Fréttir

22.3.2016 Fréttir : Ráðstefna UMFÍ - Niður með grímuna

Dagana 16.-18. mars fór fram ungmennaráðstefna UMFÍ Ungt fólk og lýðræði á Selfossi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Niður með grímuna - Geðheilsa ungmenna á Íslandi.

Ungmennaráð Hornafjarðar hvetur alla til að kynna sér ályktun ráðstefnunnar og láta bága stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi sig varða.   

 

Lesa meira

18.3.2016 Fréttir : Vinnuskóli 2016

Skráning í Vinnuskóa Hornafjarðar er hafin, börn og ungmenni sem eru í 8., 9. og 10. bekk geta sótt um vinnu, jafnframt geta börn og ungmenni sem ekki eru í Grunnskóla Hornafjarðar og eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi eða erlendis sótt um vinnu í Vinnuskólanum.

Lesa meira

17.3.2016 Fréttir : Álftatalning nemenda FAS

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Lesa meira

17.3.2016 Fréttir : Karlar og Mottumars

Fjör og fræðsla í Pakkhúsinu  fimmtudagskvöldið  17. mars kl 20.30.

Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands  flytur erindið Kíkt undir húddið og ræðir um karlmenn og krabbamein.

Lesa meira

16.3.2016 Fréttir : Páskaeggjabingó

Páskaeggjabingó Kiwanisklubbsins Óss verður haldið laugardaginn 19.03 kl. 14:00 í Nýheimum,allir velkomnir. Lesa meira

16.3.2016 Fréttir : Skemmtikvöld í Sindrabæ

Kvennakór Hornafjarðar heldur skemmtikvöld í endurbættum Sindrabæ nk. föstudagskvöld kl. 21:00.  Kvennakórskonur hafa æft heilmikla dagskrá með nýjum og eldri lögum sem flestir ættu að þekkja.

Lesa meira

15.3.2016 Fréttir : Ríkar af karlmönnum á Lönguhólum.

Síðustu mánuði hafa verið 2-3 karlmenn starfandi í leikskólanum Lönguhólum og hefur það aldrei gerst í sögu leikskólanna á Höfn að fleiri en tveir karlmenn starfi í leikskólanum í einu. Lesa meira

11.3.2016 Fréttir : Loftslagssamningur í Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi hafið þátttöku í loftslagsverkefni Landverndar „Tækifærin liggja í loftinu“. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í útlosun mengunarefna Lesa meira

11.3.2016 Fréttir : Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldin í gær, um 500 manns voru samankomnir í íþróttahúsinu. Þetta er í 9 sinn sem árshátíðin er haldin. Breytingar hafa þó orðið í áranna rás, fyrst var það þannig að nemendur æfðu atriði með umsjónarkennurum sínum sem voru svo sett saman, en undanfarin 3 ár hafa verið settar upp leiksýningar þar sem nemendur í oddatölubekkjum skipta á milli sín senum úr leikritum. Byrjað var á Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur, síðan var Fúsi Froskagleypir í fyrra og nú var Astrid Lindgren og persónur hennar Lína Langsokkur og Emil í Kattholti tekin fyrir Lesa meira

10.3.2016 Fréttir : Groddaveisla að hætti Kíwanismanna

Groddveisla Kíwanisklúbbsins Óss verður haldin 12.mars nk. kl.19:30 í Nýheimum. Skemmtun, uppboð og vinningar veislustjóri er Gunnar á Völlum. Boðið er upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa og sauðakjöti, rófum og uppstúf.

Lesa meira

8.3.2016 Fréttir : Saman gegn matarsóun fyrirlestur í Nýheimum - breyttur tími

Fyrirlestur og umræður um matarsóun verður fimmtudaginn 10. mars í Nýheimum, kl 12:00 en ekki kl. 20:00 eins og áður var auglýst . Fyrirlesturinn er í boði Landverndar, Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.  Lesa meira

7.3.2016 Fréttir : Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 13. mars næstkomandi

Hin árlega bókmenntahátíð verður í Þórbergssetri sunnudaginn 13. mars næstkomandi kl 14:00.  Dagskráin er að mótast, en ljóst er að þetta verður kvennahátíð þar sem  konur í rithöfunda- og fræðimannastétt verða gestir hátíðarinnar að þessu sinni, auk Kvennakórs Hornafjarðar   Lesa meira

3.3.2016 Fréttir : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Djúpavogi miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 14:00. Að vanda var vel staðið að keppninni og var virkilega gaman að sjá og heyra í öllum þessu frábæru unglingum sem komu fram og lásu texta bæði í bundnu og óbundnu máli.

Lesa meira

2.3.2016 Umhverfisfréttir : Umhverfisviðurkenning 2015

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja þ.m.t. lögbýli í sveitum fyrir snyrtilega umgengni og útlit.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)