Fréttir

30.1.2015 Fréttir : Lífsstíll í FAS

Eins og áður hefur komið fram tekur FAS þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem Embætti Landlæknis stendur fyrir. Það er fjögurra ára verkefni þar sem aðalmarkmiðið er að bjóða upp á heildræna stefnu í forvarnar- og heilsueflingarmálum sem gagnast til framtíðar Lesa meira

29.1.2015 Fréttir : Nýr samningur við Ríki Vatnajökul undirritaður

Þann 27. janúar s.l. undirrituðu Sveitarfélagið Hornafjörður og Ríki Vatnajökuls ehf. nýjan samstarfsamning um markaðssetningu og kynningu á ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Samningurinn er til fjögurra ára og kemur sveitarfélagið að honum með 4.8 milljóna króna fjárframlagi. Lesa meira

29.1.2015 Fréttir : Hækkun á tómstundastyrk

Fræðslu- og tómstundarnefnd ákvað á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn að leggja til að tómstundastyrkurinn hækkaði um 100%  og verði kr. 40.000 á barn. Einnig að styrkurinn verði greiddur fyrir börn frá 6 - 18 ára en hann var áður fyrir 6 - 16 ára. Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

29.1.2015 Fréttir : Álagningu fasteignagjalda lokið

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá sveitarfélaginu. Álagningaseðlar hafa verið birtir á island.is og þurfa þeir sem nota þá síðu að sækja um íslykil ef þeir eru ekki þegar búnir að því

Lesa meira

28.1.2015 Fréttir : Fuglatalningar í Óslandi 

Um nokkurra ára bil hefur verið unnið að svokölluðum vöktunarverkefnum í FAS. Þau felast í því að fylgjast með ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu og skoða þau á ákveðinn hátt og reyna svo að meta breytingar sem verða Lesa meira

27.1.2015 Fréttir : Samningur við Sindra

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gert nýjan samning við Ungmennafélagið Sindra til fjögurra ára, 2015-2018. Árlegt framlag sveitarfélagsins, fjárframlög og afnot af íþróttamannvirkjum á samningstímabilinu er metið á rúmar 16 milljónir króna. Lesa meira

27.1.2015 Fréttir : Verkefnastjóri Skólaskrifstofu

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir var nýverið ráðin sem verkefnastjóri til eins árs í hlutastarfi hjá Skólaskrifstofu Hornafjarðar. Eyrún er félagsráðgjafi að mennt. Lesa meira

26.1.2015 Fréttir : Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu.

Lesa meira

26.1.2015 Fréttir : Vegagerðin hefur opnað fyrir umsóknir um styrkvegi

Vegagerðinni er heimilt samkvæmt vegalögum að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt sömu lögum, svo kallaða styrkvegi. Heimilt er að styrkja til dæmis vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir, Lesa meira
WOW brochure

26.1.2015 Fréttir : Ríki Vatnajökuls óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur vilja til að ná árangri í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á job.rikivatnajokuls@gmail.com

Lesa meira

26.1.2015 Fréttir HSSA : Hreyfiseðillinn kominn til Hornafjarðar!

Hreyfiseðill - ávísun á hreyfingu er orðinn raunhæfur valkostur innan heilbrigðiskerfisins í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Úrræðið byggir á því að læknar heilsugæslunnar skrifi út hreyfiseðil fyrir þá einstaklinga sem þeir telja að ábending sé fyrir slíkri meðferð. Nú í febrúar mun Einar Smári Þorsteinsson sjúkraþjálfari byrja að taka við hreyfiseðlum en hann verður hreyfistjóri hér á Hornafirði.

Lesa meira

23.1.2015 Fréttir : Fyrirlestur um kynheilbrigði í FAS

Í dag kom í heimsókn Teitur Guðmundsson læknir. Hann flutti fyrirlestur sem öllum nemendum var ætlað að hlusta á um kynheilbrigði. Þar fjallaði hann meðal annars um hvenær fólk byrji venjulegast að stunda kynlíf. Lesa meira

22.1.2015 Fréttir : Nýheimar og CFL 

Þessa dagana eru í heimsókn í Nýheimum góðir gestir frá Söderhamn í Svíþjóð. Þetta eru þær Ann-Sofie Gustafsson og Lotta Svenson sem báðar starfa hjá CFL en sú skammstöfun stendur fyrir Centrum för flexibelt lärande Lesa meira

22.1.2015 Fréttir : Röðin aldei byrjað jafn snemma

Röðin á Þorrablót Hafnar hefur aldrei byrjað jafn snemma og í ár. Sú fyrsta sem mætti í röðina mætti í gærmorgun og bættist eftir það í röðina og eru núna 13 aðilar að bíða fyrir sína hópa og skiptist fólk á vöktum til að létta undir. 

Þorrablótsnefndin hefur að skipa 33 manns

Lesa meira

22.1.2015 Fréttir : Söfnun á landbúnaðarplasti á Mýrum 

Á morgun föstudag 23. janúar verður farið um Mýrar og safnað rúlluplasti. 

Bændur eru beðnir um að hafa plastið hreint og á aðgengileum stað. 
Lesa meira

21.1.2015 Fréttir : Að sunnan hefur göngu sína á N4 í kvöld kl. 18.30.

Spennandi dagskrá í vetur á N4, Að Sunnan, þar sem ýmislegt spennandi frá Sveitarfélaginu Hornafirði mun verða til umfjöllunar ásamt skemmtilegum málefnum frá Suðurlandi. Lesa meira

21.1.2015 Fréttir : Tillaga að Landskipulagsstefnu

Landsskipulagsstefna fyrir allt landið er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er hægt að senda inn athugasemdir fyrir 15. febrúar. Landskipulagsstefna er nýr vettvangur fyrir stefnumótun á landsvísu um skipulagsmál. Með henni gefst betra tækifæri en fyrr til að stilla saman strengi og setja fram sameiginlega sýn og hugmyndir um þróun byggðar og ráðstöfun lands til nýtingar og verndar.

Lesa meira

21.1.2015 Fréttir : Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2015-2024 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Kerfisáætlun er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku
á næstu árum.  Þar er gerð grein fyrir því hverjir séu áhrifaþættir áætlunarinnar. Lesa meira

21.1.2015 Fréttir : Stofnun Hollvinasamtaka Miklagarðs

Kæru Hornfirðingar nær og fjærÍ hartnær 100 ár hefur Mikligarður verið undirstaðan í samfélags- og atvinnuþróun á Höfn og í  Hornafirði. Í honum hefur sagan tekið á sig myndir og skilið eftir minningar hjá flestum þeirra sem hingað komu til vinnu og vertíða.
Stofnfundur Hollvinasamtaka Miklagarðs verður í Nýheimum 21. janúar n.k. kl. 20.00
Lesa meira

19.1.2015 Fréttir : Skipulagsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna 2015

Kæru velunnarar afmælisárs kosningaréttar kvenna á Íslandi!

Í dag, mánudaginn 19. janúar n.k. kl 20.00 verður haldinn skipulagsfundur í Nýheimum vegna viðburða tengda afmælishátíðinni  19. júní 2015.
Allir þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við undirbúninginn eru hvattir til þess að mæta og leggja þessum merkisviðburði lið.

Kærar kveðjur,
Afmælisnefndin
Lesa meira

16.1.2015 Fréttir : Mengun í dag og á morgun

Íbúar sveitarfélagsins eru minntir að fylgjast vel með mengunarupplýsingum, þar sem veðurstofan er búin að gefa út viðvörun að mengun verður suður af Vatnajökli í dag og á morgun. Upplýsingar um mengun er á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/gosupplýsingar eða farið beint á slóð Veðurstofunnar um mengunarupplýsingar í Sveitarfélaginu Hornafirði hér Lesa meira

16.1.2015 Fréttir : Opnun sýningarinnar "Samfélag í mótun" í dag!

Sýningin “Samfélag í mótun” opnar í dag kl. 17.00 í Listasafni Svavars Guðnasonar.
Léttar veitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir!
 
Samfélagið í Hornafirði frá lokum nítjándu aldar fram undir miðbik tuttugustu aldar sem sýnd er í Listasafni Svavars Guðnasonar tekur fyrir sögur í Austur – Skaftafellssýslu þegar samfélagið var í mótun með sínum öru breytingum og myndun og mótun þéttbýlis. Lesa meira

14.1.2015 Fréttir : Sala minningakorta fyrir Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs

Á haustdögum síðasta árs voru minningakortin gerð aðgengileg á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar. Jafnframt hefur verið tekið við pöntunum minningakorta á bæjarskrifstofum Hornafjarðar

Lesa meira

12.1.2015 Fréttir : SAMVERUSTUND og ÞORRABLÓT í EKRUNNI

Það er alltaf eitthvað um að vera hjá Félagi eldri Hornfirðinga í EKRUNNI. Næsta samverustund er föstudaginn 16.janúar kl. 17:00 nefnist stundin Heimsókn frá Þórbergssetri sem Þorbjörg á Hala sér um. Auðvitað verður sungið áður.

Lesa meira

12.1.2015 Fréttir : FAS í Gettu betur í kvöld

Í kvöld hefst Gettu betur í útvarpinu en fyrir jól voru lið dregin saman. Þá kom í ljós að andstæðingar FAS er Kvennaskólinn. Lesa meira

12.1.2015 Fréttir : Þorrablót Hafnar

Nú er farið að styttast ískyggilega mikið í þorrann og þá er komið að hinu árlega þorrablóti okkar Hornfirðinga hér á stór Hornafjarðarsvæðinu. Blótað verður annan dag þorra,  laugardaginn 24. janúar n.k. og hefst miðasala fimmtudaginn 22. janúr kl. 17:00 Lesa meira

12.1.2015 Fréttir : Þrettándabingó Kvenfélagsins Óskar

Þrettándabingó Kvenfélagsins Óskar var haldið að Hrollaugsstöðum laugardagskvöldið 3. janúar síðast liðinn.  Líkt og vanalega var góð mæting og mættu rúmlega 50 manns ungir sem aldnir til að spila um Lesa meira

9.1.2015 Fréttir : Íbúagátt komin í loftið

Hornafjörður stígur stórt skref með því að taka í notkun íbúagátt, sem eru rafrænar dyr að stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Formleg opnun síðunnar var á bæjarstjórnarfundi í gær en frá og með deginum í dag munu íbúar Hornafjarðar hafa aðgang að íbúagáttinni, aðgangur að íbúagáttinni er rafrænn.

Lesa meira

8.1.2015 Fréttir : Áramótakveðja bæjarstjóra

Ágætu Austur- Skaftfellingar.

Við hver áramót horfum við til baka, leggjum dóm á það sem liðið er og hugleiðum hvað framtíðin ber með sér. Þetta gerum við hvert og eitt og setjum okkur síðan markmið sem við ætlum að ná á nýju ári.

Lesa meira

8.1.2015 Fréttir : Olíuleit í FAS

Í dag og á morgun eru nokkrir nemendur í FAS að leita að olíu. Hér er um að ræða tölvuleik sem FAS hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Þessi leikur hefur um langt skeið verið notaður til að kynna þeim sem vilja starfa í olíuiðnaði um hvað olíuleit og olíuvinnsla snýst.

Lesa meira

7.1.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:20. 

Femínistafélag FAS verður með kynningu á félaginu og í framhaldi af því verður stofnfundur. 
Allir velkomnir!
Lesa meira

6.1.2015 Fréttir : Söfnun á landbúnaðarplasti

Farið verður um sveitir og safnað landbúnaðarplasti eftirtalda daga. Ef viðkomandi dagur dugar ekki verður haldið áfram daginn eftir. Eftirfarandi dagsetnignar eru:

Lesa meira

6.1.2015 Fréttir : Tilkynning frá skipulags- og byggingafulltrúa

Skipulags- og byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Hornfjarðar bendir á að 1. janúar 2015 tóku gildi ákvæði laga nr. 160/2010 er varða hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara.

Lesa meira

6.1.2015 Fréttir : Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána

Vegna óhagstæðs veðurútlits hefur verið ákveðið að þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána hefjist klukkan 18:00 í dag.

Lesa meira

5.1.2015 Fréttir : Skólastarf vorannar hafið í FAS

Í morgun hófst skólastarf vorannarinnar í FAS með skólasetningu. Í kjölfarið var klúbbastarf annarinnar kynnt og að því loknu var umsjónarfundur þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Lesa meira

5.1.2015 Fréttir HSSA : Áramótapistill framkvæmdastjóra

Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt líkt og önnur ár. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands hefur verið í föstum skorðum undanfarið ár þrátt fyrir ár óvissu ef svo má segja. 

Lesa meira

5.1.2015 Fréttir : Söfnun á jólatrjám

Söfnun verður á jólatrjám fimmtudaginn 8. janúar eftir kl. 16:00. Mikilvægt er að jólatrén séu á aðgengilegum stað. Þeir sem sjá um að farga sínum trjám er bent á að fara með þau í gámaportið ekki í Ægissíðu.

Einnig verður flugeldarusli safnað á sama tíma og er fólki bent á að hafa það á aðgengilegum stað.

Starfsfólk Áhaldahúss.

Lesa meira

5.1.2015 Fréttir : Opnun heimasíðu Hornafjarðarsafna

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla, langar okkur að tilkynna opnun heimasíðu Hornafjarðarsafna. Síðan var unnin af Hype og Jónu Berglindi Stefánsdóttur.

Hér getið þið farið inn á síðuna.

Kíkið við, oft!
Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)