Fréttir

27.5.2016 Fréttir : Fjölmenningardagar í grunnskólanum

Í dag fór fram fjölmenningarganga grunnskólans með þátttöku leikskólanna. Á miðvikudaginn hófst undirbúningur fyrir gönguna en nemendum og starfsfólki var skipt niður á heimsálfurnar. Lesa meira

26.5.2016 Fréttir : Fjölmenningarganga Grunnskóla Hornafjarðar

Munið fjölmenningargönguna á morgun föstudaginn 27. maí. Gangan leggur af stað frá bílastæðinu við Íþróttahúsið kl. 9:50. Genginn verður hringur um bæinn og hvetjum við bæjarbúa að fylgjast með og taka þátt. Göngunni lýkur á Sindravöllum þar sem hin ýmsu atriði verða sýnd í lokin svo þeir sem missa af göngunni geta komið og séð herlegheitin.  

Lesa meira

25.5.2016 Fréttir : Hjólað óháð aldri á Hornafirði

Ferðaklúbburinn 4x4 fór af stað með söfnun með því markmiði að kaupa hjól með sæti fyrir farþega hingað á Hornafjörð. Nú hafa þeir safnað fyrir hjólunum og hornfirðingar geta fengið hjól til að hjóla með eldri borgara.

Lesa meira

25.5.2016 Fréttir : Náttúrustofa auglýsir eftir sérfræðingi

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir eftir sérfræðingi á Kirkjubæjarklaustri.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Hollywood Hornafjörður slegið á frest

Hollywood Hornafjörður hefur verið slegið á frest. Ástæðan er dræm þátttaka sem tengd er við tímasetninguna. Ákveðið var að halda námskeiðið í haust svo að sem flestir geti verið með.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Leikskólabörn heimsóttu Ráðhúsið

Leikskólabörn frá leikskólanum Lönguhólum heimsóttu starfsfólk Ráðhússins í dag. Heimsóknin er liður í að foreldrar elstu barna leikskólans bjóða börnunum að soða vinnustað sinn.

Lesa meira

23.5.2016 Fréttir : Söfnun á landbúnaðarplasti í dreifbýli

Landbúnaðarplasti verður safnað í dreifbýli í maí og júní. Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Plastinu verður safnað eftirfarandi daga.

Lesa meira

20.5.2016 Fréttir : LalomA með tónleikar í Sindrabæ

Á hringferð um landið eru tveir ungir hljóðfæraleikarar sem hafa verið í námi við Concervatorium van Amsterdam í Hollandi. Þau skipa þjóðlagadúettin LalomA og ætla að vera með tónleika í Sindrabæ sunnudaginn 22. maí kl. 17.00.

Lesa meira

18.5.2016 Fréttir : Útskrift myndlistarnema í Svavarsafni

Minnum á opnun listasýningarinnar „NÝR RAMMI“ kl. 17:30 myndir eftir heimafólk sem er að ljúka myndlistarsmiðju á vegum Fræðslunetsins, símenntunar á Suðurlandi.

Fólk er hvatt til að mæta, allir eru velkomnir.

Myndirnar verða sýndar í Svavarssafni næstu daga.

Lesa meira

18.5.2016 Fréttir : Hollywood Hornafjörður

Þann fyrsta júní næstkomandi fer af stað kvikmyndanámskeiðið, Hollywood Hornafjörður sem er haldið af þeim Natani Jónssyni og Emil Morávek. Þar fá ungmenni Hornafjarðar tækifæri til þess að læra grunnreglur kvikmyndagerðar. Lesa meira

17.5.2016 Fréttir : Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 er svo komið að útskrift frá FAS. Að þessu sinni verða útskrifaðir nemendur af framhaldsskólabraut, fjallamennskubraut, vélstjórnarbraut, vélvirkjabraut og  stúdentar.

Lesa meira

11.5.2016 Fréttir : Fyrstu kosningar ungs fólks verða í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti beiðni ungmennaráðs sveitarfélagsins að halda skuggakosningar samhliða næstkomandi forsetakosningum.

Ungmennaráð hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að taka þátt í kosningunum.  

Lesa meira
Aerial photo of Osinn

11.5.2016 Fréttir : Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum af fjármagni sem ætlað er til rannsókna á Grynnslunum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar ályktaði á fundi sínum þann 10. maí um  tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem er til umræðu í Alþingi, og ítrekaði áhyggjur sínar af því hve lítið fjármagn er sett til rannsókna á Grynnslunum. Lesa meira

10.5.2016 Fréttir : Doktorsvörn Soffíu Auðar Birgisdóttur send beint út í Nýheimum

Fimmtudaginn 12. maí fer fram doktorsvörn við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Soffía Auður Birgisdóttir ritgerð sína, bein útsending verður í fyrirlestrasal Nýheima. Lesa meira

4.5.2016 Fréttir : Umhverfisnefnd Grunnskóla Hornafjarðar gestir umhverfisnefndar sveitarfélagsins

Fulltrúar úr umhverfisnefnd Grunnskóla Hornafjarðar voru gestir umhverfisnefndar í gær. Krakkarnir greindu frá vinnu sinni við endurvinnslu í skólanum. Lesa meira

3.5.2016 Fréttir : Íbúafundur um umferðaröryggismál

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til íbúafundar um umferðaröryggismál þann 3. maí kl. 20:00 í Nýheimum.

Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

2.5.2016 Fréttir : Töf á reikningum og greiðslum frá sveitarfélaginu

Vegna uppfærslu bókhaldskerfis sveitarfélagsins urðu tafir á útsendingu reikninga vegna þjónustu sveitarfélagsins sem og greiðslu húsaleigubóta.  Verið er að vinna að lausn vandans.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)