Fréttir

29.5.2015 Fréttir : Já það er fjör...

Nú er farið skólastarfið hjá Grunnskóla Hornafjarðar senn að ljúka og nemendur fá hið kærkomna sumarfrí sem vonandi verður hlýtt og gott. Ýmislegt hefur verið til gamans gert á síðustu dögum og nemendur verið að ljúka hinum ýmsu verkefnum með sýningum og leyft samnemendum að njóta afrakstursins. Í vikunni voru nemendur í Götuleikhússmiðju sem Magnhildur Gísladóttur sá um með sýningu utandyra í blíðskaparveðri þar sem sjá mátti eldspúandi nemendur og kennara við trumbuslátt og tónlist. Dansfjörhópurinn sem Eva Rán Ragnarsdóttir sér um lét sitt ekki eftir liggja og tók sporið við mikinn fögnuð nærstaddra.

Lesa meira

29.5.2015 Fréttir : Fréttatilkynning HSU Hornafirði vegna verkfallsaðgerða heilbrigðisstétta

Nú stendur yfir verkfall hjá félögum í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og einnig hjá fjölmörgum félögum innan BHM. Um er að ræða verkföll hjá starfsmönnum stofnana í ríkisrekstri. Lesa meira

28.5.2015 Fréttir : Heima er best – vel heppnaður matvælaviðburður

Sannkallaður sælkeradagur var haldinn að Hólmi á Mýrum miðvikudaginn 20. maí. Viðburðurinn var ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að auka veg matvæla úr héraði og var hann vel sóttur jafnt af bændum, aðilum úr ferðaþjónustu, veitingamönnum og matvælaframleiðendum. Lesa meira

26.5.2015 Fréttir : Hádegisverðarfundur Íslandsbanka

Fréttatilkynning.

Nýverið gaf Íslandsbanki í fyrsta skipti út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Það er þeirra von að skýrslan sé gagnleg og góð viðbót við umfjöllun um ferðaþjónustu á Íslandi og nái markmiði sínu, að gera lesendur fróðari um þessa mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein þjóðarinnar.

Lesa meira

26.5.2015 Fréttir : Ferðir Strætó sem falla niður vegna verkfalla

Starfsgreinasambandið hefur boðað til verkfalla dagana 28. og 29. maí og ótímabundins verkfalls frá og með 6. júní. Komi til boðaðra verkfalla falla niður ferðir á eftirtöldum leiðum
Strætó á verkfallsdögum:

Lesa meira

24.5.2015 Fréttir : Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 13 stúdentar, þrír nemendur af Fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar. Lesa meira

22.5.2015 Fréttir : Dagforeldri óskast

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi til að taka að sér daggæslu í heimahúsi. Vistunartími getur verið á bilinu kl. 7:00 - 19:00 en vakin er athygli á að niðurgreiðslur til foreldra eru að hámarki fyrir 8 kl.st. vistun á dag. Lesa meira

18.5.2015 Fréttir : Ragna Stefánsdóttir 100 ára

Elsti Hornfirðingurinn Ragna Stefánsdóttir ljósmóðir var 100 ára þann 16. maí sl, Ragna er fædd á Hlíð í Lóni foreldrar hennar voru Stefán Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Haustið 1930 fór Ragna til Reykjavíkur að stunda ljósmæðranám og var í eitt ár.

Lesa meira

16.5.2015 Fréttir : Atvinnustefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar – spurningakönnun fyrir íbúa

Íbúar athugið!

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur nú að gerð atvinnustefnu þar sem leitast verður við að móta framtíðarsýn fyrir atvinnumál í sveitarfélaginu með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa og rekstrarskilyrði fyrirtækja sem og frumkvöðla á staðnum.

Lesa meira

15.5.2015 Fréttir : Útskriftarferð

Við í 10.bekk Grunnskóla Hornafjarðar fórum í útskriftarferðina okkar síðastliðinn mánudag. Við byrjuðum á að fara í klettaklifur á Hnappavöllum með honum Einari. Þrátt fyrir pínu vind þá gekk allt eins og í sögu og allir skemmtu sér vel, þá aðallega þegar kennararnir sýndu sína einstöku takta. Þaðan var haldið í Skaftafell þar sem við hittum Jón og Védísi hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Þar fengum við lánaða brodda undir skóna og ísaxir til að nota á jöklinum. Við fórum á  2 rútum upp að Svínafellsjökli og gengum í 2 hópum upp á hann ásamt Jóni og Védísi.

Lesa meira

15.5.2015 Fréttir : Sterk stað Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagður fram og samþykktur í bæjarstjórn þann 13. maí 2015. Í skýrslu endurskoðenda sveitarfélagsins kemur fram að áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi jákvæðri rekstrarafkomu bæði hjá A og B hluta.

Lesa meira

15.5.2015 Fréttir : Málþing um heilbrigði og öldrun - samantekt

Vel heppnað málþing um öldrun og heilbrigði var haldið á vegum Sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði þann 6. maí. Yfir 70 manns sóttu málþingið á Hótel Höfn. Þema málþingsins var staða eldra fólks á Íslandi, hvernig hægt er að eldast á heilbrigðan hátt.

Lesa meira

15.5.2015 Fréttir : Starfi vorannar í FAS lýkur senn

Nú standa yfir síðustu prófin á vorönninni. Kennarar eru í óðaönn að fara yfir próf og verkefni og reikna út lokaeinkunnir.
Mánudaginn 18. maí eiga allar einkunnir að vera komnar í Innu.

Lesa meira

13.5.2015 Fréttir : Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika sína í Nýheimum laugadaginn 16. maí kl. 12:00. Boðið verður upp á "bröns" að hætti kvennakórskvenna og nýr kórbúningur frumsýndur. 

Lesa meira

13.5.2015 Fréttir : Samfélag í mótun

Nú fer að líða að lokum sýningarinnar „Samfélag í mótun“ í Listasafni Svavars Guðnasonar en hún verður tekin niður á næstu dögum. Af því tilefni ætlar starfsfólk Hornafjarðarsafna að bjóða uppá leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 17.maí frá 13:00 til 15:00.


Kaffi á könnunni og Malt í glasi!

Allir velkomnir
Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

11.5.2015 Fréttir : Atvinnustefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur nú að gerð atvinnustefnu þar sem leitast verður við að móta framtíðarsýn fyrir atvinnumál í sveitarfélaginu með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa og rekstrarskilyrði fyrirtækja sem og frumkvöðla á staðnum. Lesa meira

8.5.2015 Fréttir : FAS stofnun ársins hjá SFR

Á hverju ári stendur SFR sem er stéttarfélag í almannaþjónustu fyrir könnun á meðal félagsmanna um hvernig þeir meti sinn vinnustað. Þar eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt.

Lesa meira

8.5.2015 Fréttir : Góðir gestir 

Eldra stig Grunnskóla Hornafjarðar fékk góða og skemmtilega heimsókn en þar voru á ferðinni Háskólalestin og Háskóli unga fólksins. Einn kennsludagur var lagður undir heimsóknina og boðið upp á 9 mismunandi námskeið og sótti hver nemandi þrjú. Óhætt er að segja að námskeiðin hafi verið fjölbreytt og spannað vítt svið og höfðu nemendur sem og starfsfólk hafa bæði gagn og gaman af. Boðið var upp á eðlisfræði þar sem fjallað var um undur ljóssins, efnafræði á tilraunastofu, forritun, japanska menningu, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði, vindmyllusmíði, biophilia tónvísindasmiðju og vísindaheimspeki.

Lesa meira

5.5.2015 Fréttir : Evrópsk kvikmyndahátíð á Höfn 16. maí

Danskar ofurhetjur, finnskir pönkarar, sérstakur fílupúki, skoskir sjómenn, írskur prestur í lífshættu, Hross í Oss og París Norðursins, evrópskar kvikmyndir í hæsta gæðaflokki!

ÓKEYPIS ER INN Á ALLA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR
Sýningartímar eru kl 16:00, 18:00 og 20:00
16. maí – Höfn í Hornafirði - Sindrabær
Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)