Fréttir

27.2.2015 Fréttir : Lesið á 9 tungumálum

Þann 21. febrúar var alþjóðlegur móðurmálsdagur. Af því tilefni hófst móðurmálsvika á eldra stigi í Grunnskóla Hornafjarðar og lauk henni í dag 27. febrúar með hátíð þar sem tvítyngdir nemendur lásu á sínu móðurmáli. Undirbúningur dagskrárinnar var í höndum Magnhildar Gísladóttur. Mun fleiri nemendur hafa tekið þátt í undirbúningnum en þeir einir sem lásu, því hvert tungumál sem kynnt var hafði kynni með íslensku að móðurmáli. 

Lesa meira

27.2.2015 Fréttir : Önnin í FAS senn hálfnuð

Það hefur verið mikið um að vera hjá nemendum undanfarnar vikur. Þar bera hæst árshátíð skólans og sýningar á leikritinu Love me do sem er hreint út sagt frábær. Lesa meira
Heppuskóli

25.2.2015 Fréttir : Stóra upplestrarkeppnin

Í dag kepptu nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar til úrslita um hverjir tækju þátt í loka keppninni. Níu nemendur komust í úrslit og eru þau eftirtalin: Bjartur Máni, Björgvin Freyr, Harpa Lind, Ingunn Ósk, Júlíus Aron, Sigursteinn Már, Thelma Ýr, Vigdís María og Þorsteinn. 

Lesa meira

24.2.2015 Fréttir : Námskeið um gæðakerfi á Höfn frestað vegna forfalla

IÐAN fræðslusetur efnir til námskeiðs um gæðakerfi einyrkja og undirverktaka á Höfn í Hornafirði miðvkudaginn 25. febrúar nk. kl. 12.30 - 17.30 í Nýheimum.  Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum sem þurfa að uppfylla ákvæði mannivirkjalaga um gæðakerfi.

Lesa meira

23.2.2015 Fréttir : Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar - tvær helgar í mars

Það styttist í þriðju blús- og rokkhátíðina sem nú mun taka yfir tvær helgar, 6. og 7. mars og 13. og 14. mars. Föstudaginn 6. mars byrjar fjörið með pubquiz undir stjórn Júlla. Daginn eftir verða tónleikar með Jazzcombo Hornafjarða Lesa meira

22.2.2015 Fréttir : Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir fjármálastjóra og atvinnu-og ferðamálafulltrúa

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir lausar stöður, fjármálastjóra og atvinnu-og ferðamálafulltrúa. Starfsmiðlunarfyrirtækið Stráið sér um umsóknarferlið umsóknafrestur er til 9. mars. 

Lesa meira

20.2.2015 Fréttir : Framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna 

Í gær hófust opnir dagar í FAS. Þá er skólabókum ýtt til hliðar um stund og nemendur fást við eitthvað allt annað en dagsdaglega. Fyrir hádegi er hópastarf þar sem nemendur velja sér hóp eftir áhuga Lesa meira

20.2.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Í dag, föstudaginn 20. febrúar kl. 12:15 , mun Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands halda stutt erindi um ýmislegt tengt stjörnuhimninum og ýmsum stjörnuathugunum sem hafa verið gerðar m.a. frá stjörnustöðinni hér á Höfn.

Lesa meira

18.2.2015 Fréttir : Ert þú með hugmynd eða ertu nú þegar í rekstri?

Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS - Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði, er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Fanney veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Lesa meira
Menningarverðlaun 2014

18.2.2015 Fréttir : Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2014.
Tilnefningar skal senda í bréfaformi og skila í móttöku Ráhúss Hornafjarðar Hafnarbraut 27, Höfn eða á netfangið menningarmidstod@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 4708050.
Vinsamlegast sendið tilnefningar eigi síðar en 9. mars 2015.
Tilkynnt verður við hátíðlega athöfn 13. mars n.k. kl. 16.00 hver handhafi menningarverðlauna Hornafjarðar 2014 verður. Einnig mun úthlutun menningarstyrkja vera þennan dag.

Lesa meira

17.2.2015 Fréttir : Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Byggðastofnun auglýst eftir umsóknum í nýjan Byggðarannsóknasjóð.

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki.

Lesa meira

16.2.2015 Fréttir : Af hverju náttúrupassi ?

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í Nýheimum.

Lesa meira

13.2.2015 Fréttir HSSA : Móttaka kvensjúkdómalæknis fellur niður í dag 13. feb

Vegna veðurs verður Arnar Hauksson kvenjúkdómalæknir ekki með móttöku á heilsugæslustöðinni í dag föstudag 13. febrúar. 

13.2.2015 Fréttir : Tíundi bekkur heimsótti FAS

Í gær komu góðir gestir í FAS en það voru nemendur í tíunda bekk grunnskólans. Nokkrir þeirra þekkja skólann orðið ágætlega en um langt skeið hafa nemendur getað tekið bóklegar valgreinar í lok grunnskólans. Lesa meira

12.2.2015 Fréttir : Þrykkjan rís fyrir réttindum kvenna!

Milljarður rís er alþjóðleg herferð þar sem fólk kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og fá að njóta sömu tækifæra og karlmenn. Herferðin hefur notið síaukinna vinsælda síðustu ár en á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum sem dansaði gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira

10.2.2015 Fréttir : Samverustund og ball í Ekrunni

Á föstudaginn er Samverustund í EKRUNNI kl. 17:00. Þar fjalla Hreinn og Kristín um Davíð Stefánsson í tali og tónum. Síðan á sunnudaginn verður dansað í EKRUNNI frá kl. 16:30 til 18:00. Lesa meira

10.2.2015 Fréttir : Frá degi leikskólans á Lönguhólum

Dagur Leikskólans á Lönguhólum fór vel fram. Við fengum börn úr Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn og börn frá Lönguhólum og Krakkakoti fóru í heimsókn í Grunnskóla Hornafjarðar. Lesa meira

10.2.2015 Fréttir HSSA : Leghálskrabbameinsleit í boði allt árið á Hornafirði

Konur á Hornafirði geta nú farið í leghálssýnatöku allt árið. Hægt er að panta tíma á heilsugæslustöðinni alla virka daga í síma 470 8600 hafir þú fengið boðsbréf frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands.

Lesa meira

5.2.2015 Fréttir : Tónleikar - Opið hús

Tónskóli A-Skaft. býður upp á opið hús og tónleika
laugardaginn 7. febrúar milli kl: 11.00 – 15.00
Lesa meira

5.2.2015 Fréttir : Love me do

Strax í upphafi annar hófust æfingar á söngleiknum Love me do. Eins og oft áður er hér um að ræða samvinnuverkefni hjá Leikfélagi Hornafjarðar og FAS. Höfundur og leikstjóri verksins er Stefán Sturla Sigurjónsson. Söngleikurinn er byggður á lögum Bítlanna.  Lesa meira

5.2.2015 Fréttir : "Sjö bátar" eftir Hlyn Pálmason tilnefnd til Edduverðlaunanna

Stuttmyndin „Sjö bátar“ eftir Hlyn Pálmason hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna í flokknum „Besta stuttmyndin“.„Seven boats/Sjö bátar“ hefur verið sýnd á mörgum hátíðum út um allan heim og var hún sérstaklega valin til sýnis fyrir Margréti Danadrottningu í Zagreb í Króatíu.
Lesa meira

3.2.2015 Fréttir : Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2015

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.

Lesa meira

2.2.2015 Fréttir : Kátt á hjalla í Ekrunni á þorrablóti FEH

Þorrablót Félags eldri Hornfirðinga var haldið í félagsmiðstöðinni Ekrunni sl. föstudagskvöld.           

Góð mæting var og gleði ríkti meðal gesta.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)