Fréttir

Kynningarfundur um heilsueflandi samfélag

7.4.2016 Fréttir

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur ákveðið að gerast aðili að verkefninu  „Heilsueflandi samfélag“ . Um árabil hefur Grunnskóli Hornafjarðar verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskóli og FAS verið heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu. 

Verkefnið inniheldur helstu áhersluþætti landlæknisembættisins , miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir t.d. fræðslu- menningar- eða skipulagsmál. Verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, m. a. í gegnum heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum alla ævi. 

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis heldur kynningarfund í Nýheimum um verkefnið Heilsueflandi samfélag fimmtudaginn 7. apríl kl. 16:30. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér markmið og áherslur verkefnisins.Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)