Fréttir

29.4.2016 Fréttir : Heimsókn skólastjórnenda á Austur- og Suðurlandi

Í dag komu um 30 skólastjórnendur af Suður- og Austurlandi í heimsókn til okkar í skólann. Heimsóknin var liður í vorfundi skólastjórafélaga þessara svæða sem að þessu sinni var sameiginlegur og hófst á Smyrlabjörgum í gær. Dagskráin í dag fór svo fram hér á Höfn.

Lesa meira

29.4.2016 Fréttir : Lítil saga úr orgelhúsi

Nemendum 1. til 4.bekkjar ásamt elstu nemendum leikskólans var boðið í Hafnarkirkju þar sem Bergþór Pálsson söngvari  og Guðný Einarsdóttir organisti fluttu söguna Lítil saga úr orgelhúsi. Þetta er tónsaga þar sem áheyrendur eru leiddir inn í töfraheim pípuorgelsins. Sagan er sögð í máli, myndum og með tóndæmum. 

Lesa meira

29.4.2016 Fréttir : Mælingar á Fláajökli

Nemendur í FAS hafa komið að jöklamælingum í rúma tvo áratugi. Þar hefur oftast berið beitt svokölluðum þríhyrningsmælingum til að mæla jökulsporða sem ganga fram í jökullón.

Lesa meira

27.4.2016 Fréttir : Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis í 1. bekk

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Ós komu færandi hendi síðasta vetrardag. Þá gáfu þeir öllum fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma sem er bæði góð og þörf gjöf nú þegar hjólin hafa verið tekin úr geymslu og nemendur streyma á þeim í skólann

Lesa meira

25.4.2016 Fréttir : Framtíð Háskólanáms á Suðurlandi

Framtíð Háskólanáms á Suðurlandi

Málþing á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Lesa meira

21.4.2016 Fréttir : Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga

AÐALFUNDUR Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn sunnudaginn 24.apríl kl. 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og með því Lesa meira

20.4.2016 Fréttir : Menntaþing

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi

11.4.2016 Fréttir : Íbúafundur um húsnæðismál

Íbúafundur vegna verkefnis um leiguíbúðir verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ verða gestir fundarinns. Verktakar, íbúar og áhugasamir um uppbyggingu í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta.

Lesa meira

7.4.2016 Fréttir : Kynningarfundur um heilsueflandi samfélag

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis heldur kynningarfund í Nýheimum um verkefnið Heilsueflandi samfélag fimmtudaginn 7. apríl kl. 16:30. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér markmið og áherslur verkefnisins. Lesa meira

7.4.2016 Fréttir : Góðir gestir í FAS 

Þessa vikuna eru góðir gesti frá Póllandi í FAS. Það eru nemendur í samstarfsverkefninu “Your health is your wealth” sem eru að endurgjalda heimsókn nemenda FAS frá því í lok síðustu annar. Hópurinn kom til Hafnar þann fyrsta apríl síðast liðinn.

Lesa meira

5.4.2016 Fréttir : Skapandi skrif -allir geta skrifað

Skapandi skrif – skáldhugi – er frábært helgarnámskeið fyrir alla þá sem vilja koma röddinni sinni og þekkingu í texta, sama hvaða form þeir kjósa að nota. Erla notar orku og innblástur frá náttúrunni, hugtök úr mannréttindum, umhverfi og listum

Lesa meira

4.4.2016 Fréttir HSSA : Sjúkraliði í heimahjúkrun, framtíðarstaða

Laus er 50% staða sjúkraliða í heimahjúkrun hjá HSU Hornafirði frá og með 1. júní 2016. Sjúkraliðar sinna heimahjúkrun á starfssvæði stofnunarinnar.

Um er að ræða einstaklingsmiðaða aðstoð, aðhlynningu og hjúkrun. Sjúkraliðamenntun og bílpróf er krafa og starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu æskileg. Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum nauðsyn. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)