Fréttir

31.3.2015 Fréttir : Komum saman og syngjum!

Ef þú hefur gaman af að syngja þá er þetta eitthvað fyrir þig. Samsöngur í Safnaðarheimili Hafnarkirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 17.00. Þetta er hugsað fyrir fólk á öllum aldri, bæði fullorðna og börn. Lesa meira

30.3.2015 Fréttir : Baráttan um Brauðið -Tónleikar í Þórbergssetri fimmtudaginn 2. apríl kl 14:00

Í dymbilviku munu góðir gestir heimsækja Suðurlandið. Þetta er þýski þjóðlagahópurinn Die Marbacher sem halda mun þrenna tónleika á Suðurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Oddakirkju þriðjudagskvöldið 31. mars Lesa meira

27.3.2015 Fréttir : Auglýsing - Leyfi til nýtingar við Fjallsárlón

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkti nýtt deiliskipulag við austurbakka Fjallsárlóns á Breiðamerkursandi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðið er í þjóðlendu við Fjallsárlón og hefur landnúmerið  222267.

Lesa meira

26.3.2015 Fréttir : Vísindatorg í Nýheimum.

Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi standa á næstu vikum fyrir öflugu og fjölbreyttu átaki með kynningu á þeim margvíslegu leiðum sem bjóðast í menntamálum. Einn liður í því átaki er að setja upp svokallað Vísindatorg sem staðsett verður í Nýheimum á morgun Lesa meira

24.3.2015 Fréttir : Viðburðardagatal

Viðburðardagatal hefur verið sett upp á heimasíðu Vöruhússins. Lengi hefur verið þörf á því að hægt sé að fletta upp öllum viðburðum sem eiga sér stað á Hornafirði og í nærsveitum. Ekki síst til þess að koma í veg fyrir að viðburðir lendi á sama tíma. Lesa meira

24.3.2015 Fréttir : Fréttir af ferðalöngum í Tríer

Síðasta miðvikudag hélt hópur þýskunemenda frá ME og FAS ásamt tveimur kennurum af stað áleiðis til Þýskalands en samstarf þessara skóla við Max Plank Gymnasium í Tríer hefur verið um margra ára skeið. Lesa meira

19.3.2015 Fréttir : Samningur við Slysavarnardeild Öræfa

Sveitarfélagið hefur gert styrktarsamning við Slysavarnardeild Öræfa (SÖ), með samningnum er

 ætlað að efla samstarf Sveitafélagsins Hornafjarðar og Slysavarnadeildar Öræfa. Þannig að stuðlað sé að öflugu almannavarna, forvarnar-, félags- og öryggisstarf í sveitarfélaginu. 

Lesa meira

19.3.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Helga Árnadóttir segir frá starfi þjóðgarðsvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði í Nýheimum n.k. föstudag kl. 12:15.

Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira

18.3.2015 Fréttir : Árshátíð grunnskólans og Fúsi froskagleypir

Klukkan 17:00 í dag verður árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar haldin í íþróttahúsinu. Að þessu sinni er það Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard sem krakkarnir spreyta sig á. Tónlistin er eftir Jóhann Morávek og leikstjórn er í höndum Kristínar G. Gestsdóttur. Aðgangseyrir er kr. 500 en þó aldrei meira en 1.000 kr. á fjölskyldu. Sjáumst hress og kát í íþróttahúsinu.

Lesa meira

18.3.2015 Fréttir : Fermingaskeyti

Nú líður að fermingum í sveitarfélaginu og eins og undanfarin ár mun Kvennakór Hornafjarðar sjá um sölu á heillaóskaskeytum. Hægt er að hafa samband við Eyrúnu Axelsdóttur og Snæfríði Hlín Svavarsdóttur Lesa meira

17.3.2015 Fréttir : Nám í fjallamennsku endurskipulagt

Undanfarnar vikur hefur námið í fjallamensku í FAS verið endurskoðað og skipulagi breytt. Það eru þau Bryndís Ósk Björnsdóttir og Hörður Míó Ólafsson sem hafa unnið að breyttu skipulagi ásamt Zophoníasi skólameistara. Lesa meira

17.3.2015 Fréttir : Hlynur Pálmason hlaut Menningarverðlaunin fyrir árið 2014

Föstudaginn 13.mars s.l. voru menningarverðlaun Hornafjarðar og styrkir afhentir við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Það er Menningarmálanefnd sem velur verðlaunahafa úr hópi tilnefndra og voru níu tilnefningar sem bárust að þessu sinni.


Lesa meira

16.3.2015 Fréttir : Líf og fjör í Ekrunni

Það er alltaf líf og fjör í félagsmiðstöðinni Ekrunni. Hannyrðir,spil og líkamsrækt er stunduð. Nýhafin er þriggja kvöld félagsvist,samverustund er tvisvar í mánuð þá koma góðir gestir í heimsókn með ýmislegt skemmtiefni Lesa meira
Þórbergssetur

15.3.2015 Fréttir : Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 22. mars 2015

Sunnudaginn 22. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. 

Lesa meira

14.3.2015 Fréttir : Árshátíðarundirbúningur, Fúsi froskagleypir

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á fullu. Nemendur 1.,3., 5., 7., 9. og 10. bekkjar sjá um leik og söng og eru stífar æfingar þessa dagana. Gert hefur verið hlé á hefðbundnum smiðjum í þrjár vikur og í staðinn vinna nemendur í árshátíðarsmiðjum en þar eru útbúnir leikmunir, búningar, sviðsmyndin, veitingar og fleira sem þarf  fyrir okkar árlegu árshátíð sem fram fer í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. mars kl 17:00

Lesa meira
Blus2015

13.3.2015 Fréttir : Blús og rokkhátíð á laugardag

Vegna afleitrar veðurspár komast Mammút og Blúsmenn Andreu ekki til okkar að þessu sinni en munu heimsækja okkur síðar. 

Lesa meira

12.3.2015 Fréttir : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin 11. mars sl. í Hafnarkirkju. Þetta er fimmtánda árið sem Stóra upplestrarkeppnin er haldin hér en keppnin hefst á degi íslenskra tungu, 16. nóvember ár hvert.

Lesa meira

11.3.2015 Fréttir : Slökkvitækjaþjónusta Rafhorns

Rafhorn veitir slökkvitækjaþjónustu fyrir Austur-Skaftafellssýslu.

Hjörtur er þessa dagana á fullu að taka slökkvitæki í skoðun fyrir fyrirtæki, heimili og bíla.
Lesa meira

11.3.2015 Fréttir : Lista- og handverkskonur í Hornafirði!

Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir þátttakendum á sýningu lista– og handverkskvenna í Hornafirði vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna. 

Lesa meira

10.3.2015 Fréttir : Menntalest Suðurlands væntanleg 

Í morgun kynntu ýmsir háskólar á Íslandi starfsemi sína. Það má með sanni segja að þeim hafi verið vel tekið því Nýtorg iðaði af mannlíf á meðan á kynningunni stóð. Lesa meira
Heppuskóli

10.3.2015 Fréttir : Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarkirkju

Miðvikudaginn 11. mars kl. 14:00 verður Stóra upplestrarkeppnin haldin við hátíðlega athöfn í Hafnarkirkju og bjóðum við alla velkomna. Á hátíðinni munu nemendur  7. bekkjar lesa brot úr skáldverki og ljóð. Keppendur í ár eru 13 talsins og koma frá Grunnskóla Hornafjarðar, Grunnskólanum í Hofgarði og Grunnskóla Djúpavogs.  

Lesa meira

9.3.2015 Fréttir : „Sóum minna – nýtum meira“ Ráðstefna um lífrænan úrgang

„Sóum minna – nýtum meira“

Ráðstefna um lífrænan úrgang


Gunnarsholti á Rangárvöllum 
20. mars 2015 kl. 10-17

 


Lesa meira

9.3.2015 Fréttir : Sjávarþorpið Höfn heldur áfram - Nýheimar fimmtudaginn 12. mars kl.15:00 - 17:00

Fimmtudaginn 12. mars mun „Sjávarþorpið Höfn“ halda áfram. Fundurinn verður haldinn í Nýheimum kl. 15:00 og er öllum áhugasömum boðið að taka þátt. Hugmyndin er að koma af stað verkefnum sem munu styrkja Höfn sem búsetukost og áfangastað Lesa meira

9.3.2015 Fréttir : Háskóladagurinn á Höfn 

Það verður mikið um að vera í Nýheimum á morgun þriðjudaginn 10. mars en þá munu háskólar landsins standa að kynningu á því háskólanámi sem að stendur til boða eftir stúdentspróf. Lesa meira

6.3.2015 Fréttir : Samtökin 78 með kynningarfund í FAS 

Síðustu daga hefur Ugla Stefanía Jónsdóttir frá Samtökunum 78 verið í heimsókn á Höfn og haldið kynningarfundi fyrir ungt fólk og þá sem starfa með ungu fólki. En Samtökin 78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)