Fréttir

Flugeldar áramótin Höfn 2005-2006

31.12.2014 Fréttir : Áramótakveðja frá Sveitarfélaginu Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs  með þökk fyrir árið sem er að líða. Lesa meira
Höfn í desember

30.12.2014 Fréttir : Opnunartími Ráðhúss um áramót

Bæjarskrifstofur loka kl. 12:00 á gamlársdag og opna aftur kl 10:00 2. janúar 2015. Lesa meira

24.12.2014 Fréttir HSSA : Gleðileg jól 

23.12.2014 Fréttir : Listasýning í Mjólkurstöðinni

Eins vetra fjallar um uppruna okkar og tímann, dag og nótt, myrkrið og ljósið, árstíðirnar, veðráttuna, flóð og fjöru, hafið og landið.

Verkin á sýningunni eru búin til með hjálp af náttúrunni, ólíkum árstíðum, veðri og vindum. Verkin hafa fengið að veðrast í friði á afviknum stað og eru eins vetra núna í lok ársins.

Lesa meira

18.12.2014 Fréttir : Staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumanninum á Suðurlandi - Höfn

Auglýst er eftir löglærðum fulltrúa sýslumanns í fullt starf frá og með 15. janúar 2015 (eða sem fyrst eftir samkomulagi), hjá nýju embætti sýslumannsins á Suðurlandi, með aðsetur á sýsluskrifstofunni á Höfn. Lesa meira

18.12.2014 Fréttir HSSA : Laus störf við HSSA

Auglýst er eftir starfsfólki í afleysingar á hjúkrunardeild og starfsmanni í ræstingar á heilsugæslustöð.


Lesa meira

18.12.2014 Fréttir : Ljós&Skuggar

Myndlistasýning á verkum Þóreyjar Guðnýjar Sigfúsdóttur opnar í Pakkhúsinu, föstudaginn 19.desember kl. 20.

Tónleikar og léttar veitingar í boði.
Lesa meira

17.12.2014 Fréttir : Samningur við Björgunarfélagið

Sveitarfélagið hefur gert nýjan samning við Björgunarfélag Hornafjarðar til fjögurra ára, 2015-2018. Með samningnum er ætlað að efla samstarf Sveitafélagsins og Björgunarfélags, þannig að tryggja öflugt almannavarna, félags- og öryggisstarf í sveitarfélaginu. Lesa meira

17.12.2014 Fréttir : Önninni senn að ljúka

Í gær voru síðustu skriflegu próf haustannarinnar í FAS. Kennarar keppast nú við að fara yfir prófin og reikna út lokamat. Seinna í dag ættu allar einkunnir að vera komnar í INNU. Lesa meira

15.12.2014 Fréttir : Tónleikar hjá Tónskólanum

Þriðjudaginn 16. des. kl. 17.30 í Sindrabæ.

Allir velkomnir.

Lesa meira

11.12.2014 Fréttir : Skaftfellingur kominn í hús!

Skaftfellingur er kominn í hús!

Hann mun berast inn á heimili á allra næstu dögum.

Þeir sem eru ekki áskrifendur geta komið og nælt sér í eintak á Bókasafninu á 3.900,- Lesa meira

11.12.2014 Fréttir : Fréttir af Lionsklúbbi Hornafjarðar.

Starfið hjá Lionsklúbbi Hornafjarðar byrjaði í september og tók þá við ný stjórn sem er þannig skipuð, Sigurður Kr. Sigurðsson er  formaður, Unnsteinn Guðmundsson er ritari og Sævar Guðmundsson gjaldkeri. Félagar í klúbbnum eru 34. Lesa meira

10.12.2014 Fréttir : Námskeið í hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðið byggist á fræðslu og heimaverkefnum þar sem kenndar eru aðferðir hugrænu atferlismeðferðarinnar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, kvíða og þunglyndi Lesa meira

10.12.2014 Fréttir : Vinir Vatnajökuls styrkja FAS

Í síðustu viku fór fram afhending styrkja hjá Vinum Vatnajökuls sem eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. FAS fær 800.000 króna styrk til að hanna nýjan vef sem birtir skólastarf í lifandi tengslum við umhverfi sitt. Lesa meira

9.12.2014 Fréttir : Rithöfundaheimsókn

Miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn komu fjórir  rithöfundar í hina árlegu jólaupplestrar-heimsókn til Hafnar. Gestir okkar að þessu sinni  voru þau, Guðni Líndal Benediktsson, er skrifar bókina ,,Leitin að Blóðey“. Sögusvið hennar er að hluta til héðan úr Hornafirði og lofar mjög góðu fyrir bæði unga sem aldna.

Lesa meira

4.12.2014 Fréttir : Glæsilegur árangur í Stíl 2014

Hár,- förðunar- og fatahönnunarkeppnin Stíll er árlegur viðburður hjá lista- og sköpunarglöðum grunnskólanemum um land allt.

Lesa meira

4.12.2014 Fréttir : FAS fréttir

Núverandi vika er sú síðasta á önninni þar sem kennsla er hefðbundin. En þá er líka tími til að líta yfir síðustu vikur og mánuði og sjá hvað hefur áunnist. Á fimmtudag verða kynningar í verkefnaáfanga. Þar hafa nemendur unnið að heimilda- og/eða rannsóknarverkefnum frá því í haust. Lesa meira

2.12.2014 Fréttir : Rithöfundakynning í Pakkhúsinu

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Pakkhúsinu Miðvikudaginn 3.desember klukkan 20:30
Alls eru fimm rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru Elísabet Jökulsdóttir sem les upp úr bók móður sinnar Jóhönnu Kristjónsdóttur ,,Svarthvítir dagar“.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Piparkökur í boði og kaffi á boðstólum.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)