Fréttir

29.6.2015 Fréttir : Barnastarfið lúruveiði 

Vegna slæmrar veðurspár er lúðuveiðinni sem átti að vera á morgun þriðjudag frestað til miðvikudags 1.júlí.  Skráning á bókasafni í síma 4708050

26.6.2015 Fréttir : Frétt frá opnun gönguleiðarinnar Breiðármörk

Mikil uppbygging er í ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði og er nú jafnt unnið að því að auka afþreyingu á svæðinu sem og aðra þjónustu við ferðamenn. Liður í því er að byggja heildstæða gönguleið í sveitarfélaginu og síðastliðinn miðvikudag kom Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í heimsókn til okkar og vígði gönguleiðina Breiðármörk

Lesa meira

26.6.2015 Fréttir : Barnastarf Hornafjarðarsafna

Farið var út á Ægisíðu og margt skemmtilegt skoðað og mikið speglúrað.

Lesa meira

24.6.2015 Fréttir : Gróðurseting trjáa til heiðurs Vigdísi, fyrsta kona sem þjóðkjörin forseti í heimi

Um 200 birkitré verða gróðursett um land allt á laugardaginn. Þetta er í tilefni þess að 29. júní eru liðin 35 ár síðan að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Skógræktarfélag Austur- Skaftafellsýslu mun standa fyrir atburðinum ásamt Kvennakór Hornafjarðar laugardagskvöldið 27. júní á Höfn.

Lesa meira

24.6.2015 Fréttir : Dagskrá Humarhátíðar 2015

Vegleg dagskrá Humarhátíðar er komin fram - en hátíðin fer fram dagana 25.-28. júní 2015.

Steindi Jr. og Auddi munu sjá um að skemmta hornfirðingum og gestum þessa helgi. Aðalhátíðarsvæðið verður á Miklagarðsbryggjunni þar sem skemmtun og veitingasala mun fara fram.

Lesa meira
Ragnhildur_Magnusdottir

23.6.2015 Fréttir : Kvensjúkdómalæknir á Höfn 29.-30. júní

Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Höfn 29. -30. júní. Tímapantanir í síma 470-8600.

Lesa meira

23.6.2015 Fréttir : Hreinn bær á Humarhátíð

Tökum höndum saman – hreinn bær á Humarhátíð.

Nú er Humarhátíð á næsta leyti og í því tilefni ætlar Vinnuskólinn að leggja íbúum lið og taka ruslapoka/garðaúrgang sem settir verða á lóðamörkin á sjáanlegum stöðum.

Lesa meira

22.6.2015 Fréttir : Fyrsti hluti Jöklastígsins formlega opnaður á miðvikudag

Sveitarfélagið Hornafjörður býður til athafnar við Fjallsárlón vegna opnunar á gönguleiðinni Breiðármörk miðvikudaginn 24. júní kl. 12:00.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar gönguleiðina formlega og að lokinni dagskrá er gestum boðið til kaffisamsætis í Þórbergssetri.

Lesa meira

22.6.2015 Fréttir : Humarhátíð hefst á fimmtudag

Humarhátíð á Höfn verður haldin dagana 25 - 28. júní humarsúpa verður um allan bæ og glæsileg dagskrá sem er á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Íbúar eru hvattir til að undirbúa skreytingu á húsum sínum. Auddi og Steindi Jr. munu skemmta alla helgina.

Lesa meira
Hvannadalshnjúkur, séð í austur

22.6.2015 Fréttir : Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði 21.-26. júní 2015

Þessa vikuna sitja tæplega 120 jöklafræðingar ráðstefnu Alþjóðlega jöklafræðifélagsins (International glaciological society) hér á Hornafirði. Áhersluefnið eru vatna- og eðlisfræði jökla í víðu samhengi Lesa meira

22.6.2015 Fréttir :  Barnastarf Hornafjarðasafna "Verstöðin á Ægissíðu"

Á morgun, þriðjudaginn 23.júní, förum við í gönguferð til að skoða rústir verstöðvarinnar í Ægissíðu,  Skráning er í síma 470 8050 og á bókasafninu, Lagt verður af stað frá Nýheimum kl. 13:00


Humarskvísa

20.6.2015 Fréttir : Þjóðakvöld Kvennakórsins

Árlegt Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar verður haldið hátíðlegt í Mánagarði fimmtudaginn 25. júní. Nú í ár verður athyglinni beint að Bretlandi en Kórinn hefur haft í nógu að snúast við að sanka að sér fróðleik og munum um landið. Lesa meira

18.6.2015 Fréttir : HSSA - 19.júní

Dagdvöl aldraðra verður lokað klukkan 13:00 þann 19. júní. 
Á hjúkrunar- og dvalardeild verður grillað í hádeginu í tilefni dagsins fyrir íbúa og starfsfólk. 
Við hvetjum alla, konur og karla til að taka þátt í hátíðarhöldum föstudaginn 19. júní.

 

Lesa meira

18.6.2015 Fréttir : Íbúafundur um niðurstöðu könnunar um fyrirkomulag leikskólamála á Höfn

UM KÖNNUNINA

Bæjarstjórn gerði á dögunum samning við Félagsvísindastofnun HÍ um að meta afstöðu hagsmunaaðila til ytri umgjarðar um leikskólamál á Höfn. Einnig var spurt um viðhorf til breytinga á starfi leikskólanna, þar með talið hugsanlegrar sameiningar.

Lesa meira
Vetrardagur

16.6.2015 Fréttir : Leiðsögn í Skreiðarskemmunni í dag frá kl 13-15

Áhersla verður lög á vélvæðingu í sjávarútvegi og þær miklu breytingar er urðu á sjávarháttum hér í Hornafirði í kjölfarið.


Lesa meira

15.6.2015 Fréttir : Druslugangan 19.júní

Í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna þann 19. júní næstkomandi ætlum við að nota tækifærið og vera með Druslugöngu í fyrsta skipti á Höfn í Hornafirði. 
Hist verður hjá Pakkhúsinu kl: 15:00 og gengin verður Hafnarbrautin, stoppað hjá Lögreglustöðinni þar sem lögreglumönnum verður veitt áskorun um að taka harkalega á kynferðisglæpum á Hornafirði. Þá verður gengið að Hóteltúninu þar sem verður dagskrá, ræðuhöld og dúndrandi dans.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Lesa meira

15.6.2015 Fréttir : Fjósaferð í Flatey

Á morgun, 16.júní, verður farið í fjósið í Flatey. Kristín Egilsdóttir tekur á móti hópnum og kynnir kálfa og kýr.Skráning er í síma 4708050 og á bókasafninu. Takmarkaður sætafjöldi.Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Hornafjarðarsafna Lesa meira

15.6.2015 Fréttir : Hátíðardagskrá vegna 100 ára kosningaréttar kvenna!

Nú þegar 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi er ekki annað hægt en fagna þeim merkisviðburði með viðhöfn. Af því tilefni munum við tileinka júní mánuði þessu herrans afmælisári. Lesa meira

12.6.2015 Fréttir : 100 ára kosningarafmæli íslenskra kvenna 19.júní

Föstudaginn 19.júní næstkomandi er 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Af því tilefni verða stofnanir sveitarfélagsins lokaðar frá kl. 12:00. Lesa meira

12.6.2015 Fréttir : Spennandi námskeið á vegum FAS

Smáskipavélavörður - vélgæslunámskeið

Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur.  Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst. 

Lesa meira

11.6.2015 Fréttir : Ferðir barnastarfsins í sumar

Ferðir sumarið 2015
9. júní:  Fuglaskoðun í Óslandi
16. júní: Fjósið í Flatey
23. júní  Verðstöðin á Ægissíðu
30. júní: Lúruveiði
7. júlí:  Fjaran og víkingaþorpið að Horni
14.júli: Heimsókn til Ólgu tröllastelpu 
21. júlí:„Fyrsta loftárás á íslandi“  
4. ágúst: :  Veiðiferð í Þveitina
11. ágúst: Ferð í  Mikley
18. ágúst: Óvissuferð.
Lesa meira

11.6.2015 Fréttir : Fyrstu ferð barnastarfsins lokið

Fyrsta ferð barnastarfs Hornafjarðarsafna var farin 9.júní, þátttaka var mjög góð og tóku alls 13 hressir krakkar þátt í ferðinni.

Ferðin byrjaði við Akurey þar sem Björn Arnarson lagið okkur lífsreglurnar varðandi umgengni við varpsvæði fugla.
Lesa meira

10.6.2015 Fréttir : MOLD

Íbúar geta sótt sér mold við salthaugana við Ægissíðuveginn. Lesa meira
Höfn

8.6.2015 Fréttir : Lausar lóðir á Höfn

Eftirfarandi lóðir eru lausar til umsókna

Lóðaumsóknir fara fram í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins https://ibuagatt.hornafjordur.is

Lesa meira

8.6.2015 Fréttir : Námskeið á Djúpavogi

Víravirkis og grjóthleðslunámskeið á Djúpavogi í haust.

Grjóthleðslunámskeið.

Tími: 10.-11. október 2015 08:00-17:00. Hádegishlé báða dagana.

Víravirkisnámskeið.

Byrjendanámskeið 5.-6. sept. 2015

Lesa meira

8.6.2015 Fréttir : Fyrsta barnastarfsferð Hornafjarðarsafna

Fyrsta barnastarfsferð sumarsins verður á morgun, 9.júní. Björn Arnarson ferð með okkur um Óslandið til að skoða fugla. Mæting við Akurey kl. 13:00.Lesa meira

8.6.2015 Fréttir : Staða barna á biðlista eftir leikskóla- eða dagforeldraplássi

Marga foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi er farið að lengja eftir upplýsingum um hvenær börnin þeirra komast að á leikskóla eða hjá dagforeldri næsta haust. Hjá báðum dagforeldrum er fullt og ljóst að það losnar einungis um hjá þeim þegar börn komast inn á leikskóla Lesa meira
Félagsheimilið SIndrabær

5.6.2015 Fréttir : Útboð - Sindarbær 

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið SINDRABÆR -  ÁFANGI 2015 - VIÐBYGGINGAR OG UTANHÚSSKLÆÐNING eins og því er lýst í útboðsgögnum. Lesa meira

5.6.2015 Fréttir : Umsjón með námskeiði fyrir börn

Starfsmaður óskast til að hafa umsjón með námskeiði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og eru með íslensku sem annað mál. Lesa meira

4.6.2015 Fréttir : Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Lokahóf nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið síðastliðinn sunnudag í Háskólanum í Reykjavík. Lokahófið eru einskonar úrslit og uppskeruhátíð keppninnar en um 3000 umsóknir allstaðar að af landinu bárust í keppnina en 54 hugmyndir komust í úrslit. Eins og oft áður áttu Hornfirðingar fulltrúa en það var Birkir Snær Ingólfsson úr 5. bekk.

Lesa meira

3.6.2015 Fréttir : Sem kynda ofninn

Sýningin "Sem kynda ofninn" opnar í Listasafni Svavars Guðnasonar n.k. föstudag kl. 18.

Sýningin er hluti af afmælishátíð sem haldin er vegna 100 ára kosningarafmæli kvenna og inniheldur verk fimm lista- og handverkskvenna frá Hornafirði.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.
Lesa meira

3.6.2015 Fréttir : Skreiðarskemman opnuð

Skreiðarskemman verður opnuð 4.júní n.k.
Opnunartími Júní - Ágúst
kl.8-20

Allir velkomnir
Lesa meira
Heppuskóli

2.6.2015 Fréttir : Skólaslit

Í dag þriðjudaginn 2. júní kl. 17:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn. Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið. Lesa meira

2.6.2015 Fréttir : Árdís Erna Halldórsdóttir ráðin atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Fyrr í vetur auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Eftir ráðningaferli var það niðurstaða bæjarráðs að Árdís Erna Halldórsdóttir yrði fyrir valinu. Árdís er fædd árið 1977 er gift Ingólfi Reynissyni eiga þau fjögur börn og búa á Höfn.

Lesa meira

2.6.2015 Fréttir : Ólöf Ingunn Björnsdóttir ráðin fjármálastjóri

Fyrr í vetur auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf fjármálastjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Ólöf Ingunn Björnsdóttir yrði fyrir valinu.

Ólöf er fædd árið 1979 hún er gift Vilhjálmi Magnússyni og á þrjú börn þau búa á Höfn

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)