Fréttir

Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta

25.11.2014 Fréttir

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 24. nóvember vegna fjármögnunar nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta.

Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta. Bæjarráð ítrekar skoðun sína að nægilegir fjármunir til nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra á Suðurlandi verði tryggðir.

Mikilvægt er að þjónusta skerðist ekki frá því sem nú er og tryggð verði staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumannsembættinu á Hornafirði.

Jafnframt er nauðsynlegt að með stækkun lögreglustjóraembættisins til Hornafjarðar fylgi tilsvarandi fjármunir.

 

 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)