Fréttir

29.12.2015 Fréttir : Bændur athugið!  

Söfnun á heyrúlluplasti fer fram eftir miðjan janúar. Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Safnað verður eftirtalda daga:

Lesa meira

23.12.2015 Fréttir : Jólatónleikar í Hafnarkirkju voru vel heppnaðir

Karlakórinn Jökull stóð fyrir árlegum jólatónleikum í Hafnarkirkju á 4 sunnudegi í aðventu. Að vanda var húsfyllir og söfnuðust 517.000 kr. Afraksturinn rann í Samfélagssjóð Hornafjarðar. Lesa meira

18.12.2015 Umhverfisfréttir : Jólapappír er endurvinnanlegur

Jólapappír á að meðhöndla eins og annan pappír og blöð hann er endurvinnanlegur. Pakkabönd og jólaseríur fara í almenna sorpið því ekki er hægt að endurvinna það efni.

Lesa meira

17.12.2015 Fréttir : Sveitarstjórnarkonur fyrr og nú hittast í tilefni 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna

Í tilefni 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna var sveitarstjórnarkonum sem hafa setið sem aðal og varakonur sveitarstjórnum í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrr og nú boðið til móttöku í Svavarsafni.

Lesa meira
imagesCABK205T

15.12.2015 Fréttir : Akstur Strætó yfir jól og áramót

Hér má sjá akstur strætó yfir jól og áramót 2015-2016 Lesa meira

15.12.2015 Fréttir : Tómstundastyrkur

Sveitarfélagið minnir íbúa á að sækja um tómstundastyrk til barna og ungmenna fyrir árið 2014 fyrir 31. desember. Kvittunum þarf að skila inn í afgreiðslu sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn.

Lesa meira

14.12.2015 Fréttir : Atvinnu- og rannsóknarsjóður

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Lesa meira

9.12.2015 Fréttir : Rithöfundakynning í Nýheimum

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Nýheimum Fimmtudaginn 10.des. klukkan 20:00

Alls eru sex rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru: Bjarki Bjarnason, Kristján Þórður Hrafnsson, Gerður Kristný, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Kaffi, konfekt og piparkökur á boðstólum.
Lesa meira

7.12.2015 Fréttir : Stíll Hönnunarkeppni

Stíll hönnunarkeppni félagsmiðstöðvanna var haldin í Hörpu laugardaginn 28. nóvember og er óhætt að segja að keppnin hafi heppnast ótrúlega vel í alla staði. Lið Þrykkjunnar hlaut sérstök hvatningaverðlaun.

Lesa meira

3.12.2015 Fréttir HSSA : Hálka - hálka!

Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að búa sig vel fyrir göngu í hálkunni sem nú er. Það er gott að nota brodda og annan hálkuvarnarbúnað til að forðast slys.

Lesa meira

3.12.2015 Fréttir : Gunnlaugur Róbertsson ráðinn skipulagsstjóri

Fyrr í sumar auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf skipulagsstjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Gunnlaugur Róbertsson yrði fyrir valinu. Lesa meira

2.12.2015 Fréttir : Fundi um nýjan Vegvísi frestað vegna ófærðar

Vegna ófærðar þarf því miður að fresta fundinum um nýjan Vegvísi í ferðaþjónustu sem átti að vera á Hótel Höfn í dag kl. 12. Nýr tími verður auglýstur síðar.

Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Fundarboð bæjarstjórnar 3. desember

221. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi, 3. desember 2015 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:

Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Kynningafundur um deiliskipulag

Kynningafundur um deiliskipulag Útbæ og deiliskipulag Holti á Mýrum verður haldinn í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar fimmtudaginn 3. desember kl. 12:00-13:00. Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Kynningafundur Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna á Hótel Höfn

Í haust kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýjan Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna og að Stjórnstöð ferðamála hafi verið sett á laggirnar. Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Síðasta kennsluvika í FAS

Áfram flýgur tíminn og nú er komin síðasta kennsluvika annarinnar. Það er því í mörg horn að líta bæði hjá nemendum og kennurum.
Þessa vikuna standa yfir munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Lesa meira

29.11.2015 Fréttir : Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir verkefnastjóra innan rannsóknarsviðs safnsins

Óskað er eftir verkefnastjóra á sviði fornleifafræði, landfræði og/eða jarðfræði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira

26.11.2015 Fréttir : Jarðfræðikort frá ÍSOR

Í dag barst FAS góð gjöf en það er nýútkomið berggrunnskort af Íslandi. Það er fyrirtækið ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir sem gefur kortið. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lesa meira

25.11.2015 Fréttir : JóLaHáTíÐ á Höfn

Nú líður að JóLaHáTíÐ á Höfn sem verður haldin 1. sunnudag í aðventu, þann 29.nóvember n.k!.
Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem markaðir verða opnir frá 13-17 og fyrirtæki á svæðinu bjóða gestum og gangandi velkomin í notalega jólastemmningu
Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Rannsóknarþing

Rannsóknarþing verður haldið þann 26. nóvember í Þekkingasetrinu Nýheimum kl. 16:00-18:00 

Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Tónleikar með Guggunum

Í dag bauð hljómsveitin Guggurnar nemendum Grunnskólans á tónleika í Sindrabæ. Það er óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið, krakkarnir skemmtu sér afar vel  og  voru duglegir  að klappa með. Ekki skemmir fyrir að í hljómsveitinni eru meðal annarra Erna umsjónarkennari í 4. bekk og skólastjórinn okkar hún Þórgunnur en hún á einmitt afmæli í dag. Að tónleikum loknum sungu krakkarnir afmælissönginn fyrir Þórgunni sem bauð öllum upp á afmælissmákökur áður en haldið var heim á leið.

Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna 2015

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2015

Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur í bréfaformi í móttöku Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið vala@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 4708050.
Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 15.desember 2015.
Lesa meira

19.11.2015 Fréttir : Samstarfsamningur undirritaður

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Rauða kross deildarinnar á Hornarfirði, Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar á Höfn og Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins, um samstarf aðila í neyðarvörnum. Lesa meira

17.11.2015 Fréttir : Jólahátíð á Höfn  - Óskað eftir viðburðum og þátttöku á markaði!

Óskum eftir viðburðum og þátttöku á markaði á Jólahátíð á Höfn.
Hægt er að skrá sig til þátttöku á markaði eða með viðburði til 20.nóvember.  Nánari upplýsingar veitir Árdís Erna Halldórsdóttir í síma 470-8009, ardis@hornafjordur.is.
Lesa meira

16.11.2015 Fréttir : Kynningafundir um fjárhagsáætlun 2016

Almennir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnanna þess fyrir árið 2016 verða nk. fimmtudag á Hótel Höfn kl. 12:00 og Hótel Smyrlabjörgum kl. 20:30 Lesa meira

11.11.2015 Fréttir : FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar Lesa meira

10.11.2015 Fréttir : Glæsilegur árangur Þrykkjunnar

SamAust 2015 var haldið með pompi og prakt á Egilsstöðum föstudaginn 6. Nóvember. Félagsmiðstöðin Þrykkjan lagði leið sína austur með 33 ungmenni en þar af voru 12 keppendur, bæði í Stíl og söngkeppni SamAust.

Lesa meira

10.11.2015 Fréttir HSSA : Þjónustukönnun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði

Góð þjónusta við skjólstæðinga er meginmarkmið hverrar heilbrigðisstofnunar og heilbrigðisyfirvalda. Mikilvægt er að kanna viðhorf notenda til þjónustunnar með reglulegum hætti. Næstu tvær vikur mun heilbrigðisstofnunin kanna viðhorf til þjónustunnar á Hornafirði. Spurningalistar munu liggja fyrir í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar fyrir þá sem sækja þjónustu á þessu tímabili. Einnig verða lagðir spurningalistar fyrir þá sem þiggja þjónustu á legudeildum stofnunarinnar og í dagdvöl.

Lesa meira

5.11.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Nýheimar kl. 12:15, föstudaginn 6.nóvember.
Bryndís Björk Hólmarsdóttir kynnir verkefni sem listasafn Svavars Guðnasonar er að vinna að um þessar mundir, en það er skráning og upplýsingaöflun á verkum Bassa, okkar einstaka listamanns.

Allir velkomnir
Lesa meira

5.11.2015 Fréttir : Fréttir af ferðalöngum FAS til Wroclaw

Heldur var nú „Health“ hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað Lesa meira

3.11.2015 Fréttir : Ugla í heimsókn

Í dag komu góðir gestir til okkar á yngra stigið. Það voru þeir Sævar vélstjóri, Sævar kokkur og Óskar, skipverjar á Ásgrími Halldórssyni en þeir komu með branduglu til að sýna nemendum. Hún settist að á skipinu fyrir vestan Reykjanes í síðasta túr, of þreytt og ráðvilt til að vita hvert hún ætti að fara.

Lesa meira

3.11.2015 Fréttir : Styrkumsóknir fyrir árið 2016

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu sveitarfélagsins, Lesa meira

2.11.2015 Fréttir : Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin. Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila og er ljóst að margir aðilar átta sig ekki á umfangi þeirra breytinga sem gera þarf bæði á bókhaldi og verklagi í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Lesa meira

30.10.2015 Fréttir : FAS nemar á leið til Póllands

Á morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn. Lesa meira

30.10.2015 Fréttir : Ung rödd er nýr vefur nemenda FAS

Hópur nemenda í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu hefur opnað vefinn Ung rödd.  Markmiðið með vefnum er að raddir ungs fólks í sveitarfélaginu fái að hljóma og eftir þeim verði tekið. Þessi vefur er verkefni nemenda í fjölmiðlafræði í FAS en stofnun hans er hluti af þátttöku þeirra

Lesa meira

30.10.2015 Fréttir : Lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust

Bæjarstjórn samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld, lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Þær lóðir sem eru lausar á Höfn eru merktar inn á mynd sem er hér með fréttinni. Lesa meira

29.10.2015 Fréttir : Hornafjörður í fimmta sæti sem draumasveitarfélagið

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að sveitarfélagði Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu  og er valið í fimmta sæti sem draumasveitarfélag. Skuldir á íbúa er talið gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga.

Lesa meira

28.10.2015 Fréttir : Safnahelgi á Suðurlandi

Hvað ætlar þú að gera helgina 30. október – 1. nóvember? Hvað með að heimsækja safn, setur eða sýningu og njóta þess sem þar er á boðstólum? Þekkir þú söfnin í þínu nágrenni? Þessa helgi höldum við Safnahelgi á Suðurlandi og bjóðum þér í heimsókn og taktu endilega með þér gesti. Lesa meira

27.10.2015 Fréttir : Dansskóli Jóns Péturs og Köru

Opið danskvöld fyrir fullorðna byrjendur/framhald, verður n.k. miðv. og fimmtudagskvöld  kl. 20:00-21:15 í Heppuskóla (gengið inn í íþróttahúsið).
Lesa meira

26.10.2015 Fréttir : Guðrún Ásdís ráðin verkefnastjóri SASS á Höfn

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Alls sóttu sex um starfið.

Lesa meira

26.10.2015 Fréttir : Vísindadagar í FAS

Líkt og undanfarin ár verður skólastarfið í FAS á þessari önn brotið upp með vísindadögum. Þeir hefjast miðvikudaginn 28. september og standa út vikuna. Lesa meira

23.10.2015 Fréttir HSSA : Varanleg vistun eða ekki – hvað er það sem ræður ?

Færni- og heilsumatsnefnd er nefnd sem sker úr um það hvort einstaklingur sem sækir um varanlega vistun í hjúkrunarrými / dvalarrými eða hvíldarrými fær mat í slíkt úrræði. Lesa meira

22.10.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Leitum eftir leikurum!

Einar Sigurjónsson kynnir flugslysaæfingu Isavia er verður á Hornafjarðarflugvelli laugardaginn 24.október.

Kynningin fer fram í Nýheimum, föstudaginn 23.október kl. 12:15.

Allir Velkomnir!
Lesa meira

22.10.2015 Fréttir : Samstarf menntunar og atvinnulífs - erindin í heild sinni 

Þann 23. september sl. hélt Fræðsluskrifstofa ráðstefnu í Nýheimum sem fjallaði um samstarf milli menntunar og samfélags og atvinnulífs.  Á ráðstefnunni voru flutt tvö erindi, og eftir þau var þáttakendum skipti í hópa sem áttu að koma með hugmyndir fyrir áframhaldandi vinnu að menntastefnu og samtali við atvinnulífið. Lesa meira

21.10.2015 Fréttir : Vantar sjálfboðaliða á flugslysaæfingu á Hornafjarðarflugvelli

Flugslysaæfing verður haldin á Hornafjarðarflugvelli á laugardaginn 24. okt á milli 10-12. Mig langaði að athuga hvort þú hefðir áhuga á að koma og fylgjast með. Þetta er mjög myndrænt þar sem kveiktur er eldur, sjúklingar eru farðaðir sem slasaðir og reynt er að gera þetta á allan hátt sem raunverulegast Lesa meira

20.10.2015 Fréttir : Högni Egilsson í Nýheimum miðvikudagskvöld!

Tónleikar Högna á þessu ferðalagi munu fara fram á minni tónleikastöðum um land allt í því augnamiði að skapa nánd og eftirminnilega stemmingu meðal tónleikagesta.

Flóttinn til Hornafjarðar – Nýheimum – 21.október – kl.20:30
Lesa meira

20.10.2015 Fréttir : Bæjarráði afhent skýrsla um Sjávarþorpið Höfn

Þann 5. október sl. var bæjarráði afhent skýrsla um verkefnið Sjávarþorpið Höfn, en er það afrakstur vinnu áhugahóps um að draga fram helstu sérkenni Hafnar og nota þau sérstaklega til að efla bæinn sem áfangastað ferðamanna og búsetukost. Lesa meira

19.10.2015 Fréttir : ,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri

 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið 25.október kl 11:00 og verður að þessu sinni helgað sögu, náttúrufræði og fornleifafræðirannsóknum í Skaftafellssýslu. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur mun fjalla rannsóknarverkefni sem hún kallar Útræði í Hornafirði frá öndverðu.

Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Miðannarviðtöl og námið framundan

Í síðustu viku fóru fram miðannarviðtöl í FAS en þá hitta nemendur kennara sína og þeir fara saman yfir stöðu mála. Í flestum áföngum er gefið miðannarmat. Þar er hægt að fá þrjár einkunnir; G sem bendir til að nemandi sé í góðum málum, V sem segir að allt sé í lagi en samt hægt að bæta sig. Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Sex sóttu um starf verkefnastjóra SASS á Höfn

Sex sóttu um starf ráðgjafa/verkefnastjóra SASS á Höfn en umsóknarfrestur rann út þann 22. september, unnið erð að úrvinnslu umsókna þessa dagana.

Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Nesjahverfi í dag

Vegna fráveituframkvæmdanna sem fóru fram í sumar verða starfsmenn sveitarfélagsins í Nesjahverfi í dag föstudaginn 16. október, þeir munu skoða hvort regnvatnslagnir séu rétt tengdar við veituna. Lesa meira

15.10.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fræðsluskrifstofu, verður með kynningu um samspil menntunar og atvinnulífs og kynnir m.a. hugmyndir þátttakenda frá ráðstefnunni í september s.l.

Kynningin verður föstudaginn 16.október kl. 12:15 í Nýheimum, Biddý verður með dýrindis síldarhlaðborð í Kaffiteríunni.

Allir Velkomnir!
Lesa meira

14.10.2015 Fréttir : Flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli 24. október

Laugardaginn 24. október nk. stendur fyrir dyrum að halda æfingu á Hornafjarðarflugvelli í viðbrögðum við flugslysi á vellinum. Þetta er gert reglubundið og í samvinnu viðbragðsaðila sem starfa í sveitarfélaginu, Ísavia, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri.  Lesa meira
Áhugaljósmyndasýning 2012

8.10.2015 Fréttir : Til sjós og lands - Dúett í þágu góðs málefnis

Laugardaginn 10. október kl. 19.30 verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum.

Þar verður borðað til góðs og skemmtiatriði í þágu góðs málefnis. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til verkefna í þágu fatlaðara í sveitarfélaginu að höfðu samráð við félagsmálayfirvöld

Lesa meira

8.10.2015 Fréttir : Formleg opnun Fab Lab smiðju í Hornafirði

Margmenni var í Vöruhúsinu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn þegar þeim ánægjulega áfanga var náð að Fab Lab Hornafjörður – Hönnunarsmiðja var opnuð með viðhöfn. Lesa meira

7.10.2015 Fréttir : Á leið á slóðir Kristjáns fjórða

Fimmtudaginn 8. október leggja nemendur í áfanganum DANS2SS05 af stað áleiðis til Kaupmannahafnar ásamt Guðmundi Inga kennara.
Það sem af er vetri hafa nemendur í áfanganum unnið að verkefnum sem tengjast ævi og störfum Kristjáns fjórða Danakonungs Lesa meira

30.9.2015 Fréttir : Dagforeldrar í Suðursveit og Öræfum

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja gerast dagforeldrar í Öræfum eða Suðursveit. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi. Lesa meira

30.9.2015 Fréttir : Staldraðu við og vertu….

Þessa vikuna hefur Bryndís Jóna Jónsdóttir kennari í núvitund verið hjá okkur í FAS. Hún hefur verið með námskeið fyrir krakkana sem taka þátt í nýja samstarfsverkefninu „Your health is your wealth“ sem er styrkt af Erasmus plus. Lesa meira
Frá opnun nýju sundlaugarinnar

30.9.2015 Fréttir : Hreifivika UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ  - “Move Week“ er evrópsk herferð um hreyfingu sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu reglulega. Hér á Hornafirði var boðið upp á ýmsa möguleika í hreyfingu þar á meðal tók sveitarfélagið þátt í sundkeppni sem var á milli 32 sveitarfélaga.

Lesa meira

29.9.2015 Fréttir : Formleg opnun FAB LAB smiðjunnar

Formleg opnun FAB LAB smiðjunnar verður á morgun miðvikudaginn 30. september kl. 16:20 - 17:00 í Vöruhúsinu. Boðið verður upp á kaffi, kökur og leiserristaðar lummur. Verið öll hjartanlega velkomin. Lesa meira

25.9.2015 Fréttir : Vel heppnuð ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs

Miðvikudaginn 23. september hélt Fræðsluskrifstofa ráðstefnu um samspil menntunar og atvinnulífs. Ráðstefnan var haldin í tengslum við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og heppnaðist vonum framar. Lesa meira

25.9.2015 Umhverfisfréttir : Umbúðaplast til endurvinnslu

Nú er kominn nýr farvegur fyrir blandað umbúðaplast til endurvinnslu.

Við getum núna leyft allt umbúðaplast frá heimilum í þennan flokk, blandað umbúðaplast.

Lesa meira

24.9.2015 Fréttir : Margt er okkur hulið

Einn þeirra áfanga sem er kenndur á haustönn í FAS er Inngangur að náttúruvísindum. Þar er mikil áhersla lögð á að skoða umhverfið, hvað býr í því og tengja við námið. Lesa meira

23.9.2015 Fréttir : Swingin' sixties á Hornafirði

Þessa dagana standa yfir æfingar á 14. sýningu Hornfirska skemmtifélagsins en sýningin hefur fengið heitið “Swingin' sixties”.  Í sýningunni munu sex hornfirskir söngvarar og fjögurra manna hljómsveit flytja mörg af bestu lögum sjöunda áratugs síðustu aldar. Lesa meira

22.9.2015 Fréttir : Ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs

Ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs verður haldin í Nýheimum miðvikudaginn 23. september kl. 15:00

Lesa meira

22.9.2015 Fréttir : Auglýsing - Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. September 2015 að gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Lesa meira

20.9.2015 Fréttir HSSA : "Munum þá sem gleyma"

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert. Dagsins er víða minnst til þess að vekja athygli á minnissjúkdómum og þeirri þróun sem er í gangi til að bæta meðferð og lífsgæði þeirra sem þjást af minnissjúkdómum svo sem Alzhekmer. Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) er félagsskapur sem heldur uppi öflugri fræðslu og stuðningi. 

Lesa meira

18.9.2015 Fréttir : Hreyfivikan á Hornafirði 21.-27. september 2015

Sveitarfélagið Hornafjörður og USÚ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ  á ný. Við hvetjum sem flesta til að finna sér sína hreyfingu þessa viku. Í boði er hreyfing fyrir alla. Skiljum bílinn eftir heima og göngum eða hjólum til vinnu alla vikuna. Tökum þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaga landsins en skráningarblað liggur fyrir í Sundlaug Hornafjarðar. Sjá á vef www.umfi.is

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Undirritun þjóðarsáttmála um læsi

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Erla Þórhallsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn í Nýheimum í gær. Undirritunin er staðfestir sameiginlegan vilja til þess að vinna að bættu læsi grunnskólanemenda. En góð færni í læsi er nauðsynlegt til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína sjálfum sér og samfélaginu til heilla.

 

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

Haustið 2009 var farið að bera töluvert á birki- og víðiplöntum um miðbik Skeiðarársands og þá voru settir niður fimm reitir á sandinn. Reitirnir sem hver um sig er 25 m2 voru settir niður svo hægt væri að fylgjast markvisst með þessum breytingum á náttúrunni. Tilgangurinn var líka sá að  fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig en FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt.

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Námskeið stjúptengsla fellur niður vegna dræmrar þátttöku

Fyrirhugað námskeið  Félags stjúpfjölskyldna, í samstarfi við Félagsþjónustu Hornafjarðar,  á morgun 16. september kl. 16 til 18.00 í Heppuskóla fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Þjóðarsáttmáli um læsi

Í gær 14. september var þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Nýheimum.  Að undirrituninni komu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Hornafjarðar og Erla Þórhallsdóttir stjórnarmaður í foreldrafélagi Grunnskóla Hornafjarðar.  

Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Félag stjúpfjölskyldna

samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. 

 

Félag stjúpfjölskyldna, í samstarfi við Félagsþjónustu Hornafjarðar,  býður upp á  ókeypis erindi á Höfn 16. september kl. 16 til 18.00 í Heppuskóla.

Skráning er á stjuptengsl@stjuptengsl.is


Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Fréttir af Kvennakór Hornafjarðar

Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá Kvennakór Hornafjarðar. Aðalfundur var haldinn á 18 ára afmælisdegi kórsins þann 9. September síðastliðinn. 
Að venju  var kosið í margar nefndir eins og gengur og gerist í svona félagsskap því starfið hjá kórnum er mjög fjölbreytt.

Fyrsta æfing kórsins verður  í Sindrabæ mánudaginn 14.sept milli kl 18:00 – 19:00. Æfingar verða á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum út september. Í október þá byrjum við í okkar hefðbundnu rútínu, 40 mínútna raddæfingar á mánudögum og samæfingar á miðvikudögum kl 19:30.
Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Undirritun þjóðarsáttmála um læsi 

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri munu undirrita þjóðarsáttmála um læsi við hátiðlega athöfn í Nýheimum í dag, mánudag 14. september

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Mammút með tónleika á Víkinni!

Hljómsveitin MAMMÚT spilar á Víkinni á Höfn laugardaginn 12. september nk. Húsið opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl 22:00. Miðaverð 3000 kr. 

MAMMÚT er með ferskustu hljómsveitum landsins. Þau hafa spilað mikið að undanförnu innan lands og utan að og við erum svo heppin að fá þau til okkar eftir tónleika í London og áður en þau halda í tónleikaferð um Evrópu með Of Monsters and Men. Þetta eru tónleikar sem enginn má missa af!
Tónleikarnir eru á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar.

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Hafragrauturinn kætir og bætir í FAS

Líkt og á síðasta skólaári gefst nemendum FAS kostur á því að fá sér hafragraut á Nýtorgi í löngu frímínútunum. Þessi tilraun hófst í kjölfar þátttöku í verkefninu Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða ráðgjafa/verkefnastjóra

Ráðgjafi veitir ráðgjöf á starfssvæði SASS sem nær frá Ölfusi í vestri að Hornafirði í austri. Hann vinnur að fjölbreyttum verkefnum og að stefnumótun á sviði byggðaþróunar og nýsköpunar á Suðurlandi.

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Fyrirlestur um geðheilbrigði

Í dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda. Lesa meira

9.9.2015 Fréttir : Aðalfundur 4x4

Aðalfundur Hornafjarðardeildar 4x4 verður haldinn þann 16. september 2015 kl. 20:00 að Víkurbraut  4  í sal Afls, efri hæð. Lesa meira

9.9.2015 Fréttir : Karlakórinn Jökull hefur sitt vetrarstarf

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn 14. september í Hafnarkirkju kl. 20:00. Karlakórinn er að hefja starf sitt snemma að þessu sinn þar sem kórinn stefnir á að taka þátt í Kötlumóti sem er félagsskapur karlakóra á Suðurlandssvæðinu. Lesa meira

8.9.2015 Fréttir : Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 9. sept. kl 20:00 í Nýheimum.

Hvetjum "nýjar" söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins og skoða hvort kórsöngur í skemmtilegum félagsskap sé góður kostur fyrir þær.

Lesa meira

8.9.2015 Fréttir : Samstarfsamningur við Golfklúbbinn

Í gær skrifuðu Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri f.h. sveitarfélagsins og Gísli Páll Björnsson f.h. Golfklúbbs Hornafjarðar undir samstarfssamning. Lesa meira

7.9.2015 Fréttir : Bókasafnsdagurinn 8.september

Minnum á Bókasafnsdaginn á morgun, þriðjudag.

Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira
Frá kynningarfundi í 5. og 6. bekk

7.9.2015 Fréttir : Skólafærninámskeið og kynningarfundir

Þá er skólafærninámskeiðum og kynningarfundum lokið í grunnskólanum. Góð mæting var aá alla fundina og höfðu flestir sem ekki komu löglega afsökun. Það er afar mikilvægt fyrir skólann að hitta foreldrahópinn og ekki síður mikilvægt fyrir foreldra að hittast og ræða saman um málefni barnanna.

Lesa meira

4.9.2015 Fréttir : Áskorun Ungmennaráðs um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi

Ungmennaráð sveitarfélagsins Hornafjarðar hitti bæjarstjórn sveitarfélagsins fyrir fund hennar í gær og afhenti áskorun með um 70 undirskriftum, þar kemur fram að:  

Ungmennaráð Hornafjarðar 2014- 2015 skorar á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar og alla íbúa Hornafjarðar að taka á móti flóttafólki sem nú þurfa á hjálp okkar allra að halda.

Lesa meira

4.9.2015 Fréttir : FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

Síðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Lesa meira

3.9.2015 Fréttir : Auglýsing um starfsmann í Þrykkjuna

Auglýst er eftir starfsmanni í Þrykkjuna, félagsmiðstöð ungmenna. Um er að ræða 30% starfs frá september til loka maí. 

Lesa meira

1.9.2015 Fréttir : Haustganga hjá 5.-10. bekk

Í dag fóru nemendur í 5. -10. bekk í árlega haustgöngu. Að þessu sinni var farið um Krossbæjarskarð, upp úr urðinni fyrir ofan Stórulág og þaðan setti helmingurinn af hópnum stefnuna á Ketillaugarfjall en hinir fóru niður í Þverárgil þar sem síðan allur hópurinn hittist og naut veðurblíðunnar.

Lesa meira

31.8.2015 Fréttir : Þjóðbúningakynning í Nýheimum

Annríki – Þjóðbúningar og skart mun standa fyrir þjóðbúningakynningu í Nýheimum á Höfn, laugardaginn 5.september kl. 13:00-16:00.


Lesa meira

31.8.2015 Fréttir : Pókerklúbburinn auglýsir undamót Íslandskeppninar

Pókerklúbbur Hornafjarðar heldur undanmót fyrir Íslandsmótið í Póker þann 19. september n.k

Þátttaka á mótið kostar 3.500 kr. og geta þeir sem hefja leik en detta út keypt sig aftur inn í mótið eins oft og þeir vilja.

Lesa meira

31.8.2015 Umhverfisfréttir : Reglur um greiðslur fyrir refa- og minkaveiðar

Reglur um refa- og minkaveiði innan sýslumarka Austur-Skaftafellssýslu í heild sinni má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is/reglurogsamþykktir /stjornsysla

Í reglunum kemur skýrt fram að veiðimenn eru ráðnir af sveitarfélaginu og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir veiðar á grenjatímabilinu.

Lesa meira

28.8.2015 Fréttir : Nýnemadagur í FAS

Síðustu ár hefur verið unnið markvisst af því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur. Lesa meira

28.8.2015 Fréttir : Fyrsti skóladagurinn

Þá hafa fyrstu bekkingar lokið fyrstu skóladögunum og ekki annað að heyra en að þeim lítist bara vel á og séu bjartsýn á framhaldið. Þeir voru alveg til í að sitja fyrir á mynd og létu líka fylgja með smá "superman" takta. Skólafærninámskeiðið fyrir foreldra barna í 1. bekk verður  mánudaginn 31. ágúst kl 20:00 í Hafnarskóla.

Lesa meira

28.8.2015 Fréttir : Gott að koma aftur í skólann

Það var ekki annað að sjá en nemendur væru ánægðir að hittast aftur í skólanum að loknu sumarleyfi  enda margir að hitta góða vini aftur eftir langa fjarveru.

Lesa meira

27.8.2015 Fréttir HSSA : Ársskýrsla HSU Hornafirði 2014

Árið 2014 var viðburðaríkt í starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar. Það sem stendur hæst er sameining heilbrigðisstofnana þann 1.október 2014. Við sameiningu breyttist nafn stofnunarinnar úr Heilbrigðisstofnun Suðausturlands í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði.Lesa meira
Garðyrkja

27.8.2015 Umhverfisfréttir : Umhverfisverðlaun 2015

Umhverfisnefnd auglýsir eftir tilnefningum, einstaklingi (um), félagasamstökum, stofnun, fyrirtæki og lögbýlum til sveita, sem hefur með athöfnum sínum og snyrtimennsku verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúru og umhverfi

Lesa meira

27.8.2015 Fréttir : Fjallanám – eitthvað fyrir þig?

Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans Lesa meira

27.8.2015 Umhverfisfréttir : Áræðanleg umhverfismerki

Það getur verið erfitt að rata í umhverfismerkjafrumskóginum þar sem finna má mörg merki sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Engu að síður eru hin áreiðanlegu og altæku umhverfismerki ekki mörg og er auðvelt að leggja þau á minnið

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)