Fréttir

Tilnefningar til menningarverðlauna

25.2.2016 Fréttir

Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu verða afhent í dag 25. febrúar kl 17:00 í Nýheimum.

Einnig verða afhent Umhverfisverðlaun Austur- Skaftafellsýslu  veitt ásamt styrkjum nefnda sveitarfélagsins og Rannsóknar og atvinnusjóði

Þeir sem tilnefndir eru til menningarverðlauna 2015 eru:

Albert Eymundsson fyrir Hornafjarðarmannann og störf í þágu samfélagsins


Bjarni F Einarsson:  Fyrir fróðlega og glæsilega bók sína „ Landnám og Landnámsfólk“ Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blót. Sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Bulgar í Austri, frá Afríku í suðri og Svalbarða í norðri.


Heiðar Sigurðsson: Heiðar hefur með öðru barið saman skemmtidagskrá í 14 ár, og ef eitthvað er verða „sjóin“ betri og betri“


Hirðingjarnir: „ Þær safna saman notuðum nytjahlutum , koma þeim í verð og afraksturinn rennur áskiptur í samfélagsleg verkefni/ tækjakaup sem koma öllum til góða.Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu og ekki taldar eftir sér margar vinnustundir. Þetta er að mínu mati fórnfúst menningarstarf sem virkiega munar um í samfélaginu okkar“

Búðin þeirra er skemmtileg viðbót við Hornafjörð.


Kristín Gestsdóttir:  fyrir óeigingjarnt starf í þágu leiklistarkennslu „meðal ungmenna á Höfn þá helst innan grunn- og framhaldskólanna og hefur staðið yfir í að minnsta kosti 10 ár eða lengur og er mikil hvatning fyrir unga fólkið okkar.“


Leikhópur FAS: fyrir sýninguna „Love ME DO“, En leiksýningin var sett upp í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og skrifuð af leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni sem hefur starfað hér með Leikhópi FAS og sett upp tvær sýningar. Leikverkið var heimsfrumsýnt hér í Hornafirði.


Soffía Auður Birgisdóttir:  „fyrir útgáfu á bók sinni Ég skapa - Þess vegna er ég. Bókin er um skrif Þórbergs Þórðarsonar, eins þekktasta manns sýslunnar, Soffía er búin að leggja margra ára vinnu í verkið“


Náttúrustofa: fyrir Náttúrustíginn „Þarna er mikil pæling að baki verkefninu við að gefa okkur mannfólkinu tilfinningu fyrir sólkerfinu okkar, stærð, fjarlægðum og hlutföllum. Einnig er mikilvægt að börnin eigi sinn þátt í verkinu. Og síðast en ekki síst, sólkerfið er eitthvað sem  öllum mönnum er kunnugt um hvaðan sem þeir koma af jörðinni. Þess vegna höfðar þessi frábæri stígur til allra sem gefa sér tíma til að arka hann og meðtaka það sem á borð er borið“


Þorvarður Árnason: fyrir norðurljósa og náttúrumyndir „Háskólasetrinu fyrir frábærar náttúru- og norðurljósa ljósmyndir sem hann hefur verið að taka síðustu ár. Þar með talda ljósmyndabókina hans frá Jökulsárlóni. Myndirnar sem eru teknar í Austur-Skaftafellssýsu og er dreift út um allan heims og bera hróður sýslunnar sem náttúruljósmynda paradís  víða.“

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)