Fréttir

26.2.2016 Fréttir : Afhending viðurkenninga og verðlauna Hornafjarðar

Sú nýbreytni var á afhendingu viðurkenninga og styrkja sveitarfélagsins  að haldin var ein glæsileg hátíð þar sem afhent voru  menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir sveitarfélagsins í Nýheimum fimmtudaginn 25. febrúar. Lesa meira

25.2.2016 Fréttir : Tilnefningar til menningarverðlauna

Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu verða afhent í dag 25. febrúar kl 17:00 í Nýheimum.

Einnig verða afhent Umhverfisverðlaun Austur- Skaftafellsýslu  veitt ásamt styrkjum nefnda sveitarfélagsins og Rannsóknar og atvinnusjóði

Þeir sem tilnefndir eru til menningarverðlauna 2015 eru:

Lesa meira

25.2.2016 Fréttir HSSA : Lionsklúbbur Hornafjarðar gefur píanó á Skjólgarð

Lionsklúbbur Hornafjarðar færði Skjólgarði píanó fyrir skömmu. Lengi hefur verið píanó á heimilinu sem hefur ekki verið nægilega gott en á Skjólgarði eru reglulega haldnir tónleikar, tónskólinn spilar fyrir íbúa, íbúar spila hver fyrir annan. Einnig eru haldin þorrablót, jólasamvera, afmæli og fleira þar sem píanóið er notað.

Lesa meira

19.2.2016 Fréttir : RKÍ veitir sjálfboðaliðum viðurkenningu

Aðalfundur Rauða krossins í Hornafirði var haldinn þann 16. febráur. Á fundunum var tækifærið notað til að heiðra öfluga sjáflboðaliða. Lesa meira

18.2.2016 Fréttir : Trúðleikur

9. og 10. bekkjar nemendur í trúðleik drifu sig fram úr rúminu í morgun og frumsýndu trúðleik í Sindrabæ í dag.

Lesa meira

18.2.2016 Fréttir HSSA : Prjónað til góðs

Í Dagdvöl aldraðra í Ekrunni er öflugur hópur kvenna í prjónahóp. Um árabil hafa þær "prjónað til góðs" fyrir Rauða krossinn í verkefnið Föt sem framlag.


Magnhildur Gísladóttir formaður Rauða kross deildarinnar í Hornafirði veitti hópnum  viðurkenningu fyrir öflugt sjálfboðastarf sitt á aðalfundi deildarinnar s.l. þriðjudag.

Lesa meira

18.2.2016 Fréttir : Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Nýheimum miðvikudaginn 17. mars. Það eru nemendur í sjöunda bekk sem taka þátt og komust eftirtaldir áfram í lokakeppnina:

Lesa meira

17.2.2016 Fréttir HSSA : Leghálskrabbameinsleit

Skipuleg leit að leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslustöðvum í dag og er framkvæmd af ljósmóður. Nýverið fengu margar hornfirskar konur sent bréf frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins þar sem þær eru boðaðar í skoðun. Þann 1. mars verður boðið upp á leghálskrabbameinsleit á Heilsugæslustöð HSU Hornafirði. Lesa meira

17.2.2016 Fréttir : Afhending menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Afhending menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja Sveitarfélagsins fer fram fimmtudaginn 25. febrúar kl.17:00 við hátíðlega athöfn í Nýheimum. 
Allir styrkþegar eru hvattir til að mæta og veita styrkjum viðtöku.

Allir velkomnir
Sveitarfélagið Hornafjörður
Lesa meira

16.2.2016 Fréttir : MILLJARÐUR RÍS!

Ertu klár í skemmtilegustu stund ársins? Byrjaðu að pússa dansskóna þína því það er komið að hinni árlegu femínísku flóðbylgju.

Milljarður rís verður haldinn í Nýheimum föstudaginn 19. febrúar kl.11.45-12.45

DJ Subminimal sér til þess að dansinn duni á Höfn.

Í ár tileinkum við viðburðinum konum sem eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín.

Lesa meira

16.2.2016 Fréttir : Bæjarráð samþykkti ósk ungmennaráðs

Bæjarráð samþykkti í gær ósk ungmennaráðs um áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins samkvæmt fyrirmynd frá Seltjarnarnesi. Fulltrúar ungmennaráðs munu mæta á fund bæjarráðs 22. febrúar þar sem farið verður nánar í fyrirkomulagið. Lesa meira

15.2.2016 Fréttir : Heppuskólafréttir

Í Heppuskóla hefur mikið verið um að vera undanfarið í síðustu viku var öskudagurinn og létu unglingarnir sitt ekki eftir liggja og mættu í búningum og héldu fáránleikana. Fylgir hér með myndapakki frá Þorrablóti og Öskudeginum.


Lesa meira

12.2.2016 Fréttir : Sýnileikavesti afhent leikskólabörnum

Í dag fengu öll leikskólabörn á Höfn afhent sýnileikavesti, en þau eru gjöf frá foreldrafélaginu Krakkahólar og Sveitarfélaginu Hornafirði.  Þrátt fyrir að sólin sé blessunarlega farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja þá má minna á að vestin eru ekki eingöngu ætluð til notkunar í myrkri vetrarins. Lesa meira

11.2.2016 Fréttir : Flokkstjórar vinnuskóla og afleysing í Áhaldahús

Sveitarfélagið auglýsir eftir flokkstjórum í vinnuskóla og afleysingu í Áhaldahús. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Sjá nánar
http://www.hornafjordur.is/atvinna/nr/11943

Lesa meira

8.2.2016 Fréttir : Mikill snjór og hálka

Undanfarið hefur snjóað óvenju mikið á Höfn og það tekur tíma fyrir snjóruðningstæki að komast yfir þau verkfni sem snjókomunni fylgir. Fólk er hvatt til að nota mannbrodda í hálkunni. Lesa meira

2.2.2016 Fréttir : Lesstofan í FAS vel nýtt

Nú er rétt tæplega mánuður liðinn af vorönninni og nemendur komnir vel af stað í náminu. Góð aðstaða er á lesstofu og skólinn ætlast til að nemendur nýti hana. Þar eiga þeir að nota tímann á milli kennslustunda til að læra

Lesa meira

2.2.2016 Fréttir HSSA : Ódýr matur fyrir eldri íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði

Nú í vikunni var greint frá því á fréttavef RÚV að matur sem býðst eldri borgurum, bæði í mötuneyti og heimsendur, er ódýrastur í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)