Fréttir

Ríkar af karlmönnum á Lönguhólum.

15.3.2016 Fréttir

Mynd 1 af 4
1 2 3 4

Síðustu mánuði hafa verið 2-3 karlmenn starfandi í leikskólanum Lönguhólum og hefur það aldrei gerst í sögu leikskólanna á Höfn að fleiri en tveir karlmenn starfi í leikskólanum í einu. Í þessari viku fjölgaði þeim í fjóra sem er heimsmet á Höfn. Kvenfólkið sem starfar í leikskólanum er afar sátt við að hafa karlmenn í vinnu í leikskólanum og leyfi ég mér að halda að börnin séu það einnig. Ég tel nauðsynlegt að í menntastofnunum landsins sé  jafnvægi á hlutföllum kynja. Karlmenn eiga vel heima í vinnu með börnum.  Þessa dagana er átak í gangi á vegum Félagsleikskólakennara að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Þið strákar sem eruð að íhuga framhaldsnám endilega kynnið ykkur leikskólakennaranámið.

Margrét Ingólfsdóttir

Leikskólastjóri Lönguhólum

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)