Fréttir

Bæjarráð samþykkti ósk ungmennaráðs

16.2.2016 Fréttir

Bæjarráð samþykkti í gær ósk ungmennaráðs um áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins samkvæmt fyrirmynd frá Seltjarnarnesi. Fulltrúar ungmennaráðs munu mæta á fund bæjarráðs 22. febrúar þar sem farið verður nánar í fyrirkomulagið.

Ungmennaráð bókaði á fundi sínum að "ungmennaráð telur nauðsynlegt að ráðið eigi áheyrnarfulltrúa í öðrum formlegum nefndum sveitarfélagsins. Slíkt tíðkast í fleiri ungmennaráðum um land allt en sem dæmi má nefna á ungmennaráð Seltjarnarness áheyrnarfulltrúa í öllum nefndum þar í bæ. Fyrir ungmennaráð að eiga áheyrnarfulltrúa í nefndum stjórnsýslunnar er ekki aðeins valdeflandi fyrir ungt fólk heldur einnig mikilvæg reynsla og þekking fyrir fulltrúa ráðsins, sem og mikilvæg tenging fyrir starfandi nefndir sveitarfélagsins við ungt fólk á Hornafirði. Ráðið vísar málinu áfram til bæjarráðs."

Eins og áður sagði mun ungmennaráð funda með bæjarráði nk. mánudag og útfæra nánar fyrirkomulagið á nefndarsetu ungmenna í fastanefndum sveitarfélagsins.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)