Fréttir

Skálatindar 2016

6.9.2016 Fréttir : Skálatindar hjá 5. - 10. bekk

Að vanda var gaman þegar 5. - 10. bekkur hélt í sína árlegu haustgöngu sem að þessu sinni var um Skálatindana eða fyrir neðan þá ef menn vildu ekki ganga mjög mikið.

Lesa meira

6.9.2016 Fréttir : Endurvinnslutunnan ekki tæmd

Eins og áður hefur komið fram hefur flokkun í endurvinnslutunnuna ekki verið nógu góð, almennt sorp er á mörgum stöðum sett í endurvinnslutunnuna sem gerir það að verkum að endurvinnsluefnið blotnar þegar þetta blandast saman

Lesa meira

29.8.2016 Fréttir : Sveitarfélagið auglýsir eftir starfsfólki

Sveitarfélagið auglýsir eftir starfsfólki til hinna ýmsu starfa hjá stofnunum þess. Meðal þeirra starfa sem auglýst er eftit eru; forstöðumaður Menningarmiðstöðvar, héraðskjalavörður, starfsmaður í áhaldahús, leikskólastjóri og leikskólakennarar. nánar má finna upplýsingar um þessi störf og önnur störf hér Lesa meira

26.8.2016 Fréttir : Kvíði barna og unglinga

Á miðvikudaginn næsta, 31. ágúst kemur Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur í heimsókn í grunnskólann með fræðslu um kvíða barna og unglinga. Hún mun hitta nemendur í 7. – 10. bekk og starfsmenn en einnig verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra á miðvikudagskvöld kl. 20:00

Lesa meira

26.8.2016 Fréttir : Breyting í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 11. ágúst sl. baðst Þórhildur Á. Magnúsdóttir lausnar frá bæjarstjórn vegna flutninga úr sveitarfélaginu og Lovísa Rósa Bjarnadóttir tilkynnti að hún muni fara í leyfi fram í maí 2017.

Lesa meira

19.8.2016 Fréttir : Innritun nýnema í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun nýnema skólaárið 2016-2017  stendur yfir síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 23. ágúst.

Lesa meira

19.8.2016 Fréttir : Grendarkynning á viðbyggingu leikskólans Lönguhóla

Grendarkynning vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann Lönguhóla stendur yfir, eftir að framkvæmdum líkur mun starfsemi við leikskólann Krakkakot vera lögð niður. Lesa meira

18.8.2016 Umhverfisfréttir : Umhverfisviðurkenning 2016

Umhverfisnefnd auglýsir eftir tilnefningum, einstaklingi (um), félagasamstökum, stofnun, fyrirtæki og lögbýlum til sveita, sem hefur með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Lesa meira

17.8.2016 Fréttir : Bók um Hákon Finnsson í Borgum

Út er komin bókin Hákon Finnsson – frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði.

Segir þar frá lífshlaupi manns sem fæddist þjóðhátíðarárið 1874 en ólst upp á sveitinni eftir að jörð foreldranna fór í eyði af völdum sandfoks og fjölskyldan sundraðist.

Lesa meira

12.8.2016 Fréttir : Átak til að fjarlægja ónýtar girðingar

Sveitarfélagið Hornafjörður tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Lesa meira

11.8.2016 Fréttir : Skólastarf að fara í gang 

Þá líður að því að skólastarf fari í gang í Grunnskóla Hornafjarðar. Mánudaginn 15. ágúst mæta allir starfsmenn skólans til vinnu. Nemendur og foreldrar verða kallaðir í skólasetningarviðtöl 23. og 24. ágúst og formleg kennsla hefst 25. ágúst. Innkaupalistar fyrir veturinn eru í Nettó og Martölvunni en einnig má sjá þá hér.  

Lesa meira

4.8.2016 Fréttir : "Midisage" í Listasafninu

Listamaðurinn Thomas Rappaport verður með „Midisage“ í Listasafni Svavars Guðnasonar   laugadaginn 6. Ágúst  frá kl:17:00 til 19:00.  „Midisage“ er viðburður sem hefð er fyrir í Þýsklandi og er haldinn um miðbik sýningar.

Allir velkomnir.
Lesa meira

25.7.2016 Fréttir : Afgreiðsla Ráðhússins lokuð 28.júlí - 5.ágúst

Afgreiðsla Ráðhússins verður lokuð frá og með 28. júlí til og með 5. ágúst vegna sumarleyfa.

Lesa meira
Ró og friður

7.7.2016 Fréttir : Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar tekur undir áhyggjur Smábátafélagsins Hrollaugs

Bæjarráð Sveitarfélagsins tekur undir áhyggjur smábátaeigenda og telur undarlegt að á sama tími og heildarkvóti til strandveiða er aukinn um 400 tonn skuli kvótinn á svæði D sem er fyrir Suðurlandi skertur um 200 tonn

.

Lesa meira

6.7.2016 Fréttir : Átak til að fjarlægja ónýtar girðingar

Sveitarfélagið Hornafjörður tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Lesa meira

1.7.2016 Fréttir : Niðurstöður Skuggakosninga

Þegar rýnt er í niðurstöður skuggakosninganna kemur í ljós að Halla var með yfirburðasigur eða 36,19% atkvæða, Guðni Th. var í þriðja sæti með 16.9% atkvæða. Þegar úrslit kosninganna eru skoðuð og borin saman þá kemur í ljós að ungmennin kusu Höllu í samræmi við niðurstöður þeirra sem greiddu atkvæði í Suðurkjördæmi.

Lesa meira

25.6.2016 Fréttir : Halla er forseti ungmenna í Hornafirði

Skuggakosninga Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar  voru vel heppnaðar um  58.99 % ungmenna kusu í skuggakosningum til Forseta Íslands. 
Halla var langefst með 36,19 % með langflest atkvæði í öðru sæti var Davíð með 18,10% atkvæða.
Lesa meira

24.6.2016 Fréttir : Forsetakosningar 2016

Kjörfundir vegna forsetakosninganna

25. júní 2016 verða sem hér segir:

 

Kjördeild I Öræfi - Hofgarður frá kl.12*

Kjördeild II Suðursveit - Hrollaugsstaðir frá kl. 12*

Kjördeild III Mýrar - Holt frá kl. 12*

Kjördeild IV Nes - Mánagarður frá kl. 12-22

Kjördeild V Höfn - Heppuskóla frá kl. 09-22

Lesa meira
Brúin yfir Hornafjararfljót

22.6.2016 Fréttir : Bókun bæjarráðs

Bæjarstjórn barst opið bréf frá íbúum í sveitarfélaginu um nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót, bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar bókaði eftirfarandi á fundi sinum:  Aðdragandi að nýjum veg yfir Hornafjarðarfljót hefur verið umtalsverður og hefur lína á þessum slóðum verið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 1998.

Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

20.6.2016 Fréttir : Framlagning kjörskrár vegna forsetakosninga

Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu til og með föstudagsins 24. júní á almennum skrifstofutíma. 

Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Stórdansleikur með Páli Óskari

Laugardaginn 25.júní verður stórdansleikur með Páli Óskari í Íþróttahúsinu kl. 23:00-04:00.

Forsala aðgöngumiða í Sundlaug Hafnar til 24.júní kr. 3000,-

Miðaverð við innganginn kr. 3500,-

18 ára aldurstakmark!

Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Humartónleikar föstudagskvöldið 24.júní í Íþróttahúsinu

Samspil Páls Óskars og Jóns Ólafssonar í spjalli, spileríi og spekúlasjónum hefur slegið í gegn hvar sem þeir hafa komið við, enda á pari við uppistand í hæsta gæðaflokki. Fyrrum barnastjarna og núverandi súperstjarna fer yfir helstu lögin í ferli sínum í tali og tónum, og þar er af nógu að taka. Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Dagskrá Humarhátíðar 2016

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðarkvöldi Kvennkórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 24. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu hjá íbúum sem bjóða gestum og gangandi upp á súpu.
Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingurm fram“ með þeim Páli Óskari, Jón Ólafsyni og Róbert bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn.

Lesa meira

7.6.2016 Fréttir : Leikskólinn Lönguhólar - Atvinna

Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum.

Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum.
Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016-2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl.
Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir nánari upplýsingar í síma 470-8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 14.júní n.k.
Lesa meira

7.6.2016 Fréttir : Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra

Leikjanámskeið Sindra
Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 6.júní.
Þátttökugjald er 12.000,- fyrir hvert námskeið og er 50% systkinaafsláttur á annað og þriðja barn.
Námskeiðin standa frá kl. 9:00-12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00.
Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðs.
Knattspyrnuskóli Sindra
Í júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9-12 ára.
Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 6.júní. Æfingar verða 4 sinnum í viku frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00-12:00.
Þátttökugjald er 15.000,-

Lesa meira

6.6.2016 Fréttir : GLOBAL RAFT - melting sculptures

GLOBAL RAFT, melting sculptures“ sýning listamannsins Thomasar Rappaport í Listasafni Svavars Guðnasonar. Thomas Rappaport hefur haldið fjölda sýninga í Þýskalandi og unnið um heim allan, hans helsta viðfangsefni eru loftlagsmál, hlýnun jarðar og  viður í öllum myndum.  

Lesa meira

3.6.2016 Fréttir : Hjólað óháð aldri, þakkir til styrktaraðila

Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins  4x4 fór af stað með söfnun fyrir áramót með því markmiði að kaupa hjól hingað á Hornafjörð. Fjölmargir tóku kalli 4x4 vel og styrktu verkefnið. Lesa meira

3.6.2016 Humarhátíð : Humarhátíð 2016 - dagskrá

Dagskrá humarhátíðar er langt á veg komin hér eru dæmi um það sem boðið verður upp á.

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní á þjóðarkvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 25. júní verður humarsúpa í heimahúsum.

Lesa meira

3.6.2016 Humarhátíð : Söngvaborg kennir börnum á Humarhátíð

Sigga og María í Söngvaborg ætla að sjá um söngvakeppnina á Humarhátíð. Allir sem eru á aldrinum 5 til 15 ára geta skráð sig. Þær ætla að aðstoða krakkana við að velja lag og þjálfa þau fyrir keppnina

Lesa meira

2.6.2016 Fréttir : Kynningafundur um skipulag í Skaftafelli

Kynningarfundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir flugvöll í Skaftafelli verður haldinn í Ráðhúsi Hornafjarðar, fimmtudaginn 2. júní kl. 12:00 – 13:00. Lesa meira
Höfn

2.6.2016 Fréttir : Lögheimilisbreytingar fyrir forsetakosningar

Laugardaginn 4. júní 2016 gerir Þjóðskrá Íslands kjörskrárstofn vegna komandi forsetakosninga. Af því tilefni er minnt á að  tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 3. júní

Lesa meira

27.5.2016 Fréttir : Fjölmenningardagar í grunnskólanum

Í dag fór fram fjölmenningarganga grunnskólans með þátttöku leikskólanna. Á miðvikudaginn hófst undirbúningur fyrir gönguna en nemendum og starfsfólki var skipt niður á heimsálfurnar. Lesa meira

26.5.2016 Fréttir : Fjölmenningarganga Grunnskóla Hornafjarðar

Munið fjölmenningargönguna á morgun föstudaginn 27. maí. Gangan leggur af stað frá bílastæðinu við Íþróttahúsið kl. 9:50. Genginn verður hringur um bæinn og hvetjum við bæjarbúa að fylgjast með og taka þátt. Göngunni lýkur á Sindravöllum þar sem hin ýmsu atriði verða sýnd í lokin svo þeir sem missa af göngunni geta komið og séð herlegheitin.  

Lesa meira

25.5.2016 Fréttir : Hjólað óháð aldri á Hornafirði

Ferðaklúbburinn 4x4 fór af stað með söfnun með því markmiði að kaupa hjól með sæti fyrir farþega hingað á Hornafjörð. Nú hafa þeir safnað fyrir hjólunum og hornfirðingar geta fengið hjól til að hjóla með eldri borgara.

Lesa meira

25.5.2016 Fréttir : Náttúrustofa auglýsir eftir sérfræðingi

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir eftir sérfræðingi á Kirkjubæjarklaustri.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Hollywood Hornafjörður slegið á frest

Hollywood Hornafjörður hefur verið slegið á frest. Ástæðan er dræm þátttaka sem tengd er við tímasetninguna. Ákveðið var að halda námskeiðið í haust svo að sem flestir geti verið með.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Leikskólabörn heimsóttu Ráðhúsið

Leikskólabörn frá leikskólanum Lönguhólum heimsóttu starfsfólk Ráðhússins í dag. Heimsóknin er liður í að foreldrar elstu barna leikskólans bjóða börnunum að soða vinnustað sinn.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Söfnun á landbúnaðarplasti í dreifbýli

Landbúnaðarplasti verður safnað í dreifbýli í maí og júní. Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Plastinu verður safnað eftirfarandi daga.

Lesa meira

20.5.2016 Fréttir : LalomA með tónleikar í Sindrabæ

Á hringferð um landið eru tveir ungir hljóðfæraleikarar sem hafa verið í námi við Concervatorium van Amsterdam í Hollandi. Þau skipa þjóðlagadúettin LalomA og ætla að vera með tónleika í Sindrabæ sunnudaginn 22. maí kl. 17.00.

Lesa meira

18.5.2016 Fréttir : Útskrift myndlistarnema í Svavarsafni

Minnum á opnun listasýningarinnar „NÝR RAMMI“ kl. 17:30 myndir eftir heimafólk sem er að ljúka myndlistarsmiðju á vegum Fræðslunetsins, símenntunar á Suðurlandi.

Fólk er hvatt til að mæta, allir eru velkomnir.

Myndirnar verða sýndar í Svavarssafni næstu daga.

Lesa meira

18.5.2016 Fréttir : Hollywood Hornafjörður

Þann fyrsta júní næstkomandi fer af stað kvikmyndanámskeiðið, Hollywood Hornafjörður sem er haldið af þeim Natani Jónssyni og Emil Morávek. Þar fá ungmenni Hornafjarðar tækifæri til þess að læra grunnreglur kvikmyndagerðar. Lesa meira

17.5.2016 Fréttir : Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 er svo komið að útskrift frá FAS. Að þessu sinni verða útskrifaðir nemendur af framhaldsskólabraut, fjallamennskubraut, vélstjórnarbraut, vélvirkjabraut og  stúdentar.

Lesa meira

11.5.2016 Fréttir : Fyrstu kosningar ungs fólks verða í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti beiðni ungmennaráðs sveitarfélagsins að halda skuggakosningar samhliða næstkomandi forsetakosningum.

Ungmennaráð hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að taka þátt í kosningunum.  

Lesa meira
Aerial photo of Osinn

11.5.2016 Fréttir : Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum af fjármagni sem ætlað er til rannsókna á Grynnslunum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar ályktaði á fundi sínum þann 10. maí um  tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem er til umræðu í Alþingi, og ítrekaði áhyggjur sínar af því hve lítið fjármagn er sett til rannsókna á Grynnslunum. Lesa meira

10.5.2016 Fréttir : Doktorsvörn Soffíu Auðar Birgisdóttur send beint út í Nýheimum

Fimmtudaginn 12. maí fer fram doktorsvörn við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Soffía Auður Birgisdóttir ritgerð sína, bein útsending verður í fyrirlestrasal Nýheima. Lesa meira

4.5.2016 Fréttir : Umhverfisnefnd Grunnskóla Hornafjarðar gestir umhverfisnefndar sveitarfélagsins

Fulltrúar úr umhverfisnefnd Grunnskóla Hornafjarðar voru gestir umhverfisnefndar í gær. Krakkarnir greindu frá vinnu sinni við endurvinnslu í skólanum. Lesa meira

3.5.2016 Fréttir : Íbúafundur um umferðaröryggismál

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til íbúafundar um umferðaröryggismál þann 3. maí kl. 20:00 í Nýheimum.

Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

2.5.2016 Fréttir : Töf á reikningum og greiðslum frá sveitarfélaginu

Vegna uppfærslu bókhaldskerfis sveitarfélagsins urðu tafir á útsendingu reikninga vegna þjónustu sveitarfélagsins sem og greiðslu húsaleigubóta.  Verið er að vinna að lausn vandans.

Lesa meira

29.4.2016 Fréttir : Heimsókn skólastjórnenda á Austur- og Suðurlandi

Í dag komu um 30 skólastjórnendur af Suður- og Austurlandi í heimsókn til okkar í skólann. Heimsóknin var liður í vorfundi skólastjórafélaga þessara svæða sem að þessu sinni var sameiginlegur og hófst á Smyrlabjörgum í gær. Dagskráin í dag fór svo fram hér á Höfn.

Lesa meira

29.4.2016 Fréttir : Lítil saga úr orgelhúsi

Nemendum 1. til 4.bekkjar ásamt elstu nemendum leikskólans var boðið í Hafnarkirkju þar sem Bergþór Pálsson söngvari  og Guðný Einarsdóttir organisti fluttu söguna Lítil saga úr orgelhúsi. Þetta er tónsaga þar sem áheyrendur eru leiddir inn í töfraheim pípuorgelsins. Sagan er sögð í máli, myndum og með tóndæmum. 

Lesa meira

29.4.2016 Fréttir : Mælingar á Fláajökli

Nemendur í FAS hafa komið að jöklamælingum í rúma tvo áratugi. Þar hefur oftast berið beitt svokölluðum þríhyrningsmælingum til að mæla jökulsporða sem ganga fram í jökullón.

Lesa meira

27.4.2016 Fréttir : Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis í 1. bekk

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Ós komu færandi hendi síðasta vetrardag. Þá gáfu þeir öllum fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma sem er bæði góð og þörf gjöf nú þegar hjólin hafa verið tekin úr geymslu og nemendur streyma á þeim í skólann

Lesa meira

25.4.2016 Fréttir : Framtíð Háskólanáms á Suðurlandi

Framtíð Háskólanáms á Suðurlandi

Málþing á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Lesa meira

21.4.2016 Fréttir : Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga

AÐALFUNDUR Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn sunnudaginn 24.apríl kl. 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og með því Lesa meira

20.4.2016 Fréttir : Menntaþing

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi

11.4.2016 Fréttir : Íbúafundur um húsnæðismál

Íbúafundur vegna verkefnis um leiguíbúðir verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ verða gestir fundarinns. Verktakar, íbúar og áhugasamir um uppbyggingu í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta.

Lesa meira

7.4.2016 Fréttir : Kynningarfundur um heilsueflandi samfélag

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis heldur kynningarfund í Nýheimum um verkefnið Heilsueflandi samfélag fimmtudaginn 7. apríl kl. 16:30. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér markmið og áherslur verkefnisins. Lesa meira

7.4.2016 Fréttir : Góðir gestir í FAS 

Þessa vikuna eru góðir gesti frá Póllandi í FAS. Það eru nemendur í samstarfsverkefninu “Your health is your wealth” sem eru að endurgjalda heimsókn nemenda FAS frá því í lok síðustu annar. Hópurinn kom til Hafnar þann fyrsta apríl síðast liðinn.

Lesa meira

5.4.2016 Fréttir : Skapandi skrif -allir geta skrifað

Skapandi skrif – skáldhugi – er frábært helgarnámskeið fyrir alla þá sem vilja koma röddinni sinni og þekkingu í texta, sama hvaða form þeir kjósa að nota. Erla notar orku og innblástur frá náttúrunni, hugtök úr mannréttindum, umhverfi og listum

Lesa meira

4.4.2016 Fréttir HSSA : Sjúkraliði í heimahjúkrun, framtíðarstaða

Laus er 50% staða sjúkraliða í heimahjúkrun hjá HSU Hornafirði frá og með 1. júní 2016. Sjúkraliðar sinna heimahjúkrun á starfssvæði stofnunarinnar.

Um er að ræða einstaklingsmiðaða aðstoð, aðhlynningu og hjúkrun. Sjúkraliðamenntun og bílpróf er krafa og starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu æskileg. Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum nauðsyn. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira

22.3.2016 Fréttir : Ráðstefna UMFÍ - Niður með grímuna

Dagana 16.-18. mars fór fram ungmennaráðstefna UMFÍ Ungt fólk og lýðræði á Selfossi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Niður með grímuna - Geðheilsa ungmenna á Íslandi.

Ungmennaráð Hornafjarðar hvetur alla til að kynna sér ályktun ráðstefnunnar og láta bága stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi sig varða.   

 

Lesa meira

18.3.2016 Fréttir : Vinnuskóli 2016

Skráning í Vinnuskóa Hornafjarðar er hafin, börn og ungmenni sem eru í 8., 9. og 10. bekk geta sótt um vinnu, jafnframt geta börn og ungmenni sem ekki eru í Grunnskóla Hornafjarðar og eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi eða erlendis sótt um vinnu í Vinnuskólanum.

Lesa meira

17.3.2016 Fréttir : Álftatalning nemenda FAS

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Lesa meira

17.3.2016 Fréttir : Karlar og Mottumars

Fjör og fræðsla í Pakkhúsinu  fimmtudagskvöldið  17. mars kl 20.30.

Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands  flytur erindið Kíkt undir húddið og ræðir um karlmenn og krabbamein.

Lesa meira

16.3.2016 Fréttir : Páskaeggjabingó

Páskaeggjabingó Kiwanisklubbsins Óss verður haldið laugardaginn 19.03 kl. 14:00 í Nýheimum,allir velkomnir. Lesa meira

16.3.2016 Fréttir : Skemmtikvöld í Sindrabæ

Kvennakór Hornafjarðar heldur skemmtikvöld í endurbættum Sindrabæ nk. föstudagskvöld kl. 21:00.  Kvennakórskonur hafa æft heilmikla dagskrá með nýjum og eldri lögum sem flestir ættu að þekkja.

Lesa meira

15.3.2016 Fréttir : Ríkar af karlmönnum á Lönguhólum.

Síðustu mánuði hafa verið 2-3 karlmenn starfandi í leikskólanum Lönguhólum og hefur það aldrei gerst í sögu leikskólanna á Höfn að fleiri en tveir karlmenn starfi í leikskólanum í einu. Lesa meira

11.3.2016 Fréttir : Loftslagssamningur í Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi hafið þátttöku í loftslagsverkefni Landverndar „Tækifærin liggja í loftinu“. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í útlosun mengunarefna Lesa meira

11.3.2016 Fréttir : Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldin í gær, um 500 manns voru samankomnir í íþróttahúsinu. Þetta er í 9 sinn sem árshátíðin er haldin. Breytingar hafa þó orðið í áranna rás, fyrst var það þannig að nemendur æfðu atriði með umsjónarkennurum sínum sem voru svo sett saman, en undanfarin 3 ár hafa verið settar upp leiksýningar þar sem nemendur í oddatölubekkjum skipta á milli sín senum úr leikritum. Byrjað var á Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur, síðan var Fúsi Froskagleypir í fyrra og nú var Astrid Lindgren og persónur hennar Lína Langsokkur og Emil í Kattholti tekin fyrir Lesa meira

10.3.2016 Fréttir : Groddaveisla að hætti Kíwanismanna

Groddveisla Kíwanisklúbbsins Óss verður haldin 12.mars nk. kl.19:30 í Nýheimum. Skemmtun, uppboð og vinningar veislustjóri er Gunnar á Völlum. Boðið er upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa og sauðakjöti, rófum og uppstúf.

Lesa meira

8.3.2016 Fréttir : Saman gegn matarsóun fyrirlestur í Nýheimum - breyttur tími

Fyrirlestur og umræður um matarsóun verður fimmtudaginn 10. mars í Nýheimum, kl 12:00 en ekki kl. 20:00 eins og áður var auglýst . Fyrirlesturinn er í boði Landverndar, Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.  Lesa meira

7.3.2016 Fréttir : Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 13. mars næstkomandi

Hin árlega bókmenntahátíð verður í Þórbergssetri sunnudaginn 13. mars næstkomandi kl 14:00.  Dagskráin er að mótast, en ljóst er að þetta verður kvennahátíð þar sem  konur í rithöfunda- og fræðimannastétt verða gestir hátíðarinnar að þessu sinni, auk Kvennakórs Hornafjarðar   Lesa meira

3.3.2016 Fréttir : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Djúpavogi miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 14:00. Að vanda var vel staðið að keppninni og var virkilega gaman að sjá og heyra í öllum þessu frábæru unglingum sem komu fram og lásu texta bæði í bundnu og óbundnu máli.

Lesa meira

2.3.2016 Umhverfisfréttir : Umhverfisviðurkenning 2015

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja þ.m.t. lögbýli í sveitum fyrir snyrtilega umgengni og útlit.

Lesa meira

26.2.2016 Fréttir : Afhending viðurkenninga og verðlauna Hornafjarðar

Sú nýbreytni var á afhendingu viðurkenninga og styrkja sveitarfélagsins  að haldin var ein glæsileg hátíð þar sem afhent voru  menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir sveitarfélagsins í Nýheimum fimmtudaginn 25. febrúar. Lesa meira

25.2.2016 Fréttir : Tilnefningar til menningarverðlauna

Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu verða afhent í dag 25. febrúar kl 17:00 í Nýheimum.

Einnig verða afhent Umhverfisverðlaun Austur- Skaftafellsýslu  veitt ásamt styrkjum nefnda sveitarfélagsins og Rannsóknar og atvinnusjóði

Þeir sem tilnefndir eru til menningarverðlauna 2015 eru:

Lesa meira

25.2.2016 Fréttir HSSA : Lionsklúbbur Hornafjarðar gefur píanó á Skjólgarð

Lionsklúbbur Hornafjarðar færði Skjólgarði píanó fyrir skömmu. Lengi hefur verið píanó á heimilinu sem hefur ekki verið nægilega gott en á Skjólgarði eru reglulega haldnir tónleikar, tónskólinn spilar fyrir íbúa, íbúar spila hver fyrir annan. Einnig eru haldin þorrablót, jólasamvera, afmæli og fleira þar sem píanóið er notað.

Lesa meira

19.2.2016 Fréttir : RKÍ veitir sjálfboðaliðum viðurkenningu

Aðalfundur Rauða krossins í Hornafirði var haldinn þann 16. febráur. Á fundunum var tækifærið notað til að heiðra öfluga sjáflboðaliða. Lesa meira

18.2.2016 Fréttir : Trúðleikur

9. og 10. bekkjar nemendur í trúðleik drifu sig fram úr rúminu í morgun og frumsýndu trúðleik í Sindrabæ í dag.

Lesa meira

18.2.2016 Fréttir HSSA : Prjónað til góðs

Í Dagdvöl aldraðra í Ekrunni er öflugur hópur kvenna í prjónahóp. Um árabil hafa þær "prjónað til góðs" fyrir Rauða krossinn í verkefnið Föt sem framlag.


Magnhildur Gísladóttir formaður Rauða kross deildarinnar í Hornafirði veitti hópnum  viðurkenningu fyrir öflugt sjálfboðastarf sitt á aðalfundi deildarinnar s.l. þriðjudag.

Lesa meira

18.2.2016 Fréttir : Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Nýheimum miðvikudaginn 17. mars. Það eru nemendur í sjöunda bekk sem taka þátt og komust eftirtaldir áfram í lokakeppnina:

Lesa meira

17.2.2016 Fréttir HSSA : Leghálskrabbameinsleit

Skipuleg leit að leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslustöðvum í dag og er framkvæmd af ljósmóður. Nýverið fengu margar hornfirskar konur sent bréf frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins þar sem þær eru boðaðar í skoðun. Þann 1. mars verður boðið upp á leghálskrabbameinsleit á Heilsugæslustöð HSU Hornafirði. Lesa meira

17.2.2016 Fréttir : Afhending menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Afhending menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja Sveitarfélagsins fer fram fimmtudaginn 25. febrúar kl.17:00 við hátíðlega athöfn í Nýheimum. 
Allir styrkþegar eru hvattir til að mæta og veita styrkjum viðtöku.

Allir velkomnir
Sveitarfélagið Hornafjörður
Lesa meira

16.2.2016 Fréttir : MILLJARÐUR RÍS!

Ertu klár í skemmtilegustu stund ársins? Byrjaðu að pússa dansskóna þína því það er komið að hinni árlegu femínísku flóðbylgju.

Milljarður rís verður haldinn í Nýheimum föstudaginn 19. febrúar kl.11.45-12.45

DJ Subminimal sér til þess að dansinn duni á Höfn.

Í ár tileinkum við viðburðinum konum sem eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín.

Lesa meira

16.2.2016 Fréttir : Bæjarráð samþykkti ósk ungmennaráðs

Bæjarráð samþykkti í gær ósk ungmennaráðs um áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins samkvæmt fyrirmynd frá Seltjarnarnesi. Fulltrúar ungmennaráðs munu mæta á fund bæjarráðs 22. febrúar þar sem farið verður nánar í fyrirkomulagið. Lesa meira

15.2.2016 Fréttir : Heppuskólafréttir

Í Heppuskóla hefur mikið verið um að vera undanfarið í síðustu viku var öskudagurinn og létu unglingarnir sitt ekki eftir liggja og mættu í búningum og héldu fáránleikana. Fylgir hér með myndapakki frá Þorrablóti og Öskudeginum.


Lesa meira

12.2.2016 Fréttir : Sýnileikavesti afhent leikskólabörnum

Í dag fengu öll leikskólabörn á Höfn afhent sýnileikavesti, en þau eru gjöf frá foreldrafélaginu Krakkahólar og Sveitarfélaginu Hornafirði.  Þrátt fyrir að sólin sé blessunarlega farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja þá má minna á að vestin eru ekki eingöngu ætluð til notkunar í myrkri vetrarins. Lesa meira

11.2.2016 Fréttir : Flokkstjórar vinnuskóla og afleysing í Áhaldahús

Sveitarfélagið auglýsir eftir flokkstjórum í vinnuskóla og afleysingu í Áhaldahús. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Sjá nánar
http://www.hornafjordur.is/atvinna/nr/11943

Lesa meira

8.2.2016 Fréttir : Mikill snjór og hálka

Undanfarið hefur snjóað óvenju mikið á Höfn og það tekur tíma fyrir snjóruðningstæki að komast yfir þau verkfni sem snjókomunni fylgir. Fólk er hvatt til að nota mannbrodda í hálkunni. Lesa meira

2.2.2016 Fréttir : Lesstofan í FAS vel nýtt

Nú er rétt tæplega mánuður liðinn af vorönninni og nemendur komnir vel af stað í náminu. Góð aðstaða er á lesstofu og skólinn ætlast til að nemendur nýti hana. Þar eiga þeir að nota tímann á milli kennslustunda til að læra

Lesa meira

2.2.2016 Fréttir HSSA : Ódýr matur fyrir eldri íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði

Nú í vikunni var greint frá því á fréttavef RÚV að matur sem býðst eldri borgurum, bæði í mötuneyti og heimsendur, er ódýrastur í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Hornafjörður í tungsljósi

29.1.2016 Fréttir : Álagning fasteignagjalda 2016

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2016 er nú lokið. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Lesa meira

28.1.2016 Fréttir HSSA : Barnalæknaþjónusta á Hornafirði 

Stjórnendur HSU Hornafirði vilja koma á framfæri upplýsingum vegna breytinga á þjónustu barnalæknis. Um síðustu áramót hætti Eygló Aradóttir barnalæknir að koma til okkar. Hún hefur sinnt börnum á Hornafirði í fjölmörg ár og þökkum við henni kærlega fyrir vel unnin störf og mjög gott samstarf. 

Lesa meira

26.1.2016 Fréttir : MORFÍs lið FAS stóð sig vel á Selfossi

MORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi. Lesa meira

22.1.2016 Fréttir : Menningararfur - skiptir hann þig máli?

Ef svarið er já, þá átt þú erindi á þennan umræðufund um óáþreifanleganmenningararf og kynningu á sáttmála UNESCO .

Lesa meira

19.1.2016 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Nýr starfsmaður Fræðslunetsins - símenntun á Suðurlandi, Eyrún Unnur Guðmundsdóttir, kynnir þjónustu stofnunarinnar og námsvísi vormisseris í Föstudagshádegi í Nýheimum kl.12:20.
Þá verða sýnd nokkur vel valin myndbönd og hitað upp fyrir Þorrablótið.
Heitur matur í kaffiteríunni á sanngjörnu verði og kaffi á boðstólum.

Allir velkomnir!
Lesa meira

19.1.2016 Fréttir : Gettu betur, MORFÍs og bingó í þessari viku

Það er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld. Lesa meira

18.1.2016 Umhverfisfréttir : Útkoma endurvinnslu um áramót ekki góð

Við síðustu losun á endurvinnsluefnum frá heimilum var mjög mikið af almennu heimilissúrgangi í

tunnunni, ásamt hlutum sem ekki eiga heima í henni. 

Starfsmenn áhaldahúss taka á móti endurvinnsluefni frá Funa í nýju sorpstöðina Gáruna,

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)