Fréttir

30.9.2015 Fréttir : Dagforeldrar í Suðursveit og Öræfum

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja gerast dagforeldrar í Öræfum eða Suðursveit. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi. Lesa meira

30.9.2015 Fréttir : Staldraðu við og vertu….

Þessa vikuna hefur Bryndís Jóna Jónsdóttir kennari í núvitund verið hjá okkur í FAS. Hún hefur verið með námskeið fyrir krakkana sem taka þátt í nýja samstarfsverkefninu „Your health is your wealth“ sem er styrkt af Erasmus plus. Lesa meira
Frá opnun nýju sundlaugarinnar

30.9.2015 Fréttir : Hreifivika UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ  - “Move Week“ er evrópsk herferð um hreyfingu sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu reglulega. Hér á Hornafirði var boðið upp á ýmsa möguleika í hreyfingu þar á meðal tók sveitarfélagið þátt í sundkeppni sem var á milli 32 sveitarfélaga.

Lesa meira

29.9.2015 Fréttir : Formleg opnun FAB LAB smiðjunnar

Formleg opnun FAB LAB smiðjunnar verður á morgun miðvikudaginn 30. september kl. 16:20 - 17:00 í Vöruhúsinu. Boðið verður upp á kaffi, kökur og leiserristaðar lummur. Verið öll hjartanlega velkomin. Lesa meira

25.9.2015 Fréttir : Vel heppnuð ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs

Miðvikudaginn 23. september hélt Fræðsluskrifstofa ráðstefnu um samspil menntunar og atvinnulífs. Ráðstefnan var haldin í tengslum við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og heppnaðist vonum framar. Lesa meira

25.9.2015 Umhverfisfréttir : Umbúðaplast til endurvinnslu

Nú er kominn nýr farvegur fyrir blandað umbúðaplast til endurvinnslu.

Við getum núna leyft allt umbúðaplast frá heimilum í þennan flokk, blandað umbúðaplast.

Lesa meira

24.9.2015 Fréttir : Margt er okkur hulið

Einn þeirra áfanga sem er kenndur á haustönn í FAS er Inngangur að náttúruvísindum. Þar er mikil áhersla lögð á að skoða umhverfið, hvað býr í því og tengja við námið. Lesa meira

23.9.2015 Fréttir : Swingin' sixties á Hornafirði

Þessa dagana standa yfir æfingar á 14. sýningu Hornfirska skemmtifélagsins en sýningin hefur fengið heitið “Swingin' sixties”.  Í sýningunni munu sex hornfirskir söngvarar og fjögurra manna hljómsveit flytja mörg af bestu lögum sjöunda áratugs síðustu aldar. Lesa meira

22.9.2015 Fréttir : Ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs

Ráðstefna um samspil menntunar og atvinnulífs verður haldin í Nýheimum miðvikudaginn 23. september kl. 15:00

Lesa meira

22.9.2015 Fréttir : Auglýsing - Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. September 2015 að gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Lesa meira

20.9.2015 Fréttir HSSA : "Munum þá sem gleyma"

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert. Dagsins er víða minnst til þess að vekja athygli á minnissjúkdómum og þeirri þróun sem er í gangi til að bæta meðferð og lífsgæði þeirra sem þjást af minnissjúkdómum svo sem Alzhekmer. Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) er félagsskapur sem heldur uppi öflugri fræðslu og stuðningi. 

Lesa meira

18.9.2015 Fréttir : Hreyfivikan á Hornafirði 21.-27. september 2015

Sveitarfélagið Hornafjörður og USÚ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ  á ný. Við hvetjum sem flesta til að finna sér sína hreyfingu þessa viku. Í boði er hreyfing fyrir alla. Skiljum bílinn eftir heima og göngum eða hjólum til vinnu alla vikuna. Tökum þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaga landsins en skráningarblað liggur fyrir í Sundlaug Hornafjarðar. Sjá á vef www.umfi.is

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Undirritun þjóðarsáttmála um læsi

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Erla Þórhallsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn í Nýheimum í gær. Undirritunin er staðfestir sameiginlegan vilja til þess að vinna að bættu læsi grunnskólanemenda. En góð færni í læsi er nauðsynlegt til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína sjálfum sér og samfélaginu til heilla.

 

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

Haustið 2009 var farið að bera töluvert á birki- og víðiplöntum um miðbik Skeiðarársands og þá voru settir niður fimm reitir á sandinn. Reitirnir sem hver um sig er 25 m2 voru settir niður svo hægt væri að fylgjast markvisst með þessum breytingum á náttúrunni. Tilgangurinn var líka sá að  fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig en FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt.

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Námskeið stjúptengsla fellur niður vegna dræmrar þátttöku

Fyrirhugað námskeið  Félags stjúpfjölskyldna, í samstarfi við Félagsþjónustu Hornafjarðar,  á morgun 16. september kl. 16 til 18.00 í Heppuskóla fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Lesa meira

15.9.2015 Fréttir : Þjóðarsáttmáli um læsi

Í gær 14. september var þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Nýheimum.  Að undirrituninni komu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Hornafjarðar og Erla Þórhallsdóttir stjórnarmaður í foreldrafélagi Grunnskóla Hornafjarðar.  

Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Félag stjúpfjölskyldna

samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. 

 

Félag stjúpfjölskyldna, í samstarfi við Félagsþjónustu Hornafjarðar,  býður upp á  ókeypis erindi á Höfn 16. september kl. 16 til 18.00 í Heppuskóla.

Skráning er á stjuptengsl@stjuptengsl.is


Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Fréttir af Kvennakór Hornafjarðar

Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá Kvennakór Hornafjarðar. Aðalfundur var haldinn á 18 ára afmælisdegi kórsins þann 9. September síðastliðinn. 
Að venju  var kosið í margar nefndir eins og gengur og gerist í svona félagsskap því starfið hjá kórnum er mjög fjölbreytt.

Fyrsta æfing kórsins verður  í Sindrabæ mánudaginn 14.sept milli kl 18:00 – 19:00. Æfingar verða á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum út september. Í október þá byrjum við í okkar hefðbundnu rútínu, 40 mínútna raddæfingar á mánudögum og samæfingar á miðvikudögum kl 19:30.
Lesa meira

14.9.2015 Fréttir : Undirritun þjóðarsáttmála um læsi 

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri munu undirrita þjóðarsáttmála um læsi við hátiðlega athöfn í Nýheimum í dag, mánudag 14. september

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Mammút með tónleika á Víkinni!

Hljómsveitin MAMMÚT spilar á Víkinni á Höfn laugardaginn 12. september nk. Húsið opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl 22:00. Miðaverð 3000 kr. 

MAMMÚT er með ferskustu hljómsveitum landsins. Þau hafa spilað mikið að undanförnu innan lands og utan að og við erum svo heppin að fá þau til okkar eftir tónleika í London og áður en þau halda í tónleikaferð um Evrópu með Of Monsters and Men. Þetta eru tónleikar sem enginn má missa af!
Tónleikarnir eru á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar.

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Hafragrauturinn kætir og bætir í FAS

Líkt og á síðasta skólaári gefst nemendum FAS kostur á því að fá sér hafragraut á Nýtorgi í löngu frímínútunum. Þessi tilraun hófst í kjölfar þátttöku í verkefninu Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða ráðgjafa/verkefnastjóra

Ráðgjafi veitir ráðgjöf á starfssvæði SASS sem nær frá Ölfusi í vestri að Hornafirði í austri. Hann vinnur að fjölbreyttum verkefnum og að stefnumótun á sviði byggðaþróunar og nýsköpunar á Suðurlandi.

Lesa meira

10.9.2015 Fréttir : Fyrirlestur um geðheilbrigði

Í dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda. Lesa meira

9.9.2015 Fréttir : Aðalfundur 4x4

Aðalfundur Hornafjarðardeildar 4x4 verður haldinn þann 16. september 2015 kl. 20:00 að Víkurbraut  4  í sal Afls, efri hæð. Lesa meira

9.9.2015 Fréttir : Karlakórinn Jökull hefur sitt vetrarstarf

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn 14. september í Hafnarkirkju kl. 20:00. Karlakórinn er að hefja starf sitt snemma að þessu sinn þar sem kórinn stefnir á að taka þátt í Kötlumóti sem er félagsskapur karlakóra á Suðurlandssvæðinu. Lesa meira

8.9.2015 Fréttir : Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 9. sept. kl 20:00 í Nýheimum.

Hvetjum "nýjar" söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins og skoða hvort kórsöngur í skemmtilegum félagsskap sé góður kostur fyrir þær.

Lesa meira

8.9.2015 Fréttir : Samstarfsamningur við Golfklúbbinn

Í gær skrifuðu Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri f.h. sveitarfélagsins og Gísli Páll Björnsson f.h. Golfklúbbs Hornafjarðar undir samstarfssamning. Lesa meira

7.9.2015 Fréttir : Bókasafnsdagurinn 8.september

Minnum á Bókasafnsdaginn á morgun, þriðjudag.

Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira
Frá kynningarfundi í 5. og 6. bekk

7.9.2015 Fréttir : Skólafærninámskeið og kynningarfundir

Þá er skólafærninámskeiðum og kynningarfundum lokið í grunnskólanum. Góð mæting var aá alla fundina og höfðu flestir sem ekki komu löglega afsökun. Það er afar mikilvægt fyrir skólann að hitta foreldrahópinn og ekki síður mikilvægt fyrir foreldra að hittast og ræða saman um málefni barnanna.

Lesa meira

4.9.2015 Fréttir : Áskorun Ungmennaráðs um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi

Ungmennaráð sveitarfélagsins Hornafjarðar hitti bæjarstjórn sveitarfélagsins fyrir fund hennar í gær og afhenti áskorun með um 70 undirskriftum, þar kemur fram að:  

Ungmennaráð Hornafjarðar 2014- 2015 skorar á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar og alla íbúa Hornafjarðar að taka á móti flóttafólki sem nú þurfa á hjálp okkar allra að halda.

Lesa meira

4.9.2015 Fréttir : FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

Síðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Lesa meira

3.9.2015 Fréttir : Auglýsing um starfsmann í Þrykkjuna

Auglýst er eftir starfsmanni í Þrykkjuna, félagsmiðstöð ungmenna. Um er að ræða 30% starfs frá september til loka maí. 

Lesa meira

1.9.2015 Fréttir : Haustganga hjá 5.-10. bekk

Í dag fóru nemendur í 5. -10. bekk í árlega haustgöngu. Að þessu sinni var farið um Krossbæjarskarð, upp úr urðinni fyrir ofan Stórulág og þaðan setti helmingurinn af hópnum stefnuna á Ketillaugarfjall en hinir fóru niður í Þverárgil þar sem síðan allur hópurinn hittist og naut veðurblíðunnar.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)