Fréttir

Skapandi skrif -allir geta skrifað

5.4.2016 Fréttir

Skapandi skrif – skáldhugi – er frábært helgarnámskeið fyrir alla þá sem vilja koma röddinni sinni og þekkingu í texta, sama hvaða form þeir kjósa að nota. Erla notar orku og innblástur frá náttúrunni, hugtök úr mannréttindum, umhverfi og listum. Helgin samanstendur af æfingum, gönguferðum, samræðum og frjálsum skrifum út frá eigin sjónarhornum. Enga fyrirfram færni þarf að hafa til þess að geta sótt námskeiðið – allir geta skrifað að sögn Erlu - það þarf einungis að vera rétt andrými og réttur innblástur. Erla þurfti sjálf að takast á við lesblindu og hindranir á sinni skólagöngu og að hennar sögn eru slíkar hindranir engin fyrirstaða til þess að skrifa á skapandi hátt.

Leiðbeinandi: Erla Steinþórsdóttir, skáldhugi, leikkona og listkennari.

Hvenær: föstudaginn 8. apríl klukkan 17 - 20, laugard. 9. klukkan 9 - 14 og sunnud. 10. apríl klukkan 10 – 14.

Hvar: Föstudaginn verðum við í Nýheimum. Laugardag og sunnudag verðum við á Þórbergssetri, Hala. Við sameinumst í bíla frá Höfn.

Verð: 19.900 kr.

  • við minnum á að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið -

Skráning er hjá Margréti Gauju, gauja@fas.is eða hjá Eyrúnu, eyrun@fraedslunet.is

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)