Fréttir

Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2015

3.2.2015 Fréttir

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.

Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umyrðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

Ráðnir verða fimm einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum sveitarfélagsins.

Umsóknareyðublöð má finna hér

Umsóknum skal skila á netfangið svafamjoll@hornafjordur.is fyrir 23. febrúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Svafa Mjöll á svafamjoll@hornafjordur.is eða í síma 847-8883.

 

Þeir sem búnir eru að sækja um nú þegar þurfa ekki að skila inn annarri umsókn.  

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)