Fréttir

Saman gegn matarsóun fyrirlestur í Nýheimum - breyttur tími

8.3.2016 Fréttir

Fyrirlestur og umræður um matarsóun verður fimmtudaginn 10. mars í Nýheimum, kl 12:00 en ekki kl. 20:00 eins og áður var auglýst . Fyrirlesturinn er í boði Landverndar, Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. 

Um þriðjungi matvæla er sóað í heiminum sem m.a. stuðlar að auknum loftslagsbreytingum. Þar að auki kostar þessi sóun gríðarlega mikla fjármuni, auk annarra umhverfisáhrifa.

Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd mun ræða hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfi og loftslag og hvað við getum gert til að sporna gegn matarsóun. 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)