Fréttir

29.11.2015 Fréttir : Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir verkefnastjóra innan rannsóknarsviðs safnsins

Óskað er eftir verkefnastjóra á sviði fornleifafræði, landfræði og/eða jarðfræði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira

26.11.2015 Fréttir : Jarðfræðikort frá ÍSOR

Í dag barst FAS góð gjöf en það er nýútkomið berggrunnskort af Íslandi. Það er fyrirtækið ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir sem gefur kortið. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lesa meira

25.11.2015 Fréttir : JóLaHáTíÐ á Höfn

Nú líður að JóLaHáTíÐ á Höfn sem verður haldin 1. sunnudag í aðventu, þann 29.nóvember n.k!.
Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem markaðir verða opnir frá 13-17 og fyrirtæki á svæðinu bjóða gestum og gangandi velkomin í notalega jólastemmningu
Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Rannsóknarþing

Rannsóknarþing verður haldið þann 26. nóvember í Þekkingasetrinu Nýheimum kl. 16:00-18:00 

Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Tónleikar með Guggunum

Í dag bauð hljómsveitin Guggurnar nemendum Grunnskólans á tónleika í Sindrabæ. Það er óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið, krakkarnir skemmtu sér afar vel  og  voru duglegir  að klappa með. Ekki skemmir fyrir að í hljómsveitinni eru meðal annarra Erna umsjónarkennari í 4. bekk og skólastjórinn okkar hún Þórgunnur en hún á einmitt afmæli í dag. Að tónleikum loknum sungu krakkarnir afmælissönginn fyrir Þórgunni sem bauð öllum upp á afmælissmákökur áður en haldið var heim á leið.

Lesa meira

24.11.2015 Fréttir : Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna 2015

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2015

Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur í bréfaformi í móttöku Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið vala@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 4708050.
Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 15.desember 2015.
Lesa meira

19.11.2015 Fréttir : Samstarfsamningur undirritaður

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Rauða kross deildarinnar á Hornarfirði, Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar á Höfn og Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins, um samstarf aðila í neyðarvörnum. Lesa meira

17.11.2015 Fréttir : Jólahátíð á Höfn  - Óskað eftir viðburðum og þátttöku á markaði!

Óskum eftir viðburðum og þátttöku á markaði á Jólahátíð á Höfn.
Hægt er að skrá sig til þátttöku á markaði eða með viðburði til 20.nóvember.  Nánari upplýsingar veitir Árdís Erna Halldórsdóttir í síma 470-8009, ardis@hornafjordur.is.
Lesa meira

16.11.2015 Fréttir : Kynningafundir um fjárhagsáætlun 2016

Almennir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnanna þess fyrir árið 2016 verða nk. fimmtudag á Hótel Höfn kl. 12:00 og Hótel Smyrlabjörgum kl. 20:30 Lesa meira

11.11.2015 Fréttir : FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar Lesa meira

10.11.2015 Fréttir : Glæsilegur árangur Þrykkjunnar

SamAust 2015 var haldið með pompi og prakt á Egilsstöðum föstudaginn 6. Nóvember. Félagsmiðstöðin Þrykkjan lagði leið sína austur með 33 ungmenni en þar af voru 12 keppendur, bæði í Stíl og söngkeppni SamAust.

Lesa meira

10.11.2015 Fréttir HSSA : Þjónustukönnun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði

Góð þjónusta við skjólstæðinga er meginmarkmið hverrar heilbrigðisstofnunar og heilbrigðisyfirvalda. Mikilvægt er að kanna viðhorf notenda til þjónustunnar með reglulegum hætti. Næstu tvær vikur mun heilbrigðisstofnunin kanna viðhorf til þjónustunnar á Hornafirði. Spurningalistar munu liggja fyrir í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar fyrir þá sem sækja þjónustu á þessu tímabili. Einnig verða lagðir spurningalistar fyrir þá sem þiggja þjónustu á legudeildum stofnunarinnar og í dagdvöl.

Lesa meira

5.11.2015 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Nýheimar kl. 12:15, föstudaginn 6.nóvember.
Bryndís Björk Hólmarsdóttir kynnir verkefni sem listasafn Svavars Guðnasonar er að vinna að um þessar mundir, en það er skráning og upplýsingaöflun á verkum Bassa, okkar einstaka listamanns.

Allir velkomnir
Lesa meira

5.11.2015 Fréttir : Fréttir af ferðalöngum FAS til Wroclaw

Heldur var nú „Health“ hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað Lesa meira

3.11.2015 Fréttir : Ugla í heimsókn

Í dag komu góðir gestir til okkar á yngra stigið. Það voru þeir Sævar vélstjóri, Sævar kokkur og Óskar, skipverjar á Ásgrími Halldórssyni en þeir komu með branduglu til að sýna nemendum. Hún settist að á skipinu fyrir vestan Reykjanes í síðasta túr, of þreytt og ráðvilt til að vita hvert hún ætti að fara.

Lesa meira

3.11.2015 Fréttir : Styrkumsóknir fyrir árið 2016

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu sveitarfélagsins, Lesa meira

2.11.2015 Fréttir : Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin. Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila og er ljóst að margir aðilar átta sig ekki á umfangi þeirra breytinga sem gera þarf bæði á bókhaldi og verklagi í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)