Fréttir

Hornafjörður í tungsljósi

29.1.2016 Fréttir : Álagning fasteignagjalda 2016

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2016 er nú lokið. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Lesa meira

28.1.2016 Fréttir HSSA : Barnalæknaþjónusta á Hornafirði 

Stjórnendur HSU Hornafirði vilja koma á framfæri upplýsingum vegna breytinga á þjónustu barnalæknis. Um síðustu áramót hætti Eygló Aradóttir barnalæknir að koma til okkar. Hún hefur sinnt börnum á Hornafirði í fjölmörg ár og þökkum við henni kærlega fyrir vel unnin störf og mjög gott samstarf. 

Lesa meira

26.1.2016 Fréttir : MORFÍs lið FAS stóð sig vel á Selfossi

MORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi. Lesa meira

22.1.2016 Fréttir : Menningararfur - skiptir hann þig máli?

Ef svarið er já, þá átt þú erindi á þennan umræðufund um óáþreifanleganmenningararf og kynningu á sáttmála UNESCO .

Lesa meira

19.1.2016 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Nýr starfsmaður Fræðslunetsins - símenntun á Suðurlandi, Eyrún Unnur Guðmundsdóttir, kynnir þjónustu stofnunarinnar og námsvísi vormisseris í Föstudagshádegi í Nýheimum kl.12:20.
Þá verða sýnd nokkur vel valin myndbönd og hitað upp fyrir Þorrablótið.
Heitur matur í kaffiteríunni á sanngjörnu verði og kaffi á boðstólum.

Allir velkomnir!
Lesa meira

19.1.2016 Fréttir : Gettu betur, MORFÍs og bingó í þessari viku

Það er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld. Lesa meira

18.1.2016 Umhverfisfréttir : Útkoma endurvinnslu um áramót ekki góð

Við síðustu losun á endurvinnsluefnum frá heimilum var mjög mikið af almennu heimilissúrgangi í

tunnunni, ásamt hlutum sem ekki eiga heima í henni. 

Starfsmenn áhaldahúss taka á móti endurvinnsluefni frá Funa í nýju sorpstöðina Gáruna,

Lesa meira

18.1.2016 Fréttir : Verkfærakista Google - námskeið

Skerptu á tölvukunnáttunni og lærðu á helstu ókeypis tól sem Google býður upp á.
Allt frá tölvupósti yfir í gerð heimasíðna. Ritvinnsla, töflureiknir og gagnageymsla.
Skráning fer fram hjá Margréti Gauju á gauja@fraedslunet.is eða í síma 664-5551.
Lesa meira

15.1.2016 Fréttir : Skautaferð 10. bekkjar

Nemendur í 10. bekk enduðu vikuna á skautum. Allir sem áttu skauta skelltu sér á ísinn við Hrossó í hádeginu í dag og tóku skautarispu. Allir glaðir og sáttir við þessa tilbreytingu.

Lesa meira

15.1.2016 Fréttir HSSA : Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós gefa sjónvarp

Góðgerðafélagið Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós gáfu dvalardeildinni Mjallhvít nýtt sjónvarp skömmu fyrir jól.

Lesa meira

15.1.2016 Fréttir : FAS komið í aðra umferð í Gettu betur

Liðið okkar í Gettu betur stóð sig aldeilis vel í gær þegar það vann lið Menntaskólans í Kópavogi. Lið FAS fékk 27 stig en MK 15. Þar með er lið FAS komið í aðra umferð og er það í fyrsta skipti í áratug sem FAS kemst áfram úr fyrstu umferð. Lesa meira

14.1.2016 Fréttir : FAS keppir við MK í Gettu betur

Enn og aftur er komið að spurningakeppninni Gettu betur og að sjálfsögðu tekur FAS þar þátt.
Strax á haustdögum var öllum sem höfðu áhuga á keppninni boðið að taka próf og þeir sem skoruðu hæst boðið að mynda lið sem er skipað aðalmönnum og varamönnum.

Lesa meira

14.1.2016 Fréttir : FAS í fyrsta skipti í MORFÍs

Í ár mun FAS í fyrsta skipti taka þátt í MORFÍs sem er Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi og er ein af þremur stærstu keppnum sem framhaldsskólar á Íslandi taka þátt í sín á milli

Lesa meira

10.1.2016 Fréttir : Allir í leikhús á Útskriftarferðina

Í dag frumsýndi leikhópurinn Myrra verkið Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur í Sindrabæ. Að verkinu koma 11 nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar undir leikstjórn Kristínar Gestsdóttur.  Það er skemst frá því að segja að leikararnir stóðu sig afar vel og við getum vænst mikils af þeim í framtíðinni.

Lesa meira

8.1.2016 Fréttir : Frumsýning

Útskriftarfeðin eftir Björk Jakobsdóttur verður synd í Sindrabæ sunnudaginn 10. janúar kl. 16:00 og kl. 20:00. Miðasala á staðnum.
Lesa meira

8.1.2016 Fréttir : Áramótaávarp bæjarstjóra

Góðir Austur- Skaftfellingar .

Árið 2015 er liðið. Áramót eru tími þar sem gjarnan er staldrað við og horft yfir farinn veg og rýnt í árið sem var að líða.   Ég tel að árið 2015 hafi verið okkur Austur- Skaftfellingum nokkuð gott

Lesa meira

5.1.2016 Fréttir : Þrettándagleði Mána á laugardag

Vegna óhagstæðs veðurútlits hefur verið ákveðið að þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána, sem átti að vera 6. janúar klukkan 20:30, verði þess í stað LAUGARDAGINN 9. JANÚAR, klukkan 18:00. Lesa meira

4.1.2016 Fréttir : Söfnun jólatrjáa 9. janúar

Söfnun verður á jólatrjám á Höfn og í Nesjahverfi verður laugardaginn 9. janúar eftir kl. 12:00. Mikilvægt er að jólatrén séu á aðgengilegum stað. Þeir sem sjá um að farga sínum trjám er bent á að fara með þau í gámaportið ekki í Ægissíðu.

Lesa meira

4.1.2016 Fréttir : Skólastarf vorannar hafið í FAS

Í morgun klukkan 10 hófst skólastarf á vorönninni þegar skólinn var settur. Þar á eftir fengu nemendur afhentar stundatöflur. Einhverjir hafa þurft að endurskoða val sitt og jafnvel breyta skráningum. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)