Fréttir

29.12.2015 Fréttir : Bændur athugið!  

Söfnun á heyrúlluplasti fer fram eftir miðjan janúar. Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Safnað verður eftirtalda daga:

Lesa meira

23.12.2015 Fréttir : Jólatónleikar í Hafnarkirkju voru vel heppnaðir

Karlakórinn Jökull stóð fyrir árlegum jólatónleikum í Hafnarkirkju á 4 sunnudegi í aðventu. Að vanda var húsfyllir og söfnuðust 517.000 kr. Afraksturinn rann í Samfélagssjóð Hornafjarðar. Lesa meira

18.12.2015 Umhverfisfréttir : Jólapappír er endurvinnanlegur

Jólapappír á að meðhöndla eins og annan pappír og blöð hann er endurvinnanlegur. Pakkabönd og jólaseríur fara í almenna sorpið því ekki er hægt að endurvinna það efni.

Lesa meira

17.12.2015 Fréttir : Sveitarstjórnarkonur fyrr og nú hittast í tilefni 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna

Í tilefni 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna var sveitarstjórnarkonum sem hafa setið sem aðal og varakonur sveitarstjórnum í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrr og nú boðið til móttöku í Svavarsafni.

Lesa meira
imagesCABK205T

15.12.2015 Fréttir : Akstur Strætó yfir jól og áramót

Hér má sjá akstur strætó yfir jól og áramót 2015-2016 Lesa meira

15.12.2015 Fréttir : Tómstundastyrkur

Sveitarfélagið minnir íbúa á að sækja um tómstundastyrk til barna og ungmenna fyrir árið 2014 fyrir 31. desember. Kvittunum þarf að skila inn í afgreiðslu sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn.

Lesa meira

14.12.2015 Fréttir : Atvinnu- og rannsóknarsjóður

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Lesa meira

9.12.2015 Fréttir : Rithöfundakynning í Nýheimum

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Nýheimum Fimmtudaginn 10.des. klukkan 20:00

Alls eru sex rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru: Bjarki Bjarnason, Kristján Þórður Hrafnsson, Gerður Kristný, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Kaffi, konfekt og piparkökur á boðstólum.
Lesa meira

7.12.2015 Fréttir : Stíll Hönnunarkeppni

Stíll hönnunarkeppni félagsmiðstöðvanna var haldin í Hörpu laugardaginn 28. nóvember og er óhætt að segja að keppnin hafi heppnast ótrúlega vel í alla staði. Lið Þrykkjunnar hlaut sérstök hvatningaverðlaun.

Lesa meira

3.12.2015 Fréttir HSSA : Hálka - hálka!

Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að búa sig vel fyrir göngu í hálkunni sem nú er. Það er gott að nota brodda og annan hálkuvarnarbúnað til að forðast slys.

Lesa meira

3.12.2015 Fréttir : Gunnlaugur Róbertsson ráðinn skipulagsstjóri

Fyrr í sumar auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf skipulagsstjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Gunnlaugur Róbertsson yrði fyrir valinu. Lesa meira

2.12.2015 Fréttir : Fundi um nýjan Vegvísi frestað vegna ófærðar

Vegna ófærðar þarf því miður að fresta fundinum um nýjan Vegvísi í ferðaþjónustu sem átti að vera á Hótel Höfn í dag kl. 12. Nýr tími verður auglýstur síðar.

Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Fundarboð bæjarstjórnar 3. desember

221. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi, 3. desember 2015 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:

Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Kynningafundur um deiliskipulag

Kynningafundur um deiliskipulag Útbæ og deiliskipulag Holti á Mýrum verður haldinn í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar fimmtudaginn 3. desember kl. 12:00-13:00. Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Kynningafundur Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna á Hótel Höfn

Í haust kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýjan Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna og að Stjórnstöð ferðamála hafi verið sett á laggirnar. Lesa meira

1.12.2015 Fréttir : Síðasta kennsluvika í FAS

Áfram flýgur tíminn og nú er komin síðasta kennsluvika annarinnar. Það er því í mörg horn að líta bæði hjá nemendum og kennurum.
Þessa vikuna standa yfir munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)