Fréttir

30.4.2015 Fréttir HSSA : Nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild

Ásgerður Gylfadóttir hefur verið ráðin sem nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSu á Hornafirði. Ásgerður er okkur góðkunn en hún hefur gegnt þessu starfi um árabil.

Lesa meira

30.4.2015 Fréttir HSSA : Málþing um öldrun og heilbrigði á Hornafirði 

Sveitarfélagið Hornafjörður og Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði standa fyrir málþingi um öldrun og heilbrigði þan 6. maí 2015. Fjallað verður um mismunandi hliðar öldrunar. Málþingið verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði

Lesa meira

30.4.2015 Fréttir : Laus staða flokkstjóra í vinnuskóla og umsjónarmanns skólagarða

Vegna forfalla vantar einn flokksstjóra í Vinnuskóla sveitarfélagsins, starfið er fjölbreytt þar sem flokkstjórar leiðbeina ungmennum við hirðingu og ýmis önnur störf.

Einnig er auglýst eftir umsjónarmanni skólagarða

Lesa meira
Garðyrkja

29.4.2015 Fréttir : Garðlöndin tilbúin

Garðlönd sveitarfélagsins eru tilbúin til notkunar fyrir íbúa sveitarfélagsins, fólk má mæta á staðin og merkja svæði sér að kostnaðarlausu og rækta sitt eigið grænmeti.

Garðlöndin eru fyrir neðan brennuhólinn.


Lesa meira

29.4.2015 Fréttir : Uppbyggingasjóður Suðurlandsa

Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Suðurlands verður haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 30.apríl kl. 12.00.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um styrk úthlutun sjóðsins í vor eru hvattir sérstaklega til að mæta
. Nánari upplýsingar um styrki og úthlutunarreglur má finna á www.sudurland.is.

Lesa meira

29.4.2015 Fréttir : Lifandi bókasafn í Nýheimum

Laugardaginn 2. maí milli kl. 13-16 verður lifandi bókasafn í Nýheimum þar er hægt að nálgast lifandi bækur sem segja sögu sína. Bókatitlar byggja á fordómum samfélagsins sem við getum lært að kynnast og skilja.

Veitingar frá Pakkhúsinu.
Komdu og fáðu þér lifandi bók!
Lesa meira
Leikskólinn Krakkakot

28.4.2015 Fréttir : Tilkynning um rekstrareiningu leikskólamála

Greining KPMG ( sem er endurskoðandi sveitarfélagsins) á mismundandi rekstrarformi og skipulagi leikskólamála á Höfn er lokið og hana er hægt að lesa hér.

Lesa meira

28.4.2015 Fréttir : Verkefnakynning nemenda FAS

Miðvikudaginn 29. apríl nk. munu nemendur skólans kynna lokaverkefni sín í líffræði, íslensku og hug- og félagsvísindum. Kynningarnar verða í fyrirlestrasal Nýheima. Lesa meira
Matjurtargarður

28.4.2015 Fréttir : Örnámskeið – Þrisvar á þriðjudögum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður með röð námskeiða í maí á Höfn í Hornafirði.

Frábær námskeið fyrir þá sem vilja finna hugmyndir að viðskiptatækifærum, meta hugmyndir, selja vöruna eða skrifa umsóknir.

Lesa meira

28.4.2015 Fréttir : Tilkynning

Í dag kl 18:00 verða viðbragðaðilar á Höfn með stórslysa æfingu á æfingarsvæði slökkviliðsins sem er við slökkvistöðina, búast má við að sjá neyðarflutningatæki okkar á ferð á þessum tíma við æfingarsvæðið þann tíma sem æfingin stendur yfir.

Lesa meira
Hjúkrunardeild

28.4.2015 Fréttir : Málþing um öldrun og heilbrigði

Sveitarfélagið Hornafjörður og Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði standa fyrir málþingi um öldrun og heilbrigði þann 6 maí 2015. Fjallað verður um mismunandi hliðar öldrunar. Málþingið verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði.

Lesa meira

27.4.2015 Fréttir : Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Netaloftið við hlið Miklagarðs í fóstur

Við höfnina hefur verið lagður grunnur að endurgerð elstu byggðarinnar á Höfn. Þar eru áhugaverðir möguleikar á uppbyggingu í þjónustu við ferðamenn, í sambýli söguminja og nútíma atvinnuhátta – í heillegri þyrpingu gamalla húsa og endurgerða. Lesa meira

27.4.2015 Fréttir : Menningarfulltrúi Suðurlands í Nýheimum

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, verður til viðtals og ráðgjafar í Nýheimum á miðvikudaginn 29.apríl í tengslum við umsóknir um menningarstyrki í Uppbyggingarsjóð Suðurlands  http://www.sudurland.is


Það má bóka tíma hjá henni í gegnum dorothee@sudurland.is 

Lesa meira

27.4.2015 Fréttir : Hádegistónleikar í Nýheimum

“Bjór, Tribbjút og ókeypis pulsur”

Tribbjút/heiðursstandöpptónleikaferð Kára Viðarssonar til heiðurs og í minningu um góðan bíl.


Tónleikar hefjast kl. 12:15 í Nýheimum.

Allir velkomnir

Lesa meira

21.4.2015 Fréttir : Bæjarráð og hafnarstjórn átelur stjórnsýslu ríkisins

Bæjarráð og hafnarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar átelur stjórnsýslu ríkisins vegna lækkunar á fjármagni til viðhaldsdýpkunar Hornafjarðarhafna. Lesa meira

20.4.2015 Fréttir : Tímabundinn afsláttur af lóðargjöldum

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl nýjar reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Markmið reglnanna er að ýta undir nýbyggingar í sveitarfélaginu.

Lesa meira

17.4.2015 Fréttir : Lifandi bókasafn

Laugardaginn 2. maí verður lifandi bókasafn í Nýheimum þar er hægt að nálgast lifandi bækur sem segja sögu sína. Bókatitlar byggja á fordómum samfélagsins sem við getum lært að kynnast og skilja.

Lesa meira

17.4.2015 Fréttir : Lausar stöður við Heilsuleikskólann Krakkakot

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum í 100 % stöður frá 1.maí og einnig frá 11.ágúst 2015. Um framtíðarstörf er að ræða. Krakkakot er 3 deilda heilsuleikskóli og starfar eftir viðmiðum Samtaka heilsuleikskóla. Lesa meira

16.4.2015 Fréttir : Íslenska eldhúsið – fyrirlestur í fjarfundi á Höfn 21. Apríl

Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill restaurant verður með fyrirlestur á  Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:30-22:00. Fyrirlesturinn verður sendur út í gegnum fjarfund Lesa meira

16.4.2015 Fréttir : Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 12. maí.

Lesa meira

15.4.2015 Fréttir : Syngjum saman

Samsöngur í Safnaðarheimili Hafnarkirkju

kl. 17.00 – 17.40 alla miðvikudaga í apríl.

Þetta er hugsað fyrir fólk á öllum aldri

Lesa meira

14.4.2015 Fréttir : Strákar/karlar og stúlkur/konur !

Langar ykkur  í fjölbreytta og skemmtilega vinnu í sumar ?

Þar sem unnin eru  fjölbreytt störf með frábæru  fólki, með möguleika á  allskonar skemmtilegum verkefnum eins og að fara í sund, göngu, að veiða, á kaffihús og margt fleira.

Lesa meira

14.4.2015 Fréttir : Reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda

Bæjarstórn samþykkti á síðasta fundi sínum nýjar reglur um tímabundna niðurfellingu gatngerðargjalda. Með reglunum eru gatnagerðargjöld tímabundið felld niður af tilbúnum lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis.

Lesa meira

14.4.2015 Fréttir : Hreinsunardagar

Hreinsunardagar á Höfn og í Nesjum eru 13 - 20. apríl tökum höndum saman og gerum:

Hreint umhverfi - gott mannlíf !

Lesa meira
Leikskóladagurinn 2009

14.4.2015 Fréttir : Fundur vegna könnunar um rekstrarform leikskóla

Ákveðið hefur verið að kanna viðhorf  starfsfólks og foreldra/forráðamanna ungra barna til rekstrarforms leikskólanna á Höfn og hugsanlegra breytinga á því formi. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands hefur verið fengin til verksins en könnunin verður rafræn og stefnt að því að ljúka henni nú á vorönn 2015.

Lesa meira

13.4.2015 Fréttir : Frábærir tónleikar hjá kór MH

Það hafa heldur betur verið góðir gestir á Hornafirði síðustu daga. Þar er á ferðinni kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem ákvað að fara í tónleikaferðalag um Suðausturland. Í kórnum eru rúmlega áttatíu nemendur Lesa meira

10.4.2015 Skipulag : Auglýsing um deiliskipulag Höfnin - Ósland

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2015 tillögu að nýju deiliskipulagi við Höfnina – Ósland á Höfn svk. 41. gr. skipulagslga nr. 123/2010.

Lesa meira

9.4.2015 Fréttir : Söngkeppni framhaldsskólanna

Eins og margir eflaust muna eftir var það hún Yrsa Ír sem fagnaði sigri í undankeppni FAS sem fór fram í nóvember síðast liðnum. Þar spilaði Birkir Þór undir á hljómborð. Þau munu vera með sama atriði á lokakeppninni. RUV mun sýna alla keppnina.

Lesa meira

7.4.2015 Fréttir : Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri 11.- 12. apríl

Þann 1. apríl síðast liðinn hefði Torfi Steinþórsson á Hala orðið 100 ára ef honum hefði auðnast líf svo lengi. Torfi var mikill áhugamaður um bridge og stóð fyrir spilamennsku í Suðursveit áratugum saman. Lesa meira

1.4.2015 Umhverfisfréttir : Ný flokkunarstöð við Gáruna 

Íbúum sveitarfélagsins er bent á að búið að setja upp flokkunarkrá við Gáruna. Þar er hægt að flokka sorp allan sólarhringinn alla daga ársin

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)