins.

Lesa meira

11.11.2014 Fréttir : Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

 

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2015.

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum

12. nóvember kl: 12:00  á Hótel Smyrlabjörgum

20. nóvember kl:12:00  á Hótel Höfn

Lesa meira

10.11.2014 Fréttir : Lausar stöður við leikskólann Krakkakot

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 80-100 % stöðu frá og með 15.desember 2014.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Lesa meira

6.11.2014 Fréttir : Maritafræðsla í FAS

Í morgun kom góður gestur í heimsókn í FAS. Það var Magnús Stefánsson frá Maritafræðslunni með fyrirlestur sem hann kallar "Satt og logið um kannabis". Landlæknisembættið er styrktaraðili þessarar fræðslu og er það von að fræðslan um skaðsemi kannabis verði fastur liður í skólastarfi. Lesa meira

5.11.2014 Fréttir : Menntastefna sveitarfélagsins

Vinna við menntastefnu sveitarfélagsins hefur staðið yfir með hléum frá því snemma á þessu ári og var henni hrundið formlega úr vör með ráðstefnu um menntun til framtíðar  29. mars sl. Ráðgjafi við gerð stefnunnar er Tryggvi B. Thayer menntunar- og framtíðarfræðingur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Lesa meira
kvennakorinn-thjodakvold-2012

5.11.2014 Fréttir : Styrkumsóknir til félagasamtaka rennur út 7. nóvember

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 7. nóvember n.k.. Lesa meira
Hrefna,-Solveig,-Eymundur

3.11.2014 Fréttir : Bæjarstjórn harmar þá stöðu sem er komin upp í samningaviðræðum við tónlistakennara

Á fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar 30. október var tekið til umræðu verkfall tónlistarskólakennara og bókaði bæjarstjórn eftirfarandi yfirlýsingu.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)