Fréttir

30.10.2015 Fréttir : FAS nemar á leið til Póllands

Á morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn. Lesa meira

30.10.2015 Fréttir : Ung rödd er nýr vefur nemenda FAS

Hópur nemenda í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu hefur opnað vefinn Ung rödd.  Markmiðið með vefnum er að raddir ungs fólks í sveitarfélaginu fái að hljóma og eftir þeim verði tekið. Þessi vefur er verkefni nemenda í fjölmiðlafræði í FAS en stofnun hans er hluti af þátttöku þeirra

Lesa meira

30.10.2015 Fréttir : Lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust

Bæjarstjórn samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld, lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Þær lóðir sem eru lausar á Höfn eru merktar inn á mynd sem er hér með fréttinni. Lesa meira

29.10.2015 Fréttir : Hornafjörður í fimmta sæti sem draumasveitarfélagið

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að sveitarfélagði Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu  og er valið í fimmta sæti sem draumasveitarfélag. Skuldir á íbúa er talið gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga.

Lesa meira

28.10.2015 Fréttir : Safnahelgi á Suðurlandi

Hvað ætlar þú að gera helgina 30. október – 1. nóvember? Hvað með að heimsækja safn, setur eða sýningu og njóta þess sem þar er á boðstólum? Þekkir þú söfnin í þínu nágrenni? Þessa helgi höldum við Safnahelgi á Suðurlandi og bjóðum þér í heimsókn og taktu endilega með þér gesti. Lesa meira

27.10.2015 Fréttir : Dansskóli Jóns Péturs og Köru

Opið danskvöld fyrir fullorðna byrjendur/framhald, verður n.k. miðv. og fimmtudagskvöld  kl. 20:00-21:15 í Heppuskóla (gengið inn í íþróttahúsið).
Lesa meira

26.10.2015 Fréttir : Guðrún Ásdís ráðin verkefnastjóri SASS á Höfn

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Alls sóttu sex um starfið.

Lesa meira

26.10.2015 Fréttir : Vísindadagar í FAS

Líkt og undanfarin ár verður skólastarfið í FAS á þessari önn brotið upp með vísindadögum. Þeir hefjast miðvikudaginn 28. september og standa út vikuna. Lesa meira

23.10.2015 Fréttir HSSA : Varanleg vistun eða ekki – hvað er það sem ræður ?

Færni- og heilsumatsnefnd er nefnd sem sker úr um það hvort einstaklingur sem sækir um varanlega vistun í hjúkrunarrými / dvalarrými eða hvíldarrými fær mat í slíkt úrræði. Lesa meira

22.10.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Leitum eftir leikurum!

Einar Sigurjónsson kynnir flugslysaæfingu Isavia er verður á Hornafjarðarflugvelli laugardaginn 24.október.

Kynningin fer fram í Nýheimum, föstudaginn 23.október kl. 12:15.

Allir Velkomnir!
Lesa meira

22.10.2015 Fréttir : Samstarf menntunar og atvinnulífs - erindin í heild sinni 

Þann 23. september sl. hélt Fræðsluskrifstofa ráðstefnu í Nýheimum sem fjallaði um samstarf milli menntunar og samfélags og atvinnulífs.  Á ráðstefnunni voru flutt tvö erindi, og eftir þau var þáttakendum skipti í hópa sem áttu að koma með hugmyndir fyrir áframhaldandi vinnu að menntastefnu og samtali við atvinnulífið. Lesa meira

21.10.2015 Fréttir : Vantar sjálfboðaliða á flugslysaæfingu á Hornafjarðarflugvelli

Flugslysaæfing verður haldin á Hornafjarðarflugvelli á laugardaginn 24. okt á milli 10-12. Mig langaði að athuga hvort þú hefðir áhuga á að koma og fylgjast með. Þetta er mjög myndrænt þar sem kveiktur er eldur, sjúklingar eru farðaðir sem slasaðir og reynt er að gera þetta á allan hátt sem raunverulegast Lesa meira

20.10.2015 Fréttir : Högni Egilsson í Nýheimum miðvikudagskvöld!

Tónleikar Högna á þessu ferðalagi munu fara fram á minni tónleikastöðum um land allt í því augnamiði að skapa nánd og eftirminnilega stemmingu meðal tónleikagesta.

Flóttinn til Hornafjarðar – Nýheimum – 21.október – kl.20:30
Lesa meira

20.10.2015 Fréttir : Bæjarráði afhent skýrsla um Sjávarþorpið Höfn

Þann 5. október sl. var bæjarráði afhent skýrsla um verkefnið Sjávarþorpið Höfn, en er það afrakstur vinnu áhugahóps um að draga fram helstu sérkenni Hafnar og nota þau sérstaklega til að efla bæinn sem áfangastað ferðamanna og búsetukost. Lesa meira

19.10.2015 Fréttir : ,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri

 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið 25.október kl 11:00 og verður að þessu sinni helgað sögu, náttúrufræði og fornleifafræðirannsóknum í Skaftafellssýslu. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur mun fjalla rannsóknarverkefni sem hún kallar Útræði í Hornafirði frá öndverðu.

Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Miðannarviðtöl og námið framundan

Í síðustu viku fóru fram miðannarviðtöl í FAS en þá hitta nemendur kennara sína og þeir fara saman yfir stöðu mála. Í flestum áföngum er gefið miðannarmat. Þar er hægt að fá þrjár einkunnir; G sem bendir til að nemandi sé í góðum málum, V sem segir að allt sé í lagi en samt hægt að bæta sig. Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Sex sóttu um starf verkefnastjóra SASS á Höfn

Sex sóttu um starf ráðgjafa/verkefnastjóra SASS á Höfn en umsóknarfrestur rann út þann 22. september, unnið erð að úrvinnslu umsókna þessa dagana.

Lesa meira

16.10.2015 Fréttir : Nesjahverfi í dag

Vegna fráveituframkvæmdanna sem fóru fram í sumar verða starfsmenn sveitarfélagsins í Nesjahverfi í dag föstudaginn 16. október, þeir munu skoða hvort regnvatnslagnir séu rétt tengdar við veituna. Lesa meira

15.10.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fræðsluskrifstofu, verður með kynningu um samspil menntunar og atvinnulífs og kynnir m.a. hugmyndir þátttakenda frá ráðstefnunni í september s.l.

Kynningin verður föstudaginn 16.október kl. 12:15 í Nýheimum, Biddý verður með dýrindis síldarhlaðborð í Kaffiteríunni.

Allir Velkomnir!
Lesa meira

14.10.2015 Fréttir : Flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli 24. október

Laugardaginn 24. október nk. stendur fyrir dyrum að halda æfingu á Hornafjarðarflugvelli í viðbrögðum við flugslysi á vellinum. Þetta er gert reglubundið og í samvinnu viðbragðsaðila sem starfa í sveitarfélaginu, Ísavia, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri.  Lesa meira
Áhugaljósmyndasýning 2012

8.10.2015 Fréttir : Til sjós og lands - Dúett í þágu góðs málefnis

Laugardaginn 10. október kl. 19.30 verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum.

Þar verður borðað til góðs og skemmtiatriði í þágu góðs málefnis. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til verkefna í þágu fatlaðara í sveitarfélaginu að höfðu samráð við félagsmálayfirvöld

Lesa meira

8.10.2015 Fréttir : Formleg opnun Fab Lab smiðju í Hornafirði

Margmenni var í Vöruhúsinu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn þegar þeim ánægjulega áfanga var náð að Fab Lab Hornafjörður – Hönnunarsmiðja var opnuð með viðhöfn. Lesa meira

7.10.2015 Fréttir : Á leið á slóðir Kristjáns fjórða

Fimmtudaginn 8. október leggja nemendur í áfanganum DANS2SS05 af stað áleiðis til Kaupmannahafnar ásamt Guðmundi Inga kennara.
Það sem af er vetri hafa nemendur í áfanganum unnið að verkefnum sem tengjast ævi og störfum Kristjáns fjórða Danakonungs Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)