Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

11.3.2016 Fréttir

Mynd 1 af 9
1 2 3 4 5 6 7 8 9

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldin í gær, um 500 manns voru samankomnir í íþróttahúsinu. Þetta er í 9 sinn sem árshátíðin er haldin. Breytingar hafa þó orðið í áranna rás, fyrst var það þannig að nemendur æfðu atriði með umsjónarkennurum sínum sem voru svo sett saman, en undanfarin 3 ár hafa verið settar upp leiksýningar þar sem nemendur í oddatölubekkjum skipta á milli sín senum úr leikritum. Byrjað var á Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur, síðan var Fúsi Froskagleypir í fyrra og nú var Astrid Lindgren og persónur hennar Lína Langsokkur og Emil í Kattholti tekin fyrir. Kristín G Gestsdóttir skrifaði leikgerðina. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar 3 vikur.

Allur skólinn er undir en smiðjurnar hafa þó veg og vanda að öllum undirbúningi. Þeir bekkir sem taka þátt eru 1. 3. og 5. bekkur, en þar taka allir nemendur þátt en í unglingadeildinni 7. – 10. bekkur velja sig inn í smiðjur.

Leikstjóri er Kristín G Gestsdóttir leiklistarkennari, en búningahönnuðir eru Anna Björg Kristjánsdóttir textílkennari og Sunna Guðmundsdóttir en leikmyndahönnuðir eru Eiríkur Hansson smíðakennari og Eva Ósk Eiríksdóttir, Magnhildur Gísladóttir myndmenntakennarar.  Kristján Guðnason og Fjóla Jóhannsdóttir heimilisfræðikennarar sjá um meðlætið með kaffinu. Sæmundur Helgason upplýsingatæknikennari sér um að koma viðburðinum á framfæri.

Með eru nokkrar myndir af árshátíðinni en ljósmyndarar voru Lena Hrönn Marteinsdóttir og Þórgunnur Torfadóttir.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)