Fréttir

Afhending viðurkenninga og verðlauna Hornafjarðar

26.2.2016 Fréttir

Sú nýbreytni var á afhendingu viðurkenninga og styrkja sveitarfélagsins  að haldin var ein glæsileg hátíð þar sem afhent voru  menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir sveitarfélagsins í Nýheimum fimmtudaginn 25. febrúar.

Þau sem hlutu menningarverðlaun voru:

Soffía Auður Birgisdóttir fyrir útgáfu á bókarinnar Ég skapa - Þess vegna er ég. Bókin er um skrif Þórbergs Þórðarsonar, eins þekktasta rithöfunda landsins en hann er borin og barnfæddur að Hala í suðursveit.

Bjarni F. Einarssonfyrir útgáfu bókarinnar „ Landnám og Landnámsfólk“ Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blót.

Alls voru níu manns tilnefndir til menningarverðlauna 2015.

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins voru veittar viðurkenningar voru veittar í þrem flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir voru hafa skarað framúr og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum innan sveitarfélagsins tilnefndir voru. Ellefu tilnefningar bárust umhverfisnefnd.  

Umhverfisviðurenningar fyrir árið 2015 hlutu, fyrir fallega lóð Halldóra Stefánsdóttir og Gísli Örn Gunnarsson Hafnarbraut 35. Lóðin er snyrtilega römmuð inn af runna og trjágróðri, garðurinn er fjölbreyttur og gróðri smekklega raðað saman.  

Fyrir lögbýli hlutu ábúendur að Svínafelli í Öræfum bæirnir mynda fallega heildamynd með snyrtilegu og fallegu umhverfi. Svínafellsbæirnir standa tignarlegir undir rótum Svínafells og Öræfajökuls. Ábúendur á Svínafelli sýna þessu volduga umhverfi virðingu og natni með snyrtimennsku í hvívetna. Ábúendur á Svínafelli eru, Þorlákur Magnússon  Svínafelli 3  Inga Ragnheiður Magnúsdóttir  og Benedikt Steinþórsson, Svínafelli 3, Hafdís Sigrún Roysdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli 1, Ármann Karl Guðmundsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svínafelli 2, Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1.  

Gamlabúð hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilega og vel heppnaða endurgerð lóðar. Lóð og umhverfi Gömlu er grasi vaxin og snotrar vegghleðslur og frágangur á stígum og öðrum mannvirkum kringum Gömlu búð  fellur vel inn í umhverfi sitt og ber vönduðu handbragði gott vitni. Sveitarfélagið er eigandi að Gömlubúð en Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Gestastofu í Gömlubúð  veitti viðurkenningunni móttöku.

 

 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)